Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ „Skipið á eftir að reynast vel“ Nýtt björgunarskip til Neskaupstaðar Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BJÖRGUNARSKIPIÐ Hafbjörg við komuna til Neskaupstaðar. HIÐ nýja björgunarskip Hafbjörg er keypt af hollenska sjóbjörg- unarfélaginu og er hið fyrsta af þremur björgunarskipum sem SVFÍ hefur ákveðið að kaupa af hollenska félaginu. Ferðalagið til Norðfjarðar tók sex sólarhringa í allt og meðal skipveija var Will- iam C. de Kluýver sem var yfir- vélstjóri skipsins í 18 ár. Kluýver, sem hefur verið til sjós í 40 ár, segir að siglingin til Islands hafi gengið mjög vel, þrátt fyrir 7-8 vindstig að norð- an hluta leiðarinnar, enda um gott skip að ræða sem hann seg- ist vera fullviss um að eigi eftir að reynast vel við björgunarstörf við íslandsstrendur. Skipið var smíðað í Hollandi árið 1965 en vélar þess hafa ein- ungis verið keyrðar í 5.000 tíma sem samsvarar tveggja ára notk- un og var siglingin til Islands lengsta sigling þess hingað til. Að sögn Páls Ægis Pétursson- ar, deildarstjóra björgunardeild- ar SVFI, sem var skipstjóri skips- ins á leiðinni til Islands er stefna Slysavarnafélagsins að vera með a.m.k eitt gott björgunarskip í hverjum landsfjórðungi. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er mikil þörf á björgunar- skipum víða á landinu og Haf- björg kemur til með að breyta miklu í öryggismálum sæfarenda á Austfjörðum. Varðskipin koma t.d. sjaldnar inn á austfirsku firð- ina en áður vegna samdráttar í rekstri Landhelgisgæslunnar og það tekur þyrluna langan tíma að fljúga frá Reykjavík austur á firði.“ Björgunarbátasjóður Slysa- varnafélagsins fjármagnaði kaupin á Hafbjörgu en rekstur þess verður að mestu leyti í hönd- um björgunarsveita á Austfjörð- um. Neskaupstað - Hið nýja björg- unarskip Slysavarnafélags íslands sem staðsett verður á Austfjörðum kom til heimahafnar í Neskaupstað á laugardag. Tekið var á móti skip- inu með viðhöfn og því gefið nafn- ið Hafbjörg. Það var Anna Sigur- jónsdóttir, fyrrum formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Neskaupstað sem gaf skipinu nafn og sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur, blessaði skipið. Hafbjörg, sem er tæpar 60 lest- ir að stærð og kemur frá Hol- landi, var um 6 daga á leiðinni heim, með viðkomu í Færeyjum. Veður var gott á leiðinni að undan- skildri brælu norðan við Færeyjar og reyndist skipið vel. Fimm manna áhöfn var á Hafbjörgu á heimleiðinni og var skipstjóri Páll Ægir Pétursson. Fram kom í máli Gunnars Tóm- assonar, forseta Slysavarnafélags- ins, þegar hann afhenti Austfirð- ingum skipið til umsjónar, að kaup- verð skipsins hefði verið mjög lágt eða eins og hann orðaði það að Hollenska sjóbjörgunarfélagið hefði nánast gefið Slysavarnafé- laginu skipið. Veglegar gjafir bárust Ýmsar gjafir bárust félaginu í tilefni af komu skipsins. Bjarni Stefánsson, sýslumaður í Neskaup- stað, færði björgunarsveitinni Gerpi 400 þúsund krónur að gjöf frá minningasjóði hjónanna Jóns Ingvars Jónssonar, fyrrum kaup- manns í Mjóafirði og Jónu Vil- hjálmsdóttur. Þá bárust 125 þús- und krónur til skipsins í minningu þeirra bræðra Einars og Björgvins Halldórssonar en þeir fórust með bátnum Stíganda 12. desember 1971. Það var Rósa Skarphéðins- dóttir, formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Neskaupstað sem afhenti peningagjöfina fyrir hönd aðstandenda þeirra bræðra. Þess má geta að Einar var eigin- maður Rósu. Þá afhenti Reynir Zoéga fyrir hönd Sparisjóðs Norð- fjarðar gjafabréf fyrir kaupum á