Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Halldór DRENGJAKÓR Laugarneskirkju ásamt Friðriki S. Friðrikssyni og Signýju Sæmundsdóttur. Nú gjaldi Guði þökk TONLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Drengjakór Laugarneskirkju undir stjóm Friðriks S. Friðrikssonar flutti erlend og íslensk jólalög. Einsöngv- ari: Signý Sæmundsdóttir. Undirleik- ari: Gunnar Gunnarsson. Sunnudag- urinn 15. desember, 1996. MARGT er það á sviði tónlistar, sem enn hefur ekki numið hér land og var drengjakór til skamms tíma eitthvað sem marga dreymdi um en enginn náði að koma á laggirn- ar. Drengjakór Laugarneskirkju er nú að hefja sjöunda starfsár sitt og það er nokkuð vist, að kór- inn er orðinn fyrirtæki, sem mjög líklega á sér framtíð. Það er starf- andi Scola cantorum, undirbún- ingsdeild fyrir yngstu félagana, aðalkór og með samstarfi við eldri söngfélaga, verður væntanlega til- tækur blandaður kór. Það kostar fjármuni að halda úti slíkri starf- semi en um það bil hundrað aðilar styrkja starfsemi kórsins. Vonandi verður kórnum tryggður starfs- vettvangur og vist er að litla kirkj- an í Laugarnesi hefur stækkað, því umfang starfseminnar hefur dregið til sín drengi og foreldra úr örðum sóknum. Kór er góð uppeldisstofnun og er ekki síður mikilvægt, í öllu poppgarginu, að börnin læri að syngja Guði og tigna hann með fögrum og innihaldsrik- um söng. Tónleikarnir hófust með inn- göngu söngvaranna, er sungu Alta Trinita og var Krossinn borinn fyr- ir göngunni. Þessi lofsöngur til hinnar heilögu þrenningar, er trú- lega um það bil 500 ára gamall en býr yfir þeirri trúarfegurð, sem upphefur allan mannlegan tíma. Bæði sakir fegurðar tónmálsins og fagurlega mótaðs söngs ungmenn- anna, voru fallegustu söngatriði tónleikanna, Alta Trinita, Jól, eftir Jórunni Viðar og Stefán frá Hvíta- dal og sérlega fagur þrísöngur Jóns Emils Guðmundssonar, Þorkels Sigurbjömssonar og Hrafns Dav- íðssonar í lagi Mozarts, í dag er glatt í döprum hjörtum. í verkunum eftir J.S. Bach, Will- iam Byrd, G.Ph. Telemann og Fr. Durante, vantaði þá raddlegu kyrrð, sem nauðsynleg er fyrir fjöl- radda tónlist, til að raddimar hljómi saman og tónstaðan verði eðlileg. Þetta er fleirum vandamál, jafnvel fullþroskuðu söngfólki og eitthvað sem vert er að glíma við, til mennt- unar og þjálfunar, sem hlýtur að vera eitt af megin markmiðunum í þjálfun ungra söngvara. Annað atriði, sem vert er að gaumgæfa, er skiptisviðið, sem kom nokkrum sinnum í ljós hjá kórnum í heild. Að tengja saman lág- og hásviðið er vandamál og kom það að nokkru fram í sérlega fallegum söng Hrafns Davíðssonar, að hann náði ekki fyllilega að brúa þetta svið í laginu Einu sinni í ættborg Davíðs, en að öðra leyti var einsöngur hans mjög góður. Þá var fjórsöngur í lagi Eyþórs Stefánssonar nokkuð góður, þó tónstaðan væri á köflum nokkuð óviss. Signý Sæmundsdóttir söng með kórnum Panis angelicus, eftir C. Frank, Ó helga nótt, eftir A. Adam og Ave Maria, eftir Sigvalda Kaldal- óns og féll einstaklega vel að söng drengjanna. Raddsetning drengja- raddanna í Ave María, eftir Kaldal- óns, var ekki vel passandi við lagið og vann á móti því að nokkra. Umritanir geta verið vandamál en ekki er þess getið í efnisskrá, hver vann það verk. Með kómum léku Lovísa Fjeldsted, Martial Nardeau, Peter Thompkins, Ásgeir H. Stein- grímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Gunnar Gunnarsson, er jók mjög á hátíðleik tónleikanna. Drengjakór Laugarneskirkju er á góðri leið með að verða frábær kór og sú nýbreytni að kalla til samstarfs eldri félaga, eykur möguleika kórsins varðandi