Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 13
FRÉTTIR
Stefnumótim um notkun upplýsinga-
tækni í heilbrigðisþjónustu
Gæði þjónustu
aukin með hjálp
upplýsingatækni
Á VEGUM heilbrigðisráðuneytisins
er nú unnið að stefnumótun um
samræmingu og notkun upplýs-
ingatækni í heilbrigðisþjónustunni.
Gert er ráð fyrir að stefnumótun-
'inni verði lokið snemma á næsta
ári. Þessi vinna er í beinu fram-
haldi af stefnumótun ríkisstjórnar-
innar um upplýsingasamfélagið,
sem birt var fyrr á þessu hausti,
og er nánari útfærsla á henni af
hálfu heilbrigðisþjónustunnar.
Guðbjörg Sigurðardóttir, for-
maður verkefnisstjórnar í stefnu-
mótun í upplýsingamálum heil-
brigðiskerfisins, segir markmiðið
vera að nýta upplýsingatæknina til
þess að auka gæði heilbrigðisþjón-
ustunnar. Hún segir það flókið og
yfirgripsmikið verkefni, en jafn-
framt bráðnauðsynlegt. „Við eigum
í rauninni engra annarra kosta völ
ef við ætlum ekki að dragast aftur
úr í heilbrigðismálum.“
Starfshópur heilbrigðisþjón-
ustunnar hefur á undanförnum dög-
um átt fundi með tveimur erlendum
sérfræðingum á sviði upplýsinga-
tækni. Þeir eru Peter Waegemann,
forstjóri Medical Records Institute
í Bandaríkjunum, sem er þekktur
fyrirlesari og lykilmaður í alþjóðleg-
um og bandarískum staðlastofnun-
um, og Ilias Iakovidis, vísindalegur
ráðgjafi á sviði upplýsingatækni hjá
Evrópusambandinu. Guðbjörg segir
að starfshópurinn hafi haft mikið
gagn af ráðgjöf þeirra.
Fyrsti vísir að fjarlækningum
Peter Waegemann ræddi meðal
annars um aðgang almennings að
sjúkraskrám og öðrum upplýsing-
um um heilbrigðismál og hvernig
geyma ætti slíkar upplýsingar.
Einnig var mikið rætt um fjarlækn-
ingar. Nú þegar má sjá fyrsta vís-
inn að fjarlækningum hér á landi,
sem felst í því að senda röntgen-
myndir milli spítala til greiningar,
t.d. frá sjúkrahúsum á landsbyggð-
inni til sérfræðinga á stóru sjúkra-
húsunum í Reykjavík, í stað þess
að senda sjúklinginn. Þetta á að
þróa áfram þannig að einnig verði
hægt að senda upplýsingar á öðru
formi, t.d. með sjónvarpsmynda-
tækni.
„Þetta gerir heilbrigðisþjón-
ustunni kleift að notfæra sér bestu
þekkingu hveiju sinni, sama hvar
maður er staddur. Þó að sjúklingur-
inn liggi á litlu sjúkrahúsi í litlum
og afskekktum bæ á hann að geta
notið sérþekkingar færustu sér-
fræðinga við bestu háskóla og
sjúkrahús í heiminum," segir Ilias
Iakovidis.
Jólakveðjur til
Islendinga sem
búsettir eru á
Suður-Skáni
ÚTVARP ÍMON verður með kvöid-
útsendingar á Þorláksmessukvöld
frá kl. 10-3 (frá kl. 21-2 eftir mið-
nætti að íslenskum tíma).
Þar verða lesnar jólakveðjur til
þeirra sem búsettur eru í Málmey,
Lundi, Landskróna, Trelleborg og
annarra er búsettir eru á Suður-
Skáni.
Útvarpið vill gefa íslendingum
kost á að senda ættingjum og vinum
sem búsettir eru á umræddu svæði
jólakveðjur sínar í gegnum útvarpið.
Hægt er að senda kveðjurnar í
bréfi, í bréfsíma eða tölvupósti. Þá
eru heimilisföngin eftirfarandi:
Útvarp ÍMON. Box 283. 201-201
Malmö, Svíþjóð.
Bréfsími: +46-40-90-93 32 77.
