Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 1

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 1
96 SIÐUR B/C/D irr#iimWaií>lli STOFNAÐ 1913 285. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deilt um samning Statoil við Indónesa Portúgalir taka málið upp hjá SÞ Ósló. Morgunblaðið. PORTUGOLSK stjórnvöld eru æf vegna fyrirhugaðrar olíuleitar norska ríkisolíufélagsins Statoil undan strönd Austur-Tímor og hyggjast taka málið upp innan Sameinuðu þjóðanna. Norsk stjórnvöld telja ekkert athugavert við olíuleitina en norskir þjóðrétt- arfræðingar hafa hins vegar sagt að þó að samningur Statoil við stjórnvöld í Indónesíu um olíuleit- ina standist líklega lög, kunni hann að skapa pólitísk og siðferðileg vandamál. Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, bar fram mótmæli stjómar sinnar á fundi með Torbjorn Jagland, forsætisráðherra Noregs. Jagland lýsti því yfir eftir fundinn að hann teldi samning Statoil við Indónesa vera viðskipta- legs eðlis og teldist ekki á nokkurn hátt vera viðurkenning norskra stjórnvalda á yfirráðumlndónesa á Austur-Tímor. Deilurnar hófust eftir að Indó- nesar og Ástralir gerðu með sér samkomulag um hafsvæðið undan strönd Austur-Tímor. Statoil hyggst eiga samstarf við ástralska fyrirtækið Mobil á svæði sem er fyrir innan 200 mílna lögsögu Aust- ur-Tímor. Portúgalir telja samning Indónesa og Ástrala ólöglegan. Ekki er hægt að taka málið upp fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag en Portúgalir hyggjast bera það upp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Munu þeir tengja það tilraun- um til að tryggja mannréttindi á Austur-Tímor. Þá hefur friðarverð- launaþegi Nóbels, Jose Ramos Horta, lagt til að Statoil stofni sjóð til stuðnings íbúum Austur-Tímor og mun eiga viðræður við fyrirtæk- ið um það í dag, fimmtudag. Tekist á um hamborgara LÖGREGLU- og sérsveitarmenn voru kallaðir út til að stilla til friðar í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, í vikunni, en geysileg örtröð hafði myndast við fyrsta McDonalds-veitingastaðinn þar í landi. Ástæðan var sögusagnir um að fyrstu gestirnir fengju frían hamborgara. Um 4.000 manns hugðust fá sér hamborgara en mikil fagnað- arlæti fólksins breyttust fljótt í skelfingaróp er löggæslumenn vopnaðir kylfum reyndu að draga úr troðningnum. Voru sumir þeirra úr OMON-sérsveitum inn- anríkisráðuneytisins. Hamborgarinn í Minsk kostar um 67 kr. en mánaðarlaunin í Hvíta-Rússlandi nema að jafnaði rétt rúmum 3.000 kr. islenskum. Reuter Reuter VEL fór á með Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, og Javier Solana, framkvæmda- sljóra NATO, í gær. Lá vel á Prímakov, sem sagði gott að eiga samskipti við Solana. Rússar reiðubúnir til viðræðna við NATO Brussel. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, vék í gær frá fyrri stefnu rússneskra stjórnvalda er hann sagði þau reiðubúin að ganga til viðræðna við Atlantshafsbanda- lagið (NATO) um nánari samvinnu. Prímakov ítrekaði hins vegar harða andstöðu Rússa við stækkun NATO í austur. í gær ræddu utanríkisráð- herrar NATO hvernig koma ætti til móts við þau ríki sem ekki verður boðin aðild á næsta ári og lagði Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til að stofnað verði nýtt Atlantshafssamvinnuráð, sem í eigi sæti nokkrar af Mið- og Austur-Evrópuþjóðum sem taka þátt í Friðarsamstarfi NATO. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði yfirlýsingu Prímakovs ekki hafa komið á óvart, Rússar hefðu sýnt áhuga á samvinnu við NATO á fundum sem þeir hefðu átt við aðildarríki bandalagsins, þar á meðal á fundi Halldórs og Prím- akovs í nóvember sl. „Enn er hins vegar óljóst í hveiju þetta samkomu- lag mun felast en það er ekkert nýtt, í þessu ferli hafa metjn sjaldn- ast vitað hvað er handán hornsins. Það er afar mikilvægt fyrir Evrópu að Rússar verði með í því þróunar- starfi sem þar á sér stað.