Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Forsætisráðherra um LÍN
3 r <cr ^UAJí
SVONA, hlýddu nú maddömunni strákur og segðu gleðilegan lánasjóð við krakkana
Dánartíðni vegna skorpn-
lifrar sú lægsta sem þekkist
DÁNARTÍÐNI íslendinga vegna
skorpulifrar er sú lægsta sem
þekkist meðal vestrænna þjóða og
gildir einu hver orsökin er. Ástæð-
an er sennilega mjög virk meðferð
við áfengissýki. „Hin lága tíðni
áfengisskorpulifrar á íslandi er
árangur mjög vel heppnaðra for-
varnaraðgerða,“ segir í síðasta
tölublaði Læknablaðsins.
Þar er gerð grein fyrir faralds-
fræðilegri rannsókn Dóru Lúðvíks-
dóttur og sex annarra sérfræðinga
frá lyflækningadeild Landsspítala,
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri og Rannsóknastofu Háskóla
íslands í meinafræði á dánartíðni
Alþingi afgreiðir
lagabreytingar
Varsla
barnakláms
refsiverð
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um
breytingar á hegningarlögum, sem
gera vörslu barnakláms refsiverða,
var samþykkt sem lög frá Alþingi
á þriðjudag.
Einnig var afgreitt frumvarp sem
breytir hegningarlögunum þannig
að skýrar verður kveðið á um vemd
einstaklinga gegn mismunun vegna
kynþáttar, trúarbragða eða kyn-
hneigðar.
Lögin um barnaklám taka gildi
1. janúar næstkomandi, en í fyrstu
hafði verið gert ráð fyrir að gildis-
takan yrði ekki fyrr en 1. júlí 1997.
Lögin um vernd gegn mismunun
taka þegar gildi.
Ennfremur var á þriðjudag af-
greitt frá Alþingi frumvarp sem
færir ákvæði um réttindi fanga og
þeirra sem hnepptir eru í gæzlu-
varðhald inn í hegningarlögin.
pg klínískri tíðni skorpulifrar á
íslandi og er þá gerður greinar-
munur á áfengisskorpulifur og
skorpulifur af öðrum orsökum.
Könnuð voru dánarvottorð frá
1951-1990 og greiningarskrár
sjúkrahúsa og meinafræðideilda
frá 1971-1990.
Niðurstöður eru þær að skorpu-
lifur sé lítið heilbrigðisvandamál á
íslandi og skráð sem orsök dauða
í aðeins 0,2% tilfella almennt og
1,6% hjá áfengissjúkum. Tíðnin
er lág bæði fyrir áfengisskorpulif-
ur og skorpulifur af öðrum orsök-
um. „Lág tíðni áfengisskorpulifrar
er áreiðanlega að hluta til vegna
þeirrar áfengisstefnu að halda
heildarneyslu áfengis í skefjum.
Henni er framfylgt með því að
hafa verð hátt, banna áfengisaug-
lýsingar og takmarka dreifingu.
Islendingar hafa lengst af sætt sig
við þessa stefnu þótt breytingar
hafi orðið á seinustu árum,“ segir
í niðurstöðum greinarinnar.
SAMKVÆMT fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið
1997 er gert ráð fyrir að um 265
milljónir verði veittar íþróttafé-
lögum í borginni til endurbóta á
aðstöðu og um 230 milljónir verði
veittar í húsaleigu- og æfinga-
styrk eða samtals 495 milljónir.
Að sögn borgarstjóra er það
hæsta framlag borgarinnar til
framkvæmda á vegum íþróttafé-
laga frá upphafi.
Virk AA-hreyfing
Þá segir að tíðni áfengisskorpu-
lifrar hafi sennilega lækkað mjög
vegna virkrar meðferðar við
áfengissýki og virkrar AA-hreyf-
ingar. „Þessi þáttur er mjög mikil-
vægur þar sem hann beinist sér-
staklega að aðaláhættuhópnum og
virðist ná til velflestra sem eiga
við áfengisvandamál að stríða,“
segir ennfremur í Læknablaðinu.
