Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 54

Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 54
- 54 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kvótabraskinu verður að linna I UMRÆÐUM um sjávarútvegsmál und- anfarin ár hefur gætt æ meiri óánægju með óheft framsal afla- heimilda, eða þann hluta þess sem í dag- Viiegu tali nefnist kvótabrask. Þessi mikla óánægja er ekki síst meðal sjó- manna og hefur m.a. leitt til tveggja alls- heijarverkfalla þeirra með stuttu millibili. Þegar lögin um stjórn fiskveiða voru sett var framsal afla- heimilda fyrst og fremst hugsað til hagræðingar, svo sem til skipta á veiðiheimildum og færslu heimilda milli skipa í eigu sömu útgerðar. Þær fjöl- breyttu aðferðir til að versla með ^ vóveiddan fiskinn í sjónum sem ■þróast hafa í kerfinu voru alls ekki inni í myndinni. Lögin urðu Feinfaldlega of götótt, þannig að kvótaeigendum tókst að finna ■ ýmsar leiðir til að gera veiðiheim- ildirnar að verslunarvöru. Miklar færslur aflaheimilda Flutningur aflaheimilda er ótrúlega mikill. Á síðasta fisk- veiðiári voru 335.792 lestir fluttar •^milli aðila, þar af 52.168 lestir N af þorski. Það er athyglisvert að flutningur þorskveiðiheimilda var 43% meiri en árið áður, en færsl- ur loðnu- og síldveiði- heimilda minnkuðu nokkuð milli ára. Umreiknað í þorskí- gildi voru færslur á síðasta fiskveiðiári rúmlega 204 þúsund lestir. Verulegur hluti þessara færslna eru skipti á fisktegundum og færslur milli skipa í eigu sömu útgerðar, en samt er ljóst að gríðarlegar upphæðir hafa verið greiddar fyrir leigu og sölu á kvóta - og það svo milljörðum skiptir. Kvóti gengur í arf Ég lít svo á að þessi mikla versl- un með óveiddan fiskinn í sjónum samrýmist illa 1. grein laga um stjóm fiskveiða, en þar segir að auðlindir hafsins séu sameign þjóð- arinnar. Til að bæta gráu ofan á svart hefur það svo verið úrskurðað að greiða beri erfðafjárskatt af fiskikvóta, eða m.ö.o. að kvóti skuli ganga í arf. Það er trú mín að þetta kerfi hljóti að láta undan. Þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt ástand með öllum þeim aðferðum sem menn hafa þróað til að braska með fískinn í sjónum, sem er svo kórón- að með því að veiðiheimildimar, sem vora afhentar útgerðinni án endurgjalds, skuli vera verslunar- vara og síðan ganga í arf. Gríðarlegar upphæðir, segir Guðjón Guð- mundsson, hafa verið greiddar fyrir leigu og sölu á kvóta. Himnasending 1. september sl. var línutvöföld- un aflögð og steinbítur settur í kvóta. Við þessa breytingu fengu ýmsir góðan glaðning. Þannig eru dæmi um fyrrverandi útgerðar- menn sem höfðu selt allar sínar aflaheimildir en ekki tekist að selja bátinn sinn, þeir fengu himnasend- ingu - kvóta upp á tugi milljóna króna til að versla með, þótt þeir hefðu ekki gert út í langan tíma. Svona dæmi og fjölmörg önnur særa réttlætiskennd fólks og eru með öllu óverjandi. Frumvarp um breytingar Nú í haust lögðum við Guðmund- ur Hallvarðsson fram á Alþingi fmmvarp til breytinga á lögum um stjóm fískveiða. Fmmvarpið gerir ráð fyrir þeirri gmndvallarbreytingu á framsali aflamarks milli skipa að eingöngu verði leyfð jöfn skipti á tegundum, eða m.