Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vargur í véum BOKMENNTIR S k á I d s a g a DRAUGASINFÓNÍ AN eftir Einar Órn Gunnarsson. Ormstunga 1996 - 240 bls. MÉR var aldrei í mun að öðrum geðjaðist að mér, slíkur hégómi eða tepruskapur var fyrir mér einvörð- ungu keppikefli aumra kotsálna. Ég ætlaði heldur aldrei að ílengjast á þessum útkjálka heimsins heldur sigla burt og skapa mér líf sem vert væri að lifa. Afkáralegar dyggðir líkt og heiðarleiki og dreng- lyndi skyldu ekki draga úr ferð minni í gegnum lífið. Eg skynjaði strax að sá einn er fijáls sem á sér engan helgidóm." (147 - 148) Með þessum hætti hugsar sögu- maðurinn Hrafn í nýútkomnu skáldverki Einars Arnar Gunnars- sonar, Draugasinfóníunni. Ofan- greind tilvitnun getur hæglega staðið sem megininntak þessarar skáldsögu því hér eru það illskan, meinfýsnin og blekkingin sem færð eru í letur og birtast holdi klæddar í líki ungs manns sem kemur til Reykjavíkur í ársbyijun 1940 að nema bókbandsiðn. Ferðalag hans virðist í fyrstu vera markað af sakleysi og forvitni hins unga sveitadrengs en þegar lengra er lesið koma aðrir og afdrifaríkir atburðir í ljós. Draugasinfónían er Reykja- víkursaga sem hefur að megin- uppistöðu umræðu um spíritisma og trúna á annað líf í upphafi fimmta áratugarins. Nafn sitt dregur sagan af ímynduðu tón- verki, nokkurskonar myrkraverki sem hugsanlega er samið af löngu látnu tónskáldi í gegnum örgeðja og drykkfellt tónskáld sem lifir andguðlegu lífi. Atburðarás sög- unnar hverfíst í aðalatriðum um félagsskap guð- hræddra og auðtrúa karlmanna, einfalds prests, spjátrungslegs rithöfundar og 'of- stækisfulls bókaútgef- anda, sem kallast Til- raunafélagið Bjarm- inn. Þeir eiga það sam- eiginlegt að vera hætt- ir að lifa lífinu en iðka þess í stað dauðadýrk- un þar sem sálin og meltingarfærin era aðskilin og ósættanleg fyrirbrigði. Markmið félagsins er að komast í samband við fram- liðna anda á æðri til- verustigum og gefa út tímaritið Dögun. Inn í þennan félagsskap blandast sögumaður og aðalper- sóna bókarinnar sem ber það tákn- ræna heiti Hrafn og með lygum og sjónhverfingum afhjúpar hann starfsemi þeirra fyrir lesendum. Niðurstaða sögunnar bendir til þess að Hrafn sé á ferðalagi milli staða á líkan hátt og andar reika á milli tilverustiga. Aðferð höfundar að segja sögu felst í þvi að blanda saman raun- veralegum atburðum og skáld- skap. Baksvið Draugasinfóníunnar eru ógnvænlegir atburðir síðari heimsstyijaldarinnar þar sem stað- hæft var að norræni kynstofninn skaraði fram úr öðram kynstofnum og gyðingar væru plága sem þyrfti að útrýma. Að auki hefur sagan ýmsar beinar skirskotanir til at- burða og einstaklinga í íslensku samfélagi í byijun fimmta áratug- arins. Þannig gegnir dauði og jarð- arför Einars Benediktssonar nokkru hlutverki, hernámi Breta á íslandi eru gerð nákvæm skil og Gerlach ræðismaður þjóðveija á íslandi birtist á síðum þessarar bókar svo nokkuð sé nefnt. Óhætt er að full- yrða að Einar Örn Gunnarsson vinni með nokkuð fastmótaða bókmenntatýpu í skáldsögu sinni sem á sér ýmsar og óbeinar hliðstæður í öðrum bókmenntaverkum. I því sambandi mætti nefna Galdra-Loft Jó- hanns Siguijónssonar og Glæp og refsingu Dostojevskís. Að minnsta kosti er les- andinn ekki lengi að velkjast í vafa um hverskonar aðalsögu- persóna er hér á ferð- inni. Hrafn sinnir í fáu smáborg- aralegum dyggðum og ræktar ekki þrælslundina í sjálfum sér heldur þráir meiri völd og reynir í vissum skilningi að stíga yfir öll hefðbund- in gildi mannlegs samfélags með framferði sínu. Hrafn