Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Það sígur doði á dagsins hollu ráð ________Bókmeiwtir____________ T i 1 v i t n a n i r VERÖLDIN ER LEIKSVIÐ Vitnað í leikrit Shakespeares. Helgi Hálfdanarson þýddi. Prentvinnsla Oddi. Mál og menning 1996 - 210 síður. í VERÖLDIN er leiksvið eru kjarnyrði úr leikritum Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og eru atriðisorð í stafrófsröð. Lesendum gefst kostur á að kynnast orðsnilld tveggja meistara. Þótt tak- markað úrval sé inniheldur þessi snotra og aðgengi- lega bók mikið og fjölbreytilegt safn. Víða er komist vel að orði og er þá ekki eingöngu átt við skáldleg tök. Shakespeare lét sig varða allt hið mannlega. Nægir að minna á orðin frægu úr Hamlet: „Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina þína dreymir um.“ 111 er hún veröld í Ríkarði þriðja stendur: „111 er hún veröld, ást og fegurð deyja, því allir horfa á níðingsverk, og þegja.“ Eitthvað er rotið, öldin úr liði, kenndi Hamlet. Um það skrifar Shakespeare og það knýr hann áfram. Það er dálítið einkennilegt að sjá Shakespeare klipptan og bútaðan með þessum hætti, textana ekki lengur í sínu gamla samhengi, en huggun að það er ekki einhver annar en Helgi Hálfdanarson sem heldur á skærunum. Þrátt fyrir léttari tóna, ástir og gáska er það áberandi í Veröldin er leiksvið hve myrkt er oft yfir sviðinu hjá Shakespeare. í Makbeð er flugið hátt og skuggaskógurinn þéttur: „... Kom nótt, og sveipa mild augu þýðlynds dags með dimmrí blæju, afmáðu þinni blóðgu huliðshendi og rífðu í smátt það mikla skuldaskjal sem slær mig fjötrum! - Birtu bregður; krummi tekur flug útá skuggaskóg; það sígur doði á dagsins hollu ráð, er dökkar nætur-vættir skima að bráð. Jóhann Hjálmarsson Bjart er yfir Betlehem TONLIST llljómdiskar Á JÓLUNUM ER GLEÐI OG GAMAN Gradualekór Langholtskirkju. Sljóraandi Jón Stefánsson. Hljóð- færaleikarar: Anita Briem: Flauta - Daði Kolbeinsson og Hólmfríður Þóroddsdóttir: Óbó - Lára Bryndís Eggertsdóttir: Orgel og píanó - Monika Abendroth: Harpa. Ein- söngvarar: Araý Ingvarsdóttir, Dóra Steinunn Armannsdóttir, Guðrún Helga Steinsdóttir, Ragn- heiður Helgadóttir og Stefán Sig- urjónsson. Stafræn upptaka í Studio Langholtskirkju 21., 23. og 27. janúar 1996. Upptökustjóri: Bjarni Rúnar Bjarnason. Graduale- kór Langholtskirkju GL1996. GRADUALEKÓR Langholts- kirkju kvaddi sér hljóðs árið 1991. Nafnið er fengið frá messusöng- bók Guðbrands biskups Þorláks- sonar - sem menn kannast við sem „Grallarann". Félagar í kórnum eru á aldrinum tíu til átján ára. Árið 1994 gaf kónnn út hljóm- diskinn „Ég bið að heilsa“. Einnig söng hann með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á geislaplötu sem Chandos fyrirtækið gaf út með verkum eftir Jón Leifs. Kórinn hefur farið í velheppnaðar tón- leikaferðir, m.a. sungið á stóra sviðinu í Tívoli og í Norðurlanda- húsinu í Færeyjum. Jón Stefáns- son hefur verið stjómandi kórsins frá upphafi, og það verður að segjast eins og er að hann hefur á þessum stutta tíma skipað sér í fremstu röð barna- og unglinga- kóra á íslandi. Á þessum nýja hljómdiski höf- um við falleg og elskuleg jólalög í einstaklega skemmtilegum, in- dælum og jólalegum útsetningum (og raddsetningum), og söngur- inn er eftir því, sannkallaður englasöngur. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrsta laginu, gullfal- legum jólasálmi efir Jórunni Við- ar við texta Stefáns frá Hvítadal (Jól). Og fyrst ég er kominn út í þessa sálma get ég ekki látið hjá líða að minnast á Hátíð fer að höndum ein, við unaðslegt ís- lenskt þjóðlag. Allt eru þetta gullfalleg lög og einstaklega vel sungin. Af flutningnum stafar einhver friður - sem hlýtur að hafa að gera með hárfínt hraða- val. Kór, einsöngvarar og hljóð- færaleikarar eiga skilið mikið lof. Einnig útsetjarar - og auðvit- að stjórnandi kórsins. Hljóðritun fyrsta flokks. Sannkölluð jóla- plata. Oddur Björnsson Reuter Andlit í leir SAFNVÖRÐUR í breska and- litsmyndasafninu í Lundúnum heldur á grímu eftir leirlista- konuna Susie Cooper, sem er einn þekktasti og áhrifamesti leirlistamaður á þessari öld. Grímuna gerði Cooper eftir andliti sínu er hún var ung kona og keypti safnið hana nýverið á uppboði hjá Soth- eby’s fyrir jafnvirði tæpra 600.000 kr. ísl. Lítill áhugi á verki Caravaggios mdon. Reuter. MÁLVERK eftir ítalska málarann Caravaggio, sem fannst nýverið eft- ir að það hafði verið horfið sjónum manna í fjórar aldir, seldist ekki á uppboði í London í vikunni, þar sem ekki fékkst nógu hátt verð fyrir það. Málverkið nefnist „Ungur drengur flysjar epli“ og er fyrsta verkið eftir Caravaggio sem boðið er til sölu frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Vonaðist Phillips-uppboðsfyrirtækið til að minnsta kosti 25 milljónir ísl. kr. fengjust fyrir verkið, en aðrir hafa lýst því yfir að verðmæti verks- ins sé allt að einum milljarði kr. Á uppboði á þriðjudag hljóðaði hæsta boð upp á 20 milljónir og var ákveð- ið að hætta við söluna. Þegar málverkið kom í leitirnar var fyrst talið að það væri eftir einn af nemendum Caravaggios en eftir að sérfræðingar höfðu grandskoðað verkið, komust þeir að þeirri niður- stöðu að það væri eftir Caravaggio sjálfan og málað í Róm, líklega árið 1593. BÖKMENNTIR Endurminningar BENJAMÍN H. J. EIRÍKSSON Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráði. 364 bls. Útg. Bókafélagið. Prentun: Prentbær hf. Reylg'avík, 1996. Verð kr. 3.280. BENJAMÍN H. J. Eiríksson var ekki viðstaddur þegar guð skapaði heiminn. En hann var nánast áhorf- andi að minnisverðustu heimsvið- burðum aldarinnar. Hann sá bæði Hitler og Stalín - með eigin augum! Hann var á næstu grösum við valda- töku Hitlers og hreinsanirnar í Sov- ét. Að geyma slíkt í minni er eins og að hafa fengið verklega kennslu í mannkynssögu. Þetta voru um- brotatímar, háskalegir tímar. Slík tímabil kalla á mikilmenni. Hitier og Stalín gegndu hlutverkum sem voru margfalt stærri en þeir sjálfír svo stuðst sé við orðalag frá de Gaulie. En það voru ófriðarhlutverk. Milli- stríðsárin voru tími framfara og glæsileika á yfírborði. En þau voru einungis hlé, vopnahlé, stund milli stríða. Hvort heldur menn aðhylltust heimsbylting eða gagnbylting stefndi hugarfarið til meira stríðs. Benjamín bendir á hversu saga þessara ára - og saga heimsstyijaldarinnar - hafí oft verið rangtúlkuð. Sigurvegararnir í styrjöldinni túlkuðu stríðið hver um sig sér í hag. Hver og einn hélt síðan fast við sína afstöðu. Þó margt hafi breyst frá stríðslokum er viðhorfið í Yið hringiðu sögunnar Benjamín H. J. Hannes Hólm- Eiríksson steinn Gissurarson raun óbreytt varðandi upphaf stríðsins og endalok. Hvers vegna flutti Krúsjeff þrumuræðu sína á 20. flokks- þinginu þar sem hann