Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 14

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI VMA fær góðargjafir VERKMENNTASKÓLANUM á Akureyri hafa borist góðar gjaf- ir síðustu daga. Fyrirtækið Skipavarahlutir hf. færði raf- iðnadeild VMA þrjá 3ja fasa rið- straumsmótora nýlega sem von- ast er til að nýtist til kennslu í skólanum. Stjórn Vélstjórafélags Islands heimsótti skólann í vikunni og færði vélstjórnadeild 300.000 króna peningagjöf til tækja- kaupa og 1. og 2. bindi Vél- sljóratals. Eins og komið hefur fram er hafin kennsla á 4. stigi í VMA og verða fyrstu vélfræð- ingarnir útskrifaðir frá skólan- u mnæsta vor. Á stærri myndinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands að afhenda Bern- harð Haraldssyni, skólameistara VMA gjafirnar en hjá þeim stendur Árni Árnason, deildar- stjóri vélstjórnardeildar. Á minni myndinni stendur Svavar Guðni Gunnarsson, deildarstjóri rafiðnadeildar við mótorana frá Skipavarahlutum. ------------ Tónlistarskóli Eyjafjarðar Þrennirjóla- tónleikar HALDNIR verða þrennir jólatón- leikar á starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar í ár. Fyrstu tónleikarnir verða í Þela- merkurskóla næstkomandi laugar- dag, 14. desember kl. 14, þeir næstu í Freyvangi sunnudaginn 15. desember kl. 14 og þriðju og síðustu tónleikarnir verða í gamla skólahúsinu á Grenivík mánudag- inn_ 16. desember kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar skólans og flytja fjölbreytta tónlist, sem á flestan hátt tengist jólum. Skólinn hvetur fólk til að líta upp úr amstri aðventunnar og eiga notalega stund við hljóðfæraleik og söng. Aðventu- samkoma eldri borgara AÐVENTUSAMKOMA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, föstudaginn 13. desember, og hefst kl. 15. Barnakór kirkjunnar syng- ur nokkur lög, Valgerður Val- garðsdóttir djákni kemur í heimsókn og lesin verður jóla- saga. Boðið verður upp á kaffi- veitingar á aðventusamkom- unni. Morgunblaðið/Kristján Kærkomin viðbót við atvinnulífið Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. LOKIÐ hefur verið frágangi hús- næðis og uppsetningu véla á Greni- vík en þar er fyrirhugað að hefja innan tíðar vinnslu harðfisks. Framkvæmdir hafa staðið frá því í haust á vegum Sæness ehf. á Greni- vík, en fyrirtækið hefur fest kaup á vélbúnaði og vörumerkinu Eyjabitum sem sá um harðfiskverkun í Vest- mannaeyjum. Sænes hefur leigt reksturmn ásamt húsnæðinu þeim Heimi Ásgeirssyni og Friðbirni Pét- urssyni á Grenivík sem stofnað hafa félagið Darra ehf. Félagarnir hyggj- ast framleiða harðfisk og selja undir merki Eyjabita. Skapar fjögur störf Vonir standa til að þessi nýja starfsemi á Grenivík skapi fjögur störf í upphafi, sem er kærkomin viðbót við atvinnulífið í sveitarfélag- inu. Þeir Heimir og Friðbjörn hafa hug á að stækka markaðssvæðið í framtíðinni og sinna þá öllu landinu. Hráefni til vinnslunnar verður afl- að að mestu á fiskmörkuðum, en einnig eru vilyrði um hráefni frá Útgerðarfélagi Akureyringa. Frysti- hús félagsins á Grenivík mun sjá um flökun. _ Morgunblaðið/Kristján ÞRÖSTUR Pálmason, starfsmaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, pakkar jólatré í endurbættri sölu- aðstöðu félagsins í Kjarnaskógi. Að baki honum spjalla þeir Vignir Sveinsson, formaður Skógrækt- arfélags Eyfirðinga, og Sigurður Blöndal, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags íslands. Skógræktarfélag Eyfirðinga selur jólatré í fertugasta sinn Nýr og endurbættur sölustaður í Kjarnaskógi JÖLATRÉSALA Skógræktarfélags Eyfirðinga er nú að hefjast, en þetta er í fertugasta sinn sem félagið sel- ur Akureyringum og nærsveitar- mönnum jólatré. Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að fá- einir tugir trjáa hafi verið seldir fyrstu árin en salan farið vaxandi ár frá ári. „Félagið byijaði að selja jólatré árið 1956, fékk þá 20 tré, danskt rauðgreni, enda lítið til af íslenskum tijám,“ segir Hallgrímur. Nú eru seld vel á þriðja þúsund jóla- tré á vegum félagsins og er þessi sala mikilvæg tekjulind fyrir félagið en allur ágóði af henni rennur til skógræktar og fegrunar útivistar- svæða félagsins sem eru víða í Eyja- firði. Félagið selur þrjár íslenskar teg- undir, rauðgreni, blágreni og stafa- furu, en einnig er norðmansþinur til sölu. Hlutfall heimafenginna trjáa, sem höggvin eru í reitum fé- lagsins í Eyjafírði, hefur aldrei verið hærra en nú. Vignir Sveinsson, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir að Akureyringar séu duglegir að kaupa íslensk tré, komið hafi í ljós í könnun að 2/3 hlutar þeirra jól- atrjáa sem landsmenn kaupi séu innflutt, en bæjarbúar velji í allt að 60% tilvika að hafa íslensk jólatré í stofum sínum. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur tekið i notkun nýjan og endur- bættan sölustað fyrir jólatré í Kjarnaskógi og vænta forsvarsmenn félagsins þess að bæjarbúar geri sér ferð í skóginn til að kaupa jólatré. Um næstu helgi verður hand- verksfólks á svæðinu og sýnir gerð ýmiss konar útiskreytinga, m.a. hurðarkransa og þá gefst börnunum kostur á að skoða kanínur um leið og jólatrén. Kanínur og handverksfólk „Hér eru mjög góðar aðstæður og við viljum endilega að fólk komi hingað til að kaupa jólatré," sagði Hallgrímur, en jólatré verða einnig seld á vegum félagsins í göngugöt- unni við Hafnarstræti og við stór- markaðinn KEA-Nettó. Gamaldags jólaundir- búningur í Laufási STARFSDAGUR verður í Gamla bænum í Laufási næst- komandi sunnudag, 15. desem- ber, og verður þá sérstakur jólaundirbúningur. Bærinn verður opnaður gest- um kl. 13.30 en frá þeirri stundu og til 15.30 verður „heimilisfólkið" önnum kafið í gamaldags jólaundirbúningi. Steypt verða tólgarkerti, kveikt upp í gömlu hlóðunum og jóla- hangikjötið soðið. Börnin á heimilinu sitja við jólaföndur og skreyta síðan jólatréð. Uppi í baðstofunni verður setið við tóvinnu og fólk sker út laufa- brauð sem steikt verður í eld- húsinu. Sérstakir gestir í Laufás- bænum verða Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson en þau ætla að gleðja eyru viðstaddra með söng á íslenskum jólalögum, en þau byija að syngja kl. 14. Heyrst hefur að íslenskir jólasveinar, sem búa í Kaldbak, muni líta inn um kl. 15 og ef veður leyfir verður gengið í kringum jólatré sem stendur í garðinum á prestssetrinu. Það er því gott fyrir gesti að vera í skjólgóðum fatnaði þennan dag. Aðgangseyrir er 200 krónur fyrir þá sem eru eldri en 12 ára. Bletta- skoðun BLETTASKOÐUN fer fram á Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri, 5. hæð, á morgun, föstu- dag. Skoðunin er fólki að kostnaðarlausu, en nauðsyn- legt er að panta tíma. Krabbameinsfélag Akur- eyrar og nágrennis, Félag ís- lenskra húðlækna og Heilsu- gæslustöðin á Akureyri sam- einast um þjónustuna, sem felst í að bjóða almenningi upp á ókeypis skoðun á blettum á húð sem fólk hefur áhyggjur af. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist síðustu áratugi, en ár hvert eru skráð meira en þijá- tíu ný tilfelli af húðkrabbameini hér á landi. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð, eins og blett- ir sem stækka, eru óvenjulega litlir eða breytast og sár sem ekki gróa. Lúsíuhátíð LÚSÍUHÁTÍÐ er orðin fastur liður á aðventunni hjá mörgum Akureyringum, en fyrir um 40 árum innleiddi Karlakór Akur- eyrar þennan sænska sið og Karlakór Akureyrar-Geysir hélt hefðinni við þegar hann var stofnaður. Hvergi á land- inu hefur þessi siður átt jafn fastar rætur og á Akureyri. Kórinn heldur að þessu sinni Lúsíuhátíð í Glerárkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. desember, kl. 20.30 og á sama tíma annaðkvöld, föstudags- kvöld, í Akureyrarkirkju. Auk flutnings á Lúsíulaginu Santa Lúsía flytur kórinn lög sem tengjast jólahátíðinni, eftir innlenda og erlenda höfunda. Sigríður Elliðadóttir mezzó- sópran syngur einsöng í nokkrum lögum en er auk þess í hlutverki Lúsíu. Hlutverk þerna hennar eru í höndum stúlkna úr kór Menntaskólans á Akureyri. Jósavin Arason tenór syngur einsöng í tveimur lögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.