Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 IUIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhann Ólafur Jónsson renni- smíðameistari var fæddur á Hróbjarg- arstöðum í Kol- beinsstaðahreppi, Hnappadalssýslu 17. september 1911. Hann lést á Hrafn- istu, Hafnarfirði, 10. desember síð- astliðinn. Foreldrar Jóhanns voru hjón- in Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 11. nóv. 1876, d. 12. mars 1958, og Jón Ólafsson, f. 18. júlí 1870, d. 7. júní 1953. Þau eignuð- ust fjóra syni: 1) Guðmund, f. 12. júní 1905, d. 22. nóvember 1923, 2) Steindór Árna, f. 9. apríl 1906, d. 10. ágúst 1930, 3) Jó- hann Ólaf, f. 17. sept. 1911, d. 10. des. 1996, 4) Guðbjart, f. 25. Tengdafaðir minn Jóhann Ólafur Jónsson er látinn. Langri og farsælli ævi mikils atorkumanns er lokið. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sín- ■ -p um til 10 ára aldurs en þá fluttist hann að Bjargi á Vatnsleysuströnd til móðurbróður síns Ingimundar Guðmundssonar og konu hans Ab- ígaelar Halldórsdóttur og hjá þeim dvaldi hann þar til hann var 16 ára, að hann flutti til foreldra sinna í Hafnarfiörð og hóf nám í rennismíði í Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Áranna á Bjargi minntist Jóhann með hlýju og þakklæti og sýndi hann fósturforeldrum sínum mikla ræktar- semi alla tíð. Hinn 15. október 1932 kvæntist ''fc'hann sómakonunni Kristjönu Júlíu Jónsdóttur sem lifir mann sinn og dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. Jóhann talaði oft um hvað hann hefði verið heppinn að ná í hana Sjönu sína, enda studdi hún dyggilega við bakið á honum í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og var ávallt til þjón- ustu reiðubúin. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Hafnarfirði og þar fæddust börnin þeirra fjögur. Heimili þeirra stóð allt- af opið gestum og gangandi, þar var oft mannmargt og veitt af mikilli rausn. Barnabörnin áttu þar líka ör- uggt athvarf og afi Jói átti auðvelt með að skilja og setja sig í spor unga fólksins. Enda sjálfur síungur ____í anda. í næstum 30 ár hef ég fengið að njóta vináttu og velviidar Jóhanns. Hann var góður og skemmtilegur maður sem var gaman að vera sam- vistum við. Þó að efst í hugann komi mynd af honum standandi við renni- bekkinn, en þar átti hann sennilega sínar bestu stundir, eru minningam- ar frá ferðalögum okkar um Evrópu einnig skýrar einkum vegna þess, hversu vel hann naut þess að upplifa eitthvað nýtt. Það einkenndi hann reyndar alla tfð hversu fljótur hann var að til- einka sér nýjungar og var til í að reyna nánast hvað sem var, saman- ber þegar hann ólmur vildi prófa fallhlífarstökk í Austurríki eins og „hinir strákarnir", þó kominn væri á áttræðisaldur. Reyndar sagði hann mér, ekki alls fyrir löngu, að það væri aðeins eitt sem hann gæti ekki fyrirgefið mér og það væri, að ég skyldi hafa stopp- að hann af við að fara í fallhlífina um árið. Síðustu mánuðir reyndust tengda- föður mínum þungir í skauti. Eftir hjartaáfall í haust og hratt versnandi heilsu var hvíldin kærkomin. Lífið verður tómlegra án hans. Eg þakka samfyigdina og bið Guð að vemda og styrkja tengdamóður mína. Helga Bjarnadóttir. Allt er breytingum háð. Hjól tímans snýst hratt. Lífið er hverfult. Það gefur og tekur. Byggir og brýt- ur niður. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eitt, sem skiptir miklu máli í mannlegri tilveru, er það að sept. 1914, d. 8. maí 1995. Jóhann kvæntist 15. okt. 1932 eftirlif- andi eiginkonu sinni Kristjönu Júlíu Jóns- dóttur, f. 28. okt. 1911. Þau eignuðust 4 börn, þau eru: 1) Jón Gunnar, f. 6. ágúst 1933, kvæntur Unni Jóhannsdóttur. 