er vargur í véum samfélagsins og minnir að sumu leyti á aðalpersónu sam- nefndrar skáldsögu Gunnars Gunnarssonar og þráðinn til ýmissa skáldverka Einars H. Kvar- an má rekja í umijöllun sögunnar um sálarrannsóknir og andatrú. Draugasinfónían er öðrum þræði „söguleg frásögn“ af sam- skiptum lifenda og dauðra á vissu skeiði íslandssögunnar og mót- sagnir mannlegrar tilveru era hér gerðar að umtalsefni. Sagan dreg- ur upp trúverðuga og litríka mynd af því ástandi sem spiritisminn á íslandi 61 af sér. Litrík persónu- sköpun myndar meginuppistöðu þessarar frásagnar en þótt at- burðarásin verði sjaldan spenn- andi og á köflum nokkuð lang- dregin er stíll höfundar markviss og skýr og kemur því til skila sem segja þarf. Jón Özur Snorrason Einar Örn Gunnarsson Marta Guðrún í safni Engel Lund TONLIST Hljómdiskar ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG Marta Guðrún Halldórsdóttir og Órn Magnússon. Safn Engel Lund, útsett af Ferdinand Rauter. Upptökur fóru fram í Digraneskirkju í júlí og ágúst 1996. Upptökustjóri: Bjami Rúnar Bjaniason. Upptökumenn: Þórir Steingrímsson, Georg Magnússon. Smekkleysa SMK2. Dreifing Japis. ÁRIÐ 1960 gaf Almenna bókafé- lagið út nótnaheftið „íslensk þjóðlög, valin og búin til prentunar af Engel Lund“. Ferdinand Rauter útsetti lög- in. Að lokinni heimsstyijöldinni lögð- ust þau í tónleikaferðalag vítt og breitt um Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu. Lögin voru frá ýmsum löndum, en söngkonan kynnti þau jafnan og greindi frá uppruna þeirra og innihaldi. Þau störfuðu saman til ársins 1960, er hún sneri aftur til íslands, þar sem hún var fædd (hún var af dönsku foreldri), og bjó þar til æviloka (1996). í formála bókarinnar segir Engel Lund m.a.: „Það er ekki alltaf auð- velt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna þjóðlög og textarnir við þau, gömul kvæði og stef, skuli vera svo falleg og mikils virði sem þau eru. Stundum getur verið, að lagið sé ekki sérstaklega merkilegt og orðin dálítið fátækleg, og samt er það hvort tveggja saman góður skáldskapur og gott lag. Maður verður að gefa sér góðan tíma til þess að lifa sig inn í þetta, hlusta vel, ekki einungis eftir því, sem í laginu býr, heldur líka því, sem er á bak við orðin. Þá getur það gerzt, sem er svo skemmtilegt, að litla lagið og látlausu orðin verði saman lifandi og máttug." Einhver hlýtur galdurinn að vera, fyrst lög og textar eru meira eða minna einfaldir húsgangar, og því er hér vitnað í Engel Lund, en hún sótti lögin sín íslensku í bók Bjarna Þorsteinssonar, íslensk þjóðlög (1906-09). Ekki verður hjá því komist að minnast á útsetningar Ferdinands Rauters, sem virðast undarlega „réttar" og íslenskari en flestar þjóðlagaútsetningar ís- lenskra tónskálda, a.m.k. frá þess- um tíma (að Jóni Leifs undanskild- um, sem er nú sér á parti). Flutningur þeirra Mörtu Guðrún- ar Halldórsdóttur og Arnar Magn- ússonar er, satt að segja, alveg yndislegur og ekta. Látlaus og svo- lítið „sérkennileg“ lög og textar njóta sín hér að því er virðist vegna eigin ágætis, sem segir raunar allt um flutninginn. Mér hefur raunar alltaf þótt Marta Guðrún og Örn frábærir listamenn á sínu sviði, en hér smella þau saman í yndislegri arfleifð Göggu og Ferdinands (og Bjarna og þjóðarinnar!). Rödd Mörtu Guðrúnar hæfir efninu eins og best má vera. Engel Lund (Gagga) var stór og ákaflega skemmtileg per- sóna, sem gæddi söng sinn einstöku lífi. Marta Guðrún er svo sem ekk- ert að reyna að fara í „svarta kjól- inn“ hennar, enda eins gott. Hún mætir hér á eigin