Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jólasöngvar í Langholtskirkju
JÓLASÖNGVAR Kórs og Gradu-
alekórs Langholtskirkju verða
sungnir föstudaginn 20. desem-
ber kl. 23.00, laugardaginn 21.
desember á sama tíma og sunnu-
daginn 22. desember kl. 20.00.
Einsöngvarar á tónleikunum í
ár verða Eiríkur Hreinn Helga-
son og Ólöf Kolbrún Harðardótt-
ir, auk kórfélaga, en hljóðfæra-
leikarar verða Bernharður Wilk-
inson og Hallfríður Ólafsdóttir,
flautur, Monika Abendroth
harpa, Jón Sigurðsson kontra-
bassi og Gústaf Jóhannesson org-
el. Sljórnandi kóranna er Jón
Stefánsson.
Nú eru átján ár síðan Kór
Langholtskirkju hóf að syngja
jólasöngva. Fyrstu tvö árin voru
þeir haldnir í Landakotskirkju en
19. desember 1980 voru fyrstu
tónleikarnir haldnir í Langholts-
kirkju, sem eru ógleymanlegir
þeim sem þar voru, svo sem segir
í kynningu. „Sungið var í kirkju-
skipinu, en ekkert gler var komið
og úti var stjörnubjart og fjórtán
stiga frost. Tónleikar þessir hafa
gengið undir nafninu „Vettlinga-
tónleikamir" vegna þess hve
klappið var dempað. Þá komst á
sá siður, sem haldist hefur æ síð-
an, að bjóða upp á heitt kakó og
piparkökur í hléinu.“
Jólasöngvar Kórs Langholts-
kirkju eru fáanlegir á geislaplötu
og snældu sem heita Barn er oss
fætt en á dögunum kom einnig
út jólaplata með Gradualekór
Langholtskirkju, Á jólunum er
gleði og gaman. Báðar plöturnar
fást í Langholtskirkju og hljóm-
plötuverslunum en Japis sér um
dreifingu.
Aðventa
í nýrri
útgáfu
AÐVENTA eftir Gunnar
Gunnarsson er komin í nýrri
útgáfu. Þar segir af fátækum
lausamanni, Benedikt, sem
fer ár hvert á jólaföstu upp
á illviðra-
söm öræf-
in til að
bjarga
nokkrum
kindum frá
því að
frjósa eða
svelta í
hel.
Aðventa
var upp-
haflega
samin á dönsku og kom út í
Kaupmannahöfn árið 1937
undir heitinu Advent. Hún
kom síðan út í þýðingu Magn-
úsar Ásgeirssonar árið 1939.
Fyrsta útgáfa í þýðingu
Gunnars Gunnarssonar birt-
ist í Fimm fræknisögum árið
1976. Þessi nýja útgáfa er
sjöunda útgáfa verksins sem
fylgir í einu og öllu íslenskum
texta skáldsins eins og hann
birtist í útgáfu Almenna
bókafélagsins árið 1990.
Aðventa hefur verið þýdd
á fjölmörg tungumál og er
sú bóka Gunnars Gunnars-
sonar sem einna mestra vin-
sælda hefur notið.
Útgefandi er Mál og
menning. Gunnar Gunnars-
son yngri myndskreytti bók-
ina sem er 88 bls., unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf.
Kápuna hannaði Kristín
Ragna Gunnarsdóttir. Að-
venta er bók mánaðarins í
desember og kostar 1.750
kr. en hækkar í 2.480 kr. í
janúar.
NOKKRIR meðlimir Lúðra-
sveitarinnar Svans.
Svanur
í Tjarnar-
bíói
LÚÐRASVEITIN Svanur verður
með tónleika í Tjamarbíói fimmtu-
dagskvöldið 19. desemberkl. 20.30.
Þessir tónleikar eru með nýju sniði
og er efnisskráin öðruvisi en lúðra-
sveitir hafa verið með á tónleikum
sínum. Tilgangurinn er að höfða til
tónlistarsmekks sem flestra.