2) Guðjón Kristinn, f. 4. júní 1938, kvæntur Helgu Ól- afsdóttur. 3) Hjalti, f. 16. febr. 1944, kvæntur Helgu Bjarnadóttur. 4) Edda Kristín, f. 1. mars 1947, gift Kristni Fr. Jónssyni. Barnabörnin eru 10 og eitt barnabarnabarn. Útför Jóhanns Ólafs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kynnast öðru fólki, ekki síst góðrar gerðar. Vinnusömu, duglegu, traustu og ömggu, sem ekki er eitt í dag en annað á morgun. Fólki, sem má treysta á í blíðu og stríðu. Ekki spill- ir nokkur gamansemi, glettni og græskulaus kímni. Slíkar persónur em í sannleika salt og pipar daglegs lífs. I dag er til moldar borinn sá Hafn- fírðingur, sem ég hef haft mest, lengst og best kynni af svo og hans heimili frá því að ég fluttist til Hafn- arfjarðar og verið mér þar traust haldreipi í lífsins ólgusjó. Við emm báðir fæddir á árinu 1911. Sú árgerð er talin frambærileg og ekki alls varnað. Jafnvel nafnkunnir menn þar á meðal. Þessi maður er Jóhann Ólaf- ur Jónsson, vélvirki, sbr. Vélaverk- stæði með sama nafni að Reykjavík- urvegi 70, Hafnarfírði. Það er því stórt skarð fyrir skildi. Jafnaldri á brott vikinn, öðlingsmaður, sem mik- ill sjónarsviptir er að. Þá er ég sat hóf í tilefni af 80 ára afmæli hans á árinu 1991 lét ég þess getið að gaman gæti verið að eiga kost þess að samfagna honum á árinu 2001, þá er hann yrði 90 ára. Skömmu síðar greindi hann mér frá því, að þetta mundi farast fyrir, þar sem draumar segðu sér, að þann 7. júlí 1997 yrði hann ekki ofan fold- ar. Ég fór að miða við að þetta kynni að ganga eftir. En kallið kom aðeins nokkrum mánuðum fyrr. Jóhann gerði mér glögga grein fyrir því, að honum væri ekkert að vanbúnaði, hvenær sem kallið bærist. Hann var og trúmaður góður. Gat vel tekið undir með sálmaskáldinu, er það seg- ir: Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknar mildum föðurörmum þínum, og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halia mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Fyrstu kynni okkar bar að með eftirgreindum hætti. Á vordögum 1945 kom á bæjar- skrifstofurnar í Hafnarfírði maður einn í meðallagi hár. Svaraði sér vel. Kvikur í hreyfingum og allur hinn vasklegasti og vildi ræða við bæjarstjórann. Hann flutti erindi sitt af hógværð en þó nokkurri festu og leitaði eftir svörum. Þau þurftu nok- kurrar umhugsunar við. Efnið þann- ig vaxið. Afgreiðslan fordæmisgef- andi. Varð því að ræða málin lítið eitt. í því sambandi sagði Jóhann Ólafur, en sá var maðurinn, setn- ingu, sem ekki kom málinu beint við, nánast eins og skrattinn úr sauð- arleggnum, en hún var svo markviss og hnitmiðuð, að þetta vakti óskipta athygli mína og mér varð ljóst, að Jóhann þessi væri ekki allur þar sem hann væri séður. Hann leyndi greini- lega á miklum kostum. Það kom líka á daginn að svo var. Málið var af- greitt svo sem unnt var honum í hag. Oft voru þessi fyrstu kynni okkar til umræðu í tímans rás. Um svipað leyti urðu ég og fjöl- skylda mín grannar hans og fjöl- skyldu á Suðurgötu í Hafnarfirði. Fyrst tvö hús á milli. Síðar aðeins eitt. Þetta voru góðir grannar og þeirra var sárt saknað við flutning þeirra af þessari ágætu götu. Þá kom og greinilega í ljós, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur þó tengsl héldu góð áfram. Til þeirra hjónanna, Jóhanns og Sjönu var einkar gott að sækja og bömin hin ágætustu. Mín fjölskylda og Jóhanns höfum nú haft allgóð kynni um 51 árs skeið og þau margs konar. Eitt sinn þurfti ég í byrjun