Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Unnar Arnórs- son var fæddur í Reykjavík 14. maí 1959. Hann lést af slysförum hinn 11. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans, sem bjuggu á Bjarmalandi í Breiðdalsvík, eru Arnór Karlsson frá Skarði í Breiðdal og kona hans Sigurbjörg Guð- mundsdóttir frá Þvottá í Álftafirði. Eldri bróðir Unn- ars er Eyþór búsettur í Hval- firði. Unnar fluttist fjögurra ára með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Hann tók gagn- fræðapróf á Sauðárkróki og nam bifvélavirkjun og síðar vélvirkjun hjá Atla hf. á Akur- eyri. Að morgni dags barst okkur fregnin af slysi um borð í Þorsteini á miðunum fyrir austan land. Skarð var höggvið í hóp okkar duglegustu og bestu starfsmanna. Almættið hafði tekið til sinna ráða án þess að nokkur fengi við ráðið. Og enginn ' er samur eftir. Unnar Amórsson hóf störf hjá Samherja fyrir tæplega átta árum, þá sem vélamaður á Akureyrinni. Hann hafði einstakt lag á öllu við- komandi vélum til fískvinnslu og sá um viðgerðir og viðhald á þeim. Hann átti að baki nám í bæði bif- véla- og vélvirkjun og þekkingin sem hann þannig aflaði sér reyndist hon- um gott veganesti í lífinu. En það voru þó mannkostirnir sem fyrst og fremst gerðu hann jafnfarsælan í AStarfi og raun bar vitni. Hann var harðduglegur, reglusamur og trúr öllum þeim_ verkefnum sem honum voru falin. í apríl á þessu ári skipti hann um skiprúm hjá Samheija og hóf störf á Þorsteini. Fagmennska einkenndi störf hans, hann gerði aldrei minni kröfur til sjálfs sín en annarra og bar hag fyrirtækisins fyrir bijósti. Sjómennskan er um margt óvenjulegt starf og henni fylgir vinnutilhögun sem ekki hentar öllum. í starfinu skiptast á langar útiverur og löng frí. Sumir vilja hafa reglulegan vinnutíma í sínum störf- um á meðan öðrum fellur betur að Unnar hóf búskap með Hugrúnu Magnúsdóttur 23. mars 1979 og bjuggu þau fyrsta árið á Sauðárkróki en fluttust síðan til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Unn- ar og Hugrún gengu í hjónaband 23. mars 1991. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Tinnu, sem er 14 ára, og Brynju, sem er fimm ára. Unnar stundaði sjómennsku með hléum frá 17 ára aldri en á árinu 1989 réðst hann til Samherja hf. og starf- aði þar óslitið síðan, lengst af sem Baader-maður. Útför Unnars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vinna í lotum og eiga síðan góða hvíld á milli. Unnar var stoltur fag- maður og góður sjómaður og það virtist sem honum félli sjómennskan vel. Fríunum eyddi hann með fjöl- skyldunni og heimili þeirra hjóna og dætranna tveggja er einstakt. Það kom ekki á óvart þegar þau fengu sérstök verðlaun frá bæjaryfirvöld- um fyrir garðinn sinn. Allt í kringum þessa fjölskyldu ber vott um snyrti- mennsku, einhug og fagurt líf. Við höfum alltaf vitað að sjómennskan er ekki hættulaust starf og haflð við strendur íslands tekur sinn toll. Skip og áhafnir Samherja h’afa í gegnum árin átt láni að fagna og ekki orðið fyrir stóráföllum. Nú hefur okkur öllum verið greitt þungt högg, eng- um þó eins og litlu samhentu fjöl- skyldunni í Þorpinu á Akureyri. Enginn skilur hvers vegna. Hugrún, Tinna pabbastelpa og Brynja, þetta eru erfiðir tímar. Við sendum ykkur og öllum ykkar að- standendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum almáttugan guð að vernda ykkur. Þorsteinn Már, Þorsteinn og Kristján. Sú harmafregn barst nú á miðri aðventunni að vinur minn Unnar hefði látið líflð af slysförum við vinnu sína á hafi úti. Jólaljósin sem áður lýstu svo skært blikna og dökkur skuggi sorgarinnar leggst yfír eins og þykk voð, hugurinn leitar til ástvina hans og minning- arnar streyma fram. Unnar hafði til að bera einstak- lega marga og góða kosti sem urðu hans aðalsmerki við nánari kynni, heilsteyptur og traustur svo af bar, hlýlegur og ljúflega gamansamur svo að sérstaklega gott var að vera í návist hans. Umfram allt annað var hann þó góður eiginmaður og yndislegur faðir. Nú þegar leiðin með Unnari er á enda og komið er að lokum er ég þakklát fyrir samfylgdina og það að hafa fengið að kynnast svo góð- um manni. Mínar kæru vinkonur Hugrún, Tinna og Brynja, hugurinn dvelur hjá ykkur, ég vona að góð öfl og minningin um einstakt ljúfmenni styrki ykkur í sorginni. Ragna Eysteinsdóttir. Félagi okkar, Unnar Arnórsson, er fallinn frá, horfinn burt úr áhöfn sem var að mótast og tilbúin að tak- ast á við ný verkefni. Þorsteinn EA er nýlega kominn í rekstur Sam- heija og því nýr starfsvettvangur fyrir okkur alla. Flestir úr áhöfninni hafa unnið á öðrum skipum fyrir- tækisins um árabil og þekkjast því mjög vel og átti það einnig við um Unnar. Hann hafði verið í nokkur ár á Akureyrinni þar sem hann hafði umsjón með fiskvinnsluvélum skips- ins og fórst það vel úr hendi, enda lærður vélvirki. Hann var góður verkmaður, duglegur og samvisku- samur. Það var á vordögum sem Unnar kom í áhöfn Þorsteins og nýlega hafði hann orð á því að tilbreytingin væri góð og undi hann hag sínum vel. Um leið og við kveðjum góðan félaga þökkum við þann tíma sem hann var einn af hópnum. Hugrúnu, dætrum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja þau. Missir ykkar er mikill en eftir stendur minning um góðan dreng. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Áhöfn Þorsteins EA. ___________MINIMIIMGAR UNNAR ARNÓRSSON GUÐLAUG ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðlaug Ósk Guðmundsdóttir fæddist í Innri- Fagradal 24. febr- úar 1913. Hún and- aðist á St. Frans- iskusspítalanum 15. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 22. nóvember. Á æskuárum sín- um giftist Guðlaug Jóhannesi Guðjóns- syni verslunarmanni í Stykkishólmi. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Hólmfríður, f. 10.8. 1939, d. 29.5. 1942; Guðmundur Sigurður Sturla, f. 13.7. 1945, d. 7.3. 1962 í Reykjavík, en þar var hann við nám í Kennaraskólanum; Sigurborg Þóra, f. 10.5. 1948, gift og búsett i Englandi; Karvel Hólm, f. 10.10. 1952, giftur og býr í Stykkishólmi; Sturlaug Rebekka Rut, f. 30.9.1956, gift og búsett í Nígeríu. Bróðir Guðlaugar, sem henni var mjög kær og annaðist hana vel í veikindum hennar, er Kjartan Guðmunds- son, Stykkishólmi. Þó seint sé langar mig með nokkr- um orðum að minnast minnar kæru trúsystur og frænku Guðlaugar Ósk- ar Guðmundsdóttur. Hún var mér mikið kær og ég lofa Guð fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Hún . var falleg og myndarleg kona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Á . besta æviskeiði sínu mætti hún Jesú ; Kristi sem lifandi upprisnum frels- : ara. Hann kallaði hana til fylgdar ■ við sig. Hún stóð skjótt upp