ö.o. að bannað verði að fénýta kvótann með leigu eða sölu. Þeir sem ekki ná að veiða kvótann sinn skili því sem eftir stendur til Fiskistofu sem úthlutar því til skipa í eigu útgerða sem óska eftir viðbótarheimildum. Guðjón Guðmundsson. Skilningur Sighvats Forysta LÍÚ hefur lagst mjög gegn breytingum á framsali afla- heimilda og flestir kannast við fullyrðinguna um að fijálsa fram- salið sé undirstaða kvótakerfisins, án þess sé kerfið einskis virði. Það var því athyglisvert að hlusta á Sighvat Bjarnason stórút- gerðarmann í Vestmannaeyjum í útvarpinu 27. nóvember, en þar taldi hann vel koma til greina að fórna fijálsa framsalinu og hætta öllum peningaviðskiptum með aflaheimildir til að komast út úr umræðunni um kvótakerfið. Hann taldi að þessi breyting gæti dregið úr hagræðingu til styttri tíma en yrði jákvæð til lengri tíma litið og gæti orðið til mikillar hagræðing- ar. Svipuð sjónarmið hef ég heyrt í samtölum mínum við ýmsa út- gerðarmenn, þ.e. að banna að fé- nýta kvótann, en heimila skipti á fisktegundum. Sirkus Framsóknar Fyrir flokksþing Framsóknar- flokksins í nóvember létu ýmsir flokksmenn í það skína að þar yrði tekið á sjávarútvegsmálum þannig að eftir yrði tekið. Margir virtust trúa þessu og biðu spennt- ir eftir setningarræðu Halldórs Ásgrímssonar. Og ekki vantaði það að hann eyddi talsverðum hluta ræðu sinnar í sjávarútvegs- málin. En hver var niðurstaðan? Jú, fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Einhver óljós skilaboð um að greiðslur fyrir aflaheimildir væru of háar, en skýrt tekið fram að ekki mætti banna þessi við- skipti með veiðiheimildir, það væri sko skref afturábak. Greinilegt var að margir flokks- menn urðu fyrir vonbrigðum með boðskap formannsins og viðbrögð flokksþingsins voru þau, sam- kvæmt fréttum, að nokkrir fundarmenn geystust í ræðustól og helltu fúkyrðum yfir Sjálfstæð- isflokkinn og stefnu hans í sjávar- útvegsmálum. Lokaatriði þessa sirkuss var svo flutt af ágætum þingmanni Framsóknar af Reykja- nesi sem kom í viðtal á Stöð 2 að loknu flokksþingi og sagði frá því mjög ábúðarfullur að sjávarút- vegsmál hefðu verið rædd í 7 klukkutíma á þinginu, það væri nú meira en aðrir flokkar gætu státað af. Ég er nú svo gamaldags að mér finnst niðurstaða máls skipta meira máli en lengd ræðutíma og niðurstaða flokksþings Framsókn- ar í sjávarútvegsmálum var jú PASS þrátt fyrir 7 tíma umræður. Það er annars með ólíkindum að fjöldi fólks virtist trúa því að formaður Framsóknarflokksins myndi leggja til róttækar breyt- ingar á sjávarútvegsstefnunni. Hann er jú guðfaðir þess kerfis sem við búum við og hefur alltaf varið það af mikilli hörku. Þess vegna kom það mér ekki á óvart að hann skyldi sérstaklega geta þess í ræðu sinni að ekki mætti banna viðskipti með veiðiheimildir. Róttækar breytingar Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti að sjávarútvegs- stefnan skuli vera í stöðugri endur- skoðun. Frumvarp okkar Guð- mundar Hallvarðssonar er liður í þeirri endurskoðun. Það gerir ráð fyrir mjög róttækum breytingum á framsali aflaheimilda. Eflaust eru ýmsir því mótfallnir að ganga svo langt sem fmmvarpið gerir ráð fyrir, en ég tel að kvótabraskið sé komið svo gjörsamlega úr böndun- um að það dugi engin vettlingatök til að stöðva það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. _ Verðu hálendí Islands, þjóð mín Egill Egilsson SÓKN annarra ^þjóða eftir íslenskri orku mætti vera jafn- ari. Annað hvert vatt í landinu hefur lengi verið selt erlendu risa- fyrirtæki og ekkert um það að segja til né frá. Búrfellsvirkj- un var nauðsyn, um- hverfisspjöll ekki veruleg, miðað við það sem verið er að velta vöngum yfir nú. Fleira gott hefur