Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 44

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JORUNN S VEINBJARNAR- DÓTTIR BLÖNDAL + Jórunn Svein- bjarnardóttir Blöndal fæddist í Efstabæ í Skorra- dal, Borgarfjarðar- sýslu, 26. febrúar 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. október síðastliðinn. For- • * eldrar Jórunnar voru Sveinbjörn Bjarnason, bóndi á Stóra-Botni í Hval- fjarðarstrand- arhreppi, og kona hans Halldóra Pét- ursdóttir frá Grund í Skorra- dal. Systkini Jórunnar voru Kristín, húsfreyja í Nýjabæ í Bæjarsveit, Borg., f. 30. ág. 1900, d. 31. des. 1992, Þorgeir, skáld og forstjóri Sundhallar Reykjavíkur, f. 14. ág. 1905, d. 19. febr. 1971. Jórunn giftist 24. maí 1930 Birni Jónssyni Blöndal frá Stafholtsey. Synir þeirra eru Sveinbjörn, f. 3. maí 1932, og Jón, f. 4. sept. 1933. Útför Jórunnar fór fram frá Bæjarkirkju í Bæjarsveit 26. október síðastliðinn. Það var um tíu ára aldurinn, að ég fór í sveit. Ég hafði látið mig dreyma um sveitina. Ég fór upp í Borgames með skipi og þar á bryggjunni hitti ég væntanlegan húsbónda minn, Bjöm Blöndal. Þetta var ungur mað- ur, þægilegur i við- móti, hressilegur, lág- vaxinn. Hann fór um- svifalaust með mig á hótelið í Borgarnesi og keypti handa mér nær- ingu, en síðan var hald- ið á hestum uppi í Bæjarsveit. Björn teymdi undir mér, því ég hafði aldrei komið á hestbak, alinn upp við fisk á Akranesi. Við fómm hægt yfir móa og mýrar. Síðan komum við að bæ húsbónda míns. Það var nýtt hús úr stein- steypu, en engin fjárhús vom sjáan- leg, fjós í smíðum. Þarna hitti ég eiginkonu Björns, konuna sem átti að verða húsmóðir mín. Hún var ung og myndarleg á velli, bjartleit og fríð sýnum, hét Jómnn Svein- bjarnardóttir, ættuð frá Efstabæ í Skorradal. Hún tók mér elskulega ogþað var hlýja í augum hennar. Ég hafði ekki verið lengi á þessu nýbýli þegar mér var ljóst, að þar var búskapur með nokkuð öðrum hætti en annarsstaðar í sveitinni, t Ástkær eiginmaður minn, INGÓLFUR HUGO BENDER, lést þann 11. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldu og vina, Júliana Bender. + Systir okkar og mágkona, STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR, Sæbóli, ingjaldssandi, verður jarðsungin frá Sæbólskirkju föstudaginn 13. desember kl. 14.00. Vakin er athygli á breyttum tíma. Fyrir hönd vina og ættingja, Guðmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson, Jónína Ágústsdóttir, Pétur Þorkelsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANN ÓLAFUR JÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði, andaðist þriðjudaginn 10. desember. Kristjana Jónsdóttir, Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Helga Bjarnadóttir, Edda Jóhannsdóttir, Kristinn Fr. Jónsson. t Ástkær bróðir minn og frændi, PÉTURRAGNARSSON, sem lést á heimili sínu, Aðalstræti 32, ísafirði, 4. desember sl., verður jarð- sunginn frá ísafjarðarkirkju laugardag- inn 14. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Ragnarsson. MINNIIMGAR raunar ekki neinn venjulegur bú- skapur. Ég var lentur hjá þess kon- ar bónda sem nú á dögum mundi efalaust kallaður laxabóndi. Björn var mikill laxveiðimaður og átti seinna eftir að lýsa Hvítá og Norð- urá í bókum sínum. Þrjú sumur var ég hjá þeim hjónum, þótt þar væri ekki rekinn sá búskapur sem ég hafði látið mig dreyma um, og á hverju sumri komu tveir Englend- ingar til að veiða lax og höfðu þá fæði og húsnæði á bænum sem ekki var fyllilega búið að ákveða hvað heita skyldi, en var þó kallað- ur Laugarhóll, af því að þar voru heitar laugar. Seinna hlaut hann nafnið Laugarholt. Það var hlutverk Jórunnar að sjá um að Englendingarnir nytu vel þessa heimilisgistihúss og hefðu fæði við sitt hæfi, og sannast sagna held ég að það hafi verið ærið hlut- verk, því ekki dugði að bera fyrir þá íslenskan saltfisk með floti eða súrt slátur eða annað slíkt né held- ur að hafa sífellt lax á borðum, en af honum var að sjálfsögðu nóg allt sumarið. Nei, þarna þurfti mikla fjölbreytni og kunnáttu í matar- gerð, ekki síst fyrir það, að oft komu gestir sunnan úr Reykjavík og frá útlöndum og voru látnir borða í stofunni með Englendingun- um. Þarna komu til dæmis frá út- löndum Sigfús Blöndal bókavörður í Kaupmannahöfn og síðari kona hans, Hildur. Hún var sænsk. Ann- ar Sigfús Blöndal var tíður gestur, en harla ólíkur orðabókar-Blöndal, kallaður konsúll. Þriðji Blöndalinn var Þorvaldur læknir, bróðir Björns, og átti skammt eftir ólifað, þótt ungur væri. Mér einnig minnisstæð- ur enski útgefandinn Stanley Unw- in, sem sýnilega hafði lítinn áhuga á að veiða lax eða fugla, en sat jafnan og las í bók, stundum úti undir húsvegg, ef gott var veður. Fyrir utan þetta komu ýmsir gestir úr sveitinni eða öðrum sveitum og fengu góðgerðir annaðhvort í stofu eða eldhúsi eftir því hve langt þeir voru að komnir. Vel kunni Jórunn að umgangast þessa sundurleitu gesti og var jafnljúfleg og kurteis við lága sem háa. Af framansögðu má skilja, að hér var ekki venjulegur sveitabær og að meira hlaut að verða að leggja í matargerð á heldri manna vísu en tíðkaðist almennt, enda minnist ég þess að hafa borðað þarna bestu gæsasteik sem ég hef bragðað um ævina. Af sjálfu leiðir að Jórunn þurfti aðstoð í sínu hlutverki. Móðir hennar, Halldóra Pétursdóttir, vann mikið í eldhúsinu, en auk þess hafði Jórunn ætíð einhveija unga og röska stúlku sér til aðstoðar. Sjálf stjórnaði hún öllu af miklum mynd- arbrag og lipurleik, en ég var snatt- inn, sem var ýmist í eldhúsinu eða í sendiferðum eða að gæta lítils drengs þeirra hjóna, en hvað sem ég var að gera eða átti að gera, talaði Jórunn aldrei til mín öðruvísi en í mildilegum tóni, engar skamm- ir komu úr hennar munni. Þannig var þessi bjartleita kona, sem var alin upp í ást á fögrum skáldskap, að fullyrða má, því Halldóra móðir hennar kunni mikið fyrir sér í þeim efnum og lét mig, snattadrenginn, til dæmis læra heilu þjóðskálda- kvæðin utanbókar meðan ég var þar í sveit. Bróðir Jórunnar, sem þá var ungur og galsafenginn þegar hann kom í heimsókn, varð síðar þjóðfrægt ljóðskáld: Þorgeir Svein- bjarnarson. Hann hefði varla orðið það, ef þau systkini hefðu ekki fengið uppeldi í bókmenntaarfinum, einsog víða gerðist í sveitum lands- ins á þeim tíma. Ég kynntist einnig Kristínu, systur þeirra, því hún var búsett.