forsendum og gerir allt vel og fallega. Við skulum líka hafa í huga að sum þessara laga (og texta) eru hreinar perlur. Hljóðritun „má ekki vera betri“. Bæklingur vandaður og fallegur - með textum og ákaflega skemmti- legum og upplýsandi kynningum Engel Lund, ósjaldan í elskulegum „kjaftasögustíl". Smekkleysa fer einkar smekklega af stað með sína tvo fyrstu hljóm- diska á þessum jólum. Báðir sæta tíðindum. Oddur Björnsson Enn um Bert Lir og rjor r SS-sveitunum BÓKMENNTIR Unglingasaga JÁTNINGAR BERTS eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson. Þýðandi Jón Daníelsson. Myndskreytingar Sonju Hardin. Skjaldborg, Reykjavík, 1996. ÉG HEF áður lagt áherslu á hversu lestur er mikilvægur fyrir ungmenni og auðvitað eru svokall- aðar „góðar“ bókmenntir ákjósan- legasta lesningin. Ekki er hins vegar rétt að líta framhjá því að ungmenni, eins og fullorðnir, kunna vel að meta afþreyingarbók- menntir í bland við aðrar og alvar- legri bókmenntir. Afþreyingarbók- menntir þurfa heldur ekki að vera alslæmar og alkunna að lestur hefur almennt góð áhrif á mál- þroska ungmenna. Bækurnar um Bert eru dæmi- gerðar afþreyingarbækur fyrir börn og unglinga. Höfundarnir Anders Jacobsson og Sören Olsen leitast í sögunum um Bert við að lýsa á gamansaman hátt lífshlaupi stráksins Berts. Játningar Berts er sjötta bókin í bókaflokknum og í sannleika sagt verður að segjast eins og er að tvímenningunum tekst ætlunarverkið afar misjafn- lega. Skemmtilegar lýsingar á borð við tilraun Berts og vina hans tveggja til að útbreiða boðskap Jesú Krists meðal almennings drukkna t.a.m. í löngum og yfir- drifnum köflum um hvemig fela megi standpínu. Persónusköpunin er afar grunn og er aðalpersónan engin undan- tekning. Bert lítur til að byija með afar stórt á sig. Hann er gorsam- lega blindaður af sjálfselsku og algjörlega ófær um að átta sig á vísbendingum um galla í eigin fari. Þegar svo kærastan segir honum upp snýst dæmið við og hann treystir sér ekki lengur til að líta eigin sjálfsmynd í spegli. Undir lokin er hann greinilega á góðri leið með að byggja upp sjálfs- traustið á nýjan leik. Hugmyndir Berts og félaga um stelpur eru afar brenglaðar. Bert talar t.a.m. um að Emilía sé hans eign (bls. 27) og uppáhaldsgæludýr (bls. 110). Stelpunum er lýst með augum strákanna, fremur passív- um og óspennandi ef frá er talið útlitið. En best finnst mér höfund- unum takast þegar stelpurnar rísa gegn ímyndinni og koma strákun- um algjörlega í opna skjöldu. Minn- isstætt er t.a.m. að Lovísa tekur strákana á orðinu í fermingarbúð- unum og krefst þess að koma inn í herbergi þeirra á nærbuxunum samkvæmt settum reglum ef um kvenkyns gest er að ræða. Strák- arnir verða svo skelkaðir að þeir reka hana burt og þora ekki annað en að hafa ljósið kveikt alla nóttina. Helstu mistök höfundanna eru að rembast svo við að vera fyndn- ir að fyndnin hættir að vera fynd- in. Þannig er t.a.m. fermingarat- höfnin eyðilögð. Ágæt ádeila á myndavélasjúka feður fer þar sömu leið. Jón Daníelsson þýðir textann lipurlega og myndskreyt- ingar Sonju Hardin eru skemmtileg viðbót við frásögnina. Fyrir utan eina prentvillu er frágangur bókar- innar til fyrirmyndar af hálfu út- gáfunnar. Anna G. Ólafsdóttir. BÓKMENNTIR Ilcimildaskáldsaga ÍSLENDINGUR Á VÍGA- SLÓÐ í WAFFEN-SS eftir Einar Björgvinsson. Fjölvaút- gáfan 1996.240 bls. ÞAÐ ER verðugt rannsóknar- efni hve áhugi manna á seinni heimsstyijöldinni virðist seint ætla að dvína. Þótt eitthvað minna sé nú að verða um bækur um þetta efni en var fyrir u.