Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
9Kt¥$nu$|ftfrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MIKILVÆGAR
ÁKVARÐANIR ESB
TVÆR ákvarðanir leiðtogafundar Evrópusambandsins, sem
fram fór í Dublin á írlandi um síðustu helgi, skipta miklu
fyrir Ísland og íslenzka hagsmuni. Annars vegar gengu leiðtog-
arnir frá mikilvægum þáttum í væntanlegu Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar staðfestu þeir, á fundi
með ellefu Evrópuríkjum, sem sótt hafa um aðild að samband-
inu, að aðildarviðræður yrðu hafnar við þau að ári.
Samþykkt „stöðugleikasáttmálans", sem kveður á um viður-
lög við hallarekstri ríkissjóða í aðildarríkjum EMU, markar tíma-
mót. Hún þýðir að stærstu deilumálin varðandi myntbandalagið
hafa verið leyst og er jafnframt líkleg til að stuðla að trausti
á hinum nýja Evrópugjaldmiðli. Fátt getur úr þessu komið í veg
fyrir að sameiginlegur gjaldmiðill, evró, verði tekinn upp eftir
aðeins tvö ár. Við þessari staðreynd verða íslendingar að bregð-
ast, jafnt fyrirtæki og fjármálastofnanir sem stjórnkerfið. Það
er sérstaklega mikilvægt að á vettvangi stjórnmálaflokkanna,
á Alþingi og í ríkisstjórn fari fram umræður og stefnumótun í
þessu máli.
EMU mun hafa áhrif á ísland, hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða verr. Hér þurfa að fara fram umræður um hvort það sé
verjandi í ljósi hagsmuna íslenzks efnahagslífs að ísland standi
utan evró-svæðisins eða hvort við eigum að tengjast hinum
sameiginlega gjaldmiðli og þá með hvaða hætti. Hið væntanlega
myntbandalag setur umræður um afstöðu íslands til Evrópusam-
bandsins í nýtt ljós, eins og Morgunblaðið hefur áður bent á.
Ekki er víst að Evrópusambandið geti staðið við það fyrir-
heit að hefja aðildarviðræður við ríki Austur-Evrópu strax á
næsta ári. Ríkjaráðstefnu ESB gæti seinkað, ekki sízt vegna
kosninganna í Bretlandi. Sú seinkun verður hins vegar varla
meiri en nokkrir mánuðir. Flest bendir til að á kjörtímabili þess
Alþingis, sem nú situr, muni þessar viðræður hefjast. Með inn-
göngu nýrra ríkja verður Evrópusambandið öflugra bandalag,
stærri markaður og nær því að sameina öll ríki Evrópu. Þá blasa
ný viðhorf við þeim Evrópuríkjum, sem utan sambandsins standa.
RÖK EÐA SAMSÆRIS-
KENNINGAR?
HÉR Á landi hefur dvalið að undanförnu dr. Jane Kelsey,
einn af gagnrýnendum þeirra róttæku breytinga í efna-
hagsmálum, sem stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa gengizt fyrir
á undanförnum árum. í viðtali við Morgunblaðið í gær var dr.
Kelsey spurð hvers vegna umbætur Nýsjálendinga nytu alþjóð-
legrar viðurkenningar ýmissa virtra stofnana og fjölmiðla.
Svar hennar var á þessa leið: „Ráðamenn velja af kostgæfni
það sem þeir vilja að sé birt erlendis. Þeir reyna að fegra mynd-
ina eftir föngum og þetta getur leitt fólk á villigötur ef það
vill mynda sér skoðun á afleiðingum breytinganna ... The
Economist er hlutdrægt í þessum efnum, það leitar upplýsinga
hjá ákveðnum aðilum, mönnum sem taka undir álit stjórnvalda.
Þetta er ekki samsæri heldur vinnuaðferðir þeirra sem hafa
áhrif á efnahagsumræður."
Á því leikur varla vafi að ekki hafa allar breytingar á Nýja-
Sjálandi orðið til góðs. En væri andstæðingum þeirra ekki nær
að beijast með rökum, fremur en að grípa til gamaldags sam-
særiskenninga í stíl afdankaðra marxista - þótt þeir vilji ekki
kalla þær því nafni? í hinu opna upplýsingasamfélagi Vestur-
landa geta stjórnvöld ekki ráðið því, hvaða upplýsingar umheim-
urinn fær, jafnvel þótt þau vildu.
TÓNLIST
Á HLJÓMDISKUM
ILENZK hljómdiskaútgáfa hefur tekið miklum framförum
undanfarin ár. Fjölmargir hljómdiskar eru gefnir út árlega
með hvers konar efni, þótt útgáfa dægurtónlistar sé þar mest
áberandi. Hljómdiskaútgáfan tekur fjörkipp fyrir jólin eins og
bókaútgáfan. Fyrir þessi jól er áberandi, hversu margir hljóm-
diskar eru gefnir út með sígildri tónlist í flutningi íslenzkra lista-
manna, þ.á m. eftir íslenzk tónskáld. Þessi þróun er sérstakt
fagnaðarefni.
