Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Á VAGNINUM voru krakkar klæddir í snjókarlagervi með sjálfum jólasveininum. Jólapakkar og krakkar í skrúðgöngu í Norfolk Flórída. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Nor- Morgunblaðið/Ransy Morr GYLFI Aron Gylfason, Kristín Fenton og Brynja Guðjónsdóttir voru jólapakkarnir. Guðjón Guðmundsson um kvótabrask Alján milljóna lottóvinningur folk í Bandaríkjunum hefur á undanf örnum árum tekið þátt í mikilli skrautsýningu, þar sem skreyttir vagnar aka um götur borgarinnar. Er þetta gert í sam- bandi við hátíðahöld er nefnast „Festival of lights parade“ eða lj ósaskrú ðgangan. Helgina eftir þakkargjörðar- daginn, sem haldinn er hátíðlegur í Bandaríkjunum fjórða fimmtu- daginn í nóvember, hefst jóla- kauptíðin. Þá er byrjað að setja upp Ijósaskreytingar á hús og í húsagörðum og er sú ljósadýrð oft ótrúleg. Borgin Norfolk gengst árlega fyrir því að stór- hýsi miðborgarinnar eru öll ljós- um prýdd um þessa helgi og er skrúðgangan haldin af því tilefni. íslendingafélagið í Norfolk, undir stjórn Sesselju Seifert og manns hennar Roberts, á mikinn vagn sem notaður er í slíkar skrúðgöngur. Vagninn er skreytt- ur í samræmi við árstíðina. Á ljósahátíðinni situr Vetur konung- ur þar gjarnan í öndvegi, snjó- karlar og kerlingar eiga þar ör- uggan sess, litlir krakkar klæddir „ÉG VIL ekkert fullyrða um mögu- legan árangur aðgerðarinnar. Hann kemur í ljós á löngum tíma og ef til vill ættum við að ræða málið frek- ar um aldamótin," sagði Auður Guð- jónsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá var nýlokið á Landspítalan- um fimm klukkustunda aðgerð á 23 ára dóttur hennar, Hrafnhildi Thor- oddsen, sem slasaðist í bílslysi fyrir sjö árum og lamaðist. Þetta var síð- ari aðgerð af tveimur sem kínversk- ur taugaskurðlæknir, dr. Zhang Shaocheng, gerði á Hrafnhildi. í bílslysinu þríbrotnaði fjórði lendarliður Hrafnhildar og færðist til um 1 sm. Mænan skaddaðist mikið neðst og er sködduð á fleiri stöðum. í fyrri aðgerðinni, sem dr. Zhang gerði í desember i fyrra, var örtækni notuð til að mynda rými fyrir taugar og gefa þeim tækifæri til að virka betur. Getur hreyft báða fætur „Eftir fyrri aðgerðina getur Hrafnhildur hreyft báða fætur, að vísu eftir ómælda æfingu,“ sagði Auður. „Hún hefur fengið dálítinn kraft í báða fætur og nær til dæm- is að rétta úr hnjám þrátt fyrir að haldið sé á móti. Þá hafði hún allt- af verið mjög köld á hægri fæti eins og jólapakkar ásamt ýmsu öðru skemmtilegu sem skreyt- ingafólkið finnur upp á. íslend- ingafélagið hefur oft fengið fyrstu verðlaun fyrir haganlega skreyttan vagn. Á vorin er þessi sami vagn notaður á svokallaðri Azeleuhá- eftir slysið, en eftir að hún fór að geta hreyft fótinn hefur blóðrennsl- ið greinilega batnað, svo nú er fót- urinn eðlilega heitur. Þessi hreyfi- geta hennar, þótt takmörkuð sé, hefur því mikið að segja og kemur sér til dæmis vel í baráttu gegn legusárum.