Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ
24 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
^KENWOOD* *
4- * Ávaxta- og
Tfr*- grænmetispressa
Me£n ,
3.5°°*
VJKENWOOD* í
Kaffikanna 10 bolla\*
yt ?*
*3<ENWOOD*¥
Djúpsteikincjar-
3S&-
JÍKENWOOD**
Hárblásari
. *KENWOOD**
Rafmagnshnífur ¥'*
ERLENT
Reuter
Fábreytt jólahald
í Betlehem
MJÖG verður dreg-ið úr skreyt-
ingum í Betlehem, fæðingar-
borg Frelsarans, þetta árið
vegna bágrar fjárhagsstöðu
borgarinnar. Palestínumaður-
inn Elias Frey, sem er borgar-
stjóri, upplýsti þetta í gær.
Sagði hann að vissulega yrði
borgin skreytt, en mun minna
en undanfarin ár. Ástæðan væri
fyrst og fremst lokun Israela á
Vesturbakkanum, sem hefði
komið i veg fyrir að tugir þús-
unda borgarbúa gætu sótt
vinnu.
Verkamaður festir hér jóla-
ljós á þak fæðingarkirkjunnar
í Betlehem.
Norðmenn staðráðnir í að eigna
sér jólasveininn
Bréf til Islands
hafna í Drobak
Ósló. Morgunblaðið.
NORÐMÖNNUM virðist vera að
takast það ætlunarverk sitt að
ná jólasveininum aftur af Finnum
sem hafa verið öflugastir í þeim
átökum síðustu árin á alþjóða-
vettvangi. Norski jólasveinninn,
sem býr í bænum Drobak, fær
nú fleiri bréf en nokkru sinni fyrr
og fulltrúar frá helstu ijölmiðlum
heims keppast um að fá að hitta
hann.
„Finnski jólasveinninn í Rovani-
emi er ekkert annað en stolin eftir-
líking segir Eva Johansen bros-
andi en hún rekur ásamt fjölskyldu
sinni Jólahúsið í Drobak. Hún veit
vel að ferðamálafulltrúa Finnlands
í Ósló fínnst þetta ekkert fyndið
en Finnar hafa eytt miklu fé und-
anfarin tíu ár í að byggja upp jóla-
sveinaþjónustu í Rovaniemi og
bjóða beinar flugferðir þangað frá
London og París.
25.000 bréf í fyrra
Jólasveinn Johansen-fjölskyld-
unnar, Kjell Morten Gustavsen,
gegnir starfi sínu allt árið. Þau
segjast hafa fengið 25.000 bréf
frá börnum um allan heim í fyrra
og búast við tvöfalt fleiri á þessu
ári.
Í hrúgunni eru m.a. bréf til
jólasveinsins í Lapplandi, á ís-
landi og í Rovaniemi, að sögn
Aftenposten.
„Þar sem þessi bréf hafna hjá
okkur merkir það vafalaust að
pósturinn telji að jólasveinninn
búi hjá okkur,“ segir Johansen.
Flest eru bréfin frá Frakklandi,
Ítalíu og Þýskalandi og síðast en
ekki síst Japan og send eru svar-
kort með frímerki sem skreytt er
mynd af jólasveini á bakinu á
grís. Sérstakur jólastimpill er not-
aður. Loks má kynna sér norska
jólasveininn á alnetinu.
Ráðamenn í Drobak leggja sig
einnig fram um að auglýsa stað-
inn, jólatré sem reist eru við
Brandenborgarhliðið í Berlín, við
spilavítið í Mónakó og í Expo-
landi í Japan eru öll frá bænum.
Borgarastyij öldin í Tadsjikistan
Samið um
Dushanbe. Reuter.
STJÓRNIN í Tadsjikistan og ísl-
amskir uppreisnarmenn sömdu í gær
um vopnahlé sem átti að taka gildi
í nótt en í gærkvöldi var enn barist
í sovétlýðveldinu fyrrverandi.
Samkomulagið náðist á fundi
Imamali Rakhmonov, forseta Tadsji-
kistans, og stjórnarandstöðuleiðtog-
ans Sayid Abdullo Nuri í Afganist-
an. Ekki er þó öruggt að staðið verði
við samkomulagið því vopnahlés-
vopnahlé
samningur, sem náðist fyrir tilstilli
Sameinuðu þjóðanna í júlí, var brot-
inn skömmu eftir að hann var undir-
ritaður.
Talsmaður forsetans sagði að
samningurinn ætti að gilda a.m.k.
þar til Rakhmonov og Nuri kæmu
saman í Moskvu 19. desember til að
undirrita friðarsáttmála. Stríðið í
Tadsjikistan hefur staðið í fjögur ár
og kostað tugi þúsunda manna lífið.
Kjör framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
Bossi
,, Tuiigumálastrí ð ‘ ‘
í uppsiglingri?