árs 1952 að vera fjarvistum í viku tíma. Þá gekk hið mesta fárviðri í Hafnarfirði. Kom þá fyrirgreiðsluvilji grannanna og framkvæmdir mínu heimili til handa svo frábærlega í ljós og ljúflega í té látið og vann sér þann orðstír, sem enn lifír og varir í minni. Þá höfum við Jóhann unnið saman að heyskap, setið í bekk í Hafn- arfjarðarkirkju og sungið sálma full- um hálsi eftir getu svo að eitthvað sé nefnt. Hann hefur og rétt mér og mínu heimili hjálpandi hönd til að halda hita í húsinu, þegar olíukynd- ing var við lýði. Þá hefur og hann jafnframt hörku vinnu sagt mjög skemmtilegar og fræðandi sagnir frá ýmsum tímum og greint frá hnytti- legum tilsvörum nafnkunnra manna og þetta flutt með einstökum frá- sagnarhætti. Jóhann var í farsælu hjónabandi. Kona hans Kristjana Jónsdóttir- Sjana - var hans hægri hönd í hví- vetna og studdi hann og efldi til dáða. Þau eignuðust 4 börn, 3 syni og eina dóttur. Synimir vinna allir við fyrirtæki föðurins. Börnin öll eru hin mannvænlegustu. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Jóhann var mikill framkvæmda- maður. Byggði sér hús oftar en einu sinni og breytti þeim. Vélaverkstæði hans á Reykjavíkurvegi 70 er glöggt dæmi um dugnað hans og atgervi. Hann var sívinnandi. Gekk þó ekki að öllu heill til skógar. Slíku var að sjálfsögðu vikið til hliðar. Hann vann við sína iðn fram yfír áttrætt. Fyrir 2 eða 3 árum festi hann kaup á íbúð á Naustahlein 21 við Hrafnistu DAS. Fyrir rúmu ári varð kona hans sjúklingur og dvelur nú á Sólvangi. Fyrir fáeinum mánuðum fluttist svo Jóhann að Hrafnistu DAS enda þrek að verða á þrotum. Hann fékk þar herbergið 412 á þeirri stofnun. Við ræddumst við í síma stöku sinnum og héldum þannig við lífrænum tengslum. En nú dró að leikslokum. Heilsa Jóhanns hafði um tveggja ára skeið ekki verið sem skyldi. Hann hélt þó fullri reisn. 3. des. fékk ég ábendingu um að nú hrömaði mínum manni allmikið. Sama dag fékk ég nafna og dótturson minn til að aka mér að Hrafnistu. Er á fjórðu hæðina kom stóð Jóhann í dyrunum á her- bergi sínu og ræddi við gesti. Hann kvaddi þá en við gengum síðan inn í herbergi hans og hófum að spjalla saman. Rifjuðum upp gamla atburði. Þeir voru honum í huga nærri og skorti ekkert á góða framsetningu. Hann greindi og frá orðatiltæki, sem ég kannaðist ekki við en veit að er í fullu gildi. Hann fylgdi mér án nokkurrar hjálpar fram að lyftudyr- unum. Þar kvöddumst við. Ég heyrði hann segja vistfólki er þarna var: „Ég á marga góða vini, sem muna eftir mér og líta til mín og þá verð ég ungur í annað sinn.“ I sömu mund opnaðist lyftuhurðin og leiðir skildu. En ég áttaði mig jafnframt á að þarna var verið að vitna í skáldið frá Fagraskógi, er það segir: Ungur í annað sinni eygi ég nýja vegi, fagna kyrrlátum kvöldum og komandi degi. Sú ósk flaug í hug minn Jóhanni Ólafí til handa, að hann mætti eign- ast mörg kyrrlát kvöld áður en nýr dagur heilsaði á öðrum vettvangi. Mér fannst heilsa hans þessa stund- ina benda í þá átt, að svo gæti orð- ið. Mennirnir bera fram sínar óskir en guð ræður. Um hádegi 10. desember hringdi síminn. Sonur Jóhanns var í símanum og sagði: „Pabbi andaðist um klukk- an 10 í morgun." „Er það nú komið svo,“ varð mér að orði og þótti tíð- indi þessi miður góð. Sá Hafnfírðing- ur, sem ég hafði haft mest og best samband við og var nokkrum mánuð- um yngri en ég, var nú fallinn frá. En að athuguðu máli var þetta hin besta lausn. Hann hefði ekki kært sig um að eldast lengur. Forsjónin er stundum farsæl í sínum ákvörðun- um. Jóhann Ólafur fékk lausn á