Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðræður strandríkjanna og ESB um síldveiðar í Ósló
Síðustu forvöð að
ná samningum
STRANDRÍKIN fjögur, sem hags-
muna eiga að gæta varðandi nýt-
ingu norsk-íslenzka síldarstofnsins,
ásamt Evrópusambandinu, munu
leitast við að ná samkomulagi um
skiptingu síldarkvótans á næsta ári
á fundi, sem hefst í Ósló í dag. Að
mati viðmælenda Morgunblaðsins
eru nú síðustu forvöð að ná samn-
ingum áður en síldarvertíðin hefst
í Noregi og Rússlandi 2. janúar.
Langt var á milli strandríkjanna
og Evrópusambandsins á síðasta
samningafundi í London í nóvem-
ber. Þá krafðist ESB yfir 200.000
tonna af heildarkvóta, sem gæti orð-
ið á bilinu 1,3 til 1,5 milljónir tonna.
Samstaða var um það meðal
strandríkjanna fjögurra, íslands,
Noregs, Rússlands og Færeyja, að
reyna að framlengja samkomulag
ríkjanna frá í maí og reyna auk
þess að fá ESB til að virða það.
Samkomulagið kveður á um stjórn-
un veiðanna, vísindasamstarf og
fleira til lengri tíma litið, en sjálf-
stæða ákvörðun um kvótaskiptingu
verður að taka ár hvert.
Einhliða yfirlýsingar um kvóta
ef ekki næst samkomulag
Ekki eru allir, bjartsýnir á að
strandríkin nái samkomulagi um
kvótaskiptingu á fundinum í Ósló.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru í Noregi taldar tak-
markaðar líkur á að saman gangi
í viðræðunum. Rússar og Norð-
menn hafa skýrt frá því að náist
ekki samkomulag muni ríkin tvö
ákveða sér einhliða síldarkvóta.
Fari svo er ekki ólíklegt, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, að sagan frá í fyrra endurtaki
sig og ísland og Færeyjar lýsi jafn-
framt yfir einhliða kvóta í samein-
ingu. Slíkt þarf þó ekki að útiloka
að samkomulag geti náðst síðar,
eins og gerðist í síðustu samninga-
lotu.
Jóhann Siguijónsson, aðalsamn-
ingamaður Islands í fiskveiðimál-
um, segir að Norðmenn hafi í allt
haust lagt mikla áherzlu á að sam-
komulag náist i þessum mánuði
vegna þess að nýtt kvótaúthlutun-
artímabil hefjist í byrjun janúar.
Þetta hafi þeir líka sagt í fyrra.
„Við komum þess vegna til við-
ræðna um daginn og komum aftur
núna af því að við teljum sjálfsagt
að mæta þessum óskum Norð-
manna," segir Jóhann.
Morgunblaðið/Golli
GUÐNÝ Guðlaugsdóttir afhendir Birni Bjarnasyni undirskrifta-
lista í gær. Fyrir aftan standa Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir,
Skúli Freyr Brynjólfsson, Trausti Hafsteinsson og Hálfdán Þor-
steinsson stjórnarmenn í Nemendafélagi KHÍ.
Vilja lengra kennaranám
FULLTRÚAR nemenda Kennara-
háskóla íslands afhentu Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra
í gær undirskriftalista þar sem
farið er fram á að ekki verði sleg-
ið lengur á frest að lengja kenn-
aranám úr 3 árum í 4.
Guðný Guðlaugsdóttir formað-
ur Nemendafélags KHI sagði að
undirskriftasöfnunin hefði staðið
yfir frá því í september og stór
hópur nemenda ásamt rektor og
öðrum stjómendum skólans skrif-
að undir.
Framkvæmd lagaákvæðis um
að Jengja kennaranám hefur verið
frestað ítrekað á síðustu áram en
ætti að óbreyttu að koma til fram-
kvæmda 1998. Guðný sagði að það
væri undir haustþinginu nú komið
hvort af þessu yrði.
Fram kom hjá Birni Bjarnasyni
á fundi um menntamál á þriðju-
dag að hann teldi að huga þurfi
að lengingu kennaranáms, enda
sé það styttra hér en í nágranna-
löndunum.
Skattstjórar fá reglulega upp-
lýsingar xun kvótaviðskipti
kynna allt til Fiskistofu, sem er
beintengd við vigtunarkerfið úti
um allt land, þannig að ef einhver
bátur fer að landa einhverju sem
hann hefur ekki kvóta fyrir þá
er hann strax kominn á svartan
lista. Menn verða að tilkynna
kvótaviðskiptin, þannig að við
teljum þessar upplýsingar vera
öruggari en margt annað. Við
höfum fylgst með þessu og mun-
um halda áfram að gera það,“
sagði Ragnar.
SKATTAYFIRVÖLD hafa safnað
upplýsingum um kvótaviðskipti allt
frá árinu 1992 og hafa þær upplýs-
ingar reglulega verið sendar skatt-
stjórum um land allt. Að sögn
Ragnars Gunnarssonar, forstöðu-
manns eftirlitsskrifstofu ríkisskatt-
stjóra, eiga öll kvótaviðskipti milli
aðila að vera færð á lögleg bók-
haldsfylgiskjöl, en hann segir að
það hafi hins vegar komið fyrir að
kvittanir og nótur fyrir viðskiptun-
um hafi vantað og hafa þá verið
gerðar athugasemdir við það af
hálfu viðkomandi skattstjóra.
