Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 50

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nýtt félagslegt íbúðakerfi Á UNDANFÖRNUM tveimur árum hefur félagslega íbúðakerfið verið til mikillar umræðu hjá hús- næðisnefnd Alþýðusambandsins. Eftir ítarlega umræðu kom nefndin niður á ákveðnar hugmyndir sem hún var sammála um. Þessar hugmyndir fólu í sér breytingar á nokkrum grundvallar- atriðum sem lögð hef- ur verið mikil áhersla á að væru til staðar í kerfinu. Það var engu að síður mat nefndar- innar að svo margt hefði breyst frá því að grunnurinn var lagður að núverandi kerfí að full ástæða væri til að breyta því í meginatr- iðum. Þó svo að nefndin hafí ekki lagt þessar nýju hugmyndir sínar fram fyrr en á Alþýðusambands- þingi nú í vor þá höfðu þær spurst og hafa víðar verið til umræðu. Skiptar skoðanir urðu um tillögurn- ar á þinginu og var málinu frestað og samþykkt að vinna málið frekar og skila tillögum fyrir næsta sam- bandsstjórnarfund ASÍ. Á sambandsstjórnarfundi nú í nóvember voru tillögurnar frá því í vor samþykktar lítt breyttar og að auki var samþykkt að lögð yrði veruleg áhersla á fjölgun félags- legra leiguíbúða. Forsendur úreltar Á undanförnum árum hafa for- sendur félagslega íbúðakerfísins breyst verulega og eru orðnar allt aðrar en áður. Verkamannabústað- ir, sem nú eru nefndir félagslegar eignaríbúðir, hafa á undanförnum áratug- um greitt úr húsnæðis- vanda _ mikils fjölda fólks. Áður var brýn- asta verkefni Bygging- arsjóðs verkamanna að leysa mikla húsnæði- seklu lágtekjufólks. Af þeim sökum lagði sjóð- urinn höfuðáherslu á lán til nýbygginga. Nú er húsnæðisekla ekki eins mikil og áður. Sums staðar standa félagslegar íbúðir auð- ar. Víða má rekja ástæðu þess til ofmats sveitarfélaganna á þörf fyrir félagslegar íbúðir. Þar af leiðir að nýbyggingar eru ekki lengur brýnasta viðfangsefni bygg- ingarsjóðsins heldur að leysa sér- tækan vanda efnalítilla einstakl- inga. Framboð á lánsfé hefur auk- ist verulega og vaxtabætur eru komnar ásamt húsaleigubótum. Tilkoma vaxtabóta og húsleigu- bóta eru ný atriði sem hafa bætt verulega stöðu fjölda fjölskyldna í almennum eignaríbúðum og á leigu- markaði. Þessi breyting gerir það að verkum að hjá mörgum fjölskyld- um sem eiga rétt á félagslegri eign- aríbúð er það svipaður ef ekki betri kostur að eiga almenna eignaríbúð og njóta vaxtabóta en að búa í fé- lagslegri eignaribúð. Á landsbyggð- inni þar sem markaðsverð er undir framreiknuðum byggingarkostnaði viðkomandi íbúða er hópurinn stærri sem kæmi betur út í almenna kerfínu. Samkvæmt athugun á veg- um Alþýðusambandsins eru það einkum tekjulágir einstæðir foreldr- ar sem fá betri kjör í félagslegum íbúðum en á almennum markaði. Kaupskylda sveitarfélaga á fé- lagslegum eignaríbúðum er víða ill- Félagslegum leiguíbúð- um þarf að fjölga, segir Guðmundur Gylfi Guðmundsson, í þágu hinna eigna- og tekju- minni. framkvæmanleg. Með kaupskyld- unni var á sínum tíma verið að koma í veg fyrir viðskipti með íbúð- ir á niðurgreiddum lánum auk þess sem verið var að tryggja að góðar íbúðir héldust inni í félags- lega kerfínu. Þá er mjög umhent að hafa fastar reiknireglur við mat á söluverðmæti íbúðanna því efnis- legar afskriftir og markaðsverð- mæti eru mjög breytileg á milli eigna. I þessu sambandi verður að benda á að umdeilanlegt er hvert réttmætt verðmat sé við eigenda- skipti enda er ágreiningur um þau mál ekki óalgengur. Úthlutun félagslegra íbúða hefur verið gagnrýnd út frá þeirri for- Guðmundur Gylfi Guðmundsson Hja okkur e Visa- og Euroraö- m samnmgar ávísun á staögreiöslu SímL 581-22 ( Valhúsqöqn Ármúla8-108Reykjavík sendu að þar ráði forsjárhyggja. Verið sé að skikka fólk í íbúðir í öðrum hverfum en það vill búa og í íbúðir sem henta því ekki af öðrum ástæðum. Auk þess séu félagslegu íbúðirnar í sérgreindum blokkum eða á sérgreindum svæðum og þá gjarnan í úthverfum þar sem aðrir aðilar hafa ekki viljað byggja. Þessi háttur leiðir af sér að umhverfi og félagslegar aðstæður