á næsta bæ, þeim fornfræga Bæ í Bæjarsveit. Og öllu þessu fólki var gott og mannbætandi að kynn- ast. Þau hjónin, Björn og Jórunn, eignuðust tvo syni, Sveinbjörn og Jón, sem báðir settust að á heima- slóðum þegar þeir uxu upp. Svein- björn var fæddur, þegar ég gerðist léttadrengur á bænum, og hann var sá sem ég fékk stundum það hlut- verk að annast, reyndar nóg til þess að ég tengdist honum tilfinn- ingaböndum, þótt ég kynni lítt að gæta barns. Jón fæddist eitt sumar- ið sem ég var þar á bæ, og er mér minnisstætt, því mjög vorkenndi ég Jórunni, þegar ég heyrði í henni hríðarstunumar ofan úr svefnher- berginu þeirra hjóna. Þessi fáu orð mín eru bundin við kynni mín af Jórunni og Bimi þau þijú sumur sem ég var léttadrengur hjá þeim um þær mundir sem þau voru að hefja búskap. Ég heimsótti þau samt oftar en einu sinni síðar á ævinni, og þau tóku mér opnum örmum, næstum einsog ég væri son- ur þeirra. Og þau voru enn svo lík því sem ég mundi eftir þeim frá því ég var drengur, Björn með sínar óviðjafnanlegu sögur, Jórunn glað- leg, en þó með alvörugefni í svipnum sem benti á íhygli. Ég minnist þeirra beggja með þakklæti. Jón Oskar. INGUNN JONA INGIMUNDAR- DÓTTIR + Ingunn Jóna Ingimundar- dóttir fæddist Hala í Djúpár- hreppi 15. febrúar 1920. Hún lést 12. nóvember síðast- liðinn. Ingunn Jóna var dóttir hjón- anna Sigríðar Þórðardóttur, hús- móður, frá Hala og Ingimundar Jóns- sonar frá Holti í Stokkseyrar- hreppi, kennara og bónda í Hala og síðar kaupmanns í Keflavík. Þau hjón eignuðust 8 börn, en aðeins 3 dætur komust til full- orðinsára. Kristín, húsfreyja á Reynistað í Garði, gift Þor- steini Jóhannessyni, skipstjóra og útgerðarmanni frá Gauks- stöðum, sem lést 1995, og Ingi- björg, gift Jakobi Indriðasyni, kaupmanni í Keflavík, bæði látin. Ingunn giftist Wesley Warr- en Risner árið 1946. Börn þeirra eru Ingimundur Warr- en, Robert og Helen, öll búsett í Bandaríkjunum, og Eiríkur Wayne, sem lést árið 1968. Það versta við að eldast er að það deyja svo margir sem manni þykir vænt um. Þessi orð föður míns og sannleiksgildi þeirra koma æ oftar upp í huga mínum. Nú er hún Inga móðursystir mín farin yfir móðuna miklu, enn einn hlekk- urinn við æskuárin brostinn. Ég geymi í hugskoti mínu æskumynd af Ingu frænku í Ameríku sem gullfallegrar konu, geislandi af lífí og krafti. Hún var í barnshuga mínum yndisleg vera, sem bjó í landi allsnægtanna, átti glæsileg- an mann, falieg börn, fallegt hús í fallegum garði og forljótan en tryggan varðhund sem gætti fjöl- skyldunnar. Fjölskylduinyndirnar sem hún sendi til ömmu og afa voru hreinustu dýr- gripir í huga barnsins og ég þreyttist seint á að skoða þær. Hún sendi okkur systrun- um föt og jólapakka með alveg ótrúlegustu gjöfum og mér mun seint líða úr minni hvítbláa dúkkustellið með kínverska munstrinu, eða litla plastfjölskyldan sem átti kornabarn, varla stærra en iitliputti og við systurnar kölluð- um alltaf litlupínu. Eða hvíti kjóliinn með lillaða bekknum í pilsinu, sem ég klædd- ist þegar ég fór í Þjóðleikhúsið í fyrsta skipti og sá La Traviata, aðeins 8 ára gömul. Mér fannst ég