“ Auður er skurðhjúkrunarfræð- ingur og var sjálf viðstödd aðgerð- ina í gær, líkt og þá fyrri. Dr. Zhang til aðstoðar voru skurðlæknarnir Halldór Jónsson, Rafn Ragnarsson og Bogi Jónsson og Oddur Fjalldal svæfingarlæknir, auk hjúkrunar- fræðinganna Erlu Hjaltested, Krist- ínar Pétursdóttur og Hrafnhildar Kristjánsdóttur. Taug úr fæti tengd við mænutagl í þessari síðari aðgerð var tekin skyntaug, suralis, úr fæti og hún tengd annars vegar við áttundu og níundu millirifjataug og hins vegar við mænutagl. Milliriíjataugarnar tvær var losað um í fyrri aðgerð- inni. „Með þessu móti var tengt framhjá áverkanum á mænunni. Það kom okkur verulega á óvart hve margir þræðir eru eftir af mænutaglinu, miklu fleiri en við áttum von á. Hins vegar er ekkert tíð, en þá er hann blómum skrýddur með prinsessur og drottningar í öndvegi, þar sem sitja ungar og fallegar blómarós- ir. Þá er drottning valin og prins- essutitlum útdeilt. ísland hefur einnig unnið til verðlauna í þeirri skrúðgöngu. hægt að spá um hver árangur þess- arar tengingar verður. Við sjáum bara til hvað verður þegar taugarn- ar vaxa,“ sagði Auður. Kínverski skurðlæknirinn kom hingað til lands í fyrra í boði heil- brigðisráðuneytisins, en Auður sagði að nú hefði sá kostur verið tekinn að Hrafnhildur greiddi för hans hingað og dvöl sjálf. „Hrafn- hildur hefur fengið hluta skaðabóta greiddan og þess vegna var hægt að gera þessa síðari aðgerð. íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki trú á aðferðum dr. Zhangs og því sóttum við ekki um styrk til Trygginga- stofnunar eða heilbrigðisráðuneyt- í RÆÐU á Alþingi sl. mánudag sagði Guðjón Guðmundsson alþing- ismaður frá því m.a. að hann þekkti nýlegt dæmi um að eftir afnám línu- tvöföldunarinnar í sumar hefði báts- eigandi, sem löngu var hættur út- gerð, fengið úthlutað eins og „lottó- vinningi“ seljanlegum veiðiheimild- um að verðmæti 18 milljóna króna. Guðjón sagði frá því að sjómaður nokkur honum kunnugur hefði orðið atvinnulaus sl. vor, þegar skipið sem hann var á var selt. Rakti Guðjón sögu sjómannsins. Hann og skip- stjórinn ákváðu að eignast bát sem þeir gætu stundað sjó á og gert út saman. Þeir ákváðu að skoða báta sem voru til sölu „og þá helzt með einhveijum kvóta, en það fór jafnan svo, að þegar þeir fundu bát sem þeim leizt á, þá buðu einhverjir stórkvótaeigendur betur og ekkert gekk eða rak,“ sagði Guðjón. „Þá fóru þeir að huga að því að kaupa kvótalausan bát og ætluðu þá að reyna að eignast kvóta eftir öðrum leiðum. Á meðal þeirra báta sem þeir skoðuðu síðastliðið vor var gamall trébátur sem átti að seljast á 22 milljónir kr. Bátnum fylgdi ekki eitt einasta kíló af veiðiheimild- um; eigandinn hafði fyrir löngu selt þær allar og kvótinn var núll.“ „Það varð ekkert úr þessum báts- kaupum í vor og tvímenningarnir ÁSGEIR Friðgeirsson sagði upp starfi sínu sem ritstjóri Iceland Revi- ew nú í vikunni vegna þess sem hann kallar ágreining um verkaskipt- ingu við Harald J. Hamar, útgefanda. Fram kemur í fréttatilkynningu frá útgáfufyrirtækinu að mynduð hafi verið ritnefnd vegna útgáfu Ice- isins að þessu sinni. Við heyrðum hvernig landið lá. Hann var hins vegar boðinn og búinn að koma hingað aftur.“ Hennar val að fara þessa leið Fyrir fyrri aðgerðina sagði dr. Zhang að litlar líkur væru á bata, þar sem svo langt væri liðið frá slysinu og engin von um fullkominn bata. „Hrafnhildur hefur alltaf ver- ið ákveðin í að reyna allt og verið ótrúlega hugrökk. Hún varð fyrir þessu slysi og hefur alltaf horfst í augu við afieiðingar þess. Það er hennar val að fara þessa leið á enda,“ sagði Auður Guðjónsdóttir. fóru að róa á trillu en hófu aftur leit að stærri bát þegar leið á sumar- ið og meðal þeirra báta sem þá voru í boði, núna í haust, var sami gamli