sennilega fylgt þeirri framkvæmd en vont. Hagkreppa und- anfarinna ára hefur ^dregið úr eftirspurn eftir orku. En nú er stund alvörunnar að nálgast. Því fylgja kostir og gallar. Kostur er auðsær: Efnahagsblómi ef rétt er á málum haldið. Gallar felast í röngum ákvörðunum sem við kunn- um að taka sjálf, og eru í stuttu máli þeir að við göngum of langt í sölu landsins, látum verða óbætan- legar skemmdir á perlum hálendis- ins. Land, þjóð og tunga er þrenning. Spilling eins þáttar hennar er spilling annarra. Stórtækustu virkjanaáætl- . anir sem verið er að skipuleggja á hálendinu jafngilda því að verið sé að lögleiða í íslensku þjóðlífi enska tungu einn dag í viku af hagkvæmn- iástæðum, svo að jafnað sé til tung- unnar í þeirri þrenningu. Þessa yfír- lýsingu er ekki hægt að rökstyðja, en ég veit að ég á mörg skoðana- systkin sem telja hana hvorki öfga >né ýkjur. Skyndileg eftirspurn eftir orkunni stafar af lokum hag- kreppunnar, og af því einnig að málmar, orkuf- rekir til framleiðslu, ál- blöndur o.fl. eru æ meir notaðar, t.d. í bíla- og flugiðnaði. Aukinn ótti við gróðurhúsahrif og kjarnorku, t.d. Tsjerno- bylslysið eitt sér, verða til að ákaft er leitað eftir umhverfisvænni fram- leiðslu og endurnýjan- legri orku, en það eru eiginleikar sem t.d. Landsvirkjun hefur yndi af að draga fram við ís- lenska raforkufram- leiðslu. Ætla má að þessi nýja alda eftirspurnar vari lengi. Álið er komið til að vera. Vaxandi eftirsókn verður í orkuframleiðslu án umhverfisáhrifa uns nýjar orku- lindir kunna að fínnast langt frammi á næstu öld. En virkjanaáætlanirnar eru sumar hveijar svo vænar umhverfinu, að kæmu þær til framkvæmda, yrði mörgum fegurstu perlum hálendis- ins fórnað. Þeim, sem ég hef skipst á skoðunum við á stóru orkustofnun- unum, virðist ekki ljós sú staðreynd að vatn safnast fyrir í kvosum en ekki uppi á hæðum. Óbætanlegum parti af gróðurlendi háiendisins yrði sökkt undir jökulvatn. Þeim yrði fórnað endanlega, því að áttuðum við okkur á ný og hleyptum vatni af, stæði eftir botn þakinn jökulleir, ágætt hráefni til foks, og erfiðara viðfangs til uppgræðslu, en há- hryggur Kjalar. Imynd landsins sem ferðamannalands yrði breytt að ei- lífu. Hér fara saman skoðanir þeirra Land, þjóð og tunga er þrenning, segir Egill Egilsson. Spilling eins þáttar hennar er spilling annarra. Stórtækustu virkjanaáætlanir sem verið er að skipuleggja á hálendinu jafngilda því að verið sé að lög- leiða í íslensku þjóðlífi enska tungu einn dag í viku af hagkvæmni- ástæðum. sem hugsa um umhverfið og þeirra sem vilja nýta það til viðurværis: Yrði hugsjón ráðamanna í orkustofn- ununum framkvæmd eyðileggur það tök okkar á blómlegum ferðamanna- iðnaði, sem vex nú ár frá ári. Allir þeir sem þekkja hugsun sæmilega menntaðra Evrópubúa vita, að ekki hugnast þeim sú heildarsýn hálend- isins sem eftir yrði, ef við fram- kvæmum stærstu áætlanirnar. Auk þess stefnir í að afrakstur ferða- mennskunnar verði margfaldur og gjöfulli á atvinnu en tölvustýrðir hverflar Landsvirkjunar. Rökum gegn ferðamennsku í þá veru að hún eyðileggj umhverfið vísa ég frá með því sem margheyrst hefur í íjölmiðl- um, að sáralitlu hefur verið varið til að hlífa gegn ágangi ferðamenns- kunnar og stýra henni þar sem álag er. Mér kæmi ekki á óvart að það sem hefur verið varið til þess arna sé prósent að öllum kostnaði til virkj- ana Landvirkjunar. Ég mætti eitt sinn í Ódáðahrauni tveim hollenskum