þ.b. 15-20 árum þegar sannkölluð holskefla styij- aldarrita reið yfir bókamarkaðinn, þá líða samt ekki enn þau jól að ekki komi út nokkrar bækur um þetta efni. Vinsælasta sjónarhornið á styijöldina hérlendis á seinni árum hefur þó ekki verið stríðið í sjálfu sér, þ.e.a.s. gangur þess sem slíks, heldur hvernig örlög fslend- inga hafa fléttast þessum hildar- leik og þá einkum hvort íslending- ar hafi gengið til liðs við sveitir nasista, ýmist í Þýskalandi sjálfu eða í þeim löndum sem Þjóðveijar tóku herskildi. Yfir þessu efni hef- ur svifið ljómi leyndardóms og dular sem líklegast á sér mjög ein- faldar skýringar, það voru einfald- lega engin ósköp af íslendingum sem gengu til liðs við SS-sveitirnar eða Gestapo, en flestir vilja hafa annað fyrir satt og því virðist seint ætla að verða lát á bókum um efn- ið. Einar Björgvinsson er einn þeirra sem um árabil hafa haft brennandi áhuga á efninu en á í basli með sönnunarbyrðina og skrifar því ekki sagnfræðirit um veru íslendinga í Waffen-SS heldur „raunsæja hetjusögu“, skáldsögu sem hann segir að eigi sér þó stoð í veruleikanum. Hér segir frá ís- lendingnum Haraldi sem er af vel- metinni íslenskri borgarafjölskyldu sem bæði hefur haslað sér völl á viðskiptasviðinu og innan danska embættismannakerfisins. Hann sest að í Þýskalandi og reynir þar fyrir sér í viðskiptum en verður gjaldþrota, flytur til Danmerkur og síðan aftur til Hamborgar því hann fylgir nasistum heilshugar að málum og líður betur þar en í hinni „sósíaldemókratísku“ Dan- mörku. Innblásinn af andkommún- isma og hetjuhugsjón gengur hann í Waffen-SS sveitirnar eftir að Þjóðveijar ráðast á Sovétríkin vor- ið 1941, fer á vígstöðvarnar og berst þar í fremstu víglínu í yfir tvö ár þegar hann særist og er fluttur yfir í gagnnjósnadeild SS og fer til starfa í Kaupmannahöfn. Ég hef alltaf verið ákaflega snokinn fyrir stríðssögum og leidd- ist því aldrei við lestur bókarinnar, hún hélt mér ágætlega við efnið, því hér er margt ágætlega gert, sérstaklega þegar á líður. En eitt vefst samt fyrir mér. Fyrir hvern og til hvers er bókin skrifuð? Til að vera ekta styijaldarsaga, lýsing á hremmingum stríðsins og þeirra sem í því stóðu skortir bókina sál- fræðilega dýpt og innsæi. Hrylling- ur stríðsins kemur miklu sterkar fram hjá „afþreyingarhöfundum" eins og Sven Hazel, þeim ágætis- höfundi sem í ofanálag er fyndinn og kann að búa til eftirminnilegar persónur. Hér er hins vegar allt fremur litlaust. Haraldur er sann- færður andkommúnisti og nasisti en það nægir ekki til að skýra af hveiju hann velur þá leið sem hann velur, né þá heldur af hveiju systk- ini hans og foreldrar eru á öðrum meiði. Vinir hans í Waffen-SS era ágætiskarlar og vígstöðvarnar era fremur ókræsilegar en nostursam- legri lýsingar hefðu ekki skaðað eða þá breiðari frásögn. Hér vant- ar bæði sögulegt baksvið sem skýr- ir þróun persónanna og val þeirra sem og margbreytilegra sálrænt innsvið. Bókin er skrifuð eins og skýrsla: Fyrst fórum við þangað, drápum 100, fóram síðan enn lengra, drápum 200 o.s.frv. Ég veit ekki hvort þeir sem lítinn hafa stríðsáhugann endast til að lesa svona bók og sannast sagna held ég að þeim taki fljótt að leiðast því það drífur ekkert frásögnina áfram nema einföld rás viðburða, fléttan er engin og stíllinn flatur. Hér er sum sé á ferðinni athyglis- verður efniviður sem hefði mátt smíða úr mikla epíska sögu en er því miður bundinn á klafa þurrlegr- ar skýrslugerðar. Ég mæli samt með bókinni fyrir alla stríðsáhuga- menn. Kristján B. Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.