Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Gerð Hvalfjarðarganga á undan áætlun Stefnt að opnun í október 1998 Kann að draga úr fjármagnskostnaði Spalar Langsnið eftir Hvalfjarðargöngum (horft inn fjörðinn) Norðan fjarðar Hvalfjörður Sunnan fjarðar við Saurbæ ' —50 m aurbæ,.-'" " sjávarmál - -50 m 1 Núerbúið að sprengja liðlega 925 m að norðanverðu og um 1.085 metra að sunnanverðu \ -100 -150 -200 0 1 2 3 4 5 6km JARÐGÖNGIN verða tæpiega 5,8 km löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum ígöngunum að norðanverðu, en tvær að sunnanverðu. SAMKVÆMT nýrri bráðabirgða- áætlun verktakafýrirtækisins Foss- virkis sem grefur Hvalfjarðagöng má búast við því að þau verði tilbú- in fjórum mánuðum fyrr en ætlað var. Samkvæmt þessu yrðu göngin opnuð fyrir umferð í október 1998. Um 35% gangagerðarinnar er nú lokið. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og formaður Spalar hf., segir að ef áfram gangi jafn- vel muni draga nokkuð úr fjár- magnskostnaði hlutafélagsins. „Þetta mun ekki þýða neitt frávik frá gjaldtöku, en ef áfram gengur svona vel og aðrar forsendur standast gæti það leitt til þess að endurgreiðslutíminn verði styttri og gjaldtaka af hálfu Spalar stytt- ist sem því nemur. Það sem senni- lega vegur þyngst er þó að góður gangur í þessu hefur aukið bjart- sýni á verkið í heild og mun gera Speli auðveldara að markaðssetja göngin til vegfarenda en ella. Verktakinn hefur þannig hjálpað okkur til að fá tiltrú almennings á að þetta sé jafngott verkefni og við höfum alltaf haldið fram. Auð- vitað geta komið upp erfiðleikar á þeim kafla sem eftir er, en hins vegar má benda á að þau svæði sem menn voru smeykastir við, við göngin sunnanverð, eru að baki,“ segir Gísli. Enginn vatnsleki „Það er Ijóst að ef þetta gengur svona hratt þarf Spölur að taka fyrr afstöðu til ýmissa þátta, til dæmis rafmagnssölu í göngin og sölukerfis. Þetta herðir líka á Vegagerðinni að ljúka sínum tengi- vegum. Rætt hefur við þá og þeir segjast munu leysa þau mál.“ Páll Siguijónsson, fram- kvæmdastjóri ístaks, sem er í for- svari fyrir verktakasamsteypuna Fossvirki, segir að gott gengi skýr- ist að hluta til af því að vatnsleki í berginu hafi verið lítill og því hafí minna þurft að þétta en ella. „Verkið gengur vel, en við erum ekki búnir með nema einn þriðja af greftri ganganna. I svona verki er ekki hægt að segja neitt ákveð- ið fyrr en komið er í gegn.“ Verzlunarráð telur hættu á að byggt verði upp nýtt bákn í atvinnumálum Kostnaður 300- 400 milljónir fyrstu tvö árin VERZLUNARRÁÐ íslands telur að verði frumvarp Páls Péturssonar félagsmálaráðherra um vinnumark- aðsaðgerðir að lögum, verði byggt upp nýtt stjórnsýslubákn í atvinnu- málum, sem muni kosta skattgreið- endur 300-400 milljónir króna fyrstu tvö árin, sem það verði í rekstri. Aukinheldur muni hið flókna kerfi ekki fela í sér neinar varanieg- ar lausnir á atvinnuleysi og spytja megi hvort rétt sé að byggja slíkt kerfi upp á sama tíma og atvinnu- leysi fari minnkandi. Verzlunarráð hefur sent félags- málanefnd Alþingis bréf með at- hugasemdum við frumvarp félags- málaráðherra. Þar kemur fram að samkvæmt frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir Vinnumála- stofnun undir stjóm sérstaks for- stjóra, sem taki við verkefnum vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins; átta manna stjóm Vinnumála- stofnunar; svæðisvinnumiðlunum, átta eða fleiri, undir stjórn forstöðu- manna; níu manna ráðgjafanefnd fyrir hveija svæðisvinnumiðlun og loks þriggja manna framkvæmdaráði fyrir hvert svæðisráð. Þar að auki sé í frumvarpi um atvinnuleysistryggingar gert ráð fyrir níu manna stjóm Atvinnuleys- istryggingasjóðs; þriggja manna framkvæmdaráði stjórnar Atvinnu- leysistryggingasjóðs; átta eða fleiri fimm manna úthlutunarnefndum atvinnuleysisbóta og þriggja manna úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta. Efasemdir um hugmyndafræðina „Verzlunarráð hefur miklar efa- semdir um þá hugmyndafræði, sem virðist liggja til grundvallar frum- varpinu um vinnumarkaðsaðgerðir. Ekki verður annað séð en að þar sé gert ráð fyrir að víðtæk afskipti opinberra aðila séu árangursrík leið í baráttunni við atvinnuleysið og til að skipuleggja þær aðgerðir sé nauð- synlegt að koma á fót viðamiklu stjómsýslukerfi í þessum mála- flokki,“ segir í bréfí Verzlunarráðs. í bréfinu, sem Birgir Ármanns- son, lögfræðingur Verzlunairáðs, ritar undir, kemur fram að VI telji að reynslan sýni að hugmyndir af þessu tagi séu á misskilningi byggð- ar. „Vænlegri leið til atvinnusköp- unar sé að skapa fyrirtækjum í land- inu svigrúm til að vaxa og dafna og að hlutverk opinberra aðila sé fyrst og fremst að búa atvinnulífinu viðunandi rekstrarumhverfí, sem byggist á stöðugleika, hófsamlegri skattheimtu, frelsi og jafnræði," segir í bréfinu. Kostnaður 160-175 milljónir á ári til lengri tíma Verzlunarráð bendir á að fjár- lagaskrifstofa fjármálaráðuneytis- ins telji að kostnaður ríkissjóðs af lögfestingu frumvarpsins verði 190 til 215 milljónir króna fyrsta árið, en 160-175 milljónir á ári eftir það. „Hér er um afar háar upphæðir að ræða, ekki sízt þegar litið er til þess að skv. fjárlögum ársins 1996 var gert ráð fyrir að kostnaður vegna vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins yrði um 72 millj- ónir króna og skv. fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár um 78 milljón- ir króna,“ segir VÍ. Verzlunarráðið segir að greini- lega sé verið að byggja upp um- fangsmeira og dýrara kerfí en nú sé fyrir hendi. Það skjóti skökku við, enda sé nú leitað leiða til að spara hvarvetna í ríkiskerfinu. Ein- falda eigi kerfið og sameina ein- hveijar þeirra stjórna og nefnda, sem frumvörpin tvö geri ráð fyrir að verði stofnaðar. .....■»-♦"♦-- V esturlands vegur Frestun framkvæmda mótmælt BORGARRÁÐ mótmælir harðlega hugmyndum um frestun fram- kvæmda á Vesturlandsvegi á næsta ári. Bent er á að veririð er tilbúið til útboðs og að vinna við það verði að meirihluta á fyrri hluta ársins. í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að ennþá séu engin merki um þensluástand í Reykjavík og að atvinnuástand á vetrar- og vormán- uðum í Reykjavík muni að líkindum verða erfítt í ár eins og undanfarin ár. Þá segir, „Það var mjög átalið að skilja við verkið hálfunnið haust- ið 1996 vegna umferðaröryggis. Það var þó samþykkt í þeirri vissu að verkinu lyki á árinu 1997 eins og samgönguráðherra hafði boðað. Skorað er á Alþingi að finna leið til að ljúka þessu verki á næsta ári.“ i í > l I > l I I » » < í f í C C I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.