Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 69
________BREF TIL BLAÐSIIMS___
Opið bréf til Svanfríðar
Jónasdóttur alþingismanns
Frá Jóni Þór Helgasyni og
Guðmundi Ómari Helgasyni:
VIÐ teljum okkur tilneydda til að
svara ummælum þínum í garð
bænda. í hádegisfréttum í ríkisút-
varpinu 4. desember léstu í veðri
vaka að það væru 2.636 bændur í
landinu sem fengju svokallaðar
„beingreiðslur“ fyrir að gera ekki
neitt. Það er skrítið að þú sem átt
að heita menntuð manneskja, skulir
ekki leita að ástæðum, áður en þú
myndar þér skoðanir. Okkur langar
að vita hvað þú átt við þegar þú
segir að bændur séu ekki ein stétt?
Við ætlumst til að þú gerir frekari
grein fyrir þessum yfirlýsingum. I
þessari grein ætlum við í stuttu
máli að fræða þig um tilurð „bein-
greiðslnanna".
Eins og þú veist, þá voru laun
einu sinni miðuð við framfærsluvísi-
töluna, þannig þegar mjólkin hækk-
aði vegna sífeldra gengisfellinga,
sem var leið stjórnmálamanna til að
bjarga sjávarútveginum, þurfti þá
að hækka launinn hjá launþegum.
Þetta kallaði þá aftur á gengisfell-
ingu, vegna hækkandi launakostn-
aðar sjávarútvegsins. En leið stjórn-
málamanna út úr þessu var að niður-
greiða þær landbúnaðarvörur sem
þyngst vógu í framfærsluvísitölunni,
þ.e. kindakjöt og mjólk. Þannig
héldu þeir laununum niðri. Eins og
allir vita var þetta ekki nóg, gengið
var fellt aftur og aftur fram til tí-
unda áratugarins, alltaf til þess að
bjarga sjávarútveginum. Þetta varð
til þess að greiðslurnar til að lækka
verður mjólk og kindakjöts til neyt-
enda jukust alltaf.
Fram til ársins 1992 var formið
á þessum greiðslum þannig að
bændur fengju greitt fyrir vöru sína
frá mjólkurbúum en ríkið greiddi
síðan niður þann hluta vinnslu-
kostnaðarins sem bændur greiddu
ekki. Þetta kerfi var óhagkvæmt,
því að hagræðing í afurðastöðvun-
um var engin. Þær voru litlar og
dreifðar um allt land.
Núna koma þessar greiðslur
beint til mjólkurframleiðenda eftir
nýttum framleiðslurétti hvers
bónda. Þeir bændur sem nýta ekki
framleiðsluréttinn fá engar greiðsl-
ur frá ríkinu. í dag er það þannig
að bændur fá afurðir sínar greiddar
að 47% sem beingreiðslur, en 53%
frá afurðastöðvum. Bóndinn fær
54,76 krónur fyrir mjólkurlítrann.
í raun kaupa afurðastöðvarnar
framleiðslu bænda á lægra verði,
en í staðinn bera þær allan kostnað
af vinnslu.
Framleiðslukostnaður á hvern
framleiddan lítra er ca. 33-35 krón-
ur. Þetta þýðir að bóndinn hefur
20-22 krónur fyrir lítrann. Þeir
peningar eru síðan laun búaliðsins
og auk þess sá peningur sem bónd-
inn þarf að nota til að kaupa vélar
og bæta húsakost. Meðalbúið á ís-
landi er með 80 þúsund lítra fram-
leiðslurétt og við það bú er miðað
við 2,5 ársverk og er vinnuvikan
alltaf 7 dagar. Reiknaðu launinn,
Svanfríður. Þá skilurðu væntanlega
að það bregður einn sunnlenskur
kúabóndi búi að meðaltali á mán-
uði, og þannig hefur þáð verið síð-
ustu 10 árin.
Einu styrkirnir sem bændur eiga
rétt á skv. lögum, eru jarðarbóta-
styrkir en ríkið hefur svikist um
að borga þá í 5 ár. En það er ann-
að en bændur í Evrópu. Vissirðu,
Svanfríður, að á Spáni eru 60%
bænda með færri en 10 kýr? Meðal-
búið á íslandi er með 20-22 kýr.