Hljómdiskaútgáfa sígildra tónverka, jafnt íslenzkra sem er-
lendra, hefur miklu menningarhlutverki að gegna. Tónlistin
verður þannig öllum aðgengileg og varðveizlugildið er ómetan-
legt.
Margir íslenzkir einleikarar og aðrir tónlistarmenn, svo og
hljómsveitir, hafa getið sér gott orð víða um heim og sumir
hverjir eru í fremstu röð. í því sambandi má minna á útgáfur
á flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands á verkum Jóns Leifs,
sem hafa hlotið mikið lof erlendra gagnrýnenda. Metnaður í
hljómdiskaútgáfu sígildrar tónlistar, sem vel lýsir sér fyrir þessi
jól, er því fengur fyrir íslenzka menningu.
Drög að reglugerð um skráningu og útgáfu markað;
lyfja til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneytinu og lyfjc
Ágreiningrir um ■
lag og skilgreinij
SAMKVÆMT nýju reglugerðinni munu þessar vörur allar flokkast un
unnar úr ginseng, musteristré, hvítlauk og sólhatti; jurtum sem áv
í heilbrigðisráðuneytinu
og lyfjanefnd ríkisins er
unnið að reglugerð um
skráningu og útgáfu
markaðsleyfa náttúru-
lyfja. Margrét Svein-
björnsdóttir kynnti sér
drögin og mismunandi
skoðanir manna á þeim.
IHEILBRIGÐISRÁÐUNEYTINU
liggja til skoðunar drög að nýrri
reglugerð um skráningu og út-
gáfu markaðsleyfa náttúru-
lyfja, samin af lyfjanefnd ríkisins. Þar
liggur einnig nokkur fjöldi athuga-
semda frá einstaklingum, fyrirtækjum
og félagasamtökum sem málið varð-
ar. Þær gagnrýnisraddir heyrast úr
röðum náttúrulækningafólks að reglu-
gerðin muni auka miðstýringu og
kostnað við heilbrigðisþjónustuna og
takmarka frelsi einstaklinga til að
velja sér sjálfir hvaða aðferðir þeir
kjósa til heilbrigðis og lækninga.
Skrifstofustjóri lyfjamála í heilbrigðis-
ráðuneytinu segir gagnrýnina að
miklu leyti á misskilningi þyggða en
viðurkennir þó ákveðna galla á reglu-
gerðardrögunum.
Reglugerðin er sett samkvæmt
heimild í lyfjalögum nr. 93 frá 1994
og I samræmi við tilskipanir Evrópu-
sambandsins. Lyfjanefnd ríkisins
hófst handa við samningu draganna
á liðnu vori og var í því sambandi lit-
ið til hliðstæðra reglugerða nágranna-
þjóðanna, einkum Norðmanna. Að
sögn Einars Magnússonar, skrifstofu-
stjóra á skrifstofu lyfjamála í heil-
brigðisráðuneytinu, leitaði lyfjanefnd
til helstu hagsmunaaðila, þ.e. lyfja-
fræðinga og heildsala. Heilsuhringur-
inn fór þess á leit við heilbrigðisráðu-
neytið að fá áheyrnarfulltrúa í lyfja-
nefnd þegar fjallað yrði um náttúrulyf
en ráðuneytið varð ekki við þeirri bón.
Mikið af málefnalegum og
góðum athugasemdum
Á fundi sem boðað var til af heil-
brigðisráðuneytinu 25. nóvember sl.
voru reglugerðardrögin kynnt fyrir
Kaupmannasamtökum íslands, Neyt-
endasamtökunum, Náttúrulækninga-
félagi íslands, Heilsuhringnum, Is-
lenskum íjallagrösum hf., Lýsi hf.,
grasalæknum og öðrum sem málið
snertir. „Þeim var boðið að koma með
athugasemdir, sem flestir hafa skilað
inn nú þegar. Við höfum fengið mikið
af málefnalegum og góðum athuga-
semdum,“ segir Einar.
Reglugerðardrögin ásamt athuga-
semdunum eru nú til skoðunar í ráðu-
neytinu og hjá lyfjanefrid ríkisins.
„Síðan setjumst við yfir þetta með
lyfjanefnd og þá munum við kanna
til hvers við getum tekið tillit og hvers
ekki. Þarna erum við fyrst og fremst
að setja reglur um hluti sem margt
hefur verið óljóst um áður og menn
hafa verið að setja reglur um á evr-
ópska efnahagssvæðinu. Við erum í
rauninni bara að fylgja þeim tilskipun-
um sem þar gilda.“
Óheppilegt orðalag
og ekki endanlegt,
I fyrstu grein reglugerðardraganna
segir meðal annars að náttúrulyf
megi „eingöngu vera í lyfjaforrnum
til inntöku eða staðbundinnar notkun-
ar á húð eða slímhúðir“. Orðalagið
„í lyfjaformum" hefur af mörgum
verið skilið á þann veg að setja ætti
öll náttúrulyf í hylkjaform. Þannig
mætti til dæmis ekki lengur selja fjal-
lagrös eins og nú tíðkast, heldur þyrfti
að mylja þau og setja í hylki til þess
að þau yrðu gjaldgeng sem náttúru-
lyf. Einar segir að orðalagið sé ekki
endanlegt og jafnvel óheppilegt, þar
sem það hafi valdið slíkum misskiln-
ingi. Með því að tala um „lyfjaform"
sé einungis verið að útiloka stungu-
og innrennslislyf en til dæmis geti te
og mixtúrur áfram flokkast undir
lyfjaform og þar með náttúrulyf.
