Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 45 -
+ Ingólfur Hugo
Bender fæddist
á Seyðisfirði 13.
apríl 1917. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 11.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Carl Christian
Bender, f. 26. apríl
1880 í Charlotten-
lund Danmörku, og
Sesselja Ingvars-
dóttir, f. í Grímsey
6. mars 1881.
Hinn 28. mai
kvæntist Ingólfur
Júlíönu Guðmundsdóttur, f. 20.
febrúar 1920 í Reykjavík. Þau
eignuðust tvö börn: Róbert Þór,
f. 6. febrúar 1945, kona hans
er Ásdís G. Þorsteinsdóttir og
eiga þau þrjá syni og tvö bama-
börn; og Ragnhildi Sigríði, f.
24. júlí 1949, maður hennar er
Guðmundur H. Sigmundsson og
á hún einn son.
Útför Ingólfs fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Við viljum hér í örfáum orðum
minnast afa okkar Ingólfs Bender.
Afi var hvers manns hugljúfi, hæg-
látur, hlýr og sérlega skapgóður.
Minningar um hann eigum við
margar og góðar, einkum frá okkar
yngri árum. Koma þá fyrst upp í
hugann ferðir í sumarbústað hans
og ömmu Lillýjar við Þingvallavatn.
Þetta eru bjartar minningar meðal
annars um takmarkalausa þolin-
mæði manns við að kenna litlum
peyjum að renna fyrir fisk. Þær
voru ófáar stundirnar sem við eydd-
um niðri við vatn eða á bátnum
hans sem var hans stóra stolt. Miðl-
aði afi þar óspart af reynslu æsku-
ára sinna fýrir austan. Ferðirnar
snerust þó ekki alltaf um fiskveið-
ar. Margar aðrar ævintýraferðir
voru farnar á þessu fleyi og er okk-
ur sérstaklega minnisstæð Sandeyj-
arferð á björtum sumardegi.
Á milli þess sem afi var að sinna
okkur bræðrunum dyttaði hann að
sumarbústaðnum þeirra ömmu eða
dundaði sér við að gróðursetja í
garðinum. Iðjusemi og handlagni
voru einkennandi fyrir afa og bar
sumarbústaðurinn því glöggt vitni.
Er okkur ofarlega í huga hversu
vel hann fór mað alla hluti. Nutu
litlir drengir góðs af þessu þegar
þau hjón voru sótt heim. Vorum við
fljótir að gleyma okkur innan um
öll gömlu leikföngin og
Andrésar Andar-blöðin
sem varðveist höfðu.
Afi vann sem leigubíl-
stjóri og hafði haft
þann starfa frá stríðs-
árunum. Vegna þessa
voru samverustundim-
ar með honum oft
styttri en ella. Til að
mynda um áramót þeg-
ar hann og amma voru
iðulega gestir á heimili
okkar. Það var segin
saga hvert gamlárs-
kvöld að okkur bræðr-
um fannst afi þurfa að
kveðja alltof fljótt.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn,
og horfír skyggnum augum yfír sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(S. Steinar)
Við bræðurnir viljum að leiðar-
lokum þakka þér, afi, fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
með þér. Eftir stendur minning um
góðan og elskulegan mann sem
mikill söknuður er að. Þeir mörgu
mannkostir sem þú varst gæddur
munu ávallt vera okkur veganesti.
Elsku amma, megi Guð gefa þér
styrk á þessum erfiðu tímum.
Eyþór, Ingólfur
og Þorsteinn.
í kvöld hringdi pabbi í mig og
tilkynnti mér andlát hans afa Ing-
ólfs eins og ég kallaði hann ávallt.
Það verður tómlegt að koma heim
í sumar.
Afi Ingólfur var mjög góður
maður, hann var svo blíður og
hjálplegur. Ég man þegar við vor-
um lítil við systkinin og komum í
heimsókn til afa Ingólfs og ömmu
Lillýjar. Þá var nóg að gera. Þau
voru svo bamgóð, mikið var sung-
ið þá og farið í leiki. Svo eftir að
ég eignaðist mín börn vantaði ekki
hlýjuna frá afa, enda eiga stelpurn-
ar mínar eftir að sjá mikið eftir
langafa sínum. Það er erfitt að sjá
á eftir fólki sem manni þykir vænt
um og geta ekki kvatt það. Svo,
elsku afi Ingólfur, ég skrifa þér
þessar fátæklegu línur því það
kemur svo margt upp í huga minn
núna um allt sem þú hefur gert
fyrir mig og mína.
Elsku amma Lillý, guð gefi þér
styrk í þessari miklu sorg.
