Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ
20 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
12.350 kr. stgr.j
9.975 kr. stgr.
Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100
♦ Nytsamleg gjöf
i við öll tækifæri!
—# Stóll:
Á.GUÐMUNDSSON ehf.
húsgagnaverksmiðja
r •♦Tölvuborð
I með 3 hillum:
Ahrif fjármagnstekjuskatts
á sparifjáreigendur
Fundarstaður: Hótel Loftleiðir
Fundartími: Fimmtudagur 12. deseinber kl. 17.15
Dagskrá
Opnun
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON
Hvers vegna jjármagnstekjuskattur?
Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Hvemig verðurfjármagnstekjuskattur
innheimtur af sparifé?
Ólafur Haraldsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri SPRON
Skattalegt jafnrœði fjárfestingarkosta
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ
1 Áhrif fjármagnstekjuskatts á einstakar
tegundir verðbréfa
Magnús Guðmundsson Kaupþingi
Áhrif jjármagnstekjuskatts á framtöl einstaklinga
Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi
• Pallborðsumrœður
SPARISIOÐUR
REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS
ERLENT
Kínverjar velja héraðsstjóra í Hong Kong
Skipakóngur tek-
ur við af Patten
Hong Kong, London. Reuter.
SKIPAKÓNGURINN Tung Chee-
hwa hefur verið kjörinn héraðs-
stjóri Hong Kong og mun hann
taka við af Chris Patten, lands-
stjóra Breta, þegar krúnunýlendan
hverfur aftur undir Kína á miðju
næsta ári. Stjórnvöld í Bretlandi
og á Tævan hafa fagnað kjöri
hans og kváðust þau fyrrnefndu
bera mikla virðingu fyrir honum.
Leiðtogi stærsta flokks lýðræðis-
sinna í Hong Kong benti hins veg-
ar á, að Tung hefði ekkert umboð
frá íbúunum sjálfum en sagðist
mundu reyna að starfa með hon-
um.
Tung, sem er 59 ára að aldri,
var kjörinn á fundi 400 manna
kjörnefndar, sem kínverska stjóm-
in skipaði að mestu. Var fyrirfram
vitað hver niðurstaðan yrði en hann
hefur talað máli kínversku
stjórnarinnar síðan hún kom skipa-
félagi hans og fjölskyldu hans til
bjargar fyrir tíu árum.
Mótmæli lýðræðissinna
Tung sagði kjörið ekki aðeins
sigur sinn, heldur allra Kínverja
og kvaðst telja, að íbúar í Hong
Kong væru bjartsýnir á framtíðina.
Lýðræðissinnar í Hong Kong, sem
neituðu að taka þátt í kjörinu og
kölluðu það skrípaleik, efndu til
mótmæla fyrir utan bygginguna
TUNG Chee-hwa á frétta-
mannafundi í gær.
þar sem kjörnefndin kom saman.
Patten landsstjóri óskaði honum
hins vegar til hamingju og bauðst
til að aðstoða hann á allan hátt.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, og Malcolm Rifkind ut-
anríkisráðherra sendu Tung heilla-
óskir í gær og sögðust bera mikla
virðingu fyrir honum. Sögðu þeir
hann velkominn til Bretlands er
hann vildi. Stjórnin á Tævan hrós-
aði honum líka á hvert reipi og
stakk það í stúf við yfirlýsingar
hennar í síðasta mánuði en þá
sagði hún, að kjörið yrði „mikill
brandari".
Stjórn Zaire neitar að hafa rætt við UNITA
Reiðubúin að leita
hernaðaraðstoðar
Genf, Kinshasa. Reuter.
YFIRVÖLD í Zaire kváðust í gær
ekki kannast við að efnt hefði verið
til viðræðna við málaliða eða sveitir
UNITA, skæruliðahreyfingar Jon-
asar Savimbis í Angóla, til að ná
aftur landsvæði því, sem uppreisn-
armenn hafa lagt undir sig undan-
farið. Hins vegar væri ekki útilokað
að reynt yrði að fá hernaðaraðstoð
frá bandamönnum.
