Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jólasöngvar í Langholtskirkju JÓLASÖNGVAR Kórs og Gradu- alekórs Langholtskirkju verða sungnir föstudaginn 20. desem- ber kl. 23.00, laugardaginn 21. desember á sama tíma og sunnu- daginn 22. desember kl. 20.00. Einsöngvarar á tónleikunum í ár verða Eiríkur Hreinn Helga- son og Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, auk kórfélaga, en hljóðfæra- leikarar verða Bernharður Wilk- inson og Hallfríður Ólafsdóttir, flautur, Monika Abendroth harpa, Jón Sigurðsson kontra- bassi og Gústaf Jóhannesson org- el. Sljórnandi kóranna er Jón Stefánsson. Nú eru átján ár síðan Kór Langholtskirkju hóf að syngja jólasöngva. Fyrstu tvö árin voru þeir haldnir í Landakotskirkju en 19. desember 1980 voru fyrstu tónleikarnir haldnir í Langholts- kirkju, sem eru ógleymanlegir þeim sem þar voru, svo sem segir í kynningu. „Sungið var í kirkju- skipinu, en ekkert gler var komið og úti var stjörnubjart og fjórtán stiga frost. Tónleikar þessir hafa gengið undir nafninu „Vettlinga- tónleikamir" vegna þess hve klappið var dempað. Þá komst á sá siður, sem haldist hefur æ síð- an, að bjóða upp á heitt kakó og piparkökur í hléinu.“ Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju eru fáanlegir á geislaplötu og snældu sem heita Barn er oss fætt en á dögunum kom einnig út jólaplata með Gradualekór Langholtskirkju, Á jólunum er gleði og gaman. Báðar plöturnar fást í Langholtskirkju og hljóm- plötuverslunum en Japis sér um dreifingu. Aðventa í nýrri útgáfu AÐVENTA eftir Gunnar Gunnarsson er komin í nýrri útgáfu. Þar segir af fátækum lausamanni, Benedikt, sem fer ár hvert á jólaföstu upp á illviðra- söm öræf- in til að bjarga nokkrum kindum frá því að frjósa eða svelta í hel. Aðventa var upp- haflega samin á dönsku og kom út í Kaupmannahöfn árið 1937 undir heitinu Advent. Hún kom síðan út í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar árið 1939. Fyrsta útgáfa í þýðingu Gunnars Gunnarssonar birt- ist í Fimm fræknisögum árið 1976. Þessi nýja útgáfa er sjöunda útgáfa verksins sem fylgir í einu og öllu íslenskum texta skáldsins eins og hann birtist í útgáfu Almenna bókafélagsins árið 1990. Aðventa hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og er sú bóka Gunnars Gunnars- sonar sem einna mestra vin- sælda hefur notið. Útgefandi er Mál og menning. Gunnar Gunnars- son yngri myndskreytti bók- ina sem er 88 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Að- venta er bók mánaðarins í desember og kostar 1.750 kr. en hækkar í 2.480 kr. í janúar. NOKKRIR meðlimir Lúðra- sveitarinnar Svans. Svanur í Tjarnar- bíói LÚÐRASVEITIN Svanur verður með tónleika í Tjamarbíói fimmtu- dagskvöldið 19. desemberkl. 20.30. Þessir tónleikar eru með nýju sniði og er efnisskráin öðruvisi en lúðra- sveitir hafa verið með á tónleikum sínum. Tilgangurinn er að höfða til tónlistarsmekks sem flestra. Á efnisskránni eru þekkt dægur- lög, danslög, söngleikja- og kvik- myndatónlist, svo og jólalög. Meðal verka má nefna: Tónlist úr söng- ieiknum „My Fair Lady“ og úr kvikmyndunum Grikkjanum Zorba og „The Jewel of the Nile“, Maí- stjarnan eftir Jón Ásgeirsson, sag- an „Holiday in Rio“, og kanadísk jólasvíta. Örn Ingi Björgvinsson og Svanhvít Guðmundsdóttir frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru munu dansa við leik lúðrasveitar- innar. Stjórnandi Lúðarsveitarinnar Svans er Haraldur Árni Haraldsson. Magdalena í Listacafé SÝNING á verkum Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur stendur yfír þessa dagana í Listacafé, List- húsinu í Laugardal. Sýningin er í tveimur sölum, í fremri sal era verk unnin í takt við heimilisstörfín en í innri sal stærri verk, dúkristur á pappír. Þetta er tólfta einkasýn- ing Magdalenu en verkin era frá árinu 1987 til dagsins í dag. Vatnslitir í Lóuhreiðri STEINVÖR Bjarnadóttir heldur sýningu á vatnslitamyndum sínum næsta mánuðinn í Lóuhreiðri, Kjörgarði. Myndefnið er náttúra íslands. Morgunblaðið/Golli • • Sýningn Onnu að ljúka MYNDLISTARSÝNINGU Önnu Leósdóttur í Ráðhúsi Reykjavíkur lýkur í dag, miðvikudag. Á sýn- ingu Önnu, sem er sjálfmenntaður listmálari, era 43 nýjar vatnslita- myndir en þema sýningarinnar er Börn sem era öðravísi en era jafn- framt okkar bestu kennarar. Gunnar Gunnarsson Hin dulmagnaða Matthildur KVIKMYNPIR Stjörnubíó MATTHILDUR „MATHILDA“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Danny DeVito. Handrit: Robin Swicord og Nicholas Kazan eftir sögu Roald Dahl. Aðalhlutverk: Danny DeVito, Rhea Perlman, Mara Wilson, Pam Ferris og Embeth Davidtz. Tri Star. 1996. MATTHILDUR er engin venju- leg stúlka. Og foreldrar hennar engir venjulegir foreldrar. Þeir gleyma henni úti í bíl þegar þeir koma með hana af fæðingardeild- inni. Þannig hugsa þeir um hana. Hún lærir fljótt að bjarga sér sjálf eða frá tveggja ára aldri enda for- eldrarnir of uppteknir við að stunda afar vafasöm bílaviðskipti eða spila í bingó eða bara horfa á sjónvarpið, til að hugsa nokkuð um hana. Hún les heilt bókasafn áður en hún kemst á skólaaldur og að auki þjálf- ar hún með sér yfirnáttúrulega hæfileika sem koma henni mjög í góðar þarfir þegar hún þarf að eiga við skólastjórann frú Frenju. Það er enginn smá skólastjóri og skólinn hennar gæti vel átt heima í drunga- legri Dickens-sögu. Barnamyndir eru misjafnar að gæðum eins og hefur sýnt sig í bíóúrvalinu að undanförnu en það er óhætt að mæla með Matthildi fyrir börn á öllum aldri (þau yngstu gætu þó orðið hræddari við hina ofboðslega forljótu Frenju en gott þætti). Myndin er bráðskemmtileg og fjörug og það sem best er, fram- leg og sérstök og ólík þeim væmnu sykursætindum sem amerískar barnamyndir yfirleitt eru. Hún talar aldrei niður til barna heldur talar mál þeirra í ótta og gleði og býður upp á ósvikinn ævintýrablæ í frá- sögn af óvenjulegri baráttu góðs og ills, sem kristallast í mjög svo spennandi samskiptum hinnar ótta- legu Frenju og úrræðagóðu Matt- hildar. Danny DeVito er framleiðandi og leikstjóri og fer með eitt aðal- hlutverkið en leikstjórnarstíllinn minnir á eina af fyrri myndum hans, Hentu mömmu af lestinni. Hann er leikinn við að blanda sam- an gamansemi, sem einkennist mjög af svörtum húmor, og hroll- vekju í bragðmikinn kokkteil. Það er ósvikinn húmor í lýsingunni á foreldrum Matthildar og ádeila á afskiptaleysi foreldra, heiladrep- andi sjónvarpsgláp þeirra og blinda efnishyggju á kostnað eðlilegs fjöl- skyldulífs og raunverulegrar vænt- umþykju; Matthildur skiptir þau minna máli en hallærislegur sjón- varpsþáttur. Allt er þetta einkenn- andi fyrir fyrri helming myndar- innar. í þeim seinni kemur Frenja til sögunnar og breytir þá myndin um stíl og verður spennandi og hrollvekjandi en samt alltaf gam- ansöm lýsing á átökum Frenju, sem gerð er að raunverulegu skrímsli er minnir helst á grameðlu eða eldspúandi dreka, og Matthildar er hræðist ekkert, búin sínum yf- irnáttúrulegu hæfileikum. Maður fær á tilfinninguna að Matthildur sé svona sterk og ákveðin og yfir- burðagreind af því hún er þetta fátíða fyrirbæri sjónvarpsaldar, bókaormur. Leikur allur er með mestu ágæt- um en sérstaka athygli vekur Em- beth Davidtz í hlutverki skólastjór- ans agalega sem er fyrrum ólympíu- meistari í sleggjukasti og munar ekki um að sveifla krökkunum í kringum sig. Myndin er byggð á sögu eftir Roald Dahl sem komið hefur út á íslensku og hefur um- hugsunarverðan boðskap að flytja um samskipti foreldra og barna sem ekki veitir af að hamra á nú á tím- um. Hann er einfaldur: Slökkvið á sjónvarpinu og takið fram bækurn- ar. Arnaldur Indriðason Málverkauppboð hjá Gallerí Borg GALLERI Borg heldur málverka- uppboð í Gullhömrum, húsi Iðnaðar- mannafélagsins, Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 19. desember kl. 20.30. Boðin verða upp um 80 myndverk, þar á meðal jórjár mjög stórar ljósmyndir eftir Olaf Magn- ússon, Gullfoss, Hestamenn og Al- mannagjá, sem koma úr eigu dönsku konungsfjölskyldunnar. Einnig verða boðnar upp myndir eftir listamenn á borð við J.S. Kjar- val, Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns- son, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal, Snorra Arinbjarnar, Jó- hann Briem, Mugg, Jón Engilberts, Jóhannes Geir, Karólínu Lárasdótt- ur, Svavar Guðnason, Hafstein Austmann, Tolla og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Jafnframt verður boðið upp stórt olíumálverk eftir Kristínu Jónsdótt- ur, sem var málað á Akureyri árið 1920, og sýnt á íslensku sýning- unni á Charlotteborg í Kaupmanna- , höfn 1927, auk fimmtán handunn- inna persneskra teppa. Uppboðsverkin verða sýnd í dag, | miðvikudag, kl. 12-22 og á morg- un, fimmtudag, kl. 12-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.