í fyrstu greininni er annað atriði,
sem mikið hefur verið gagnrýnt. Þar
stendur að notkun náttúrulyfja verði
að „byggja á hefð, hérlendis eða í
löndum með svipaðar lækningahefð-
ir.“ Einar Þorsteinn Ásgeirsson, hönn-
uður og einn af talsmönnum Heilsu-
hringsins, segir þetta ákvæði bera
vott um forræðishyggju og spyr hver
eigi að sanna hvort um sé að ræða
hefð eður ei. Hann bendir á að með
því að gera kröfu um að hefð verði
að vera fyrir náttúrulyfjum sem sett
eru á markað sé í raun verið að stöðva
alla þróun á nýjum náttúrulyfjum.
Þessari gagnrýni svarar Einar
Magnússon á þá leið að vissulega sé
þarna óheppilega til orða tekið og því
sé gagnrýnin réttmæt. Hann segir
texta reglugerðarinnar að hluta til
þýddan og stældan úr erlendum reglu-
gerðum og að þessu, eins og svo
mörgu öðru, verði að líkindum breytt
í endanlegri gerð reglugerðarinnar.
Ekki standi til að stöðva eða koma í
veg fyrir þróun nýrra náttúrulyfja.
Fimm jurtategundir á lista
yfir náttúrulyf
Margvísleg skilyrði þarf að uppfylla
áður en hægt er að fá vöru skráða
sem náttúrulyf. Umsókn um skrán-
ingu þurfa t.d. að fylgja gögn um
gæði, öryggi og verkun lyfsins, ítar-
legar skýrslur sérfræðinga um efna-
fræðilega og lyfjagerðarfræðilega eig-
inleika náttúrulyfs, samantekt á eigin-
leikum, þ.e. ábendingum, frábending-
um, verkun og skammtastærðum. í
viðauka með reglugerðinni eru taldar
fímm plöntutegundir, sem ávallt skal
skrá sem náttúrulyf, þ.e. allar þær
vörur sem innihalda þessar tegundir.
Þær eru ginseng, musteristré, hvít-
laukur (ekki þó í matvöru), sólhattur
og garðabrúða. Tekið er fram að list-
inn sé ekki tæmandi.
I fjórðu grein kemur fram að aðrar
vörur séu skráningarskyldar „séu þær
markaðssettar eða auglýstar á þann
hátt að ljóst sé, að þær séu ætlaðar
til lækninga, fróunar eða varnar gegn
sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum
í mönnum eða dýrum“. í sömu grein
er einnig kveðið á um að eftir að tiltek-
in vara hafi verið skráð sem náttúru-
lyf, skuli aðrir framleiðendur sömu
vörutegundar einnig sækja um skrán-
ingu. Þetta atriði hefur mætt nokk-
urri gagnrýni, t.d. bendir Einar Þor-
steinn á að ef einhver taki upp á því
að skrá fjallagrös sem náttúrulyf,
verði allir þeir sem á eftir koma og
vinna vörur úr fjallagrösum einnig að
skrá þær sem náttúrulyf.
Margir óttast að sá kostnaður sem
óhjákvæmilega fylgir því að uppfylla
þær kröfur sem til þarf til þess að fá
að skrá náttúrulyf, geri það að verkum
að lyfin verði annað hvort mjög dýr
eða þau komi alls ekki á markað.
Einn af þeim sem hafa áhyggjur af
þessum aukna kostnaði er Orn Svav-
arsson. „Verði þessi reglugerð sam-
þykkt óbreytt, mun verð á náttúrulyfj-
um hækka. Stór hluti náttúrulyfja
hverfur úr búðum af þeirri ástæðu
að skráningargjöld og annað í kring-
um þetta verður of kostnaðarsamt og
mörg þessara efna seljast í það litlum
mæli að þau myndu verða það dýr
að enginn myndi treysta sér til að
bjóða upp á slíka vöru. Síðan er sam-
kvæmt reglugerðinni möguleiki á því
að opinberir aðilar, sennilega Iyfja-
nefnd, geti sópað öllum náttúrulyfjum
úr almennum verslunum og heilsubúð-
um inn í apótekin ef þeim sýnist svo,“
segir Örn.
Kostar sitt að uppfylla
gæðakröfur
Hér vísar Örn í aðra grein reglu-
gerðardraganna, þar sem segir að
takmarka megi sölu náttúrulyfs við
lyfjabúðir. Einar Magnússon vísar því
á bug að ætlunin sé að færa sölu allra
náttúrulyfja inn i apótekin og. segir
að það sem þarna sé átt við séu fyrst
og fremst lyf sem geti verið hættuleg