Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ' Meö gleði í huga fœri ég þakkir öllum þeim, sem sýndu mér og fjölskyldu minni vinarhug á áttrœðisafmœli mínu 23. nóvember sl. Lifið heil! Margeir Jónsson, Heiðarbrún 9, Keflavik. Ókeypis lögfræðiaðstofc í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, féiag laganema. r Toppskórinn Austurstræti 20 • Sími 552 2727 TopptHboð é Tegund: 1453 Litur: Brúnn Stærðir: 28-38 Verð: Til kuldafóðraðir og leðurfóðraðir Verð áður: A-A95, 1.995,- V Ath: Barnaspariskór á verði frá 495,- Upplestrarkvöld Fimmtudagskvöld • 12. desember á Súfistanum bókakafFinu í bókabúð Máls og menningar Þar les Gyrðir Elíasson úr bók sinni Indíánasumar, ísak Harðarson les úr bók sinni Þú sem ert á himnum, þú ert hér! Lesið verður úr ljóðabók Rögnvaldar Finnbogasonar Að heilsa og kveðja, Þorsteinn Gylfason kynnir ritgerðasafn sitt Að hugsa á íslenzku og Árni Björnsson fjallar um bók sína Merkisdagar á mannsævinni. Upplesturinn hefst kl. 20.30 Aðgangur ókeypis og öllum heimill Laugavegi 18 • 101 Reykjavík • Sími: 5524242 Síðumúla 7-9 • 108 Reykjavík • Sími: 568 8577 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ágengir sölumenn SESSELJA Hrönn Guð- mundsdóttir hringdi og vildi vara við ágengum sölumönnum. Hún segist vita af því að sölufólk hafi notfært sér lélega heilsu eða jafnvel andlegt ástand fólks og gabbað það til að kaupa eitt og annað. Einnig var hún uggandi yfir nýjum EES-reglum um umbúðamerkingar. Þegar og ef þær verða samþykktar má búast við að þekkt bandarísk vöru- merki muni hverfa af markaðnum. Hún sagði virkilega eftirsjá í ýmsum vörutegundum sem hún er vön að kaupa og vill að ráðamenn hugsi þetta mál til enda áður en þeir negla niður þessar reglur. Holtarar hittast ÍBÚAR í Stórholti, Stang- arholti, Meðalholti, Ein- holti, Háteigsvegi, Skip- holti og Nóatúni á árunum 1940 til 1960 ætla að hitt- ast á vordögum og rifja upp gamlar minningar. Ætlunin er að hittast laug- ardaginn 3. maí 1997 í Gullhömrum, Hallveigar- stíg 1. Til að auðvelda undir- búning er óskað eftir að fólk hafi samband við eftir- farandi aðila sem allra fyrst: Stórholt: við Þórleif (Tolla) í s. 552-9293 eða Olöfu (Ollý) í s. 554-4588. Stangarholt: við Sigrúnu s. 553-0852 eða Þórð í s. 557-6960. Meðalholt: við Þuru í s. 554-4947. Ein- holt: við Guðrúnu ínu í s. 561-4712 eða Möggu í s. 551-3976 og Háteigsveg- ur: við Rúnu í s. 555-2353 eða Sólrúnu í s. 551-2353. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust LÍTIL barnagleraugu með lit í gleijum og í bleiku hulstri töpuðust sl. mánu- dag, líklega á Mýrunum eða í Ásbúð í Garðabæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-4582. Jakki tapaðist SVARTUR leðuijakki tap- aðist í námunda við Bíó- barinn sl. helgi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 555-4585. Kvenkápa og karl- mannsfrakki víxl- uðust í sepember DÖKKBLÁ fremur þykk terelyn/ullarkvenkápa tapaðist í húsi Stangveiði- félags Hafnar§arðar eftir erfidrykkju í september. Eftir var skilinn herra- frakki sem er með merkinu „Terra fyrir herra“. Ef ein- hver kannast við að hafa tekið kápuna í misgripum fyrir frakkann er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 554-1023 eða 554-2515. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í gráu smelltu hulstri töpuðust fyrir u.þ.b. tveimur vikum, líklega á leiðinni frá Háa- leitisbraut að Austurveri. Hafi einhver fundið gler- augun er hann beðinn að hringja í síma 553-6999. Hanski tapaðist DÖKKBRÚNN kven- hanski með hvítu fóðri á hægri hönd tapaðist fyrir u.þ.b. tveim mánuðum, lík- lega í miðbæ Reykjavíkur. Finnandi er beðinn að hringja í síma 552-4116. Hringur fannst GULLHRINGUR fannst á Óðinsgötu sl. sunnudag og má eigandinn vitja hans í síma 552-4116. Kettlingur HÁLFSTÁLPUÐ u.