Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 41 PltírgiiwMa^ií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÉRMENNTUN OG ATGERVISFLÓTTI FRÁ ÞVÍ VAR sagt hér í blaðinu í gær, að Þórir Ragnarsson, heila- og taugaskurðlæknir á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, hafi sagt upp störfum og hyggist flytja til Bandaríkjanna. Hann hefur einkum fengist við aðgerðir á heiladingli. Eftir því sem bezt er vitað er enginn annar íslenzkur heilaskurðlæknir á þeim af- markaða starfsvettvangi. Ástæður uppsagnar og brott- flutnings eru óánægja með launakjör, starfsaðstöðu og starfsumhverfi, sem „langvinnur niðurskurður, sparn- aður og lokun deilda“ hafa fært úr lagi. Þórir segir sérfræðilækna bæta sér upp léleg launakjör með svo- kölluðu ferliverki og verkum utan sjúkrahúsa. Hans sérgrein bjóði ekki upp á þann möguleika, enda heilaað- gerðir ekki framkvæmdar utan sjúkrahúsa. Atgervisflótti af þessu tagi bitnar sárast á veiku fólki, sem á mest undir því komið að nauðsynleg sér- fræðiþekking sé til staðar í landinu. Og þegar öll kurl koma til grafar kostar það oftar en ekki heilbrigðiskerf- ið og skattgreiðendur meiri fjármuni að senda sjúka utan til aðgerða, sem þeir eiga lagalegan og siðferðileg- an rétt á, en að sinna þeim heima fyrir. Hér er því trúlega enn eitt dæmið því til staðfestingar, að ekki hafi allar ferðir verið til fjár í „sparnaði" heilbrigðiskerf- isins. Hluti sérhæfðs starfsfólks á hátæknisjúkrahúsum starfar undir mjög miklu álagi. Ekki er við hæfi að það þurfi að „bæta sér upp léleg laun“ með viðbótar- störfum utan sjúkrahúsanna. Það virðist því tímabært að huga að meiri samhæfingu í starfsemi og meiri sveigjanleika í launakerfi heilbrigðisþjónustunnar. Með- al annars með það að markmiði að henni haldist á því sérhæfða starfsfólki, sem hátækni- og háskólasjúkra- húsum er nauðsynlegt, eigi þau að rísa undir nafni og sinna sjúklingum með sambærilegum hætti og bezt gerist erlendis. SMÁSALA Á ÁFENGI FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur eðlilegt að stefnt sé að því að einkaaðilum verði heimilað að sjá um smásölu áfengis, að uppfylltum almennum en ákveðnum skilyrðum. Þetta er í samræmi við þau sjónarmið, sem fram hafa komið um að tímabært væri að endurskoða það kerfi á áfengissölu, sem hefur verið við lýði. Þetta kerfi stríðir að mörgu leyti gegn nútímalegum hugsun- arhætti. Þessi skoðun Friðriks Sophussonar kom fram í svari við fyrirspurn á Alþingi. Ráðherrann telur að eignar- hald og rekstur einstakra útsölustaða áfengis skuli vera í höndum einkaaðila í eins ríkum mæli og lög leyfa. Hins vegar þarf að breyta lögum til þess að einkaaðil- um leyfist að annast smásölu áfengis. Ráðherra vill, að ríkið gegni áfram eftirlitshlutverki, sem sjálfstæður aðili, óháður verzlunarrekstri. Nú eru rétt tvö ár frá því EFTA-dómstóllinn gaf upp ráðgefandi álit, sem sagði, að samkvæmt EES-samn- ingnum væri óheimilt að viðhalda einkaleyfi ríkisins á áfengisinnflutningi, þegar um væri að ræða vöru, sem er upprunnin innan Evrópska efnahagssvæðisins. HÆTTULEG MÖRK ENN EINU sinni hefur barn slasazt við íþróttamark, sem féll á það og stórskaddaði í andliti. Rúmt ár er frá því er slíkt slys varð við Ljósafossskóla í Gríms- nesi og urðu þá mikil blaðaskrif um slys á börnum við fótbolta- og handboltamörk. Var þá gerð gangskör að því að festa mörkin og sannast sagna mátti búast við því að menn myndu gæta að festingum markanna, því að á síðastliðnum 14 árum hafa um 101 slysatilfelli af þessari tegund verið skráð, þar af hafa 32 börn slas- ast lífshættulega. Rík ástæða virðist vera að brýna fyrir íþróttafélögum og sveitarfélögum að huga enn að festingum markanna. Talsmaður lýðræðissinna í Búrma um einræði herforingjanna Brýntað samþykkja refsiað- gerðir Fíkniefnasalar