trébáturinn. En nú kostaði hann ekki lengur 22 milljónir, heldur 40,“ sagði Guðjón, og velti því fyrir sér, hvað hefði breytzt. Jú, línutvöföldunin hafði verið afnumin og kvóti settur á steinbít. Við þessar breytingar fékk út- gerðarmaður gamla trébátsins, sem var með allt á hælunum og hafði selt allan kvótann af bátnum fyrir löngu, afhentan kvóta að verðmæti 18 milljónir kr. til að braska með. Hálfum mánuði síðar var verðið á bátnum aftur komið niður í 22 millj- ónir. Eigandinn var þá að sjálfsögðu búinn að selja kvótann," sagði Guð- jón. Síðan sagði hann að það þætti jafnan fréttnæmt ef einhver ynni 10-12 milljónir í lottóinu. „En það er lítið minnzt á alla þá lottóvinn- inga sem kvótabraskarar fá og ég nefndi hér dæmi um,“ sagði Guðjón. „Venjulegt fólk skilur þetta ekki og sættir sig ekki við að breyting á kerfinu geti fært mönnum tugmillj- óna hagnað þrátt fyrir að þeir hafí ekki stundað sjóinn né gert út í háa herrans tíð en orðið stórríkir af að selja aðgang að sameign lands- manna, fískinum í sjónum.“ land Review undir stjóm Jóns Kal- dais. Jón tók einnig fyrr í mánuðinum við ritstjórn tímaritsins Atlantica og var fyrir ritstjóri Upphátt en þau tímarit bæði eru gefin út fyrir Flug- leiðir handa farþegum félagsins á innanlands- og alþjóðaleiðum. í tilkynningunni segir að frá því Jón tók við ritstjórn tímaritsins Upp- hátt hafí hann unnið að miklum breytingum á efnisvali og framsetn- ingu sem allar hafi verið til bóta. Það sé stefna útgáfunnar að svipuð þróun verði á tímaritinu Atiantica. Þá kemur fram að Haraldur J. Hamar, eigandi útgáfufyrirtækisins, gerist stjómarformaður frá áramót- um og sinni ýmsum sérstökum verk- efnum í þágu fyrirtækisins. Endurskoðun Ásgeir sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann og Haraldur hefðu komist að samkomulagi um að hann lyki störfum nú, en hann segir að útgáfufyrirtækið hafi á undanförn- um mánuðum verið í endurskoðun með aðstoð ráðgjafa. Ásgeir hefur verið ritstjóri Iceland Review undanfarin sjö ár. Hann seg- ir að í ágreiningi um verkaskiptingu felist það að valdsvið útgefanda hafí ekki verið nægjanlega skýrt í sínum huga, en á mörgum útgáfum hefði Haraldur J. Hamar verið titlaður bæði sem útgefandi og ritstjóri þótt hann hefði kannski lítið sinnt starfi ritstjóra á undanförnum árum. „Ég var ráðinn fyrir sjö árum með það í huga að taka ritstjómina yfír jafnt og þétt sem ég og var að gera allt fram á þetta ár,“ sagði Ásgeir. „Okk- ar leiðir skildi, en við sáum að það væri fyrir bestu." Ásgeir sagði ekki ljóst hvað hann tæki sér fyrir hendur en hann hefði átt í viðræðum við menn um ákveðin verkefni sem tengjast márgmiðlun. „Ég lít svo á að það sé komið að því núna að fara að búa til öflugan mið- il inn á netið og það hefur verið mitt helsta áhugamál þarna undan- farin tvö ár að byggja upp alnets- þjónustu. Það hefur gefið góða raun og það er sá starfsvettvangur sem ég hef mestan áhuga á,“ Kínverskur taugaskurðlæknir sker Hrafnhildi Thoroddsen öðru sinni Tengt framhjá áverka á mænu Morgunblaðið/Golli AUÐUR Guðjónsdóttir við sjúkrarúm Hrafnhildar dóttur sinnar á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Erla Hjaltested hjúkrunar- fræðingur hugar að Hrafnhildi. Jón Kaldal tekur við Iceland Review Asgeir Friðgeirsson hættur sem ritstjóri I I i I i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.