Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samkeppni um heildarskipulag Naustahverfis Fimm vinnustof- ur valdar í forvali SKIPULAGSNEFND Akureyrar hefur samþykkt að efna til forvals vegna fyrirhugaðrar samkeppni um heildarskipulag svonefnds Naustahverfis, sem er framtíðar- byggingarland bæjarins suður frá núverandi byggð að Kjarnaskógi. Valdar verða 5 vinnustofur til þátttöku og verður greidd þóknun fyrir hveija tillögu og að auki verða veitt fyrstu verðlaun. Hér er um mjög stórt verkefni að ræða en í frumáætlunum hefur verið gert ráð fyrir um 2.000 íbúð- um í Naustahverfi og að það skipt- ist í tvö skólahverfí. Ráðgert er að byggingaframkvæmdir hefjist á svæðinu upp úr aldamótum og er sérstaklega vonast til að niður- staða samkeppninnar geti vísað til framtíðar á nýrri öld, með tilliti til þróunar búsetu, lífs- og at- vinnuhátta og jafnvægis byggðar og náttúru. Árni Ólafsson skipulagsstjóri segir að samkeppnin hefjist í lok janúar á næsta ári og standi yfir í þijá mánuði. í framhaldinu heij- ast störf dómnefndar og er stefnt að því að þeim ljúki fyrir sumarið. Morgunblaðið/Kristján NEMENDUR Menntasmiðju kvenna sýndu verk sín á Punktinum í gær, frá vinstri er Ragnhildur, jafnréttis- og fræðslufulltrúi, þá nemendurnir Ingibjörg Ásta, Alma, Ása, Dagný, Sandra, Krist- jana, Sigríður, Sigríður Soffía rekstrarstjóri, Inga Jóna, Hulda Biering verkefnisfreyja, Helga og Guðrún Pálína kennari. jólatilboöj i Dað er notalegt | að hafa bíl ' yfir hötíðína. Europcar - Bílaleiga Akureyrar, Reykjavöc Skeifan 9, sími 568 6915 Útibú um landið. Höldur hf. Menntasmiðja kvenna Nemendur sýndu verk sín NEMENDUR Menntasmiðju kvenna héldu sýningu á verkum sínum á tómstundamiðstöðinni Punktinum í gær en þær konur sem stundað hafa nám í Mennta- smiðjunni eru nú að ljúka námi og verða útskrifaðar í dag, mið- vikudag. Námið skiptist þannig að þriðjungur þess er bóklegur, m.a. enska, íslenska og tölvun- ám, þriðjungur felst í sjálfs- styrkingu og þriðjungur er verklegt nám sem í haust hefur farið fram á Punktinum, en þar er m.a. um að ræða myndlist- arnámskeið og handavinnu ýmiskonar. Menntasmiðjan hefur nú starfað frá því síðsumars 1994 SIGURÐUR J. Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks ræðir við tvo nema Menntasmiðjunnar, Söndru Magnúsdóttur og Ölmu Axfjörð. og hafa nú alls 87 konur lokið námi á fimm önnum. Námið er ætlað atvinnulausum konum og hefur það að sögn Huldu Bier- ing verkefnisfreyju Mennta- smiðju kvenna skilað góðum árangri. Flestar þeirra kvenna, sem lokið hafa námi, hafa feng- ið atvinnu að námi loknu eða snúið sér að frekara námi, m.a. við Verkmenntaskólann á Akur- eyri, Háskólann á Akureyri eða sótt námskeið Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Næsta önn hefst eftir áramót og hafa yfir 30 konur sótt um að komast að en einungis 20 nem- ar eru teknir inn á hveija önn. Rauði krossinn kaupir íbúð RAUÐI kross^ íslands og Akur- eyrardeild RKÍ hafa tekið höndum saman um kaup á íbúð á Akur- eyri. Hún er ætluð til afnota fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og er við Þingvallastræti 20. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hefur tekið íbúðina til umsjón- ar og rekstrar og hefur samningur þess efnis verið undirritaður. Akureyrardeild RKÍ hefur búið íbúðina húsgögnum og nauðsyn- legasta búnaði, en samt sem áður er enn þörf á ýmsum búnaði til viðbótar og er hvers konar stuðn- ingur við þetta verkefni vel þeg- inn. Einstaklingar og félagasam- tök sem vilja leggja málinu lið geta snúið sér til skrifstofu Akur- eyrardeildar RKÍ í Kaupangi en hún er opin alla virka daga frá kl. 13.30 til 16.30. Þeir sem að verkefninu standa vona að þjónustan nýtist sjúkling- um og aðstandendum þeirra sem þurfa að dvelja á Akureyri, en þeir sem þurfa á íbúðinni að halda er bent á að snúa sér til Fjórðungs- sjúkrahússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.