fletti ofan af grimmdarverkum Stal- íns svo dæmi sé tekið? Enginn fréttaskýrandi leiddi í raun getum að því á sínum tíma. Benjamín þekkir forsendurnar og söguna og veit hvernig ástandið var í Sovétríkjunum. Frá hans sjónarmiði séð er skýringin nærtæk. Vegna reynslu hans, menntunar og nálægðar við rás viðburðanna hlýtur álit hans að vega þungt. Sama er að segja um menn og málefni hér heima. Einnig hér fylgdist Benjamín með ákvörðunum þeim sem teknar voru á æðstu stöðum, orsökum þeirra og afleiðingum. En hann er ekki lengur þátttakandi heldur áhorfandi og þarf því ekki að haga orðum sínum »hyggilega« en getur sagt það sem hann veit sannast og réttast eða hvað annað sem honum dettur í hug. Benjamín segir skilmerkilega frá. Hann þorir að tala. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. Mannlýsingar hans eru sterkum dráttum dregnar en jafnframt hlutlægar, að ætla má. Hvort hann er alltaf að því skapi hlut/aus. Um það er að sjálfsögðu allt erfiðara að dæma. Hann gegndi hér háembætti um nokkurra ára skeið. Þá voru erfiðir tímar. Kalda stríðið teygði anga sína inn í hugskot og tilfinningalíf ís- lenskra stjórnmálamanna. Því fylgdi tortryggni og þegar verst gegndi persónuleg óvild. Stéttabaráttan var miskunnar- laus og geysileg harka í pólitík- inni. Oft bitnaði ástandið hvað hatrammlegast á embættis- mönnum í stjómsýslunni, mönnum sem áttu, eðli málsins samkvæmt, óhægtt með að veija sig. Brygðust stjórnar- herrarnir ekki til andsvara var fátt um varnir. Bankastjórinn hlaut þá að standa í stöðugu sambandi við æðstu ráðamenn. Þeim lýsir Benjamín skilmerki- lega og hispurslaust. Hann seg- ir kost og löst á mönnum, sér- kennum þeirra, hæfileikum og mál- flutningi. Eru þær lýsingar harla trú- verðugar að því leyti sem undirritað- ur getur um það dæmt. Yfirhöfuð eru þær jákvæðs eðlis - með einni skarpri undantekningu. Síðustu áratugina hefur Benjamín fylgst með framvindu þjóðlífsins úr sæti áhorfandans. Skoðanir hans hafa breyst mikið frá því er hann, unglingurinn, hleypti heimdragan- um frá Hafnarfirði. Sem ungur stúd- ent hallaðist hann að kommúnisma. Hann fylgdist grannt með samein- ingu kommúnista og Héðinsmanna 1938. Sitthvað heyrði hann þá hjalað sem ekki var öllum ætlað að heyra. Skömmu síðar var hann orðinn af- huga sósíalisma; fijálst hagkerfi gæti eitt leitt til almennrar hagsæld- ar. Þarna er að sjálfsögðu fleira á dagskrá en foringjar, fyrirmenn og stjórnmál. En einu gildir hvað Benj- amín ræðir; afstaða hans er alltaf klár og rökföst. Loðmullu þá og þann ja-og-jæja stíl, sem margur hefur tamið sér á fjölmiðlaöld, er ekki að finna í sögu Benjamíns. Skrásetjarinn, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, hefur einnig unnið verk sitt með prýði. Vitað er að skoðanir hans og sögumanns fara í mörgu saman. Það hefur sína kosti. Og hugsanlega líka ókosti. Skráse- tjarinn getur því betur sett sig í spor sögumanns. En þar sem þeir eru sammála í veigamiklum atriðum er hætt við að horft sé til hlutanna frá einhæfara sjónarhorni. Sömu- leiðis kann maður að sakna þeirrar spennu sem skapast getur þegar menn með andstæðar skoðanir eig- ast við. Þótt þetta sé persónuleg ævisaga snertir hún svo mjög sögu þjóðarinn- ar þau árin sem Benjamín gegndi embætti að til hennar mun oft vitn- að í framtíðinni. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.