val við- fangsefna. Laugarneskirkju er ósk- að til hamingju með framlag kirkj- unnar og starfsmanna hennar um fagurmótandi uppeldi á sviði tón- listar og trúar. Tónleikunum lauk með sálminum Nú gjaldi Guði þökk, sem kór og tónleikagestir sungu saman, við skemmtilegan undirleik hljóðfæraleikaranna. Jón Ásgeirsson -------------------------- j. Van der Post látinn • SUÐUR-afríski rit- höfundurinn og læri- meistari Karls Breta- prins, Sir Laurens van der Post, er lát- inn, níræður að aldri. Lést van der Post tveimur dögum eftir að ætlunin var að halda upp á níræðis- afmælið en hætta varð við veisluhöldin á síðustu stundu vegna veikinda af- mælisbarnsins. Van der Post ávann sér heims- frægð á sjötta áratugnum fyrir bók sína um Afríku „The Lost World of the Kalahari" (Horfinn heimur Kalahari), bók um lif búskmanna í Kalahari-eyðimörk- inni. Alls skrifaði van der Post 26 bækur, flestar um menningu Afríku en hann náði einnig að skrifa hluta ævisögu sinnar, sem út kom fyrr á þessu ári. Þar segir hann frá dvöl í fangabúðum Japana á Jövu i heimsstyrj- öldinni síðari, en þá barðist van der Post með Bretum. Van der Post var góður vinur Karls ríkisarfa Bretlands og glæddi áhuga prinsins á menningu þjóða utan Evrópu, á trúarbrögðum og líf- rænni ræktun, svo fátt eitt sé nefnt. Van der Post var ötull baráttumaður gegn að- skilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og var fyrsta bók hans, „In a Province" jafnframt ■ fyrsta bókin sem Suður-Afríku- maður skrifaði gegn aðskilnaði hvítra og svartra. Morgunblaðið/Þorkell SVERRIR Geirmundsson í nýja sýningarsalnum. ! ! i I I Innskot í tilveruna LISTÞJÓNUSTAN hefur opnað nýj- an sýningarsal á Hverfísgötu 105, annarri hæð. Er reksturinn í höndum Sverris Geirmundssonar en fyrsti listamaðurinn sem sýnir í salnum er Gunnar Örn. Sverrir hefur rekið Listþjón- ustuna, sem sérhæfír sig í alhliða þjónustu fyrir . myndlistarmenn, í hálft þriðja ár. í haust þótti honum mál til komið að færa sig upp á skaft- ið og setti því sýningarsal á laggim- ar. Hefur hann tímabundið hlotið nafnið Innskot í tilveruna og er ætl- að að vera vettvangur fyrir listamenn sem vilja koma list sinni á framfæri, auk þess sem Listþjónustan tekur að sér umboðssölu. Þrátt fyrir að sýningarsalir á höf- uðborgarsvæðinu hafí hver á fætur öðrum lagt upp laupana að undan- förnu horfir Sverrir björtum augum til framtíðar. „Listþjónustan gengur prýðisvei og sýningarsalurinn er í rauninni ekkert annað viðbót við þá starfsemi sem fellur að öliu leyti vel að henni.“ Á sýningu Gunnars Amar, sem kallast Örveruverar, eru níu lítil málverk sem hæfa, að sögn Sverris, þessari litlu sýningaraðstöðu. Lýkur henni á Þorláksmessu. Sýningarsalur Listþjónustunnar er opinn virka daga frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18, lokað á mánudögum. I I I i Rómantísktjólabarokk TÓNLIST Gerðarsatn KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Domel, de Boismortier, Marin Marais, Clérambault, Dela- vigne og F. Couperin. Camilla Söder- berg, blokkflautur, Peter Tompkins, barokkóbó; Martial Nardeau, Guð- rún S. Birgisdóttir, barokkflautur; Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, gamba; Elín Guðmundsdóttir, semball. Lista- safni Kópavogs, mánudaginn 16. desember kl. 20:30. UPPHAFSSTEFNAN er farin að hreiðra um sig á íslandi. Þegar flytj- endur eldri tónlistar - þ.e. eldri en vínarklassík (þó að m.a.s. Dvorák ku hafa fengið að kenna á upphafs- stefnu í seinni tíð úti í hinum stóra heimi) mæta ekki aðeins með forn og framstæð barokkhljóðfæri upp á arminn, heldur draga seiminn „kjökrandi sem