Iris Bender.
Aðventan hefur liðið hraðar en
mörg okkar hefðu kosið, hægar en
aðrir hefðu óskað. Aðventan sem
merkir að eitthvað sé að koma, að
ljósahátíðin, heilög jól, sé í nánd.
Er ekki lífíð sjálft ein aðventa? Við
lifum hér á jörðu, en vitum að fýrr
eða síðar hverfum við héðan og
verðum í ljósinu hjá skapara okkar
og frelsara. Það er svo gott að eiga
þessa fullvissu, og ég veit að vinur
okkar, Ingólfur Bender, átti hana.
Við, vinir þeirra hjóna í Berg-
máli, vissum að hveiju dró. Ingólfur
okkar var sjúkur maður, en alltaf
svo æðrulaus og jákvæður, að oft
var erfitt að vera raunsær. Og aldr-
ei kom kvörtun fram á hans varir,
nei, honum leið ágætlega, en það
var elsku konan hans sem hann
hafði áhyggjur af. Það var mikið á
hana lagt.
Það var líka af stakri ástúð og
nærgætni sem hann annaðist hana
fyrir fáum árum, er hún veiktist
alvarlega og var bundin sjúkrarúmi
í langan tíma. Á sama kærleiksríka
mátann annaðist hún hann nú þar
til yfir lauk.
Við áttum margar dýrmætar
stundir með þeim hjónum, m.a. á
Hlíðardalskóla í Ölfusi, þar sem þau
dvöldust í tvígang með okkur,
ásamt fleiri Bergmálsvinum. Það
var gott að eiga þau Lillý og Ing-
ólf að. Umvefjandi hlýja þeirra og
viðmót náðu til allra er þau um-
gengust. Þau voru afar samhent
og sannir vinir vina sinna.
Cicero sagði: „Vináttan er besta
og unaðslegasta gjöfin sem við höf-
um fengið.“ Mig langar að gera þau
orð að mínum.
Með innilegri samúð til allra
syrgjenda Ingólfs Bender. Guð
blessi ykkur öll.
F.h. Líknar- og vinafélagsins
Bergmáls,
Kolbrún Karlsdóttir.
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,“ sagði Einar Benediktsson
skáld.
Það átti sannarlega við um bros-
in hans Ingólfs Bender sem við
kveðjum í dag. Allir sem kynntust
honum fundu að þar fór drengskap-
armaður, bjartsýnn, góðviljaður og
traustur. Ingólfur var fríður maður,
bjartur yfirlitum, meðalmaður á
hæð - en stór maður.
Við gerum okkur, sennilega, ekki
fyllilega grein fyrir því hvað gott
samferðafólk eins og hann var hef-
ur bætandi áhrif á alla sem um-
gangast það og mótar mann til
þroska í hugsun til farsældar á lífs-
brautinni. Ég er innilega þakklát
INGÓLFUR HUGO
BENDER
Sigursteinn
Bragi Vídalín
Kristjánsson var
fæddur í Hafnar-
firði 18. nóvember
1914. Hann andað-
ist á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 3. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Sigur-
steins voru hjónin
Guðríður Guðbjörg
Þorláksdóttir, f.
22.5. 1881, d. 1.7.
1974, og Kristján
Vídalin Brandsson,
stýrimaður, f. 12.6.
1881, d. 8.12. 1941, drukknaði.
Börn þeirra hjóna voru í aldurs-
röð talið: Dýrðfinna Vídalín, f.
1912, Sigursteinn Bragi Vídal-
ín, f. 1914, Ásdís Vídalín, f.
Bragi sleit bernskuskónum í
Hafnarfirði, en fluttist til Reykja-
víkur með foreldrum sínum og
systkinum um 1927. Hann stund-
aði ýmsa vinnu framan af ævi og
fór snemma að vinna eins og þá
1918, d. 1992, Egg-
ert Vidalin, f. 1922,
og Þormar Grétar
Vídalín, f. 1923, d.
1986. Guðríður
Guðbjörg var af
Reykjavíkurættum,
dótturdóttir Guð-
rúnar Ólafsdóttur
vatnsbera („Gunnu
grallara“), en báðir
foreldrar Kristjáns
voru úr Húnaþingi,
ættuð úr Víðidal og
Vesturhópi. Sigur-
steinn Bragi eða
Bragi eins og hann
var yfirleitt nefndur kvæntist
ekki og eignaðist ekki afkom-
endur.
Útför Sigursteins Braga fór
fram í kyrrþey.
var títt. Síðar gerðist hann borgar-
starfsmaður og vann hjá Reykja-
víkurborg í áratugi, einkum við
gatnagerð og malbikun og lík störf.