„Ég hef heyrt það hjá skattstjór-
um að það hafa komið upp dæmi
um að það hafi einungis verið
bankainnlegg en ekki reikningur
fyrir kvótaviðskiptum, en það kem-
ur svo sem fyrir í öðrum viðskiptum
líka og ekkert óvenjulegt að við
rekumst á það í bókhaldi að það
sé ekki reikningur fyrir öllu. Þá eru
að sjálfsögðu gerðar athugasemdir
við það,“ sagði Ragnar.
Tilkynna ber allar tilfærslur á
kvóta til Fiskistofu þar sem þær
eru skráðar og þangað sækir emb-
ætti ríkisskattstjóra upplýsingar
um kvótaviðskiptin.
Allar kvótatilfærslur
skráðar lyá Fiskistofu
„Eftir þeirri kortlagningu sem
við gerðum á þessu á sínum tíma
og höfum haldið áfram liggur það
fyrir að það er nokkuð gott kerfi
almennt í þessu. Það þarf að til-
MEÐ Morgunblaðinu í dag
fylgir fjögurra síðna auglýs-
ingablað frá IKEA.
Sjúkrahús
Reykjavíkur
Öryggis-
hnappar á
slysadeild
VERIÐ er að koma fyrir öryggis-
hnöppum fyrir starfsmenn á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að
sögn Pálínu Ásgeirsdóttur, deildar-
stjóra á slysadeild, hefur verið rætt
um það í nokkur ár að koma upp
slíku öryggiskerfí, en hafist var
handa í haust og verður uppsetn-
ingu lokið innan skamms. „Þessa
hnappa verður hægt að nota bæði
til dæmis þegar hjartastopp eða
annað neyðartilfelii kemur upp hjá
sjúklingi og i ofbeldistilfellum," seg-
ir Pálína. Hnappar verða í flestum
herbergjum og fleiri en einn í
hveiju. Hringingin heyrist á allri
deildinni en vegvísar munu sýna
hvaðan hún kemur. Angantýr Sig-
urðsson, tæknifræðingur á spítalan-
um, segir að að kostnaður af örygg-
ishnöppunum sé um 3-400 þúsund
krónur.
Nú er einnig í undirbúningi að-
gangskortakerfi sem líklega verður
tekið í notkun á næsta ári. Það verð-
ur notað í öllum spítalanum og mun
að sögn Angantýs kosta nokkra tugi
milljóna. Með kerfínu verður hægt
að takmarka aðgang að ákveðnum
herbergjum. „Eins og er getur fólk
vaðið inn um allan spítalann. Það
er ýmislegt héma sem ókunnugir
mega ekki komast í, til dæmis lyfja-
skápar. Þjófnaðir hafa komið upP
öðru hveiju,“ segir Angantýr.
Morgunblaðið/RAX
Féll útbyrðis og" lést
Ljósleiðari frá Múla
að Miðbæjarstöð
SKIPVERJI á Þorsteini EA frá
Akureyri fórst eftir að hann féll
útbyrðis af skipinu um klukkan
7.30 í gærmorgun.
Þorsteinn EA var á veiðum um
65 mflur austsuðaustur af Reyðar-
fírði þegar slysið varð. Um 7-8
vindstig voru á þessum slóðum um
þetta leyti. Landhelgisgæslunni
var gert viðvart um klukkan 7.30
og var áhöfn þyrlu hennar kölluð
út. Um það bil sem þyrlan var til-
búin til flugtaks, rétt fyrir klukkan
8, barst tilkynning um að maður-
inn hefði fundist og örskömmu
síðar að hann væri látinn.
Skipið sigldi með hinn látna til
Eskifjarðar, þar sem lögreglan
rannsakaði tildrög óhappsins í
gærkvöldi.
Ekki er hægt að greina frá
nafni hins látna að svo stöddu.
STARFSMENN Pósts og síma
unnu við að leggja leiðara með
32 yósleiðurum í, sex km leið frá
útstöð við Engihlíð að Miðbæjar-
stöð í gær. Að sögn Gunnars Júl-
íussonar yfirverkstjóra, var Ijós-
leiðarinn lagður í tveimur áföng-
um frá Múlastöð að Engihlíð og
þaðan að Miðbæjarstöð. „Þetta er
gert á versta tíma ársins," sagði
hann. „Það er komið frost og við
erum að draga leiðarann í rör og
í rörunum er frosið vatn sem tafði
okkur.“ Grafnar voru milli tíu og
fimmtán holur og þurfti fjóra
menn við hveija holu til að taka
á móti og fylgjast með þegar
strengurinn var dreginn í gegn.
Heimir
Steinsson
skipaður
Þingvalla-
prestur
KIRKJUMÁLARÁÐHERRA,
Þorsteinn Pálsson, skipaði í
gærdag séra Heimi Steinsson
útvarpsstjóra í stöðu sóknar-
prests á Þingvöllum. Áður
hafði Þingvallanefnd sam-
þykkt að ráða séra Heimi í
embætti staðarhaldara á Þing-
völlum.
Séra Heimir Steinsson mun
hefja störf 15. desember næst-
komandi. Hann hefur verið
útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins
undanfarin ár en áður, á árun-
um 1982 til 1991, gegndi hann
starfí sóknarprests og þjóð-
garðsvarðar á Þingvöllum.