Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
dögunum, og komst meðal ann-
ars að því að hann hefur tvö
andlit sem listamaður.
TIL ERU hefðbundnir og óhefð-
bundnir miðlar í myndlist. Þannig
telst listmálarinn hafa valið hefð-
bundinn miðil en nýlistarmaðurinn
sem aðhyllist rýmislist, ellegar ann-
arskonar framúrstefnulega list-
sköpun, óhefðbundinn. Sumir lista-
menn þrífast hins vegar best á
landamærunum, eða jafnvel með
fæturna sinn hvorum megin við
þau, svo sem hinn íslenskættaði
Stephen Lárus Stephen sem hefur
haslað sér völl í heimi breskrar
myndlistar undanfarin misseri.
Hann hefur því að sönnu tvö andlit
sem listamaður.
Stephen drakk myndlistina í sig
með móðurmjólkinni en hann er
sonur Karólínu Lárusdóttur listmál-
ara sem um langt árabil hefur búið
og starfað í Bretlandi. Ekki segir
hann þá ástæðu þó, eina og sér,
hafa dugað til þess að hann legði
listina fyrir sig, þótt margir, einkum
íslendingar, hafí verið ötulir við að
benda honum á að sæt epli falli af
sætu tré. „Nú, svo þú ert líka mynd-
listarmaður, þannig að hæfíleikam-
ir hafa gengið í erfðir!"
Hvað sem allri ættfræði líður
gerði myndlistaráhuginn hins vegar
snemma vart við sig. „Ég man ekki
eftir mér öðruvísi en teiknandi,"
segir Stephen, „þannig að það varð
Morgunblaðið/Ásdís
„ÉG HELD að ég hafi því aldrei beinlínis tekið
ákvörðun um að gerast myndlistarmaður - það
kom einfaldlega ekkert annað til greina," segir
Stephen Lárus Stephen.
„NÝLISTIN hefur hins vegar alltaf höfðað sterkt til mín líka
en að vissu leyti er auðveldara að komast á ystu nöf sköpunar-
innar á þeim vettvangi,“ heldur listamaðurinn áfram.
fljótlega ljóst hver ástríða mín væri.
Ég held að ég hafí þvi aldrei beinlín-
is tekið ákvörðun um að gerast
myndlistarmaður - það kom ein-
faldlega ekkert annað til greina.“
Að sögn Stephens hvatti móðir
hans hann óspart til dáða þegar
hann var að hefja nám í myndlist
- og gerir reyndar enn - enda
hafí hún snemma orðið þess áskynja
í hverju draumur hans var fólginn.
B
u
u
X
11
G
a
a
kk
a
a
Sk
o
BOLTAMAÐU
Laugavegi 23 • s 551 5599
„ÉG HEF alltaf jafn gaman af þvi að mála fólk enda er mikil
áskorun í því fólgpn að reyna að „laða fram karakterinn“,“ seg-
ir Stephen.
„Reyndar velkist ég ekki í vafa um
að þetta hefur ekkert með myndlist-
ina að gera, hún hefði stutt alveg
jafn dyggilega við bakið á mér ef
ég hefði valið mér annan starfsvett-
vang.“
Lifði á portrettum
Þegar Stephen var átján ára sett-
ist hann á skólabekk í Oxford og
sneri þaðan aftur fjórum árum síðar
með BA-gráðu upp á vasann. Eftir
það gerði listamaðurinn hlé á námi
og einbeitti sér að sýningarhaldi,
meðal annars hér á landi, um jólin
1992 í Gallerí Borg. Á þessum tíma
kveðst Stephen fyrst og fremst
hafa verið málari enda „lifði hann
á portrettum". Nýlistin hafí þó aldr-
ei verið langt undan.
„Upprunalega var ég portrettmál-
ari og að líkindum mun list mín allt-
af bera þess merki - ég hef alltaf
jafn gaman af því að mála fólk enda
er mikil áskorun í því fólgin að reyna
að „Iaða fram karakterinn“. Nýlistin
hefur hins vegar alltaf höfðað sterkt
til mín líka en að vissu leyti er auð-
veldara að komast á ystu nöf sköp-
unarinnar á þeim vettvangi. Annars
held ég að það sé frekar styrkur en
veikleiki að hafa vald á báðum svið-
um, því þegar allt kemur til alls
nærast þau hvort á öðru.“
Haustið 1994 fékk listamaðurinn
inngöngu í hinn virta Goldsmith’s-
listaháskóla í London, nokkuð sem
er ekki á hvers manns færi. Þar
eyddi hann tveimur „strembnum en
geysilega skemmtilegum og lær-
dómsríkum" árum en í þeirri lotu
var nýlistin leidd til öndvegis.