Hann missti heyrn á yngri árum,
en tók því óláni með karlmennsku.
Hann tók bílpróf eftir þetta og mun
vera fyrsti heyrnleysinginn, sem
fékk bílpróf. Þetta kostaði talsvert
stúss og naut Bragi aðstoðar
Brands Jónssonar skólastjóra við
að fá þessi réttindi. Hann byggði
sér hún í Smáíbúðahverfi um 1953
og vann að mestu sjálfur að bygg-
ingiinni.
Á efri árum tók Bragi að sér
unglingsstúlku og gekk henni nán-
ast í föður stað. Edda Þórey Guð-
mundsdóttir færði Braga margar
ánægjustundir og þá ekki síður
Blómey, dóttir hennar, eftir að hún
kom til sögu.
Sigursteinn Bragi var gaman-
samt karlmenni, sem reyndi að
fylgjast með hræringum í þjóðlífinu
þrátt fyrir heyrnarleysi. Hann fékk
heilablóðfall á liðnu sumri og var
þá fluttur á vistheimili í Hátúni og
þaðan á Eir skömmu fyrir andlátið.
Starfsfólki og vistmönnum á þess-
um stofnunum skal þökkuð sú að-
hlynning og félagsskapur, sem það
veitti hinum látna, einkum starfs-
fólkinu og vistmönnum í Hátúni.
Lýður Björnsson.
SIG URSTEINN BRAGI
VÍDALÍN KRISTJÁNSSON
fyrir að hafa átt samleið með þeim
góða manni.
Við áttum um langt árabil sam-
starf í Dagvist Sjálfsbjargar, Há-
túni 12, ég þá forstöðukona þar og
hann bifreiðastjóri sem sótti heimil-
isfólkið og ók því aftur heim hvern
dag. Dagvist Sjálfsbjargar er heim-
ili fyrir fatlað fólk svo og aðra með
skerta orku af völdum sjúkdóma.
Enginn veit hvað í annars huga býr
og örlög sín enginn flýr.
í starfi sínu var Ingólfur sá er
fyrstur kom að morgni og brosti
við hveijum og einum og studdi
með hógværð og hlýju látbragði.
Og má segja að þannig hafí hann
gefið fyrirheit um góðan dag. Ég
sem ábyrgðarmaður fyrir sem bestri
líðan míns fólks á þessu heimili
Sjálfsbjargar var og er óumræði-
lega þakklát að hafa slíkan mann-
vin á þeirri vegferð minni. Allir sem
þarna dvöldu og nutu hlýju hans í
þessu starfi geyma í þakklátum
huga minningu um góðan mann og
traustan.
Ingólfur var farsæll maður og
gæfuspor hans mörg. Eitt mesta
gæfuspor manna tel ég vera far-
sælt makaval, svo að eitt og sama
sporið verði gæfa beggja. Ingólfur
kvæntist Júlíönu Bender, konunni
sem hann unni. Spor þeirra reynd-
ust taktföst og traust. Hönd í hönd
leiddust þau í gegnum lífið í ást
og virðingu. Þau voru hamingju-
söm. En nú er komið að stundinni
hjá minni góðu vinkonu að kveðja
ástvin sinn.
Þegar maður kveður vin og ætt-
ingja að lokinni jarðvist þeirra, er
ekkert nýtt sem bærist í bijósti
manns né festist á blaði, heldur
leyfír maður sér og fínnur þörf fyr-
ir, að veita birtu í þakklæti fyrir
allt það góða sem manni gafst með
þeim sem við kveðjum.
Elskulega vinkona, þér og böm-
um þínum og fjölskyldu allri, sendi
ég einlægar óskir um friðar jól í
fagnaðarboðskap þeirra - yður er
í dag frelsari fæddur.
Ég kveð Ingólf, minn góða vin,
með orðunum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,'
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Steinunn Finnbogadóttir.
Sumir koma aðeins við á dyra-
þrepi hjartans, aðrir koma inn til
að vera og verma um leið allt í
kringum sig. Ingólfur var einn þess-
ara ljúfu persónuleika sem við
fyrstu kynni eignast sérstakan stað
í hjarta þeirra er eiga þvi láni að
fagna að kynnast honum. Þannig
upplifði ég hann a.m.k. og nú þegar
hann hefur sofnað frá okkur um
stund, finnst mér „vökustundirnar"
sem ég átti í félagsskap hans og
lífsförunautar hans, Lillýjar, svo
alltof fáar. Ég kynntist þessum vin-
um nefnilega fyrir svo örfáum
ámm, en þau eignuðust strax
fastan sess í hjarta mínu með sínum
fölskvalausa kærleika og tak-
markalausu hlýju.