og fylgdi honum, tók niðurdýfíngarskím og gekk í Hvítasunnusöfnuðinn og þráði j það eitt að lifa Guði til dýrðar og , vera honum trú. Hún var mikil bæna- kona, hún bað fyrir ástvinum sínum, íslensku þjóðinni og öllu sem Guð lagði henni á hjarta. En sérstaklega bað hún mikið fyrir æskulýð íslands því Guð hafði á sérstakan hátt lagt það á hjarta hennar. Guð gefí ís- lensku æskunni náð að gefa Jesú Kristi æskuár sín því það er yndisleg sjón að sjá æskuna á knjám í bæn. Og fylgja svo Jesú allan æviveginn því það er hamingjuvegurinn, Jesús Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Jesús er vegurinn heim til hinnar himnesku borgar. Stundum kom Guðlaug heim til mín. Þá vildi hún vakna snemma til að lofa Guð. Það voru oft dásamleg- ar náðarstundir. Hún bað fyrir ást- vinum sínum, landinu okkar, fjörðum og dölum, borgum og bæjum, hún bað um meiri helgan hreinleik og náð. Þú sem lest þessar línur, kom þú til Jesú og gefðu honum allt þitt hjarta, það er hann sem gefur sanna gleði í hjarta og himneskan frið. Hann gaf sitt líf svo við fengjum líf, hann leið og þjáðist vegna okkar, hann er sá tryggasti og besti vinur sem til er. Hann elskar þig. Kæru aðstandendur Guðlaugar, ég bið Guð að styrkja ykkur og blessa og gefa okkur öllum náð og við fáum að mætast heima hjá Jesú, þar sem engin sorg er neyð, eða sjúkdómar, þar er eilíf sæla í örmum Jesú fyrir þá sem trúa á Jesúm Krist, Guðs eingetinn son. Það stendur í Guðs orði að þar er svo mikil dýrð, það hefur ekki eyra heyrt né auga séð eða í nokkurs manns huga komið slík dýrð sem á okkur mun opinbe- rast, allt það sem Guð fyrirbjó þeim er elska hann. I Opinberunarbókinni 22,4 stendur: „Og þjónar hans munu honum þjóna og þeir munu sjá ásjónu hans og nafn hans mun vera á ennum þeirra." Sælir eru þeir sem í drottni eru dánir. Guðlaug hefur varðveitt trúna, fullkomnað skeiðið. Og nú er henni geymdur sveigur réttlætisins og kóróna eilífs lífs. Elsku Guðlaug, hjartans þökk fyr- ir kærleik þinn til mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna Guðrún Jónsdóttir. Bergsteinn, 16 ára, vann Rússann SKAK íþróttahúsiö við Strandgötu í liafnarfirði 2. GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ 13.-21. desember. Teflt kl. 17 virka daga. Aðgangur ókeypis. DANINN Bjarke Kristensen náði forystu með sigri á Guðmundi Gíslasyni í fjórðu umferð. Berg- steinn Einarsson sigraði stiga- hæsta keppandann á mótinu, Rúss- ann Alexander Raetsky. Það gekk ekki ekki vel hjá ís- lendingunum á toppn- um, en Englendingarn- ir bættu stöðu sína. Andrew Martin vann Kristján Eðvarðsson og Bragi Þorfinnsson lék niður vænlegu tafli gegn Matthew Turner og tapaði. Kristensen hefur þijá og hálfan vinning af fjórum mögulegum, en í öðru til sjöunda sæti eru þeir Berg- steinn Einarsson, sem aðeins er 16 ára gam- all, Guðmundur Gísla- son, Jón Garðar Við- arsson, Martin, Turner og Thomas Engquist, Svíþjóð. Áf skákinni við Rússann Raetsky að dæma er Bergsteinn í hraðri framför um þessar mundir. Þessi geðþekki Rússi, sem er stærðfræð- ingur að mennt, hefur orðið fyrir því að íslenskir andstæðingar hans hafa teflt af miklu meiri styrkleika en lág stig þeirra gefa til kynna. Hvítt: Bergsteinn Einarsson Svart: Raetsky, Rússlandi Móttekið drottningarbragð 1. d4 - d5 2. c4 - dxc4 3. Rf3 - Rf6 4. e3 - e6 5. Bxc4 - c5 6. 