hafa tengsl langt inn í raðir ráðamanna í Búrma sem neituðu að viður- kenna kosningasigur flokka lýðræðissinna árið 1990. Forsætisráðherra útlagastjórnar lýð- ræðissinna, dr. Sein Win, segir að aukin við- skipti og fjárfestingar vestrænna ríkja í land- inu muni aðeins lengja líf herforingjastjómar- innar en ekki bæta kjör almennings SEIN Win kom í stutta heim- sókn til landsins um sl. helgi og ræddi við hérlenda ráða- menn. Stjórn hans hefur aðalstöðvar í Noregi, stendur m.a. fyrir útvarpssendingum þaðan til Búrma, en sjálfur býr Win í Banda- ríkjunum. Hann er 52 ára og stærð- fræðingur að mennt, var kjörinn á þing í fijálsum kosningum 1990 fyr- ir Lýðræðisfylkinguna, NLD. Win var síðan kjörinn leiðtogi stjórnarinn- ar á fundi í desember í héraði Kar- ena í Búrma en þar ráða sjálfstæðis- sinnar samnefnds þjóðarbrots Iögum og lofum. Leiðtogi flokksins og frá 1988 tákn baráttunnar gegn einræð- inu, Aung San Suu Kyi, býr í Rangoon. Hún hefur ávallt hafnað öllum boðum stjórnvalda um að fá að fara til Bretlands, þar sem bresk- ur eiginmaður hennar og synir búa, enda ljóst að herforingjarnir myndu ekki leyfa henni að snúa til baka. Win og Suu Kyi eru bræðrabörn. Flokkur þeirra fékk rúm 80% at- kvæða í kosningunum 1990 sem voru fijálsar og lýðræðislegar en stjórnin hunsaði úrslitin. Win segir að stjórnvöld viti ekki hvernig þau eigi að bregðast við friðsamlegri andstöðu Suu Kyi. Alltaf sé hætta á því að gripið verði til ofbeldis gegn henni, ráðamenn myndu eftir á sveija fyrir að eiga nokkra aðild að verkinu. Það sem haldi aftur af þeim sé ekki síst að viðbrögð umheimsins gætu orðið mjög hörð, einnig gætu þeir misst stjórn á ástandinu innan- lands. Hann segir aðspurður að herfor- ingjastjórnin muni aðeins styrkja stöðu sína ef viðskipti og fjárfesting- ar verði aukin við landið og ekki megi gleyma að verulegur hluti af framleiðslunni, sem send sé á erlenda markaði, sé unnin af þrælum. Stjórn- völd reyni nú ákaft að auka tekjur af ferðamönnum og reynt sé að inn- ræta þeim mynd af hinum brosandi og sælu Búrmamönnum. Þeir sem þangað fari ættu að reyna að skilja hvað sé að baki þess- ari ímynd. Búrma, sem herforingj- arnir vilja kalla Myanmar, sé eitt- hvert vanþróaðasta land í heimi, samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna, og leitun sé á löndum þar sem mannréttindi séu fótum troðin af meiri grimmd. Fjölmörg þjóðabrot eru í Búrma, samanlagt um 40% íbúanna, og hafa sum þeirra átt í vopnaðri sjálfstæðis- baráttu um áratuga skeið en ótrygg- ur friður ríkir nú milli þeirra allra og stjórnarinnar. Win segir að Ijóst sé að vandamál af þvi tagi verði aldr- ei leyst endanlega nema með því að komið verði á lýðræði og efnt til við- ræðna milli uppreisnarmanna og rétt kjörinna valdhafa. Helmingur af öllu heróíni Sjálfstæðishreyfingarnar Ijár- magna margar aðgerðir sínar með fíkniefnasölu. Win segir að frá Búrma komi nú meira en helmingur af öllu heróíni á heimsmarkaði og þótt herforingjastjórnin segist vilja stöðva flóðið þá bendi ekkert til þess enn þá að athafnir verði látnar fylgja orðum. „Það er augljóst að nokkrir af helstu fíkniefnasölunum hafa tengsl langt inn í raðir ráðamanna. Sem dæmi má nefna að það kom mikið á óvart þegar umsvifamesti salinn, Khun Sa, sem hafði bækistöðvar sín- ar í Shan-héraði, gafst upp fyrir stjórnarhernum en Khun Sa réð eins og margir aðrir fíkniefnasalar, yfir eigin her,“ segir Win. Uppgjöfin hafi aðeins reynst vera búferlaflutn- ingur fíkniefnakóngsins. Khun Sa býr nú í Rangoon undir nýju nafni, til að forðast umtal fjöl- miðla, og stundar ábatasöm við- skipti, með fullu vitorði stjórnárherr- anna. Khun Sa var árið 1989 ákærð- ur fyrir aðild að fíkniefnasölu í Bandaríkjunum en stjórnvöld neita enn að verða við kröfu bandarískra yfirvalda um framsal. Bent