vera nærri því jafn fín og hún Víoletta í óperunni og var frænku alveg óskaplega þakklát fyrir kjól- inn. Svona rifjast barnsminning- arnar upp og vitanlega eru þær allar sveipaðar ljóma sem ekki hverfur þótt aldur og þroski færist yfir. En á bak við þessa glansmynd æskuminninganna bjó raunveru- leikinn, þar sem Inga þurfti að takast á við lífið í ókunnu landi, aðiagast gjörólíku þjóðfélags- munstri og skapa sér líf langt frá æskustöðvum sínum og fjölskyldu. Útlendingur á í rauninni engan bakgrunn og þarf því að byrja frá grunni við að skipa sér fastan sess i nýju heimalandi. Inga giftist árið 1946 Wesley Warren Risner, ung- um Bandaríkjamanni sem þjónaði á Keflavíkurflugvelli og fluttist með honum vestur um haf, þar sem þau stofnuðu heimili sitt í Philadelphia, á austurströnd Bandaríkjanna. Heimurinn var stærri þá en nú, bréf voru í marga daga á leiðinni yfir hafið og það var ekki skroppið milli landa eins og nú er gert. En ástin og æskan geta sigrast á flestu og Inga sam- lagaðist nýja landinu og fólkinu með ágætum. Tengsl hennar við ísland rofnuðu þó aldrei og hún hélt alla tíð mikilli tryggð við fólk- ið sitt hér heima. Ferðalög urðu með árunum auðveldari og smám saman tíðari milli Suðurnesjanna og Philadelphia, það varð líka auð- veldara að hringja milli landa og bréfin bárust hraðar. Inga og Wes eignuðust fjögur börn, sem öll hafa komið til ís- lands og hafa einhver tengsl við ættingjana hér. Yngsti sonurinn, Eiríkur, kom hingað 13 ára gam- all og vildi ekki fara aftur, hann vildi vera Islendingur. Hann gekk í skóla í Keflavík, fermdist þar og lærði íslensku. En hann varð að sinna herskyldu og dreif sig út til að ljúka því, ætlaði síðan að koma aftur og verða bóndi á íslandi. Því miður auðnaðist honum það ekki, hann féll í Víetnam vorið 1968, aðeins 16 ára gamall. Það getur ekki hafa verið auðvelt fyrir móð- ur með ísienskt uppeldi að þurfa að horfa á eftir sonum sínum til Kóreu og Víetnam á árunum þeg- ar styijaldir geisuðu þar og mikið hefur móðurhjartanu blætt á þeim árum. Eftir að Wes lést var Inga í skjóli barna sinna. Þegar hún veiktist af krabbameini fyrr á þessu ári, þá afþakkaði hún iækn- ingu, vildí fá að kveðja lífið með þeirri reisn sem hún hafði lifað því, þótti kannski komið nóg. Og hún fékk ósk sína uppfyllta, því hún sofnaði heima, í faðmi bam- anna sinna, 12. nóvember sl. Seinni árin fylgdist ég með lífs- hlaupi Ingu gegnum mömmu, en mjög kært var miili systranna þriggja alla tíð og þær létu aldrei fjarlægðina skipta þar neinu máli. Astkær móðir mín, sem hefur misst svo mikið á síðustu misser- um, stendur sem klettur í sorginni og endurspeglar þá hetjulund sem þeim systrum var í blóð borin. Við sendum þér samúðarkveðjur að norðan, elsku mamma, og biðjum Guð að vaka yfir þér. Hinsta ósk Ingu var að ösku hennar yrði dreift yfir Atlantshafið, sem skilur ísland og Bandaríkin, þessi tvö ólíku hei- malönd hennar, sem hún unni svo heitt. Vertu sæl, elsku frænka mín, þakka þér fyrir allt. Megi minning þín lifa hrein og björt í hugum allra ástvinanna sem nú syrgja þig. Unnur Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.