0-0 - a6 7. De2 - b5 8. Bb3 - Bb7 9. a4 - Rbd7 10. axb5 - axb5 11. Hxa8 — Dxa8 12. Rc3 - b4 13. Rb5 - Db8 14. e4 - cxd4 15. Rbxd4 - Bd6 16. Hel - e5?! 17. Rf5 - 0-0 18. Rg5 - Bc5 19. Dc4! SJÁ STÖÐUMYND Byijunin hefur misheppnast hjá Rússanum og nú getur hann ekki Sterkara var 21. Dd3 með vinn- ingsstöðu á hvítt. Nú réttir svartur aðeins úr kútnum. 21. - Bxe3 22. Hxe3 - Hc8 23. Dfl - Rxe4 24. Dbl!? Leggur laglega gildru: 24. — Rd2? 25. Re7+! - Rxbl 26. Rg5+! Og svartur get- ur aðeins valið á milli 26. - hxg5 27. Hh3 mát og 26. —Kh8 27. Rg6 mát. Rússinn átti nú aðeins rúmlega mínútu eftir á 17 leiki, en tókst samt að forð- ast þetta. 24. - Dc7 25. Hel - Dc5 26. Re3 - g6 27. Be6 - Hc7 28. Rd8! - Rdf6? 29. Rxb7 - Hxb7 30. Bd5! - Rd2 31. Dd3 - Hd7 32. Dxd2 - Rxd5 33. Rg4 og Raetsky féll á tíma í þessari vonlausu stöðu. Kasparov og ívantsjúk efstir Indveijinn Anand tapaði á mánu- dagskvöldið fyrir Rússanum Vlad- ímir Kramnik á stórmótinu í Las Palmas á Kanaríeyjum. Þar með féll Anand úr efsta sætinu en þeir Gary Kasparov, heimsmeistari PCA og Vasílí Ivantsjúk, Úkraínu, tróna á toppnum. í sjöttu umferðinni hafði Kasparov hvítt gegn Búlgar- anum Topalov en varð að láta sér nægja jafntefli. Skák ívantsjúks við Karpov, FIDE heimsmeistara, var snubbótt, sá fyrmefndi fómaði manni strax í fjórtánda leik til að þráskáka. Stórmeistarajafntefli varð því niðurstaðan. Eftir er að tefla fjórar umferðir á mótinu. Ritskoðun íþróttadeildar RÚV Það hefur vakið athygli margra Bergsteinn Einarsson 2. Guðmundar Arasonar mótið, Hafnarfiröi, 13.-21, des. Nafn Titill Land Stig 1. 2. 3. 4. Vinn. Röð Alexander Raetsky AM RÚS 2455 llé 0 11 1<4 04° 2 14.-18. Anqus J. Dunniqton AM ENG 2450 % 14 y,,! 110 21/2 8.-13. Andrew Martin AM ENG 2425 y,u 1 áó y,10 1,B 3 2.-7. MatthewTumer AM ENG 2425 o1i 1 116 144 3 2.-7. Bjarke Kristensen AM DAN 2420 T*" y. 1i ~T4r 1" 3 1/2 1. Albert Blees AM HOL 2415 141 1 13 o11 TT7- 2 1/2 8.-13. Bruno Cariier AM HOL 2380 1 0 ié 1 V, 6 2 1/2 8.-13. Thomas Enqqvist AM svl 2375 129 1 22 ~ýír 3 2.-7. Jón Garðar Viðarsson FM ISL 2360 119 % 2i 1 y,8 3 2.-7. Sævar Bjamason AM fSL 2285 v,30 1 ’A5 o2 2 14.-18 Guðmundur Gislason FM ISL 2285 1 M 11 1S 0* 3 2.-7. Björqvin Víqlundsson ÍSL 2280 12' % 9 09 o21 1 1/2 19.-23. Braqi Halldórsson ISL 2270 o 44 1 24 O54 1 “ 2 14.-18. Jón Viktor Gunnarsson ÍSL 2250 y,1 % 2 o1 1 1/2 19.-23. Áskell Öm Kárason ISL 2245 1 0 6 ’/,5 1 25 2 1/2 8.-13. Arnar E. Gunnarsson (SL 2225 o1 1 2é 0* 'AU 1 1/2 19.-23. Einar Hjatti Jensson ISL 2225 y,2 0 1U O52 y,l‘ 1 24.-28 Kristján Ó. Eðvarðsson ISL 2200 1 1 y y,* 0 3 2 1/2 8.-13. Heimir Asgeirsson ISL 2185 o9 1 27 o' 12S 2 14.-18. Bergsteinn Einarsson ISL 2175 0* 1 29 113 1’ 3 2.-7. Torfi Leósson ISL 2170 oé % 28 125 112 2 1/2 8.-13. Bragi Þorfinnsson ISL 2155 115 0 é 1 n o4 2 14.-18. James Burden BNA 2125 o24 0 4 o2' 1 24.-28. Susanne Berq FM svl 2100 0<! 0 13 >hrl TT^ 1 24.-28. Einar K. Einarsson ISL 2100 1 % 9 o5 o,s 1 1/2 19.-23. Jóhann H. Ragnarsson ÍSL 2100 0H' 0 16 0 19 1/2 29.-30. Bjöm Þorfinnsson ÍSL 2065 04i 0 19 y,4- 0 23 1/? 29.-30. Þorvarður F. Ólafsson ÍSL 1905 0 7 y. 21 0 vsn 1 24.-28 Stefán Kristjánsson ISL 1850 0* 0 2ó TT^ y,u 1 24.-28 Davíð Kjartansson ÍSL 1785 y,’° 0 3 1 24 o13 1 1/2 19.-23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.