samskiptabúnaði í skipið. Við móttökuathöfnina sæmdi Gunnar Tómasson þá feðga Reyni og Tómas Zoéga svo og Skúla Hjaltason starfsmerki Slysavarna- félags íslands. V estmannaeyj aflug- völlur 50 ára HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra, Bergur G. Gíslason, sem var í fyrstu landflugvélinni sem lenti í Eyjum, og Þorgeir Páls- son flugmálasljóri. Vestmannaeyjum - Á sunnudaginn var því fagnað að 50 ár eru liðin frá því Vestmannaeyjaflugvöllur var tekinn í notkun. Efnt var til afmæl- ishófs í flugstöðinni í Eyjum þar sem ávörp voru flutt og boðið var upp á kaffiveitingar í tilefni afmæl- isins. Margt gesta var í hófinu og meðal gesta voru Bergur G. Gísla- son, sem var í fyrstu landflugvél- inni sem lenti i Eyjum, og nokkrir flugmenn Loftleiða og Flugfélags JÓLAGJAFIR Fjarstýringar 10.900 Samiæsingar 11.355 Fjarstart 23.870 Þjófavam.kerfi 15.900 Geislaspilarar 35.900 Kortaljós 2.999 GPS tæki 29.799 Þokuljós 10.900 Kastarar 8.812 Farsímar 74.450 Radarvarar 18.900 Bremsluljós 1.900 Hitamælar 2.700 AUKARAFBÚNAÐUR í FARARTÆKI Nóatún 2, sími 561 8585 íslands sem flugu til Eyja fyrst eft- ir að flugvöllurinn var tekinn í notk- un. Halldór Blöndal samgönguráð- herra flutti ávarp í afmælishófínu. Fjallaði Halldór um mikilvægi flugsamgangna fyrir Vestmanna- eyjar og færði Vestmannaeyingum og öðrum hamingjuóskir í tilefni 50 ára afmælis flugvallarins. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri rakti í stuttu máli sögu flugvallarins pg sögu flugsamgangna við Eyjar. í máli hans kom fram að 18. sept- ember 1919 hafi fyrsta tilraun til lendingar flugvélar í Eyjum verið gerð en sú tilraun hafí mistekist. Arið 1928 hafi síðan sjóflugvél lent í Eyjum en það var fyrsta lending flugvélar í Vestmannaeyjum. Sum- arið 1939 lenti fyrsta landflugvélin í Eyjum. Þar voru á ferð Agnar Kofoed Hansen og Bergur G. Gísla- son á Klemmanum, sem nú hangir í lofti flugstöðvarinnar í Eyjum, en þeir lentu á túnum austan Helga- fells. Daglegt áætlunarflug frá upphafi Undirbúningur að flugvallargerð í Eyjum hófst nokkrum árum síðar og fyrsta lendingin í áætlunarflugi á flugvellinum í Vestmannaeyjum var 14. ágúst 1946 er þeir Halldór Beck og Hjalti Tómasson lentu vél sinni þar. Upp frá því hófst daglegt áætlunarflug til Eyja sem hefur staðið síðan. Flugmálastjóri sagði að Vestmannaeyjar hefðu átt mik- inn þátt í brautryðjendastarfi flugs- ins og þakkaði hann starfsmönnum flugvallarins fyrr og síðar fyrir þeirra störf. Ólafur Lárusson, forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, flutti stutt ávarp og færði kveðjur bæjarstjórn- ar til flugmálayfirvalda en síðan flutti Árni Johnsen, alþingismaður sem sæti á í flugráði, stutta tölu og fjallaði um mikilvægi flugvallar- ins í samgöngumálum Vestmanna- eyja. Að ávörpum loknum var boðið upp á kaffiveitingar og rjómatertu sem gerð var í líki flugvallarins í Eyjum. Halldór Blöndal og Þorgeir Pálsson skáru fyrstu sneiðarnar af tertunni og færðu þeim Bergi G. Gíslasyni og Kristni Olsen þær. Flugstöðin var síðan opin og gestum boðið upp á kaffiveitingar en einnig var sett upp í flugstöðinni sýning ljósmynda sem tengjast flugvellin- um og sögu flugs í Vestmannaeyj- ÞEIR voru í brautryðjendasveit flugs til Eyja og flugu þangað fyrstu árin eftir að flugvöliurinn var gerður. Frá vinstri Smári Karlsson, Kristinn Olsen, Dagfinnur Stefánsson, Hörður Sigur- jónsson og Magnús Guðmundsson. um. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FJOLMARGIR gestir voru í afmælishófinu í flugstöðinni í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.