„Hugsanlegt er að hið eggja-
hvíturíka fæði íslendinga verndi
ofdrykkjumenn fyrir lifraráverka
en það virkar sennilega mest í
samspili við meðferðarstofnanir
sem stöðva drykkju í Iengri eða
skemmri tíma og veita hlutdeild í
hinu næringarríka fæði íslend-
inga,“ segir í greininni.
Fram kemur að dánartíðni
vegna áfengisskorpulifrar hefur
Iækkað marktækt þrátt fyrir 130%
aukningu á áfengisneyslu á rann-
sóknartímabilinu.
í máli borgarstjóra við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun
borgarinnar kom fram að ef ekki
verða gerðir nýir samningar við
íþróttafélögin má gera ráð fyrir
að framlag til þeirra fari lækk-
andi frá aldamótum. Sagði borg-
arstjóri að óhætt væri að fullyrða
að stuðningur borgarinnar við
íþróttir og íþróttafélög hefði aldr-
ei verið meiri en nú.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
495 milljónir
til íþrótta
Skylmingar með höggsverði
Kom hingað að
óplægðum akri
ASÍÐUSTU misserum
héfur skylminga-
íþróttinni vaxið
fiskur um hrygg hér á landi
og nú er svo komið að ís-
lenskir skylmingamenn
standa öðrum Norð-
urlandabúum fyllilega á
sporði í keppni með högg-
sverði en það er ein þriggja
keppnisgreina skylminga. í
dag er Ragnar Sigurðsson
Norðurlandameistari ungl-
inga og Helga Magnúsdóttir
og Ragnar eru í efsta sæti
í keppninni um N-Evrópu-
bikarinn. Þá er einnig
skemmst að minnast góðrar
frammistöðu Kára Freys
Björnssonar á Opna skoska
mótinu í vor þar sem hann
bar sigur úr býtum í karla-
flokki. Þessar miklu fram-
farir hafa orðið á sl. fimm
árum, allt frá því margfaldur verð-
launahafi frá heimsmeistaramót-
um og fyrrverandi atvinnumaður
í skylmingum Nikolay Mateev
fluttist hingað til lands árið 1991.
En hvað kom til að hann kom hing-
að til að þjálfa þar sem greinin
var nær óþekkt?
„Ég kom til landsins í apríl
1991 til þess að vera með nám-
skeið hjá Skylmingafélagi Reykja-
víkur. En kveikjan að því var að
íslenskur ferðamaður sem staddur
var í Búlgaríu sumarið 1988 á
sama stað og landsliðið var að
æfa sá auglýsingu þar sem greint
var frá að hægt væri að fá leið-
sögn í undirstöðuatriðum skylm-
inga. Þjálfari okkar tók að sér að
leiðbeina honum og sjúkraþjálfari
landsiiðsins sá um að túlka. Seinna
kom fyrirspurn hvort ekki væri
hægt að fá leiðbeinanda til íslands
og ég sem hafði aldrei heyrt á
landið minnst lét slag standa.
Aðstæðurnar voru ekki í neinu
samræmi við það sem ég átti að
venjast að heiman.“
Þú hefur samt ekki látið slá þig
út af laginu og það hefur tognað
úr námskeiðinu?
„Mér fannst það vera mikil
áskorun að byggja þessa íþrótt
upp nær því frá grunni. Þegar ég
byijaði voru iðkendur fimm til tíu
og kunnáttan lítil. En þetta var
heillandi verkefni sem ég vildi taka
þátt í. Ég hefði geta farið til
Þýskalands þar íþróttin stendur
vel að vígi og allt er skipulagt frá
A til Ö. Hér á landi kom ég hins
vegar að óplægðum akri þar sem
ég gat gert það sem mig langaði
til. Þetta varð til þess að ég hef
ílenst hér.“
Hvernig gekk að fá iðkendur
tii að æfa samkvæmt -----------
þínum hugmyndum?
