Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBBR 1996 45
+ Helga Ágústs-
dóttir fæddist á
Osi á Borgarfirði
eystra 15. maí 1912.
Hún lést á Akureyri
28. nóvember síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Akureyrarkirkju 6.
desember.
Helga í Háteigi er
látin.
Þegar andlátsfregn
Helgu frænku barst
leituðu á hugann þær
góðu minningar sem
hún skilur eftir hjá okkur systkin-
unum frá Litla Garði. Frá fyrstu
tíð og allt fram á þennan dag hef-
ur verið mikil og góð samkennd
með fjölskyldum okkar, skyldleik-
inn og góð vinátta batt okkur sam-
an þegar í æsku og hefur það hald-
ist æ síðan.
Þegar Helga og Ágúst hófu bú-
skap á Þórshöfn á Langanesi voru
foreldrar okkar, Karl Ásgrímur
bróðir Helgu og Þórhalla þar einn-
ig en bæði voru þau fædd í Borgar-
firði eystri. Pabbi og Gústi unnu
hjá Kaupfélaginu og þar fæddumst
við flest systkinin og synir Helgu
og Gústa þeir Baldur, Vilhelm
Ágúst, Birgir og Skúli, en Eyjólfur
fæddist á Akureyri. Á Þórshafnar-
árunum var vinna oft stopul og
héldu fjölskyldur okkar úti nokkr-
um kindum og kúm til heimilis-
halds. Haustið 1946 taka báðar
fjölskyldurnar sig upp og flytja til
Ákureyrar. Farið var á þremur
pallbílum með „boddíi“ og öll bú-
slóðin tekin með. Karl og Þórhalla
settust að í Litla Garði og Helga
og Ágúst búa fyrst að Vökuvöllum
en síðar byggja þau upp Háteig.
Það þótti tryggara að hafa jarð-
næði og geta verið með smá bú-
+Þórey Jóninna Stefánsdótt-
ir fæddist á Brandsstöðum
í Reykhólasveit 25. nóvember
1916. Hún lést á heimili sínu í
Reykjavík 3. desember síðast-
liðinn og fór útför hennar fram
frá kapellu Fossvogskirkju 11.
desember.
Þórey ólst upp á Brandsstöðum
til 12 ára aldurs en flutti þá með
móðurfjölskyldu sinni að Múlakoti
í sömu sveit og síðar að Hallsteins-
stöðum í Gufudalssveit.
í æsku vann Þórey þau störf sem
til féllu í sveitum á þessum árum,
við heyskap, skepnuhirðingu og sjó-
sókn. Þetta var tími gerjandi breyt-
inga til sjávar og sveita hér á landi.
Hún kynntist hinni hefðbundnu arf-
leifð fornra samfélagashátta og þar
með þeirri mál- og siðmenningu sem
einkenndi þetta samfélag. Þórey
naut þeirrar gæfu að alast upp með
móður sinni og móðurforeldrum en
amma hennar Guðrún Snæbjöms-
dóttir var kunn sagnakona og kunni
mikið af fornum stemmum og ljóð-
um og kvæðum. Jón Leifs leitaði
meðal annars til hennar um fomar
stemmur og viðlög.
Snemma kom í Ijós nærfærni
Þóreyjar við skepnur, hún skildi og
mat nærveru húsdýra sem ýmsir
ágætir höfundar telja hveijum
manni til sálrænnar nauðsynjar.
Þegar hún eltist stundaði hún
tamningar og hafði mjög mikinn
áhuga á sauðfjár- og hrossarækt.
Geitfé var einnig henanr eftirlæti,
hún kunni vel að meta þær
skemmtilega gáfuðu skepnur. Við-
horf Þóreyjar til búsmalans og nán-
ari húsdýra, hunda og katta, lýsti
um leið hlýhug hennar til allrar lif-
andi skepnu. Þessi hlýhugur og
stofn til að auka tekj-
urnar og renna fleiri
stoðum undir fram-
færslu fjölskyldunnar.
Háteigur var reistur
af miklum myndar-
skap. Það var auðséð
að þar voru samhent
hjón sem vildu veg sinn
og sinna sem mestan.
Helga var glæsileg
kona eins og hún átti
kyn til. Hún unni fögr-
um hlutum sem valdir
voru af smekkvísi og
bar heimili og allt um-
hverfi þeirra ætíð
merki þess.