„Ef við neyðumst til að taka upp
samstarf við sjálfan djöfulinn til að
tryggja yfirráð í öllu landinu mun-
um við ekki telja það eftir okkur,“
sagði Boguo Makele, talsmaður
stjórnar Zaire.
Boguo sagði hins vegar að enn
væri ekki tímabært að kalla á slíka
aðstoð. Hann sagði að ekkert væri
hæft í fréttum um að sveitir á veg-
um UNITA væru þegar komnar á
vettvang til að hjálpa her Zaire að
stöðva sókn uppreisnarmanna.
Belgísk dagblöð hafa greint frá
því að UNITA, samtök Jonasar
Savimbis, hefði sent sveitir til Zaire.
SuSurlandsbrauf 50 v/Faxafen
Sími: 588-4545
Opnunartími
Laugardaginn 14 des. 1 2:00 - 18:00
Sunnudagirtn 15 des. 13:00 - 18:00
zií ijsJud
^J'JJJJJJJ JJJíS>£JJJJ£J
dJJJ£)jJJpJJjjJ
CLAUDIO FERRICI
20 Alsír-
búar
drepnir
UPPREISNARMENN úr röð-
um heittrúðra múslima drápu
í gær 20 farþega í jámbrauta-
lest og talið er að þeir hafi
verið skornir á háls. Árásin
var gerð í héraðinu Biida og
talið er að uppreisnarmenn
hafi drepið hartnær 60 manns
í héraðinu á tæpri viku. Um
200 manns hafa fallið í átök-
um stjórnarhermanna og upp-
reisnarmanna í Alsír frá því í
byijun nóvember.
Willetts segir
af sér
DAVID Willetts, aðstoðarráð-
herra í breska fjármálaráðu-
neytinu, tilkynnti í gær að
hann hygðist segja af sér. Will-
etts hefur verið harðlega gagn-
rýndur af félögum sínum úr
þingflokki Ihaldsflokksins.
Honum er borið á brýn að hafa
þegið fé af Mohammed A1 Fay-
ed, eiganda verslunarkeðjunn-
ar Harrod’s, fyrir að bera fram
fyrirspurnir á þingi. Willetts
hafði verið spáð miklum frama
innan íhaldsflokksins.
Gorbatsjov Lebed
Styður Gorb-
atsjov Lebed?
MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti
forseti Sovétríkjanna, kvaðst í
gær ljá máls á því að styðja
Alexander Lebed, fyrrverandi
yfirmann rússneska öryggis-
ráðsins, í næstu forsetakosn-
ingum ef hann féllist á sam-
vinnu við „önnur lýðræðisöfl".
Gorbatsjov bætti þó við að
hann gæti einnig stutt Júrí
Lúzhkov, borgarstjóra
Moskvu.
Horta spáir
þíðu
JOSE Ramos Horta, sem á
þriðjudag fékk friðarverðlaun
Nóbels ásamt Carlos Bela
biskupi fyrir að beijast fyrir
sjálfstæði Austur-Tímor,
kvaðst í gær telja að stjórn-
völd í Indónesíu mundu fyrr
eða síðar hlusta á friðartillögur
sínar. Indónesar, sem innlim-
uðu Austur-Tímor árið 1976,
hafa gagnrýnt að Ramos
Horta skyldu veitt verðlaunin.
Komu auga á
Karadzic
ALÞJÓÐLEGA lögreglan í
Bosníu kvaðst í gær hafa kom-
ið auga á Radovan Karadzic,
sem ákærður hefur verið fyrir
stríðsglæpi, en ekkert aðhafst
til að handtaka hann. Sagði
að Karadzic hefði sést í bifreið
í fylgd vopnaðrar lögreglu í
Pale, stjórnarsetri Bosníu-
Serba. Friðargæsluliðið hefði
verið látið vita, en þar hefði
sömuleiðis verið ákveðið að
aðhafast ekkert.
!