hefur verið á að stjórnin gat á tveggja ára tímabili keypt vopn á alþjóðamörkuðum fyrir nær fjórum sinnum meira fé en opinberar gjald- eyristekjur landsins voru. Einhvers staðar hljóti þeir að hafa fengið þessa peninga og þótt ekkert sé hægt að sanna beinist grunurinn að duldum tekjum af fíkniefnaversluninni, eins konar skattlagningu undir borðið. „Ráðamenn hafa með beinum eða óbeinum hætti fmgurinn í spilinu," segir Win. „Þeir hafa ekki full tök á öllum héruðunum þar sem ópíumið [hráefnið í heróín] er ræktað en ef þeir raunverulega vildu gætu þeir dregið mjög úr flæðinu. Þetta er allt mjög undarlegt þegar haft er í huga hve mikil eining er um það á alþjóðavettvangi að beijast gegn fíkniefnum. I Singapore er fólk Morgunblaðið/Árni Sæberg SEIN Win á fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra á sunnu- dag. íslendingar hafa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tekið þátt í að flytja tillögur þar sem krafist er lýðræðisumbóta í Búrma. Reuter STÚDENTAR við læknaháskólann í Rangoon mótmæla stefnu herforingjasljórnarinnar á útifundi á þriðjudag. landi annan, Bretar og Islendingar skipa málum svo með sínum hætti. En grundvallaratriðið, að fólk fái að kjósa sér leiðtoga og réttindi þess séu tryggð í stjómarskrá, funda- frelsi, tjáningarfrelsi, að einhvers konar þing setji lög, þetta er grunn- urinn. Það er engin leið að skilja á milli austrænna og vestrænna mann- réttinda." Algild lýðræðishugtök Win er minntur á að einn af ráða- mönnum Asíu, Mohammad Mahathir, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt að vestræn ríki reyni að þröngva eig- in aðferðum og gildum, einnig á sviði mannréttinda, upp á Asíuþjóðir. „Eins og ég sagði, grundvallarhug- myndirnar og mannréttindin em þau sömu, það er því ekki hægt að tala um að vestræn ríki þröngvi einhveiju upp á austræn ríki eða öfugt. Eg nefni sem dæmi að 1990 vom fijáls- ar kosningar hjá okkur, þá var það þjóðin sem kaus, enginn þröngvaði henni til þess! Kosningarnar vom al- gerlega okkar eigið mál. Herforingja- stjómin ákvað sjálf að efna til kosn- inga en neitaði að viðurkenna úrslitin. Lee Kuan Yew, fyrrverandi leiðtogi Singapore, sagði eitt sinn að Suu Kyi ætti að gegna einhvers konar titil- stöðu sem þjóðarleiðtogi, án raun- veralegra valda. Hann hefur fullan rétt á að hafa þessa skoðun en hann ætti einnig að taka tillit til þess að þjóðin í Búrma vill fá að tjá sínar eigin skoðanir. Það er annars athyglisvert að í hvert sinn sem skoðanir á borð þá sem ég nefndi, um mismun á vestræn- um og austrænum hugmyndum um lýðræði og mannréttindi, koma upp á yfirborðið eru þær alltaf hugarfóst- ur þeirra sem era við völd, aðeins þeirra. Það era alltaf þeir sem njóta sjálfir allra þessara réttinda, réttarins til að segja það sem þeir vilja, alltaf þeir sem era að tjá sig. Það era ekki talsmenn stjórnarand- stöðu, mannréttindahópa, trúflokka eða annarra slíkra sem eru að tjá sig, enn síður almenningur.“ Hann er spurður um stúdentana sem mótmælt hafa á götum úti í Rangoon undanfarna daga, hvers vegna þeir taki skýrt fram að þeir séu ekki tengdir flokki Suu Kyi. „Herforingjastjórnin reynir af öll- um mætti að finna eitthvert yfirvarp til að ráðast á NLD, fangelsa stjóm- arandstöðuleiðtoga, gera út af við samtökin. Þetta vita allir í landinu, einnig stúdentarnir, þess vegna gæta þeir sín,“ svarar Win. tekið umsvifalaust af lífi finnist á því nokkur grömm af heróíni en sam- tímis hefur einn af fíkniefnasölunum í Búrma mikil viðskipti við fyrirtæki í Singapore.