þ.b. eins árs marglit læða fæst gefins á gott heimili. Hún er geðgóð og þrifin og henni getur fylgt karfa, sandkassi og matardallar. Upplýsingar í síma 551-4650. Ásta. Farsi n-6 01903 Farcus Cwtoont/tMnbuled by Univarul Presa SyndKau C^A/S6t^-gS/CðOC.TK/»A-T j, l/i& h&fum nttíren rxfg afkerf-ishölluivl fepbu ■fram beiéríL um f/eirtK fojk. ■tíL C*& kort/ia, vandamáliA." BRIDS llmsjón (iuómundiir l’áll Arnarson ÞETTA var í sveitakeppni. Þtjú grönd voru spiluð á báðum borðum, en ekki í sömu hendi. Norður hættu. gefur; NS á Norður ♦ ÁD V Á106 ♦ DG1082 ♦ ÁD3 Vestur Austur ♦ 82 ♦ KG953 T D9872 llllll T 54 ♦ Á54 111111 ♦ K6 * 1087 ♦ G542 Suður ♦ 10764 V KG3 ♦ 973 4 K96 Þar sem norður spilaði samninginn kom út spaði upp í gaffalinn. Sagnhafi fór inn í borð á lauf og spil- aði tígulníu úr blindum. En vestur var vel vakandi; hann stakk upp ás og spil- aði spaða. Þar með var litur varnarinnar brotinn og aust- ur átti enn tígulkónginn sem innkomu. Einn niður. A hinu borðinu gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði Pass Pass Dobl Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kom út með spaða- áttu, drottning úr blindum, og . . . austur drap á kóng. Nema hvað!? Eftir þessa byijun er engin vörn til. Austur spilaði meiri spaða, en vestur gat nú ekki nýtt innkomu sína á tígul til að fría spaðann, svo sagnhafi átti auðvelt verk fyrir hönd- um. Spaðatían flórða var önnur fyrirstaða í litnum og spilið vannst með yfirslag. Austur missti af fágætu tækifæri - að gefa slaginn á spaðadrottningu! En það verður að segjast eins og er, að vömin var auðveldari á hinu borðinu. Víkveiji skrifar... ALLTAF finnst Víkverja jafn hátíðlegt að fylgjast með þegar ljósin eru kveikt á Oslóar- jólatrénu á Austurvelli. Síðasti sunnudagur var þar engin undan- tekning og mjöllin sem féll þessa stund gerði daginn enn jólalegri. Söngur dómkórsins kemur fólki í sérstakt skap og fyrir unga fólkið eru Askasleikir og félagar hans ómissandi. xxx EIM félagasamtökum og hóp- um sem gefa út jólakort starfsemi sinni til framdráttar virðist stöðugt fjölga. Framboðið virðist vera orðið meira en eftir- spurnin og undir þá skoðun tóku kuldalegir sölumenn af yngri kyn- slóðinni sem hringdu dyrabjöllunni hjá skrifara um síðustu helgi. Góðar hugmyndir til fjáröflunar liggja hins vegar ekki á lausu og ef einn kemur með góða hugmynd eru aðrir fljótlega búnir að fá hana lánaða. Útgáfa almanaka er ein tegund fjáröflunar sem færst hef- ur í vöxt á síðustu árum eins og kom fram í tilkynningu frá félagi sem gefið hefur út almanak í all- mörg ár. Þar sagði að miklu máli skipti að vel tækist til með söluna „í sífellt harðnandi samkeppni á almanaksmarkaðnum." Unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum hefur í mörg ár verið rekið að hluta með sölu á alls konar vöru. Nefna má rækjur og annan fisk, plastpoka, jóla- pappír og -merki, eldhúsrúllur, salernispappír og penna. Auðvitað eru ömmur og afar vinsælustu fórnarlömbin og eiga eflaust margra ára birgðir af þessu. Eitt árið fékk unglingurinn á heimili skrifara tug jólarósa til að selja og annað árið þurfti að vakna eld- snemma á sunnudagsmorgnum til að keyra út rúnnstykki til við- skiptavina, sem yfirleitt voru frændur og frænkur og þurftu þau þá sjálf að vakna miklu fyrr en ella til að taka við morgunmatn- um. En það er með þetta eins og annað; þeir fiska sem róa. Fram- undan er flugeldasala fyrir ára- mótin og þar er baráttan kannski hvað hörðust. Ótrúlegustu aðilar eru farnir að selja flugelda og annað sprengiefni og greinilega er þar einhver ágóðavon miðað við hversu margir sækja á þessi mið. XXX VÍGSLA Grensáskirkju á sunnudaginn leiddi hugann að því frumbýlingsstarfi, sem séra Felix Ólafsson vann í Grensássókn á árunum upp úr 1960. Þá var Breiðagerðisskóli, sem reyndar er í Bústaðasókn, miðstöð starfsem- innar og þar var yfirleitt messað á sunnudögum. Fermingarbörn voru undirbúin þar, en síðan varð að fá lánaða kirkju fyrir sjálfa ferminguna. Þetta tímabil hefur örugglega verið erfitt fyrir þá sem stóðu í forystu fyrir söfnuðinn á þessum árum. Gleði þeirra hefur að sama skapi verið fölskvalaus er hið glæsilega mannvirki var vígt nú annan sunnudag í aðventu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.