góðri stundu. Árgerðin frá 1911 mætti þakka fyrir að hljóta sambærilega hvíld. Hér var góður maður genginn. Jóhann tilheyrði aldamótakyn- slóðnni, sem virti störfín og fomar dyggðir. Hann var einn þeirra, sem haldið hefur á lofti merki sérstaks dugnaðar athafna- og samviskusem- innar og aldrei slakaði á klónni. Slík- ir menn eru þjóðargersemi. Þá var hann og glettinn og gamansamur, orðhittinn og orðheppinn og frásegj- andi prýðilegur. Okkar þjóðfélag þyrfti að eiga sem flesta þannig svo að samfélaginu farnaðist vel um framtíð. Ég færi Jóhanni Ólafí mínar bestu þakkir fyrir frábær kynni og skemmtileg og alls konar fyrir- greiðslu fyrr og síðar. Ég sakna nú vinar í stað. Ég óska honum alls hins besta á löndum nýrrar tilveru og minni á orð Einars Ben., þá hann segir: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og niðjum votta ég mína dýpstu samúð. Eiríkur Pálsson frá Olduhrygg. Góð kynni og traust vinátta eru seint fullþökkuð. Og góðra manna er vert að minnast. Jóhann Ólafur Jónsson var ekki einungis frábær fagmaður á sínu sviði sem lagði sig fram við að leysa vandamál manna á skjótan og örugg- an hátt. Hann vann verkin hávaðalaust og með því hugarfari að menn sóttust eftir að eiga sam- skipti við hann. Það eru frábærir menn sem verða eftirsóttir af ágæti sínu. Þess vegna verða þeir vissulega margir sem minnast hans með þakk- látum huga og virðingu á kveðjustund. Jóhann Ólafur var einn af fjórum fyrstu nemendum frá Iðnskóla Hafn- arfjarðar. Árið 1932 lauk hann sveinsprófí í rennismíði. Starfsvett- vangur hans var í Vélsmiðju Hafn- arfjarðar en síðar stofnaði hann Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs hf., sem hann rak með myndarbrag á meðan starfsorkan leyfði. Synirnir halda merki Jóhanns Ólafs á lofti og reka nú hið virta fyrirtæki. Virðing hljóta menn af störfum sínum þegar alúð er lögð í verkin. Þjónustustörf við sjávarútveginn eru ekki alltaf auðveld. Flest þarf að vinna í tímaþröng og undir miklu álagi og vandamálin eru af ýmsum toga. Oft þarf að seilast langt út fyrir hið raunverulega fag og hafa ráð undir rifí hveiju. Þetta þekkja flestir þeir sem þurftu að leita á náðir Jóhanns Ólafs um þjónustu og aðstoð. Jafnlyndi og þolinmæði var rík í fari Jóhanns Ólafs og þess vegna nýttist honum þekkingin frábærlega vel. Undirritaður átti því láni að fagna að eiga viðtal við Jóhann Ólaf sem birtist í nýútkominni bók þar sem hann getur þess heþsta frá lífi sínu og starfi. Jóhann Ólafur var ekki valinn viðmælandi af handahófi held- ur vegna þess hve kunnur hann var af störfum sínum og samskiptum við aðra. Það kom í ljós að hann hafði frá mörgu að segja. Jóhann Ólafur hóf störf við búskap og sjósókn mjög ungur að árum. Fyrstu sjóróðrarnir voru farnir með frændum á Vatnsleysuströndinni. Vélvæðing hófst og fyrstu kynnin af bátavél var aðeins 8 hestöfl. Sú vél varð kveikjan að ævistarfínu. Ör tæknibylting hófst og vélvæð- ing varð möguleg vegna hæfra manna sem voru starfí sínu vaxnir. Þeir eru nú orðnir fjölmargir sem hafa notið tilsagnar og fræðslu sem nemar undir handleiðslu Jóhanns Ólafs um ævina og eru nú í fremstu röð á sviði véltækni. Þrátt fyrir annríkið á starfsævinni JÓHANN ÓLAFUR JÓNSSON vann Jóhann ætíð hávaðalaust, var ljúfur í umgengni, þolinmóður og ráðholiur. Það lýsir vel viðhorfi hans til lífsins, svar hans sjálfs, þegar hann svaraði spurningunni um hver hefði verið mesta stökkbreytingin á hinni miklu vélaöld sem hann hefur tekið þátt í frá upphafí. Svarið var: „Ef ég á að nefna eitthvað sér- stakt þá held ég að