móðursjúkir kjöltu- rakkar" eins og ónafngreindur and- stæðingur orðaði það og átti sér- staklega við klukkudýnamíkina svo- kölluðu (upp í styrk og bratt niður aftur á löngum tónum), má fara að draga ályktanir. Því þó að vissu- lega séu til sagnfræðilegar vísbend- ingar um slíkan flutningsmáta áður fyrri, er það ekki síður staðreynd, að á síðustu 15 áram eða svo er upphaflegur flutningsmáti orðinn svo einráður um túlkun á eldri tón- list, að hann er ekki lengur aðeins tizka, heldur liggur við að hann sé orðinn að átrúnaði. Það skyldi enginn vefengja til- vistarleyfi þess sjónarmiðs að nauð- synlegt sé, eða alla vega fróðlegt, að reyna að komast sem næst því hvernig tónlistin hljómaði á tilurð- artíma. En eftir stendur spurningin, hvort þar með sé allt fengið - eink- um þegar tónverkið er af þeim kalí- ber að hafið verður yfír tíma og rúm. Því þegar það á við, má nefni- lega eins spyija á móti, hvort verk- ið verðskuldi ekki að verða leikið eins vel og tök eru á, hvort sem telja megi sagnfræðilega kórrétt eður ei. Þessar hugsanir þvældust fyrir manni á athyglisverðum tónleikum ofangreindra sexmenninga í Gerð- arsafni Kópavogs sl. mánudags- kvöld. Því þó að margt væri mjög vel gert, þá leiddi téð bókstafstrú í einstaka tilvikum til ýkna sem höfðu beinlínis deprandi áhrif á flutninginn: trufluðu jafnvægi milli radda, inntónun og jafnvel ryt- mískt samspil. Og þegar settar eru á oddinn í þeim mæli, hætta niður- stöður tónvísindamanna að vera trúverðugar, enda getur útkoman þá í versta falli orðið beinlínis ómúsíkölsk. En trúlegast verður ekki hjá skeinum komizt, þegar teknar eru upp fornar spilaaðferðir, sama hversu vel menn eru menntaðir á nútímahljóðfæri. Oft verður að byrja frá grunni, líkt og heyra mátti í margri upphafsspila- mennskunni fyrir 20 árum, þegar stefnan var að slíta barnsskónum, og hneit þá margt vindhöggið sem ekki heyrist lengur í dag. Svipað er trúlega uppi á teningnum hér og nú; íslenzkir hljómlistamenn eru tiltölulega nýbyijaðir á forneskj- unni og eiga þar að auki ekki þess kost að geta helgað sig fornmúsík alfarið. Menn þurfa að lifa, og sam- anburður við sérhæfingarmögu- leika stærri aðstæðna ytra því ekki með öllu sanngjarn. Því virðingarverðari mætti á sinn hátt kalla viðleitnina sem gat að heyra umrætt mánudagskvöld, og satt bezt að segja var margt ljómandi vel leikið og undirtektir eftir því góðar. Sömuleiðis var einkar þakkarvert að fá að kynn- ast verkum franskra barokkmeist- ara sem burtséð frá Couperin hafa verið næsta fáheyrðir hér um slóð- ir til þessa. Allir höfundar höfðu eitthvað ferskt fram að færa, og ( slagaði tilfinningahitinn stundum jafnvel upp í örgustu rómantík, ‘ enda þótt flugið hæfist fyrst fyrir I alvöru með svítu V í e-moll eftir gömbumeistarann Marin Marais; kannski ekki sízt fyrir merkjanlega betri samstillingu, þegar hljómlist- armenn tóku að hitna. Meðal þess sem „sat“ hvað bezt var Sónata Clérembaults, „La Magnifique," sér í lagi loka-allegróið. Dúett óbós og blokkflautu í Blómasvítu Dela- f vignes, „Les Fleurs“ var afar sam- ( taka og þokkafullur, og spila- . mennskan náði viðeigandi há- ' punkti í þáttunum úr bálki fyrir allan hljóðfærahópinn eftir Franco- is Couperin hinn mikla, „Les Nati- ons“ frá 1726, sem geislaði af snarpri gallískri andagift, mest í tilbrigðunum um gefna hljómaröð, „Chaconne ou [sic] Passecaille". Mátti þar af gruna, að margt fá- gæti fleira leynist í tónmenntasjóð- um Frakka frá dögum Loðvíkanna f XIV og XV sem vert væri að kynn- t ast nánar. Ríkarður Ö. Pálsson -4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.