Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 55

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 55 1300 cc vél, styrktarbitar i hliðarhurðum, höfuðpúðar / fram- og aftursætum, barnalæsingar. AÐSENPAR GREINAR Gott kílóverð ájólabókum nt erum Bókin tapar mest Eðlilegt er að forsvarsmenn stór- markaða vilji selja jólabækur með af- slætti til að laða fólk inn í búðimar. En þegar til lengdar lætur tapa flestir á þessu fyrirkomulagi. Með þessu framhaldi stefnir í fækkun bókabúða, sérstaklega þeirra minnstu. Óæskileg- ust er þróunin fyrir bókaútgáfu og bókalestur. Ef bækur fara fyrst og fremst að vera ódýr jólagjafavara til að lokka fólk inn í stórmarkaði, þá verða færri bækur skrifaðar, færri bækur gefnar út og færri bækur lesn- ar. Bókin tapar. Neyslustýring stór- markaðanna er óháð innihaldi bókar- innar. Stórmarkaðimir kaupa stórt upplag af örfáum „metsölubókum" til að geta selt þær með meiri afslætti en aðrar. Bónus býður að venju lægsta verðið fyrir þessi jól, en hefur til sölu minna en 20% af bókunum sem út koma. Hvers eiga hinar bækumar að gjalda? Eftir hverju fer Bónus við val á því hvaða bækur eiga að lifa og hveijar að deyja? Rithöfundar tapa. Bækur þeirra keppa ekki um hylli neytenda Vaskurinn aðeins 660.000 kr. Fjölskyldubfílinn aðeins 795.000 kr. 1946-1996 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Þýsk gæði - frábært verð Opið laugardaga kl. 12 -16. •* Skoda Felícia ÞEIR sem kaupa „vin- sælustu" jólabækumar á niðursettu verði í stór- mörkuðum í desember spara lítið sem ekkert þegar til lengdar lætur. Sá er munurinn á stór- mörkuðum og bókabúð- um að stórmarkaðimir selja bækur í einn mánuð en bókabúðir allt árið. Til að bókabúðin geti boðið þjónustu allt árið þarf hún að fá einhveija lágmarks veltu til að standa undir kostnaði. Þegar stór- markaðimir hirða stóran hluta jólabókasölunnar af bókabúðunum, þá hafa þær minni veitu og minni hagnað. Þær verða að ná því upp með hærri álagningu. Við- skiptavinurinn græðir ekki á því að fá 30% afslátt af jólabók í stóimark- aði. Næst þegar hann fer í bókabúð til að kaupa tímarit, myndaramma, bók mánaðarins, bamabók, gjafabók, Neyslustýríng stór- markaðanna, segir Ólafur Hauksson, er óháð innihaldi bókarinnar. ritföng eða annað það sem fæst í bóka- verslunum alla 12 mánuði ársins, þá endurgreiðir hann afsláttinn að hluta. Bókabúðin bætir sér tapaða jólabóka- sölu með hærri álagningu. Eftir nokkr- ar ferðir í bókabúðina er gróðinn af stórmarkaðsbókunum horfínn. Hvað er fólk þá að vilja í bókabúð ef það getur fengið ódýrar bækur í stórmark- aði í desember? Ástæðan er einfaldlega sú að fólk nýtir þjónustu bókabúða allan ársins hring. Það sem bókabúðir hafa umfram desembertilboð stór- markaðanna er mikið úrval, bækur lið- inna ára, viðhafnarútgáfur, tímarit, erlendar bækur, pöntunar- og skila- þjónusta, fagleg þekking og fleira í þeim dúr. á eigin verðleikum, held- ur með verðlagsstýr- ingu. Innihald bókanna víkur fyrir metsölulist- um (sem framanaf byggjast á sölu fárra bóka) og magninnkaup- um. Metsöluhöfundamir fá þar að auki skertan hlut, þar sem ritlaun þeirra em hluti af út- söluverði bókarinnar. Bókaútgefendur tapa. Stórmarkaðimir taka aðeins hluta bókanna í sölu og borga minna fyrir bækumar en bóka- búðimar. Þeir njörva bókaútgáfuna enn frekar við desember og draga þannig úr möguleikum á útgáfu bóka aðra mánuði ársins. Neytandinn tapar. Bókaúrvalið er lélegra í stórmörkuðum en bókabúð- um. Þjónustan er íftíl. Lítið svigrúm ertil að skila og skipta í stórmörkuðun- um. Þeir stunda það óspart að benda fólki á að fá bókum skipt í bókabúð- um. Bókum er hampað í stórmörkuð- um eftir því hversu gott „kílóverðið" er frá útgefandanum. Lækkað verð á jólabókum í stórmörkuðum leiðir bara til hærra verðs í bókabúðum hina mánuði ársins. Samstaða er besta vömin Furðulegt er hvemig bóksalar og bókaútgefendur hafa leyft þessa þró- un. Ef einhver vottur væri til af sam- stöðu meðal þeirra hefði vegur bókar- innar ekki hnignað með þessum hætti. Bókaútgefendur og bóksalar eru þeir einu sem geta snúið þessu við. Utgef- endur geta sett heilsársviðskipti með allar bækur sem skilyrði fyrir viðskipt- um. Bóksalar geta hætt að hjálpa stór- mörkuðum með því að taka ekki þátt í því að búa til metsölulista. Þeir listar eru gmndvöllur þess að stórmarkað- imir geti tekið þátt í jólabókasölunni með „metsölubækur“ á lágu kílóverði. Höfundur er blaðamaður og starfar við almannatengsl. Ólafur Hauksson Tilvalinn i vsk.-útfærslu. Ódýr og góður fjölskyldubfíl. Persía Gjafakort frd Persíu eru tilvalin jólagjöf Ævintýralega góð verð á austurlenskum teppum. Mikið úrval af vélofnum mottum í öllum stærðum. Sérverslun með stök teppi og mottur - Suðurlandsbraut 46 - Sími: 568 6999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.