Þar eru niðurgreiðslur til bænda svo
sannarlega lægri en á íslandi, en í
staðinn eru aðföng niðurgreidd og
síðan fá þeir styrk vegna fjarlægðar
frá markaði. Hversu miklu af fram-
leiðslu bænda í Evrópu er hent á
hveiju ári, framleiðslu sem ESB er
búið að ábyrgjast niðurgreiðslu á
en má ekki fara á markaðinn vegna
þess að þá fellur verðið til bænda?
Hversu mörg fjós í Þýskalandi,
Frakklandi og jafnvel í Danmörku
fengju starfsleyfi, ef þessi lönd
fylgdu sömu heilbrigðiskröfum og
eru hér á íslandi? Mjög fá. Kröfur
okkar eru margfalt meiri. En því
miður hafa Þjóðvaki og Alþýðu-
flokkurinn alveg gleymt að minnast
á þetta þegar þeir tala um miklar
„niðurgreiðslur" og óhagræði í
landbúnaði á íslandi.
Afurðaverð bænda hefur lítið
sem ekkert hækkað síðustu 5 árin.
Núna er staðan þannig að það vant-
ar 10 krónur á afurðaverðið til að
laun bænda væru jafn há og 1992.
En það kemur á móti að núna eru
störfin orðin vélrænni og léttari,
þannig að launakostnaður hefur
lækkað en það er samt ekki nóg
til að vinna upp launamissinn.
Kæra Svanfríður, af þessu máttu
sjá að gagnrýni þín á landbúnað
er byggð á mikilli vanþekkingu.
Niðurgreiðslur til bænda eru komn-
ar til vegna þess að í meira en tvo
áratugi þurfti ekki að hagræða í
sjávarútvegi, heldur fóru sægreif-
arnir i stjórnarráðið og báðu um
niðurgreiðslu í formi gengisfelling-
ar, en um þær niðurgreiðslur talar
enginn.
Að lokum viljum við hvetja þig
til að afia þér betri upplýsinga um
landbúnað.
JÓN ÞÓR HELGASON,
GUÐMUNDUR ÓMAR.HELGASON,
Lambhaga á Rangárvöllum.
Aburður úr Gufunesi -
sóun eða sjálfbæri?
Frá Bjarna Guðmundssyni:
ÞAÐ er fátt jólalegt við áburð. Á
þessari jólaföstu hafa þó málefni
Áburðarverksmiðjunnar hf. komið
til umræðu. Eigendurnir hyggjast
selja hana. Óvissa ríkir um frekara
framhald áburðarframleiðslu hér í
landi. Vera má að einhver sjái pen-
inga í fyrirtækinu og haldi fram-
leiðslunni áfram. Sé svo þarf þessi
grein ekki að verða lengri.
Hins vegar óttast ég að með
þeirri einföldu hagfræði, sem nú
stýrir athöfnum samfélaganna, sé
takmörkuð von um að vandalausir
aðilar sjái hag í framleiðslu fáeinna
poka af köfnunarefnisáburði uppi á
Islandi með „gamaldags" aðferð.
Ég kem betur að henni en gætum
að öðru.
Frá Sveini Björnssyni:
UNDIRSTÖÐUATRIÐI í umferðar-
skipulagi er notkun stefnuljósa. Sé
þetta atriði virt að vettugi, er ekki
við því að búast, að aðrar umferðar-
reglur séu í heiðri hafðar. Af ein-
hveijum ástæðum; kæruleysi,
hroka, skorti á sjálfsaga, heimsku
eða öllu þessu virðist meirihluti ís-
lenskra ökumanna ekki vita til
hvers stefnuljós eru á farartækjum
eða hvenær og hvernig þau skulu
notuð.