Tölvupóstur: georg.frankl-
ins.@malmo.mail.telia.com
Kveðjurnar þurfa að berst fyrir
21. desember. Kveðjur sem berast
of seint, verða lesnar í útvarpinu
laugardaginn 28. desember. Þeir
sem vilja lesa kveðjur sínar sjálfir
hringi í síma: 00-46-40-97-00-
98.
Sunnudaginn 22. desember frá
kl. 12-18 að íslenskum tíma. Þá
verða kveðjurnar teknar upp á segul-
band.
GUÐMUNDUR Júlíusson og Bragi Björnsson afhentu Ólafi Tóm-
assyni póst- og símamálastjóra og Guðmundi Björnssyni aðstoð-
arpóst- og símamálastjóra mótmæli íbúa í Fella- og Hólahverfi.
Lokun pósthúss mótmælt
Borgin semur við leikskólann Mýri
Rúmar 12 milljónir
í rekstrarstyrk
Borgarráð um líf-
eyrisfrumvarpið
Sveitarfé-
lögin þurfa
meiri tíma
BORGARRÁÐ telur afar mikilvægt
að sveitarfélögunum gefist meiri tími
til að móta afstöðu til frumvarps rík-
isstjórnarinnar um lífeyrisréttindi
starfsmanna ríkisins. Verði frum-
varpið að lögum þurfi mörg sveitarfé-
lög að greiða háar upphæðir í Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins á næsta ári
og fæst þeirra hafi reiknað með því
í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár.
í umsögn borgarráðs til efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis er
gagnrýnt að ekki skyldi vera haft
samráð við Samband íslenskra sveit-
arfélaga um þetta mál fyrr en sam-
komulag um breytingar á lífeyrisrétt-
indum lá fyrir.
Borgarráð telur mjög gagnrýnis-
vert að frumvarpið skuli gera ráð
fyrir að ábyrgð vinnuveitanda á
i greiðslu lífeyris verði viðhaldið. Eðli-
. legra hafi verið að stjórn sjóðsins
væri gerð ábyrg fyrir ávöxtun á sama
hátt og í almennu sjóðunum. Borgar-
ráð fagnar hins vegar breytingu á
svokallaðri eftirmannsreglu, breyt-
ingum á endurgreiðslu launagreið-
anda vegna lífeyrishækkana og af-
námi 32 ára reglunnar og 95 ára
reglunnar.
PÓST- og símamálastjóri veitti á
þriðjudag viðtöku mótmælum
íbúa í Efra-Breiðholti við áform-
um um að loka póstútibúinu að
Lóuhólum 2-6, en það þjónar póst-
númeravæði 111. Undirskriftirn-
ar eru á milli 2.000 og 2.500 tals-
ins.
Bragi Björnsson verslunarmað-
ur og talsmaður þeirra sem and-
vígir eru lokun póstútibúsins, seg-
ir að í hverfinu búi á tólfta þús-
und manns og sé ríkjandi óánægja
með fyrirætlanir P&S.
Frekar að minnka umsvif
„Okkur finnst súrt í broti að
hafa svo fjölmennt hverfi og
þurfa samt að senda allan þennan
fjölda niður í Mjódd sem á eftir-
leiðis að þjóna honum. Bæði teng-
ist, það því að hverfið er orðið
rótgróið og því fleiri íbúar að eld-
ast og eiga erfiðara um vik að
fara alla þessa leið til að fá póst-
þjónustu, og svo því að samgöng-
um almenningsvagna hefur frek-
ar hrakað en hitt. Við teljum
heppilegra að hafa pósthúsið
opið, en til að ná fram sparnaði
sé hægt að minnka umsvif þess,“
segir hann.
Við afhendingu mótmælanna
gat póst- og símamálastjóri þess
að fyrirhugaðar breytingar, sem
eiga að ganga í gildi 1. febrúar,
samhliða því að stofnunin verður
að hlutafélagi um áramót, séu
hugsaðar til að ráða bót á tap-
rekstri pósthúsa með því að leggja
niður útibú og sameina önnur.
„Við vonum að þessi mótmæli
íbúa leiði til endurskoðunar á
þessari ákvörðun og helst að hún
verði dregin til baka, en að
minnsta kosti verði útibúið haft
opið þótt einingin verði minni,“
segir Bragi.