Það er svo erfitt að tala um Ing-
ólf án þess að nefna besta vin hans
og ævifélaga í sömu andrá, eigin- ..
konu hans, sem staðið hefur við
hlið hans trygg og blíð. Sár harmur
er nú að henni kveðinn og eftir sit-
ur tómarúm sem aðeins er hægt
að reyna að lýsa upp með minningu
um elskulegan og umhyggjusaman
eiginmann.
Mér er minnisstætt hve æðrulaus
Ingólfur var, eftir að ljóst var hvert
stefndi. Meðan hann lá heima,
heyrðist ekki tónn af kvörtun, er
litið var inn í heimsókn, heldur
ætíð sama brosið og hlýjan sem
bauð mann svo innilega velkominn.
Annað sem ég tók eftir í fari hanf^
gagnvart eiginkonunni og sem
vermdi svo sálina í návist þeirra,
var hve innilega hann elskaði Lillý
sína og var svo ástfanginn af henni.
Jafnvel þegar hann var kominn á
sjúkrahús og orðinn mjög máttfar-
inn, gat hann haft orð á því, er hún
kom í sína daglegu heimsókn, hve
hún væri fín í dag og þessi bláa
peysa klæddi hana vel. Svona var
Ingólfur ljúfur og tilbúinn til að
sýna ástúð og gefa birtu og yl.
Nú er kaldasti og dimmasti tími
ársins en jafnframt sátími er minnir
kristna menn á jarðvist okkar kæra
Frelsara og tilgang hans með hing-
aðkomu sinni. Þegar öll góð ráð
þrýtur og sorgin leggst ógnarþun|*
yfir er jafnvel eina leiðin til að slig-
ast ekki, að koma til hans, sem
bauðst til að bera byrðarnar fyrir
okkur. Hann kom og kenndi boðorð
kærleikans í verki og fullkomnaði
það svo með því að deyja fyrir okk-
ur, svo við mættum eignast eilíft
líf að lokum, fyrir trú á hann. Les-
um orð Krists í Jóh. 5. v. 28: „Undr-
ist þetta ekki. Sú stund kemur,
þegar allir þeir, sem í gröfunum
eru, munu heyra raust hans og
ganga fram, þeir, sem gjört hallfy
hið góða, munu rísa upp til lífsins
..." Eg ætla ekki að undrast um
hvemig skapari heimsins muni fara
að því að kalla fram þá sem sofa
svefninum langa, heldur þakka Föð-
urnum á himnum og Frelsara
manna, fyrir þá sælu von að mega
hitta aftur kæra ástvini, sem vakna
munu við básúnuhljóm frá Guði
sjálfum. Eins og segir í Þessalóníku-
bréfi, 4. v. 16: „Því að sjálfur Drott-
inn mun stíga niður af himni með
kalli, með höfuðengilsraust og með
básúnu Guðs, og þeir, sem dánir
era í trú á Krist, munu fyrst upp
rísa.“ Framhaldið á þessum dásam-
legu versum geta allir lesið og séð
að loforð Krists stendur og múv) '
verða uppfyllt. Biðtíminn styttist
óðum, en fyrir þá sem missa kann
hann að vera ógnarlangur. Þá er
bænin og kærleiksfaðmur það
smyrsl á sárin sem reynist best.
Megi góður Guð gefa gnótt af slíku
er við kveðjum kæran vin og minn-
umst þess hve örlátur hann var á
kærleikann.
Lillý mín, hjarta mitt syrgir með
þér og Frelsarinn tekur fúslega við
öllum byrðum og blessar þig.
Með innilegum samúðarkveðjum.
Þórdís Malmquist Ollig.
t
Astkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
SIGRÍÐUR HELGA SKÚLADÓTTIR,
Arahólum 2,
Reykjavlk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 19. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á Kristniboðssambandið,
sími 588 8901.
Jóhannes Konráðsson,
Lóa Konráðsdóttir,
Levi Konráðsson,
Þorsteinn Konráðsson,
Sigriður Konráðsdóttir,
Ósk Konráðsdóttir,
Anna Konráðsdóttir,
Ebeneser Konráðsson,
Jódís Konráðsdóttir,
Unnar Reynisson,
Þóra Kristjánsdóttir,
Margrét Sigurðardóttir,
Gylfi Óskarsson,
Gfsli H. Árnason,
Ásmundur Magnússon,
Guðrún Gunnarsdóttir,
María Skúladóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.