Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 15 AKUREYRI Greinargerð bæjarsljóra vegna sölu á hlutabréfúm í ÚA til SH Eðlilegt að kanna afstöðu nýrra eigenda til samstarfsverkefna BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti að selja Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna 13,7% hlut sinn í Útgerðarfélagi Akureyringa á fundi sínum í gær. Á aukafundi bæjarráðs þar sem málið var til umræðu óskuðu full- trúar minnihlutans eftir skriflegri greinargerð bæjarstjóra þar sem gerð yrði skrifleg grein fyrir því hvers vegna ekki hafi verið hægt að afgreiða tilboð SH fyrr en á aukafundinum. í greinargerð Jakobs Björnsson- ar kemur fram að frá því tilboð SH barst 28. nóvember og til 2. desember hafi hann verið frá vinnu vegna veikinda. Áður en tilboð SH barst höfðu viðræður verið í gangi milli ÚA og KEA um samstarf fyrirtækjanna og „voru þar rædd atriði, sem á einhvern hátt gátu haft áhrif á eignaraðild að félaginu (ÚA) í framtíðinni. Á sama tíma höfðu komið upp ýmsar hugmyndir sem vörðuðu atvinnuuppbyggingu á Akureyri, hugsanlega í samvinnu sjávarútvegsfyrirtækja og fleiri aðila hér. Niðurstaða Kaupfélags Eyfirðinga varð sú, að selja sinn eignarhlut í félaginu. Undirritaður mat þá stöðu málsins þannig að eðlilegt væri að kanna afstöðu væntanlegra eignaraðila til áður- nefndra samstarfsverkefna, áður en gengið yrði að kauptilboði þeirra," segir í greinargerð bæjar- stjóra. Einnig segir bæjarstjóri að tilboð SH hafi verið áhugavert og stefnt hafi verið að því að afgreiða það á fundi bæjarráðs 5. desember sl. en ekki hafi fyrir þann fund verið búið að afgreiða málið á ákvörðun- arstig. Málið hafí verið metið það mikilvægt að ekki hafi verið óeðli- legt að boða til aukafundar í bæjar- ráði degi síðar þar sem það var afgreitt. Pókerspil Fram kom í máli Sigurðar J. Sig- urðssonar, Sjálfstæðisflokki, að undrun hafi vakið að ekki var hægt að ganga frá sölu hlutabréfanna fyrr en 8 dögum eftir að tilboðið barst og að mönnum læðst sá grun- ur að hagsmuna eins hluthafahóps hafí verið óeðlilega vel gætt, jafn- vel umfram hagsmuni bæjarins. Drátturinn hafí orðið vegna þess að einstakir hluthafar hafí ekki verið búnir að ganga frá sínum málum og Akureyrarbær notaður sem pressa á að þeir gengu upp. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, sagðist fínna ugg í brjósti margra Akureyringa eftir að bærinn missti meirihluta sinn í fýrirtækinu. Hún gagnrýndi að bréfin hefðu ekki verið auglýst og seld hæstbjóðenda. Undir þá gagn- rýni tók flokksbróðir hennar Heimir Ingimarsson sem og Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sem sagði að vinnubrögð meirihlutans við söluna væru óviðunandi og hefðu einkennst af pókerspili. Saknar bæjarútgerðar Bæjarfulltrúar virtust almennt ánægðir með að sölumálin eru frá- gengin og töldu fýrirtækið eflast í kjölfar þess. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki, kvaðst þó sakna þess að síðasta bæjarútgerðin væri liðin undir lok, og það myndi hann gera alla ævi. Gjaldskylda á bílastæðum felld niður tiljóla ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður gjaldskyldu á bílastæðum bílastæðasjóðs Akureyrar í mið- bænum frá og með deginum í dag, miðvikudag og fram að jól- um. Þetta er gert að frumkvæði kaupmanna í miðbæjarsamtökun- um til reynslu. Kaupmenn ætla jafnframt að mælast til þess við starfsfólk sitt sem og aðra sem vinna á miðbæj- arsvæðinu að leggja ekki bílum sínum í miðbænum, heldur á upp- fyllinguna vestan við hús Slysa- varnafélagsins við Strandgötu. Gjaldskyldan fellur niður í fjóra virka daga og verður bíla- stæðasjóður af töluverðum tekj- um þá daga. Stöðuverðir verða engu síður á ferðinni en þeir munu m.a. fylgjast með því að bílum sé lagt rétt og lögum sam- kvæmt. Jólatré á Skólatorgi KVEIKT var á jólatré á Skólatorgi við Menntaskólann á Akureyri nú um helgina. Kór skólans söng nokkur lög og þá gafst fólki kostur á að skoða nýbyggingu skólans, Hóla, sem tekin var í notkun í september síðastliðnum. Boð- ið var upp á skemmtiatriði og veitingar seldar. Moreunblaðið/Kristján PáLl Oskan, BogoanL Fonr og Kaggi Bjanna. Miðaverð kr. 1.500 Forsala aðgöngumiða í Samspili Laugavegi 168, s. 562 2710 og í Skífunni Kringlunni. Húsið opnað kl. 22.00. Miðasala við innganginn Sapiplímw Sjiídhtna "Snlsnvíisln aláawmm*' mmkdduR 3 ný íöc roeð onlLunm Tryggið ykkur miðo í tímo ÁfS í> fj lv3-v|g .v/ /Jggjsj jkjry ml 11 p j fST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.