„Goldsmith’s er einn besti listahá-
skóli í heimi en hann býður upp á
þétta og feikilega krefjandi kúrsa
- maður getur vart hugsað sér
frjórra listumhverfi."
Dvölin í Goldsmith’s var gulls
ígildi en henni fylgdu ýmis fríð-
indi, svo sem að setja upp stóra
sýningu í Anthony Reynolds-gall-
eríinu í London árið 1995. Vakti
hún mikla athygli. „Þessi sýning
var tvímælalaust tímamótaskref á
ferli mínum enda er galleríið hátt
skrifað. Það birtist meira að segja
mynd af mér á forsíðu dagblaðs
sem gefið er út á landsvísu, sem
var „ógnvekjandi“,“ segir Stephen
og glottir í kampinn en bætir síðan
við að engum blöðum sé um það
að fletta að umrædd sýning og
námið í Goldsmith’s hafi fest hann
í sessi í heimi breskrar myndlistar.
„Nafn mitt er orðið tiltölulega
þekkt.“
Viðhorfsbreyting
Um þessar mundir fæst Stephen
jöfnum höndum við listmálun og
nýlist en hvernig skyldi ganga að
sækja fram veginn á tveimur ólíkum
sviðum í einu? „í fyrstu var ég með
samviskubit yfír því að sinna báðum
sviðum, þannig að mér datt í hug
að reyna að sameina þau, en komst
fljótt að raun um að það væri ógjör-
legt. Upp frá því breyttist viðhorfið
og núna hef ég einfaldlega sætt
mig við að um tvö ólík listform sé
að ræða - ég verði því að sinna
þeim hvoru í sínu lagi.“
En nú hljóta myndlistarmenn af
þessu tagi að vera í minnihluta,
skyldi Stephen hafa rekist á ein-
hverja sína líka? „Lengi vel fannst
mér ég vera einn á báti - listamenn
sem ég þekkti voru ýmist listmálar-
ar eða gagnteknir af nýlist - eða
þangað til ég kynntist náunga í
Goldsmith’s sem var bæði nýlista-
maður og málari. Hann er að vísu
af allt öðru sauðahúsi en ég, þar
sem hann málar eingöngu afstrakt
málverk, en það gildir einu - ég
er ekki eins einmana lengur!"
Stephen hefur margoft stungið
við stafni á íslandi, í fyrstu til að
rækta ættartengsl en í seinni tíð
jafnframt til að svala listrænum
þorsta sínum. Dvöl sína nú nýtti
hann meðal annars til að mála
nokkur portrett. „Það er alltaf jafn
gaman að koma til íslands, hér er
svo margt sem ekki er að fínna í
Bretlandi," segir hann og nælir sér
í væna vínarbrauðssneið, sem er á
þessari stundu nærtækasta dæmið.
„Þetta er óborganlegt góðgæti."
Og þótt Bretland sé og verði
heimavöllur Stephens í listinni hef-
ur hann mikinn áhuga á að koma
sér upp bækistöðvum hér á landi.
„Ef mér byðust næg verkefni á
Islandi myndi ég ekki hika við að
dveljast hér hluta úr ári, ekki ein-
ungis vegna þess að landið hefur
mikla sérstöðu í huga mér, heldur
jafnframt vegna þess að listamenn
hafa mjög gott af því að skipta
reglulega um umhverfi," segir
þessi geðþekki listamaður sem Is-
lendingar eiga án efa eftir að kynn-
ast betur í framtíðinni.
Handunnir gler-
bakkar o g diskar
SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir, myndlistar-
maður, hefur sett upp útibú frá vinnu-
stofu sinni að Laugavegi 51 á 2. hæð
nú fyrir jólin. í fréttatilkynningu segir
að þar hafi hún til sýnis og sölu hand-
unna glerbakka og diska af ýmsum
stærðum og gerðum.
Sigríður er þekkt fyrir vinnu sína með
steint gler. Fyrir nokkrum árum hóf hún
að þreifa sig áfram með að mála og
brenna diska úr gleri með það fyrir aug-
um að búa sér til matarstell. Þetta hefur
síðan orðið aukabúgrein hjá Sigríði.
Útibú vinnustofunnar verður opið frá
kl. 13 daglega fram að jólum.
HANDUNNINN glerbakki eftir Sigríði Ásgeirsdóttur.
A landamærum
listarínnar
Stephen Lárus Stephen er ungur
myndlistarmaður af íslensku
bergi brotinn sem iðkar list sína
í Bretlandi. Orri Páll Ormars-
son hitti hann að máli, þegar
hann var staddur hér á landi á
>
*
I
)
\
i
\
;
i
!
I
t
I
I
I
í
I
i