heiðurskonum ný- komnum af Gæsavatnaleið. Þær höfðu fest bílinn í sandi og skipst á að moka hann lausan með plastmat- skeið á átta klukkutímum, án sýnar til nokkurrar lífshræringar eða von- ar um að nokkur æki fram á þær fyrr en e.t.v. að dægrum liðnum. Þær voru eftir þetta í annarlegu ástandi, en þó miklu nær himninum en glæðum vítis. Algild náttúran hafði skarað niður til botnsins í til- finningalífi þeirra. Svona fólk er og verður kjarni ferðamennskunnar, en ekki bullur af Anfield Road eða fastagestir Euro-Disney. Svona fólk kemur ekki hingað, verði hálendinu, breytt í sáld dauðahvítra lóna með breytilegt yfir- borð og svart íjöruborð í kring hækkað og lækkað af tölvustýrðum yfirföllum, Jökulsárgljúfur og Hafrahvammagljúfur hálfþurr, en bergstál fossanna skreytt tívolíbun- um í stað þess að vera bakhjarl hrap- andi vatnsfleka. Ég bið ekki um að virkjun vatns- afls sé hætt, heldur um hófsemi og skynsemi. Fréttir undanfarinna missera vekja með mér ugg. Þótt aðeins hluti þeirra kauptilboða sem eru á döfinni yrði framkvæmdur, yrði óbætanlegt tjón á hálendinu ef „hagkvæmustu" virkjunarkostir yrðu valdir til fullnægingar orku- þörfinni. Lokaorð Ég skrifa þetta ekki til að lenda í deilum við þáverandi forstjóra Orkustofnunar líkt og í fyrra, tel tímasóun að skiptast á við hann og hans líka skoðunum eftir að hann tók fyrir huglæg matsatriði mín, sem menn hljóta að verða ósammála um, setti fram sína skoðun sem hlutlæg sannindi, en mikil frávik mín frá þeim væru ómálefnalegheit vegna fáfræði og fordóma. Ég rita þessa grein sannfærður um fjölda skoðanabræðra. Ég hrópa eftir því að nú beri okkur, - að stofna samtök gegn vá megavatta- hyggjunnar. Slík samtök þurfa að eiga frá upphafi kjarna í meginþétt- býli landsins, og líka í landshlutun- um sem eru í mestri hættu, sem eru Þingeyjar- og Múlasýslur. En hver sýsla landsins er mikils virði. Án verulegs fylgis bænda og annarra á þeim slóðum eru svona samtök Iítil- væg. Án fylgis mennta- og lista- manna, og alþýðu í Reykjavík og öðrum þéttbýlissvæðum er eins ástatt um þau. Við sem finnum þetta brenna á okkur þurfum að koma saman hvert á sínu svæði, taka sam- an höndum yfir það hálendi sem við ætlum að veija, og þreifa okkur áfram um það hvernig við getum vakið það almenningsálit sem blund- ar, að við verðum styrkur hinum varfærnari meðal ráðamanna er hafa yfir þessu að segja, og þrýstum á hina óvarkárari, svo að þeir leiðist ekki út í ákvarðanir sem valda tjóni. Óheillagangan er þegar hafin. Al- þingi og umhverfisráðherra hafa ákveðið að farga Eyjabökkum og Köldukvíslarbotnum á altari skamm- sýninnar. Lesa má um aðfarir um- hverfisráðerra við það í Mbl. 5.12. sl. í grein eftir Jóhann Þórsson, þar sem haldið er fram að ráðherra hafi brotið gegn þeim lögum sem honum er ætlað að fara eftir. Eitthvert stærsta og stórfenglegasta högg- myndasafn heimsins, Krepputunga, 400 ferkílómetra svæði á milli Kreppu og Jökulsár á Fjöllum höggvið af hinum hæsta höfuðsmið með meitli jökulhlaupanna úr Kverk- íjöllum er óþekkt eðal sjálfra okkar. Það er mest sótt af útlendingum. Hluti þessa svæðis er á teikniborðum megavattahyggjunnar, merkt: Miðl- unarlón (sic). Verður því fórnað næst, eða verður skammvinnt verð- fall áls til að gefa því frest enn um sinn? Næstu ár eru stund örlaganna. Sameinumst gegn sölu lands fyrir skammtímahagsmuni. Höfundur er eðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.