Þegar íjölskyldurnar hittust á
jólum og um áramótin var oft glatt
á hjalla, sungið og dansað í kring-
um jólatréð eða farið í leiki. í minn-
ingunni voru þetta ógleymanlegar
sfundir. Þegar svo mikill samgang-
ur var á milli heimila eins og hér,
hafa eflaust komið upp einhveijar
erjur þegar börnin voru mörg, full
af orku og með hugmyndaflugið í
lagi. En einhvern veginn virðist það
gleymt og hið skemmtilega og góða
situr eftir.
Það var gott að eiga heima í inn-
bænum, eða öllu heldur innan við
innbæinn, á þessum árum. Vissu-
lega gat verið langt í skólann svona
við og við þegar annað sótti á hug-
ann, en það var lítilfjörlegt miðað
við alla þá möguleika sem skógurinn
í Gróðrastöðinni, svellið á ánni og
skíðabrekkurnar við bæjardymar
gáfu okkur krökkunum.
Við áttum góða æsku og í minn-
ingunni voru þetta dýrlegir dagar.
Þegar Helga og Ágúst fluttu frá
Háteigi að Ránargötu 10 gaf það
auga leið að dagleg samskipti rofn-
uðu nokkuð og mikið vorkenndum
við strákunum að flytja alla leið
lengst niður á eyri.
velvilji til manna og dýra var auðr-
akinn til móður hennar, sem verður
öllum minnisstæð, sem henni
kynntust og má í því sambandi
vitna til eftirmæla um móður henn-
ar Sigríði Hjálmarsdóttur, sem eru
jafneftirminnileg og Sigríður, skrif-
uð af Játvarði Jökli Júlíussyni ná-
granna fjölskyldu Þóreyjar — birt
í Þjóðviljanum 19. október 1979.
Þórey giftist ung Þórði Andrés-
syni og bjuggu þau á Hjöllum í
Þorskafirði til 1947. Þau eignuðust
þijár dætur.
Árið 1950 gerðist Þórey ráðs-
kona á Sámsstöðum í Fljótshlíð hjá
Klemensi Kristjánssyni tilrauna-
stjóra. Þau giftust síðar og eignuð-
ust einn son. Sámsstaðir voru um
þetta leyti eitt merkasta tilraunabú
Að Helgu stóðu sterkir stofnar.
Faðir hennar var Vilhelm Ágúst
Ásgrímsson bóndi og hreppsnefnd-
armaður á Ásgrímsstöðum, sonur
Ásgríms Guðmundssonar bónda á
Grund í Borgarfirði eystri, afkom-
anda Hafnarbræðra, Guðmundar í
Klausturhólum austur og Jóns Ein-
arssonar forföður Reykjahlíðarætt-
ar yngri og konu hans Vilhelmínu
Þórðardóttur frá Sævarenda í Loð-
mundarfirði, dóttur Þórðar Jóns-
sonar af Pamfílsætt og Maríu Gutt-
ormsdóttur af Skúlaætt.
Móðir Helgu var Guðbjörg Alex-
andersdóttir, húsfreyja á Ásgríms-
stöðum, en fædd á Minna Mosfelli
í Grímsnesi, dóttir Alexanders Arn-
órssonar frá Minna Mosfelli afkom-
anda Laga-Nóra og Jóns Sturlu-
sonar hreppsstjóra á Apavatni í
Grímsnesi. Móðir hennar var Helga
Tómasdóttir frá Seli í Grímsnesi
afkomanda Bergsveins Þorkelsson-
ar í Gröf og Halldórs og Ingunnar
á Galtalæk.
Guðbjörg og Ágúst, foreldrar
Helgu, kynntust í Kennaraskólan-
um veturinn 1908-9 er þau voru
þar við nám. Þá var Guðbjörg flutt
til Reykjavíkur, nánar tiltekið á
Framnesveginn.
Helga Ágústsdóttir bar nafn
ömmu sinnar og var ætíð kært
með þeim nöfnum. Systkinin á
Ásgrímsstöðum nutu í uppvextin-
um veru foreldranna í Kennara-
skólanum og oft tók Guðbjörg
amma börn til lengri eða skemmri
dvalar til að kenna þeim vísdóm-
inn. Allt þetta kom fram í uppeldi
okkar frændsystkinanna, virðing
fyrir bókum og nauðsyn menntun-
ar. Helga var þar engin undan-
tekning, því þegar afmælis- og
jólagjafir voru gefnar, sem venja
var milli fjölskyldna okkar, voru
bækur ætið fyrsta val.