“ Utanríkisráðherrar NATO fögn- uðu yfirlýsingu Prímakovs, Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagðist „hissa og glaður yfir uppbyggilegri afstöðu Rússa“ og Warren Christopher tók í sama streng. Rætt hefur verið um að Rússar og NATO geri einhvers konar sátt- mála eða stofnskrá. Búist er við að viðræður NATO og Rússa hefjist í janúar og að þær muni vart ganga þrautalaust fýrir sig. Telja heimild- armenn Reuter að Rússar muni grípa hvert tækifæri til að reka fleyg á milii aðildarþjóða bandalagsins en þær vilja ganga mislangt til að slá á andstöðu og ótta Rússa við stækkun. Rússneski herínn fer undir borgaralega stj órn Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, greiddi í gær fyrir róttækum breyt- ingum á yfírstjórn rússneska hersins með því _að gefa út tilskipun þess efnis að Igor Rodíonov varnarmála- ráðherra bæri að draga sig í hlé sem hershöfðingi. Þar með hefur forset- inn rofið þá áratuga gömlu hefð að hershöfðingjar fari fyrir varnar- málaráðuneytinu í Moskvu. í tilskipuninni sagði að Rodíonov ætti að draga sig í hlé innan hersins þar sem hann væri kominn á eftir- launaaldur. Ráðherrann varð sex- tugur 1. desember. Jeltsín sagði síðar að varnar- málaráðuneytið yrði í framtíðinni undir stjórn embættismanna utan hersins. „Reynsla lýðræðisríkja sýnir að borgaralegir embættis- menn, sem stjórna varnarmála- ráðuneytunum, geta með góðum árangri tekist á við það flókna við- fangsefni að efla landvarnirnar," sagði forsetinn. Allir hermenn undir stjórn herráðsins Rússneskir sérfræðingar í málefn- um hersins sögðu líklegt að forsetinn myndi fylgja tilskipuninni eftir með nýrri og skýrri skilgreiningu á vald- sviðum varnarmálaráðherrans ann- ars vegar og formanns herráðsins hins_ vegar. „Ákvörðun forsetans á eftir að leiða til róttækra breytinga á allri yfirstjórn hersins," sagði Alexander Zhilin, sérfræðingur vikublaðsins Moskvufrétta í varnarmálum. „Varnarmálaráðherrann á að gegna pólitísku hlutverki, verður stjórn- málamaður eða borgaralegur emb- ættismaður fremur en hershöfðingi. Formaður herráðsins á ekki að skipta sér af stjórnmálum og fer með mál sem varða aðeins herinn." Gert er ráð fyrir að Rodíonov beri ábyrgð á fjárhag hersins, móti stefnuna og taki pólitískar ákvarð- anir, komi á umbótum innan herafl- ans og sjái um tengslin við þingið og stjórnina. Ennfremur er stefnt að því að allar hersveitir landsins verði undir beinni stjórn Viktors Samsonovs hershöfðingja, formanns herráðsins. Hingað til hafa varnarmálaráðu- neytið og innanrikisráðuneytið stjórnað eigin hersveitum. „Hugmyndin er að formaður her- ráðsins taki við stjórn allra hersveit- anna, sagði Andrej Píontkowskí, for- stöðumaður Herfræðimiðstöðvarinn- ar í Moskvu. „Þetta er mjög mikil- vægt til að geta samhæft starfsem- ina.“ Júrí Batúrín, yfirmaður Varnar- málaráðs Rússlands, sagði að völd varnarmálaráðherrans myndu ekki minnka, hins vegar ætti „pólitískt svigrúm hans að aukast verulega". Ofurleið- andi duft Lyon. Reuter. HÓPUR franskra vísindamanna tilkynnti í gær, að hann hefði fundið efni, sem væri ofurleið- andi við stofuhita. Ef rétt reyn- ist er um byltingarkennda upp- götvun að ræða. Efnið, sem er í duftformi, er ofurleiðandi við 25 stiga hita á celsíus eða við 100 gráða hærri hita en áður hefur þekkst. Er um að ræða blöndu af liþín, beryllín og vatnsefni. Vísindamennirnir starfa við frönsku vísindamiðstöðina, kjarnorkuráðið í París og Claude Bernard-háskólann í Lyon. Sagði einn þeirra, að lík- lega yrði ekki hægt að nota efnið í raflínur þar sem það væri í duftformi en aftur á móti í alls konar raftæki og tölvukubba.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.