Á efnisskránni eru þekkt dægur-
lög, danslög, söngleikja- og kvik-
myndatónlist, svo og jólalög. Meðal
verka má nefna: Tónlist úr söng-
ieiknum „My Fair Lady“ og úr
kvikmyndunum Grikkjanum Zorba
og „The Jewel of the Nile“, Maí-
stjarnan eftir Jón Ásgeirsson, sag-
an „Holiday in Rio“, og kanadísk
jólasvíta. Örn Ingi Björgvinsson og
Svanhvít Guðmundsdóttir frá
Dansskóla Jóns Péturs og Köru
munu dansa við leik lúðrasveitar-
innar.
Stjórnandi Lúðarsveitarinnar
Svans er Haraldur Árni Haraldsson.
Magdalena
í Listacafé
SÝNING á verkum Magdalenu
Margrétar Kjartansdóttur stendur
yfír þessa dagana í Listacafé, List-
húsinu í Laugardal. Sýningin er í
tveimur sölum, í fremri sal era
verk unnin í takt við heimilisstörfín
en í innri sal stærri verk, dúkristur
á pappír. Þetta er tólfta einkasýn-
ing Magdalenu en verkin era frá
árinu 1987 til dagsins í dag.
Vatnslitir
í Lóuhreiðri
STEINVÖR Bjarnadóttir heldur
sýningu á vatnslitamyndum sínum
næsta mánuðinn í Lóuhreiðri,
Kjörgarði. Myndefnið er náttúra
íslands.
Morgunblaðið/Golli
• •
Sýningn Onnu
að ljúka
MYNDLISTARSÝNINGU Önnu
Leósdóttur í Ráðhúsi Reykjavíkur
lýkur í dag, miðvikudag. Á sýn-
ingu Önnu, sem er sjálfmenntaður
listmálari, era 43 nýjar vatnslita-
myndir en þema sýningarinnar er
Börn sem era öðravísi en era jafn-
framt okkar bestu kennarar.
Gunnar
Gunnarsson
Hin dulmagnaða
Matthildur
KVIKMYNPIR
Stjörnubíó
MATTHILDUR
„MATHILDA“ ★ ★ ★
Leikstjóri: Danny DeVito. Handrit:
Robin Swicord og Nicholas Kazan
eftir sögu Roald Dahl. Aðalhlutverk:
Danny DeVito, Rhea Perlman, Mara
Wilson, Pam Ferris og Embeth
Davidtz. Tri Star. 1996.
MATTHILDUR er engin venju-
leg stúlka. Og foreldrar hennar
engir venjulegir foreldrar. Þeir
gleyma henni úti í bíl þegar þeir
koma með hana af fæðingardeild-
inni. Þannig hugsa þeir um hana.
Hún lærir fljótt að bjarga sér sjálf
eða frá tveggja ára aldri enda for-
eldrarnir of uppteknir við að stunda
afar vafasöm bílaviðskipti eða spila
í bingó eða bara horfa á sjónvarpið,
til að hugsa nokkuð um hana. Hún
les heilt bókasafn áður en hún
kemst á skólaaldur og að auki þjálf-
ar hún með sér yfirnáttúrulega
hæfileika sem koma henni mjög í
góðar þarfir þegar hún þarf að eiga
við skólastjórann frú Frenju. Það
er enginn smá skólastjóri og skólinn
hennar gæti vel átt heima í drunga-
legri Dickens-sögu.
Barnamyndir eru misjafnar að
gæðum eins og hefur sýnt sig í
bíóúrvalinu að undanförnu en það
er óhætt að mæla með Matthildi
fyrir börn á öllum aldri (þau yngstu
gætu þó orðið hræddari við hina
ofboðslega forljótu Frenju en gott
þætti). Myndin er bráðskemmtileg
og fjörug og það sem best er, fram-
leg og sérstök og ólík þeim væmnu
sykursætindum sem amerískar
barnamyndir yfirleitt eru. Hún talar
aldrei niður til barna heldur talar
mál þeirra í ótta og gleði og býður
upp á ósvikinn ævintýrablæ í frá-
sögn af óvenjulegri baráttu góðs
og ills, sem kristallast í mjög svo
spennandi samskiptum hinnar ótta-
legu Frenju og úrræðagóðu Matt-
hildar.