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
VANGAVELTUR um að eins konar
„tungumálastríð" sé að skella á innan
Sameinuðu þjóðanna mögnuðust í
gær þegar fyrir lá að fyrsta umferð
óopinberrar atkvæðagreiðslu um
næsta framkvæmdastjóra samtak-
anna hafði ekki skilað ótvíræðri nið-
urstöðu.
Greidd voru atkvæði um fjóra Afr-
íkubúa í þessari fyrstu umferð. Efstur
varð Kofi Annan, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sþ, sem kemur frá
Ghana en þar er enska opinbert mál.
Aðrir frambjóðendur að þessu sinni
komu frá frönskumælandi löndum.
Annan fékk tíu atkvæði en hins
vegar fjögur mótatkvæði en stuðst
er við flókið og sérkennilegt kerfi í
þessu skyni innan samtakanna. Ríkin
fimm sem eiga fasta setu í öryggis-
ráði Sþ greiða atkvæði með öðrum
hætti en ríkin tíu sem eiga þar full-
trúa tímabundið.
Mótatkvæði Frakka, Breta og
Bandarílyamanna?
Vangavelturnar um að „tungu-
málastríð“ kynni að vera í uppsigl-
ingu vöknuðu þegar ljóst varð að
eitt mótatkvæðið gegn Annan hafði
komið frá ríki með fasta setu og
neitunarvald. Þar sem Annan kemur
frá ríki þar sem ekki er töluð franska
var talið víst að fulltrúi
Frakka hefði greitt at-
kvæði gegn honum.
Þá fengu hinir þrír
frambjóðendurnir, sem
allir koma frá frönsku-
mælandi ríkjum, tvo slík
mótatkvæði og beindist
strax grunur manna að
því að Bretar og Banda-
ríkjamenn hefðu verið
þar að verki.
Frakkar hafa gert
heyrinkunnugt að þeir
muni Ieggjast gegn
kjöri hvers þess fram-
bjóðanda sem ekki ráði
yfir nægilegri frönsku-
kunnáttu. Annan sem verið hefur
yfirmaður friðargæslu á vegum Sþ
talar frönsku og hefur bæði stundað
nám og starfað í Genf. Almennt er
talið að Annan sé sá frambjóðandi
sem sé Bandaríkjamönnum mest að
skapi.
Hins vegar er talið að Frakkar
séu Bandaríkjamönnum reiðir vegna
þeirrar ákvörðunar stjórnar Bills
Clintons að beita neitunarvaldi 19.
fyrra mánaðar gegn Boutros Boutr-
os-Ghali, núverandi framkvæmda-
stjóra, sem sóttist eftir endurkjöri.
Frakkar börðust ákaft fyrir kjöri
Boutros-Ghali 1991 og
var þá almennt talið að
þeir hefðu beitt áhrifum
sínum með lymskuleg-
um hætti til að ekki
yrði farið að vilja ann-
arra ríkja í öryggisráð-
inu þ. á m. Breta og
Bandaríkjamanna.
Höfðað til
þingheims?
Sjónarmið Banda-
ríkjamanna er að nýrra
vanda sé þörf á æðstu
stöðum innan Samein-
uðu þjóðanna og að nú-
verandi framkvæmda-
stjóri sé ekki líklegur til að koma
þar á nauðsynlegum endurbótum.
Bandaríkjamenn vilja aukinheldur að
framkvæmdastjórinn geti á enskri
tungu talað máli samtakanna og er
þá getum að því leitt að hugmyndin
sé sú að yfirmaður Sþ geti náð að
höfða til bandarískra þingmanna með
málflutningi sínum. A þingi Banda-
ríkjanna í höfuðborginni, Washing-
ton, ríkja djúpstæðar efasemdir um
ágæti samtakanna og réttmæti þess
að bandarískir skattborgarar beri
hitann og þungann af kostnaðinum
við rekstur þeirra.
Kofi Ánn-
fyrir rétt
ÍTALSKUR dómari fyrirskip-
aði í gær Umberto Bossi, leið-
toga Norðursambandsins, sem
berst fyrir að-
skilnaði norð-
urhéraða ítal-
íu, að koma
fyrir rétt
vegna ásak-
ana um að
hann hefði
sýnt forseta-
embættinu
óvirðingu.
Bossi hafði sagt á stjórnmála-
fundi að Oscar Luigi Scalfaro
forseti hefði lagt að saksóknur-
um að hlífa fyrrverandi komm-
únistum í Lýðræðisflokki
vinstrimanna við rannsóknum
vegna spillingarmála.
Gagnrýna
lengri af-
greiðslutíma
EITT af stærstu stéttarfélög-
um Þýskalands lýsti því yfir í
gær að reynslan af því að
lengja afgreiðslutíma þar í
landi hefði mistekist hrapal-
lega. Þjónusta við neytendur
hefði versnað, viðskipti færst í
miklum mæli frá smáverslun-
um til stórra verslana og lög
um hámarksvinnutíma væru
virt að vettugi. Afgreiðslutími
er hvergi í Evrópu í jafn föstum
skorðum og í Þýskalandi.
Umberto
Bossi