Við systkinin í Litla Garði kveðj-
um góða frænku sem ætíð lét okk-
ur fínna að við stæðum henni nær.
Ágústi, sonum þeirra og fjölskyld-
um þeirra vottum við djúpa samúð.
Megi guð blessa ykkur öll.
Systkinin frá Litla Garði.
landisns um margvíslega jarðyrkju
og kornrækt og þar kenndi natni
Þóreyjar og frumkvæðis. Hún átti
heiðurinn af því að hefja lúpínu-
rækt á Geitasandi og starfaði að
tilraunum Klemensar með lifandi
áhuga og einstökum dugnaði. Hún
var ekki síðri sem ræktunarkona
en tamningakona. Auk þess stóð
hún fyrir stóru heimili með miklum
myndarbrag á Sámsstöðum.
Eftir að Klemens Kristjánsson
lét af störfum sem tilraunastjóri á
Sámsstöðum, ræktuðu þau hjónin
upp nýbýlið Kornvelli vestán Hvols-
vallar. Þar tók gróður við sér og
naut hinna grænu handa þeirra
beggja og skepnurnar undu vel hag
sínum og kornræktin var stunduð
áfram. Klemens lést 9. maí 1977.
Það er þakkarvert að hafa
kynnst Þóreyju, hún var skemmti-
leg, húmorinn brást henni aldrei
og hún var fordildarlaus og heil-
lynd. Við þökkum vináttu hennar.
Siglaugur Brynleifsson.
+
Móðir mín,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR SÖRENSEN
hjúkrunarfræðingur,
lést á hjartadeild Borgarspítalans að morgni þriðjudagsins
10. desember.
Jórunn Sörensen.
Eiginmaður minn,
GUNNAR KRAGH
fyrrv. bifreiðastjóri,
Árskógum 8,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstu-
daginn 13. desember kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlín Gunnarsdóttir.
HELGA
ÁGÚSTSDÓTTIR
ÞOREY JONINNA
STEFÁNSDÓTTIR
+
Faðir okkar, sonur og bróðir,
ÁGÚST SIGURVIN EYJÓLFSSON
fró Hvammi
í Landsveit,
sem lést 7. desember sl. á sjúkrahúsi
í Stokkhólmi, verður jarðsunginn frá
Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn
14. desember kl. 14.00.
Guðrún S. Ágústsdóttir,
Krister Ágústsson,
Stefán Steinar Ágústsson
Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
+
Fósturfaðir minn,
NÍELS BJARNASON
frá Gervidal,
Markholti 20,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju
föstudaginn 13. desember kl. 14.00
Bjarni Jónsson
og aðstandendur.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLÍNA LILJA GUÐNADÓTTIR,
Austurbergi 36,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju föstu-
daginn 13. desember kl. 13.30
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim,
sem vildu minnast hennar, er bent á
Mæðrastyrksnefnd.
Steinunn A. Bjarnarson, Bjarni Njólsson,
Kristin Lilja, Berglind,
Baldvin, Njáll,
og langömmubörn.
+
Kær frændi og vinur,
EINAR KALMAN,
Nýja-Sjálandi,
lést á Kairangi sjúkrahúsinu, Nýja-Sjá-
landi, 23. maí 1996.
Einar var jarðsettur 27. maí sl. í Taita
Lawn kirkjugarðinum, rétt við sjóinn,
sem var hans líf og yndi.
Þar hvílir hann í ró og friði.
Fyrir hönd ættingja,
Áslaug G. Harðardóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HANNES PÁLSSON,
sem lést miðvikudaginn 4. desember,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
mánudaginn 16. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á líknarstofnanir.
Guðlaug Ágústa Hannesdóttir, Sigurður Jónsson,
Bragi Hannesson, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
John Benedikz
og barnabörn.
Elskuleg dóttir okkar, systir og
mágkona,
SVEINDÍS ÓSK
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Engihjalla 11,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á
morgun, föstudaginn 13. desember,
kl. 15.00.
Kristin Sveinsdóttir, Guðmundur Unnarsson,
Unnar Þór Guðmundsson, Bergiind Gísladóttir,
Brynjar Már Guðmundsson,
Kristján Geir Guðmundsson, Sólborg Þórisdóttir.