Danny DeVito er framleiðandi
og leikstjóri og fer með eitt aðal-
hlutverkið en leikstjórnarstíllinn
minnir á eina af fyrri myndum
hans, Hentu mömmu af lestinni.
Hann er leikinn við að blanda sam-
an gamansemi, sem einkennist
mjög af svörtum húmor, og hroll-
vekju í bragðmikinn kokkteil. Það
er ósvikinn húmor í lýsingunni á
foreldrum Matthildar og ádeila á
afskiptaleysi foreldra, heiladrep-
andi sjónvarpsgláp þeirra og blinda
efnishyggju á kostnað eðlilegs fjöl-
skyldulífs og raunverulegrar vænt-
umþykju; Matthildur skiptir þau
minna máli en hallærislegur sjón-
varpsþáttur. Allt er þetta einkenn-
andi fyrir fyrri helming myndar-
innar. í þeim seinni kemur Frenja
til sögunnar og breytir þá myndin
um stíl og verður spennandi og
hrollvekjandi en samt alltaf gam-
ansöm lýsing á átökum Frenju, sem
gerð er að raunverulegu skrímsli
er minnir helst á grameðlu eða
eldspúandi dreka, og Matthildar
er hræðist ekkert, búin sínum yf-
irnáttúrulegu hæfileikum. Maður
fær á tilfinninguna að Matthildur
sé svona sterk og ákveðin og yfir-
burðagreind af því hún er þetta
fátíða fyrirbæri sjónvarpsaldar,
bókaormur.
Leikur allur er með mestu ágæt-
um en sérstaka athygli vekur Em-
beth Davidtz í hlutverki skólastjór-
ans agalega sem er fyrrum ólympíu-
meistari í sleggjukasti og munar
ekki um að sveifla krökkunum í
kringum sig. Myndin er byggð á
sögu eftir Roald Dahl sem komið
hefur út á íslensku og hefur um-
hugsunarverðan boðskap að flytja
um samskipti foreldra og barna sem
ekki veitir af að hamra á nú á tím-
um. Hann er einfaldur: Slökkvið á
sjónvarpinu og takið fram bækurn-
ar.
Arnaldur Indriðason
Málverkauppboð
hjá Gallerí Borg
GALLERI Borg heldur málverka-
uppboð í Gullhömrum, húsi Iðnaðar-
mannafélagsins, Hallveigarstíg 1,
fimmtudaginn 19. desember kl.
20.30. Boðin verða upp um 80
myndverk, þar á meðal jórjár mjög
stórar ljósmyndir eftir Olaf Magn-
ússon, Gullfoss, Hestamenn og Al-
mannagjá, sem koma úr eigu
dönsku konungsfjölskyldunnar.
Einnig verða boðnar upp myndir
eftir listamenn á borð við J.S. Kjar-
val, Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns-
son, Þorvald Skúlason, Gunnlaug
Blöndal, Snorra Arinbjarnar, Jó-
hann Briem, Mugg, Jón Engilberts,
Jóhannes Geir, Karólínu Lárasdótt-
ur, Svavar Guðnason, Hafstein
Austmann, Tolla og Þorbjörgu
Höskuldsdóttur.
Jafnframt verður boðið upp stórt
olíumálverk eftir Kristínu Jónsdótt-
ur, sem var málað á Akureyri árið
1920, og sýnt á íslensku sýning-
unni á Charlotteborg í Kaupmanna- ,
höfn 1927, auk fimmtán handunn-
inna persneskra teppa.
Uppboðsverkin verða sýnd í dag, |
miðvikudag, kl. 12-22 og á morg-
un, fimmtudag, kl. 12-18.