700 milljóna tap á
póstþjónustunni
Hrefna Ingólfsdóttir upplýs-
ingafulltrúi P&S segir ákvörðun
um lokun pósthússins ekki verða
haggað.
„Á seinasta ári var tapið á póst-
þjónustunni nálægt 700 milljónum
króna og frammi fyrir slíku tapi
verður að leita allra leiða til að
hagræða í rekstri. Með því að loka
pósthúsinu í Lóuhólum sparast
um 9-10 milljónir króna, auk þess
sem við teljum þjónustuna ekki
minnka til muna, enda sami út-
burður," segir hún.
Hún minnir einnig á að hægt
sé að greiða reikninga í bankan-
um í Lóuhólum og hægt verði að
kaupa frímerki í bókabúðum,
bensínstöðum og víðar.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
með þremur atkvæðum gegn
tveimur samning milli Dagvistar
barna og Foreldrafélags leikskól-
ans Mýri við Skerplugötu um
rekstur fyrir árið 1997. Gert er
ráð fyrir að Dagvist barna greiði
leikskólanum rúma 12,1 milljón í
rekstrarstyrki á árinu.
Samningurinn gerir ráð fyrir
að Dagvist barna hafi með hönd-
um innritun barna á leikskólann
frá 1. janúar 1997 að telja og er
gert ráð fyrir 40 börnum samtím-
is í skólanum. Sömu reglur gilda
gagnvart þjónustu og eru almennt
í leikskólum borgarinnar. Samn-
ingurinn miðar við að foreldrafé-
lagið fái lágmarkstekjur vegna
leikskólagjalda sem Dagvist barna
innheimtir eða 6,5 millj. á ári.
Gert er ráð fyrir að Dagvist
barna greiði rúma 12,1 millj. í
VIÐ FYRRI umræðu um fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar kom
fram að forsvarsmenn sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu hafa
lagt fram tillögu um að árleg fjár-
veiting til nýbygginga þjóðvega
verði um 1,3 milljarðar. Sagði
borgarstjóri að gert væri ráð fyrir
að á næsta ári yrði haldið áfram
framkvæmdum við Vesturlands-
veg, byggð brú yfir Sæbraut og
gatan breikkuð inn að Miklubraut.
Aætlaður kostnaður er um 413
milljónir.
Borgarstjóri sagði að sú akbraut,
Miklubrautar sem liggur í austur
rekstrarstyrk til skólans á árinu
og fyrir árið 1998 verður gerð ný
fjárhagsáætlun sem tekur til launa-
breytinga, samsetningar á aldri
barna og almennra verðlagsbreyt-
inga. Ef á samningstímanum verða
veruiegar breytingar á launum
starfsfólks verður rekstaráætlunin
endurskoðuð í samræmi við það.
Viðhald lóðar verður með sama
hætti og hjá öðrum leikskólum
borgarinnar. Það er í höndum
hverfamiðstöðvar gatnamálastjóra
sem sér um tilfallandi viðhald en
leigusali annast méiriháttar við-
hald eignarinnar á eigin kostnað.
Gert er ráð fyrir að Dagvist
barna veiti leikskólanum aðgang
að þjónustu og fagsviði í þeim til-
gangi að viðhalda gæðum skólans
og hefur jafnframt með höndum
faglegt eftirlit samkvæmt reglum
Reykj avíkurborgar.
yrði breikkuð um eina akrein frá
Kringlumýrarbraut að Grensás-
vegi. Áætlaður kostnaður er 23
millj. Ennfremur að lokið yrði við
göngubrú við Rauðagerði og að
fyrir lánsfé yrði byggð göngubrú
við Sóltún.
í fjárhagsáætluninni er lagt til
að unnið verði við undirbúning
Sundabrautar fyrir 40 millj. en
hugsanlega kæmi til álita að borg-
arsjóður lánaði hluta kostnaðar
vegna undirbúningsins og að unn-
ið yrði af fullum krafti á næsta
ári. Þá er einnig gert ráð fyrir
breikkun Ánanausta.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Brú yfir Sæbraut
og gatan breikkuð
að Miklubraut