„Það var auðvelt og
gekk betur en ég þorði
að vona. Það eina sem
ég lenti í vandræðum
með í byijun var óstundvísi. Sem
dæmi, ef ég vildi byija æfingar
klukkan sjö þá var oft ekki byijað
fyrr en hálftíma síðar. Fljótlega
lagaðist þetta, nokkur hópur fór
að æfa mjög vel og reglulega."
Árangurinn hefur ekki komið
strax í Ijós?
„Þegar ég hafði verið hér um
tíma sagði ég við þáverandi for-
mann Skylmingafélagsins að eftir
þijú ár gætum við farið að senda
fólk til keppni á Norðurlandamót-
inu og náð viðundandi árangri.
Það gekk eftir og nú er svo kom-
ið að við getum kinnroðalaust sent
keppendur á heimsmeistara- og
Evrópumót. En þetta hefur tekist
af því að áhugasamur hópur ungs
fólks hefur lagt mikla rækt við
æfmgar. Nú eru alls um eitthundr-
Nikolay Ivanov Mateev
►Nikolay Ivanov Mateev er
fæddur í Sófíu í Búlgaríu 3.
febrúar árið 1960, en flutti
hingað til lands í apríl 1991 og
hefur síðan verið þjálfari hjá
Skylmingafélagi Reykjavíkur
auk þess að vera landsliðsþjálf-
ari. Mateev keppti sem atvinnu-
maður í skylmingum í 16 ár,
var í búlgarska landsliðinu og
tók þátt i sjö heimsmeistara-
mótum og einum Olympíuleik-
um. Hann er vélaverkfræðing-
ur að mennt og frá ársbyijun
1992 hefur hann starfað hjá
Verkfræðistofu Guðmundar og
Kristjáns hf. Eiginkona Mat-
eevs er Amelia Borissova Mat-
eeva og eiga þau sex ára gaml-
an son, Alexander.
Áskorun að
byggja þessa
íþrótt upp
að iðkendur hjá Skylmingafélagi
Reykjavíkur og r.okkrir tugir ann-
ars staðar hjá deildum sem við
höfum verið að aðstoða við að
koma á legg, til dæmis hjá FH í
Hafnarfirði.“
Þetta hefur orðið til þess að þú
og fjölskyldan hafið fest rætur
hér?
„Viðtökurnar sem við fengum
hér á landi voru hlýjar og urðu
til þess að við fengum áhuga á
að setjast að hér á landi. Við hjón-
in eigum einn dreng sem kann vel
við sig og vill hvergi annars stað-
ar vera. Allir hafa verið boðnir og
búnir til að greiða götu okkar hér
á landi. Ég er verkfræðingur og
fékk fljótlega viðurkennda mennt-
un mína og í kjölfarið fékk ég
vinnu.“
Eru skylmingar erfið íþrótt?
„Það þarf mikla þolinmæði til
að ná árangri í skylm-
ingum því árangur
þrotlausra æfinga skil-
ar sér ekki fyrr en eftir
langan tíma. Þetta er
tæknilega erfið íþrótt
og það er óhugsandi að gera byij-
anda að góðum skylmingamanni
á nokkrum mánuðum, það tekur
nokkur ár.“
Heldurðu að það sér raunhæft
að íslenskir skylmingamenn keppi
á heimsmeistaramóti og Ólympíu-
leikum á næstu árum?
„Það tel ég vera. í dag eigum
efnilega stráka frá 15 til 20 ára
aldurs sem hafa fengið nasasjón
af keppni erlendis og á næstu
miserum mun reynsla þeirra vafa-
laust aukast. Þessir drengir eiga,
þegar fram líða stundir, fullt er-
indi á Evrópumeistaramót, heims-
meistaramót og Ólympíuleika. Ég
tel það ekki svo óraunhæft að ís-
lendingar eigi sveit í keppni á
ólympíuleikunum í Sydney eftir
tæp Qögur ár.“