Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Réttarholti, Garði, Suðurvangi 2, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 17. desem- ber. Guðný L. Jóhannsdóttir, Haukur Jónsson, Björgvin Þ. Jóhannsson, Katrín Bjarnadóttir, Guðrún Þ. Jóhannsdóttir, Magnús Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, EINAR GÍSLASON, Kjarnholtum, sem lést 11. þ.m., verður jarðsunginn frá Skálholti laugardaginn 21. desem- ber kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadal. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 12.00 og frá Fossnesti, Sel- fossi, kl. 13.00. Börnin. t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, HELGU STEINSDÓTTUR, Smáratúni 17, Keflavik, sem lést 11. desember sl., verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. des- ember kl. 13.00. Hörður Gislason, Guðrún Bjarnadóttir, Helga Harðardóttir, Gunnar Harðarson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ODDUR DANÍELSSON, Kársnesbraut 65, Kópavogi, sem andaðist 13. desember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 19. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimaaðhlynningu Krabbameinsfé- lags íslands. Bára Sigurjónsdóttir, Linda Oddsdóttir, Sigmar Eðvaldsson, Jón Hartmannsson, Sigdi's Oddsdóttir, Unnsteinn Oddsson, Þórdis Hannesdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, JÓHANN ÓLAFUR JÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði, sem lést 10. desember sl., verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 18. desember, kl. 13.30. Kristjana Jónsdóttir, Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Helga Bjarnadóttir, Edda Jóhannsdóttir, Kristinn Fr. Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát SIGURSTEINS BRAGA VÍDALÍNS KRISTJÁNSSONAR, Breiðagerði 35. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd vina og ættingja, Dýrðfinna Vídalin Kristjánsdóttir, Eggert Vídalín Kristjánsson. ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR SÖRENSEN + Þuríður Jóns- dóttir Sörensen var fædd á Kiðja- bergi 14. maí 1913. Hún lést á hjarta- deild Borgarspítal- ans 10. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jórunn Þ. Halldórs- dóttir og Jón Ó. Gunnlaugsson. Jór- unn og Jón eign- uðust fimm börn. Tvö dóu í bernsku. Eftirlifandi eru: Guðrún Sigríður og Halldór Ólafur. Jór- unn dó ung. Seinni kona Jóns var Ingunn Þórðardóttir. Þau eignuðust 5 börn og af þeim komust 4 til fullorðinsára: Bræðurnir Þórður og Þorsteinn eru látnir en eftirlifandi eru Bryndís og Jórunn. Jón eignað- ist einnig son, Karl, utan hjóna- bands. Hann er látinn. Þuríður giftist Valdemar Sörensen 21. apríl 1939. Hann lést 1993. Þau eign- uðust eina dóttur, Jórunni. Maki: Þor- steinn Magnússon. Fyrri maður Jór- unnar er Jón M. Björgvinsson og þeirra dætur eru: 1) Þuríður, gift Viðari Gunnarssyni. Þau eiga 5 dætur: Höllu, Hönnu, Kristínu Lóu, Sigrúnu og Hildi Ýr. 2) Katrín, búsett í Danmörku. 3) Sólborg. Sambýl- ismaður hennar er Lýður Valgeir Lárusson. Þuríður lærði hjúkrun. Hún útskrifaðist 1937 og stundaði síð- an framhaldsnám í Danmörku. Hún vann á slysadeild Borgar- spítalans frá 1958 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Þuríðar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin tnín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið gleddu’ og blessaðu þá sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Þetta fallega vers vildi ég mega gera að orðum systur minnar, að henni látinni. Þuríður var fædd á Kiðjabergi í Grímsnesi, heima hjá afa og ömmu, 14. maí 1913 og var hún fýrsta bamabarn þeirra. Hún fluttist með foreldrum sínum að Hjalla í Ölf- usi, síðan að Minniborg í Grímsnesi og loks í Skálholt í Biskupstungum. Þar varð hún fyrir þeirri sáru raun að kveðja dauðvona móður sína hinstu kveðju aðeins 6 ára gömul. Hún tók sér mjög nærri móður- missinn og hugsa ég að hún hafí í rauninni aldrei komist yfir það áfall því að svo tregaði hún móður sína alla tíð síðan. I þá daga var ekki til siðs að tala alvarlega við böm eða reyna að útskýra fyrir þeim gátur lífs og dauða og sex ára barn skilur ekki af hverju það þarf skyndilega að yfirgefa móður sína og fá aldrei að sjá hana framar. Hún mundi vel eftir sér í Skál- holti þar sem hún naut móðurástar og umhyggju og hún sagði mér margar sögur þaðan. Þar lifði hún bæði sorg og gleði. Hún missti sjón- ina 4 ára, varð blind, en fékk sjón- ina aftur eftir læknisferð til Reykja- víkur. Og í Skálholti missti hún tvö systkini sín sem vom tveggja og þriggja ára. Hún mundi vel eftir þeim. Leið hennar lá nú aftur heim að Kiðjabergi til afa og ömmu. Við Þuríður systir mín vorum báð- ar teknar í fóstur hjá þeim og ól- umst upp þar á mannmörgu heimili við mikið ástríki. Um fermingaraldur fómm við á vetrum til Reykjavíkur til föður okkar og seinni konu hans, Ingunnar, og gengum þar í skóla. Þuríður hóf hjúkrunarnám þegar hún hafði aldur til og útskrifaðist úr Hjúkmnarskóla Islands árið 1937. Síðan lá leið hennar til Dan- merkur til framhaldsnáms, fyrst á Jótlandi og síðan í Kaupmannahöfn. + Útför MARENARJÓNSDÓTTUR frá Eskifirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 19. desember kl. 13.30. Hilmar E. Jónsson, Guðrún Árnadóttir, Jón Jónsson, Björg Sigurðardóttir, Inge Jónsson, Sjöfn Jónsdóttir, Eirikur Jónsson, Inga Þ. Jónsdóttir, Marfa Gestsdóttir, Vöggur Jónsson, Greta Jónsdóttir, Óli Kr. Jónsson, Sjöfn Þórarinsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FARESTVEIT, Garðatorgi 17, Garðabæ, áðurtil heimilis á Laugarásvegi 66, sem andaðist 11. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 20. desember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar sérstaklega, er bent á líknarstofn anir. Steinar Farestveit, Cecilia Wenner, Arthur Knut Farestveit, Dröfn Farestveit, Edda Farestveit, Gunnsteinn Gíslason, Gerða Farestveit, Þórður G. Guðmundsson, Hákon Einar Farestveit, Guðrún Farestveit. barnabörn og barnabarnabörn. Þar hitti hún mannsefnið sitt, Valde- mar Sörensen, sem fluttist með henni til íslands árið 1939 og þar giftu þau sig 21. apríl sama ár í Reykjavík. Þau eignuðust eina dóttur sem skírð var móðurnafni Þuríðar, Jór- unn. Dóttur sína og fjölskyldu henn- ar elskaði hún takmarkalaust og bar hag þeirra ávallt fyrir bijósti. Þuríð- ur vann lengst af við hjúkrun á slysa- deild Borgarspítalans og nutu marg- ir aðhlynningar hennar þar og mundu alla tíð hlýtt viðmót hennar og ljúfar hendur. Eins var hún fjöl- skyldu sinni hjálpsöm og ávallt við- búin. Börnin mín nutu handa hennar og umhyggju sem ég er þakklát henni fyrir. Er þau Þuríður og Valdemar gerð- ust öldruð og hættu að vinna úti, tóku þau af lífi og sál virkan þátt í starfsemi aldraðra í Kópavogi og höfðu mikla ánægju af. Valdemar var heilsutæpur síðustu árin sem hann lifði og hjúkraði hún honum þá sem best hún gat. Hann lést árið 1993 79 ára að aldri. Eftir lát hans fór heilsu Þuríðar mjög að hraka og síðustu 3 árin voru henni erfið. En hún kvartaði ekki, var þakklát hverri heimsókn og liðsinni því sem henni var veitt. Hún andaðist á sjúkrahúsinu sem lengst af hafði notið starfskrafta hennar, að morgni 10. desember sl. umkringd ástvinum sínum. Það er sjónarsviptir að systur minni, Þuríði. Hún setti svo sannar- lega svip á umhverfi sitt. Hún var síðasta barnið úr okkar íjölskyldu sem fæddist á Kiðjabergi, þar sem svo margir, bæði skyldir og vanda- lausir, hafa alist upp og dvalið lang- dvölum. Þar var alltaf nægilegt rúm fyrir alla sem þangað leituðu, hvort sem það voru umkomulaus börn eða farlama gamalmenni, og það voru æði margir. Ég þakka systur minni fyrir sam- fylgdina og bið henni fararheilla. Guðrún S. Jónsdóttir. Að morgni 10. desember sl. and- aðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Þur- íður Jónsdóttir Sörensen, elskuleg fyrrverandi tengdamóðir mín. Þuríður var frumburður foreldra sinna. Með foreldrum sínum flutti hún síðan frá Kiðjabergi að Hjalla í Ölfusi og síðar að Skálholti. Þegar Þuríður var sex ára gömul dó móðir hennar og fór hún þá í fóstur til afa og ömmu á Kiðjabergi, hjónanna Soffíu Skúladóttur og Gunnlaugs Þorsteinssonar, bónda og hrepp- stjóra. Kiðjaberg var í þá daga stórbýli og margt fólk til heimilis og má nærri geta að oft hefur verið glatt á hjalla. Umhverfi bæjarins að Kiðja- bergi er fagurt og sérkennilegt. í vestri rís Bergið og Hvítá fellur fyr- ir framan hlaðvarpann með þungum nið og streymir endalaust og án af- láts fram, eins og tíminn sem ekk- ert fær stöðvað. Uppvaxtarárin á Kiðjabergi voru Þuríði mjög hugleik- in og sagði hún margar skemmtileg- ar sögur frá þeim tíma, en hún hafði gott lag á að segja frá og hafði mikla ánægju af því sem og aðrir innan fjölskyldunnar. Þó var eins og stundum gætti nokkurrar eftirsjár eða jafnvel trega þegar hugurinn leitaði til baka til æskuáranna. Þuríður lauk námi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla íslands. Eftir að hafa unnið á Landspítalanum um sumarið 1937 hélt hún utan til Dan- merkur um haustið í framhaldsnám. Hún dvaldi næstu tvö árin í Dan- mörku við nám og útskrifaðist með sérgrein í geðverndarhjúkrun og far- sóttarhjúkrun. Um vorið 1939 kom hún aftur til íslands, en hún var ekki ein á ferð því að í farteskinu hafði hún glæsilegan danskan kær- asta, Valdemar Sörensen, en þau höfðu kynnst þegar Valdemar lá á Frederiksborgamst sjúkrahúsinu í Hilleröd, þar sem Þuríður vann. Valdemar var ættaður frá Nörhalne á Norður-Jótlandi og voru foreldrar hans Vogn Sörensen bóndi og kona hans Kristine Jensdatter. Um sumarið dvöldust þau á Kiðja- bergi og unnu við búið en seinna byggðu þau sér lítið sumarhús ná- lægt Kiðjabergi. Um haustið stofn- uðu þau heimili í Reykjavík. Þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.