“ Hann er spurður hvað vestrænar þjóðir eigi að gera til að stuðla að lýðræðisþróun í Búrma. „í fyrsta lagi vil ég segja að vest- ræn ríki, einkum norrænu ríkin, hafa veitt okkur mikla aðstoð og við höf- um fengið stuðning hjá Sameinuðu þjóðunum. Við viljum að vestæn ríki láti mjög skýrt í ljós að þjóðir heims muni ekki þola framferði af þessu tagi af hálfu herforingjanna í Rangoon. SÞ hafa samþykkt ályktun um að lýðræði skuli komið á og úr- slit kosninga virt en stjórnin neitar enn að hlíta henni. Við viljum að vestræn ríki grípi til aðgerða til að þrýsta á stjórnina, beiti efnahagslegum refsiaðgerðum. Það er mjög brýnt að gripið verði til slíkra ráða, okkur finnst að þótt við fáum nú þegar mikla hjálp sé þörf á mun öflugri aðgerðum. Herforingjarnir gætu ekki hunsað slíkar aðgerðir. Tilverugrundvöllur þeirra væri í húfi, þeim er sama hvað verður um almenning en þeir myndu ekki þola refsiaðgerðir. Það eru samþykktar ályktanir um mann- réttindi og lýðræði en alþjóðafyrir- tækin fjárfesta samt af kappi í Búrma. Það eru miklir möguleikar á að hagnast þar, mikil náttúrugæði, gas og málmar, þjóðin er fjölmenn, um 60 milljónir. Sjálfur tel ég að það verði aldrei hægt að tryggja raunverulega efnahagsþróun án þess að koma á lýðræði. Núverandi ráða- menn era allir úr sama hópnum sem kom þjóðinni á vonarvöl með stefnu sinni. Þeir verða aldrei færir um að bæta efnahaginn og lífskjörin, þeir kunna það ekki. Erlendar fjárfestingar núna verða aðeins til að lengja líf stjórnarinnar, þær munu ekki bæta hörmuleg kjör almennings. Herforingjarnir munu fyrst taka mark á þessum ályktunum sem ég nefndi þegar þeir óttast að eitthvað verði gert sem geti grafið undan völdum þeirra. Þá gætu þeir séð að sér og hafið viðræður um stjórnarbætur eins og við krefjumst." Win viðurkennir þó að erfitt sé um vik, Kínveijar haldi áfram að selja herforingjunum vopn þótt vest- ræn ríki séu hætt því. Hann er spurður hvort önnur teg- und af lýðræði eigi við í Asíu en á Vesturlöndum, hvort þar gildi á ein- hvern hátt önnur lögmál í þeim efn- um. „Þegar hugað er að grundvallar- réttindum er enginn munur, hvar sem er í heiminum. Þegar rætt er um sjálfa um umgjörð lýðræðisins er um margt að ræða, í Bandaríkjun- um hafa menn einn hátt á, í Frakk- Forsætis- og fjármálaráðherra vísa á bug gagnrýni ASÍ á breytingar í lífeyrismálum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir vegna __ yfir- lýsingar ASÍ um framvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins (LSR); „Kostnaður ríkisins sem launagreiðanda hvorki eykst né minnkar þegar á heildina er litið,“ segir hann. „Ekkert réttlætir það að aðrir hópar eigi að fá minni eða meiri rétt vegna þessar- ar breytingar,“ segir fjár- málaráðherra. Miðstjórn ASÍ hefur í umsögn um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á lífeyrismálum opinberra starfsmanna lýst því yfir að ekki verði hægt að ganga frá kjarasamningum fyrr en fyrir liggi hvemig rík- isstjórnin ætli að tryggja öllu launafólki sama lífeyris- rétt. ASÍ heldur því fram að ríkisstjórnin hafi markað nýja stefnu um að greitt yrði 15,5% iðgjald vegna hluta launþega og við það verði ekki unað. Efnt var til samráðsfunda með starfsmönnum ASI Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki sjá að frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á lífeyr- ismálum opinberra starfsmanna sé til- efni til þess að setja kjarasamninga á al- mennum markaði í uppnám. Davíð sagðist hafa rætt þetta mál við forystu ASÍ fyrir nokkrum dögum og í kjölfarið hefði hann haft frumkvæði að því efnt var til sam- ráðsfundar milli embættismanna í fj ármál aráðuneyt- inu, tryggingafræð- inga og starfsmanna Alþýðusambandsins. Þar hefði verið farið yfir einstök atriði og að því er hann best vissi væri ekki um þau meiningarmunur. Meiri réttindi hjá LSR en á almenna markaðinum ekki nýmæli „Meginmálið út frá okkar bæjar- dyrum séð er að hér er ekki verið að gera neina raun- ------------ verulega breytingu. Þessir lífeyrissjóðir hafa verið ólíkir alla tíð. Lífeyrissjóður opinberra starfs- _______________ manna hefur verið verðtryggður og á ábyrgð ríkisins lögum samkvæmt. Með frumvarp- inu er verið að færa hluti að veru- leika. Við skynjum því ekki að þetta eigi að vera tilefni til þess að setja heildarkjarasamninga í uppnám," sagði Davíð. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segist ekki sjá að frum- varp ríkisstjómarinnar um breytingar á lífeyrismálum opinberra starfsmanna sé til- efni til þess að setja kjara- samninga á almennum vinnu- markaði í uppnám. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að kostnaður ríkisins sem launagreiðanda aukist hvorki né minnki við breyt- ingamar. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson formaður BSRBhéldu blaðamannafund á dögun- um til að kynna samkomulag um lífeyri ríkisstarfsmanna. „Breytingin er sú að starfsmenn sem eru í nýju deildinni leggja sjálf- ir fram fjármuni til þess að auka réttindi sín án þess að ríkið þurfi að leggja út á móti. Þetta var ein af forsendum samkomulags ríkis- ins og fulltrúa starfsmanna og ----- tryggingastærð- --------------- fræðingar voru fengnir til þess að annast útreikninga og samanburð á nú- verandi og fyrirhug- uðu lífeyriskerfi, til þess að tryggja það að framlög ríkisins í nýja kerfinu væru jafn- verðmæt og í hinu eldra,“ segir Friðrik Sophusson. „Það hefur alltaf verið vitað að lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins væra meiri en starfsmanna á al- Réttlætir ekki að aðrir eigi að fá meiri rétt mennum markaði. Ýmsar töl- ur hafa verið nefndar í því sambandi en það er hins veg- ar með ólíkindum ef menn þola ekki að heyra sannleik- ann og fá það staðfest af tryggingafræðingum hver munurinn er. Það að birta staðreyndir getur ekki eitt og út af fyrir sig skapað rétt fyrir aðra. Afstaða miðstjómar ASÍ er þeim mun einkennilegri þegar haft er í huga að tals- menn Alþýðusambandsins í lífeyrismálum hafa hvað eftir annað hvatt til þess að ríkið tæki á_ vanda opinberu sjóð: anna. Ég trúi því ekki að ASÍ hafi ætlast til þess að vandinn yrði leystur með því að ríkið skerti einhliða lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins. Sé svo hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrr á þessu ári þegar ASÍ samþykkti ályktun varðandi starfs- mannalögin, þar sem þess var krafist að ekki væri tekið á rétt- indum opinberra starfsmanna nema í fullu samkomulagi við þá,“ segir Friðrik. Samningur ASÍ og VSÍ útilokar ekki hærri iðgjöld Fjármálaráðherra bendir á að eftir breyt- inguna verði lífeyris- sjóður opinberra starfsmanna starf- ræktur á stéttarfé- lagsgrundvelli, þar sem einstök stéttarfé- lög opinberra starfs- manna geti samið sig frá sjóðnum. „Það er gengið út frá því að aðild að LSR, eins og aðild að flestum öðr- um sjóðum, eigi að vera kjarasamnings- mál. Ég hélfysatt að segja að ASÍ myndi fagna þessu,“ segir Friðrik. Ekki talað um jöfn réttindi í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Fj ármálaráðherra bendir einnig á að ASÍ og VSÍ hafi gert samning um lífeyris- mál fyrir ári sem gerði ráð fyrir að 10% iðgjaldið væri lágmarksið- gjald en útilokaði ekki iðgjalda- greiðslur umfram það. „Þannig hafa reyndar margar starfsstéttir samið um hærri iðgjöld en 10%, þar á meðal eru starfsstéttir innan ---------- ASÍ,“ segir Friðrik. Fjármálaráðherra segir einnig að í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar sé hvergi talað um að jafna eigi lífeyrisrétt- indi landsmanna, heldur sé því lýst yfir að treysta eigi starfsgrundvöll lífeyrissjóðakerfisins þannig að all- ir landmenn njóti sambærilegra líf- eyrisréttinda. „Þessi breyting á LSR er liður í þeirri viðleitni,“ seg- ir Friðrik. „Þessir líf- eyrissjóðir hafa verið ólíkir alla tíð“ KOSTNAÐUR RÍKISINS HVORKI EYKST NÉ MINNKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.