verði ekki heppilegar. Með því að láta það í hendur viðkomandi fjölskyldu að finna sér sjálf þá íbúð sem hún óskar á almennum markaði, megi bæta þessa þætti. Tillögur um breytingar Hér á eftir er gerð grein fyrir þeim helstu atriðum sem Alþýðu- sambandið leggur áherslu á að verði meginstoðir í nýju félagslegu eign- aríbúðakerfi. Þtjú fyrstu atriðin eru nær óbreytt frá því sem nú er að því undanskildu að nú eru aðeins heimildir til hækkunar vaxta en ekki til lækkunar. • Lánin verði með jöfnum af- borgunum eða jafngreiðslu til allt að 43 ára. • Lánin verði að hámarki 90% af kaupverði. • Að vextir hækki og lækki eft- ir tekjum en verði að öðru leyti svipaðir og verið hefur. • Lántaki velji sér íbúð sem uppfyllir lágmarksskilyrði lánveit- anda um gæði íbúðar. • Ekki verði gert út um kaup nema lánveitandi samþykki veðhæfí. • Lántaki beri sömu ábyrgð og skyldur og sá sem er á almennum markaði. • Eins og lántaki velur sér íbúð velur hann sér kaupanda þegar hann selur fasteignina enda er ekki kaupskylda sveitarfélags. • Lántaki flytji lán sitt á aðra HVAÐ ER Hornitex? ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi fc>. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI553 8640 / 568 6100 viðurkennda íbúð eða greiði það upp við sölu fasteignar. Félagslegar leiguíbúðir Á undanförnum árum koma sí- fellt greinilegar í ljós þeir annmark- ar sem eru á félagslega eignar- íbúðakerfinu sem lausn fýrir þá tekju- og eignaminnstu í samfélag- inu. Félagslega íbúðakerfíð hefur ekki þær lausnir sem duga. Fjölda fólks tekst ekki að halda sínum félagslegu eignaríbúðum þrátt fyrir verulega hagstæð kjör og aðrir fá ekki félagslegar eignaríbúðir keypt- ar af íjárhagsástæðum. Þetta fólk hefur í fá hús að venda. Af þessum ástæðum leggur Al- þýðusambandið til að félagslegum leiguíbúðum verði fjölgað verulega til ráðstöfunar fyrir þá eigna- og tekjuminnstu. Þá verða allir lands- menn að eiga kost á húsaleigubót- um án tillits til þess hver eigi leigu- íbúðina. Með þessum hætti verður hægt að aðstoða þá sem fá ekki inni í félagslegum eignaríbúðum vegna lágra tekna og lítilla eigna. Fyrir þá er leiguíbúð á viðráðanlegum kjörum eina lausnin. Sá vandi sem er víða vegna ónot- aðra félagslegra eignaríbúða ætti að minnka með því að breyta við- komandi íbúðum í félagslegar leigu- íbúðir til þeirra sem þess þurfa. Þeim íbúðum sem koma til inn- lausnar verði breytt í félagslegar leiguíbúðir. Lokaorð Að undanförnu hafa ofannefndar hugmyndir sem eru ættaðar úr húsnæðisnefnd Alþýðusambandsins verið til umræðu hjá nefnd sem er að skoða félagslega íbúðakerfið. Þá hafa sveitarstjórnarmenn rætt þessar tillögur allítarlega en þá út frá öðrum forsendum en Alþýðu- sambandið. Sveitarstjórnarmenn hafa áhyggjur af skuldbindingum sveitarfélaganna og kostnaði sem á þau falla. Aftur á móti hefur um- ræðan innan Alþýðusambandsins einkum snúið að hagsmunum fólks- ins sem býr í félagslegum eignar- íbúðum. Hér er nokkur munur á, en ef lausnin á vanda félagslegra eignaríbúða er sameiginleg fyrir íbúana/eigendurna, sveitarfélög, Byggingarsjóð verkamanna og þar með ríki, hljóta að vera góðar for- sendur til sameiginlegra ákvarðana. Höfundur er hagfræðingur ASI. kuidajakkí 8.980- \ vatnsheldur moð útondun íít,. - : ■■ óbrjótanlegír hitabrúsar 2.900 bakbokar frá 2.200- Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200 SEXTAN SANNI Líf fyrir líf - Spilað um líf og dauða í Las Vegas - Dauði ráðherra Taugastríð tveggja sterkra kvenna - Týndi mormóninn - Morð illskeytti Bundy - Höfuðlausa eiginkonan - Það hefur orðið slj - Forarpyttssamsærið - Dauðinn og megrunarlæknirinn - Rot Meðal frásagnanna er frægasta sakamál í Bretlandi - mál auð MichaelsTelling, frásögn af nöturlegum örlögum læknisins Herr Tarnower, höfundar Scarsdale megrunarkúranna, þáttur um h ísraelsmanna fyrir morðin í ólympíuþorpinu í Míinchen og um sérstæðasta sakamál seinni tíma er ástsjúk kona rændi mormónapresti. og nauðgaði honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.