það hafí verið þegar menn hættu að fara með sjó- ferðabænina sína. Það var á sama tíma og vélaöldin gekk almennilega í garð. Þegar stærri vélar komu til sögunnar þá tóku þær við af guðs- trúnni. Þegar við vorum á árabátunum þá signdu menn sig og lögðu af stað í Jesú nafni. Þegar búið var að snúa bátnum fyrir framan vörina og áður en róið var beint út þá voru árarnar teknar upp og allir tóku ofan húfuna og fóru með sjóferðabæn. Ég kunni enga sjóferðabæn en Faðir vorið hefur dugað mér hingað til. En svo skeði það þegar vélvæðing- in kom til sögunnar þá var þessu öllu kastað fyrir róða. Það skeði á sama tíma og það var hætt að lesa húslestur alla föstuna og syngja Passíusálmana. Þetta datt allt út þegar mótorinn fór í gang.“ Eg og konan mín þökkum Jóhanni Ólafí góð kynni og einlæg samskipti á mörgum árum. Eftirlifandi eigin- konu, Kristjönu Jónsdóttur, bömum þeirra og fjölskyldum eru færðar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Kr. Gunnarsson. Vélsmiðjan Héðinn rak útibú í Hafnarfirði til ársins 1937. Þá keyptu nokkrir starfsmenn fyrirtækisins úti- búið af Vélsmiðjunni Héðni og stofn- uðu hlutafélagið Vélsmiðja Hafnar- íjarðar. Það voru þeir Stefán Jónsson, Jóhann Ólafur Jónsson, Magnús Kri- stófersson og Víglundur Guðmunds- son. Jóhann Ólafur rennismíðameist- ari gegndi starfí aðalverkstjóra, en framkvæmdastjóri var Stefán Jóns- son. Þetta var á hinum svokölluðu kreppuárum, atvinnuleysi og allsleysi fylgdi þessu tímabili. Ég var annar iðnneminn, sem Vélsmiðjan tók og var Jóhann Ólafur meistari minn. Ég minnist Jóhanns sem ljúfs manns og góðs vinar, afburða fagmanns, fljót- virks og vandvirks. Við okkur iðn- nema var hann sérstaklega eftirtekt- arsamur og leiðbeinandi, minnugur þess kannske að lærlingum (sem iðn- nemar voru oft nefndir) hér áður fyrr, var ekki alltaf sýnd mikil nærgætni eða leiðbeiningar. Jóhann var með þeim fyrstu sem námu við nýstofnaðan Iðnskóla Hafn- arfjarðar, undir stjórn Emils Jónsson- ar fv. ráðherra, auk þess var hann mjög sjálfmenntaður og víðlesinn og fylgdist vel með í sínu fagi og man ég vel eftir því að hann teiknaði og reiknaði (hannaði) ýmsa hluti, m.a. tannhjól og fleira. Vinnuaðstaðan var mjög frumleg á þessum tímum,_t.d. segir frá því í Tryggva sögu Ófeigssonar, þegar skipt var um skrúfu á bv. Júpiter suður á „banka“ sem kallað var, en það var fjaran fyrir neðan skipa- smiðju Drafnar: „Þegar ég nefni skrúfu, þá má ég muna það, að þeir gátu verið röskir viðgerðarmennimir, þótt tækin væru minni en nú. Við vorum að kasta á Eldeyjarbankanum og hjá okkur, sem víðar, gekk þetta þannig, að trollið fór í einni svipan, pokanum fleygt út, legið á höfuðlínunni, rópamir látnir fara um leið og skrúfan fór að snú- ast og hlerunum slakað niður. Þetta venjuverk, sem endurtekið var mörg- um sinnum á sólarhring, gekk auðvit- að hjá samæfðri skipshöfn eins og smurð vél. En óhöpp gátu alltaf hent og svo varð nú. Skrúfan greip aftur- hlerann. Þetta var pottskrúfa, og hún braut af sér öll blöðin. Bv. Venus dró okkur inn til Hafn- arfjarðar, þar áttum við varaskrúfu. Þeir vom þá í smiðju Jóhann Ólafur Jónsson og Magnús Kristófersson, báðir víkingar, og skiptu um skrúfu á einni fjöru. Hvað er nú lengi verið að skipta um skrúfu á togara, þótt í slipp sé, með öll bestu tæki við hendina? Þau voru ekki margbrotin tækin hjá þessum körlum, það var bara spil, talía og vír til að hífa á og síðan hamrar og sleggjur og fleyg- ar. En þeir skiptu samt um skrúfu á einni fjöru..."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.