Vægt til orða tekið er þetta blett-
ur á þjóð okkar. Undirritaður hefur
ekið víða um lönd, en hvergi upplif-
að þá reynslu af fáfræði og sofanda-
Um þessar mundir er títt efnt til
málþinga um sjálfbæri og aðra
umhverfishyggju. Ráðamenn ferð-
ast líka víða um heim til undirritun-
ar ýmissa yfirlýsinga og sáttmála
um betri hegðan þjóðanna gagnvart
umhverfinu. Allt eru þetta mikilvæg
mál og þakkarverðar athafnir.
Löngum hefur þó listin verið sú að
koma góðum áformum í fram-
kvæmd, ekki síst ef þau brjóta í
bág við hinn þunga straum tímans.
Nú er langmest af köfnunarefn-
isáburði heimsins framleitt sem
hliðargrein olíuvinnslu. í Gufunesi
er hins vegar notuð eldri aðferð sem
byggist á rafgreiningu. Ég þreyti
ekki lesandann með faglegum smá-
atriðum; læt það nægja að í Gufu-
nesi er endurnýjanleg orka fall-
hætti í umgengni við þetta mikil-
væga öryggistæki, sem stefnuljós
eru, eins og hér. Hérlendir öku-
menn, margir hveijir, virðast halda,
að stefnuljós skuli aðeins notuð á
erlendri grund þegar skipta skal
um akrein eða beygja. Hér þekkist
allir og geti lesið hugsanir hver
annars. Þess vegna sé notkun
stefnuljósa óþörf.
Haldbesta skýringin á þessari
hegðun landans er sennilega, að við
eigum svo margt eftir ólært í um-
gengnisvenjum siðaðra þjóða.
SVEINN BJÖRNSSON
verkfræðingur,
Fiskakvísl 13, Reykjavík.
vatna notuð til þess að vinna köfn-
unarefni úr loftinu. Obbinn af öðr-
um köfnunarefnisáburði verður hins
vegar til við notkun olíuforða sem
sóttur er í takmarkaða auðlind.
Það er talað um að gera íslenskan
landbúnað vistvænni en hann þó
hefur verið. Stjómvöld hafa meira
að segja komið á lagabálki í þá veru
og þingmenn allra flokka hafa ný-
verið sameinast um þingsályktunart-
illögu sem m.a. gengur í þessa átt.
Af þessum sökum bíð ég dálítið
spenntur eftir því að sjá hvort ráða-
menn greina samhengið á milli orða
hér og athafna þar: hvort góssið í
Gufunesi verður bara selt til ein-
hvers sem gjalda vill á annan millj-
arð fyrir án frekari kvaða ellegar
hvort þeir meti þann þátt sem Gufu-
nesverksmiðjan hefur átt í því að
gera matvælaframleiðslu landsins
lífrænni en annarra og stuðli að
þróun verksmiðjunnar sem sjálf-
bærs áburðargjafa, t.d. við hlið
smárans og lúpínunnar?
Hitt er svo annað mál að vitan-
lega borga íslenskir bændur ekki
hvaða verð sem er fyrir tilbúinn
áburð. Það munu neytendur afurða
þeirra ekki líða. En það kostar að
vera til og það kostar að ganga
þannig um umhverfið að sjálfbæris
sé gætt. Það vita þeir líka vel sem
undirrita þjóðasamninga er snerta
umhverfisdagfar okkar.
Væri ekki rétt að kanna þennan
þátt áður en ríkið sleppir með öllu
hendi af áburðarframleiðslu í Gufu-
nesi? Jafnvel kann hann að gera
málið fýsilegra en ella í höndum
manna sem vel kunna til fram-
leiðslu og markaða?
BJARNIGUÐMUNDSSON,
kennari við Hvanneyrarskóla.
„Hvers vegna ekki
stefnuljós?“
'SÓenumtafuióið
Handsmíðaðir 14kt gullhringar
KYNNING
STYKKISHÓLWIS APÓTEK
Stykkishólmi og Grundarfirði
Sendum í póstkröfu * s. 551-0888 og 568-8890.
hERVUNIR
Kringlunni - Austurstræti
Mrikíð úrval af
útijökkum
*ur ull «3 kasmír.
Stærðir 46-58. Góðir litir.
Verð fráí6.980 til 18.980.