Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 68
'UYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 RBYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÖSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(5>CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Reuter RAMMASAMNINGAR um álversbyggingu á Grundartanga voru staðfestir í London í gær og var myndin tekin við það tækifæri. Frá vinstri eru Jón Ingimarsson, Halldór Jónatansson, James F. Hensel og Jóhann Már Maríusson. HURÐASKELLIR J árnblendi verksmiðj an Bilanir í nýj- um hreinsi- búnaði Væntanlegt álver Columbia á Grundartanga Samkomulag um öll meginatriði FULLTRÚAR Columbia Ventures Corporation, iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, staðfestu í gær að tekist hefði samkomulag um öll meg- inatriði þriggja helstu samninganna vegna væntanlegrar álversbyggingar Columbia á Grundartanga. Að sögn Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra staðfestu samninga- mennirnir með upphafsstöfum sínum fjárfestingarsamning milli ríkis- stjórnarinnar og Columbia, raf- magnssamning milli Landsvirkjunar og Columbia og lóðasamning milli ríkissjóðs og Columbia. Óáritaður er hafnasamningur milli fyrirtækisins og Grundartangahafnar, en Finnur sagði að vonast væri til að hægt yrði að árita hann mjög fljótlega. Mikilvægur áfangi Finnur Ingólfsson sagði að stað- festing samninganna væri mjög mik- ilvæg fyrir íslendinga því við það tæki gildi svokallaður „skaðlaus samningur" sem Landsvirkjun og Columbia undirrituðu fyrir skömmu, en samkvæmt honum mun Columbia ábyrgjast Landsvirkjun stærstan hluta af þeim undirbúningskostnaði sem Landsvirkjun ræðst í vegna virkjana. Finnur sagði að þetta skapaði Columbia einnig tækifæri til þess að leita eftir fjármögnun á grundvelli rammasamninganna. „Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé orðið sam- komulag um að byggja álversverk- smiðju á Grundartanga og reynslan segir okkur að þeir samningar eru ekki í höfn fyrr en upp er staðið," sagði Finnur. I sameiginlegri fréttatilkynningu sem Landsvirkjun og iðnaðarráðu- neytið sendu frá sér í gær segir að bygging álversins sé háð því að Col- umbia takist að tryggja fullnægjandi fjármögnun framkvæmdanna um ál- verið. Fyrirtækið vænti þess að slík fjármögnun geti legið fyrir á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Nýtt met daglega hjá RR Meiri notkun en á aðfanga- dagskvöld AÐ undanförnu hefur nær dag- lega verið slegið met í raforku- notkun hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Síðastliðinn fimmtudag var metið frá því á aðfangadag í fyrra slegið en þá sýndu mælar 133 MW og á mánudagskvöld um klukkan 19 sýndu þeir 135,3 MW. Gunnar Aðalsteinsson rekstrarsljóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur sagði að nær dag- lega væri sett nýtt met í raf- orkunotkun hjá veitunni. „Venjulega er það svo í desem- ber á hverju ári,“ sagði hann. „í ár eru metin hærri miðað við síðasta ár þannjg að notk- unin er uppá við.“ I nóvember á síðasta ári miðað við nóvem- ber á þessu ári jókst mánaðar- leg notkun um 4,5% milli ára. Yfir allt árið eða frá nóvember á síðasta ári til nóvember á þessu ári var aukningin 2,73%. Sagði Gunnar að á þessu ári stefndi í að árleg aukning yrði á bilinu 2,6-2,7% þegar desem- ber er liðinn. Hærri jólatoppur Gunnar sagði að sl. fimmtu- dag hafi verið slegið met sem féll á aðfangadag í fyrra en þá var notkunin 129,8 MW en sl. mánudagskvöld var toppurinn 135,3 MW. „Þannig að jólatopp- urinn í ár gæti orðið enn hærri,“ sagði hann. Gunnar sagði að aukninguna mætti meðal annars skýra með kuldakastinu að undanförnu. Hitaveita Reykjavíkur væri stór viðskiptavinur Rafmagnsveit- unnar i kuldum þegar dæla þarf vatni upp úr borholunum. Þann- ig hefði veðurfar áhrif á orku- söluna. „Spurningin er hvort við sláum ekki nýtt met í kvöld,“ sagði Gunnar. „Það er ótrúlega mikið álag.“ Samninganefnd LI leitar nýrra leiða í kjaramálum sjúkrahúslækna Yilja breytilega ráðningar- samninga á spítulum BILANIR hafa komið fram í reyk- röri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga sem endurnýjað var fyrr á þessu ári. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að svo virðist sem um mætti " kenna einhvers konar verkfræðilegu slysi. Hreinsibúnaður beggja ofn- anna var bilaður um tíma í gær. Snemma á þessu ári tók stjóm Jámblendifélagsins ákvörðun um að endurnýja tækjabúnað verksmiðj- unnar fyrir 500 milljónir á árunum 1996 og 1997. Að stærstum hluta fór þessi upphæð i að endurnýja mengunarvarnarbúnað sem var orð- inn 17 ára gamall. Jón sagði að hluti af þessum búnaði, sem var settur upp í vor og haust, hefði gefið sig. Búnaðurinn virtist ekki þola hita- sveiflurnar sem eru í kerfinu. Ástæð- an virtist vera einhvers konar verk- fræðilegt slys. Unnið var að viðgerð á hreinsibún- aði við annan ofninn í gær og þurfti að hleypa reyk óhreinsuðum frá verk- smiðjunni af þeim sökum. í gærmorg- un brann rafmagnskapall við tæki í hinu hreinsivirkinu og af þeim sökum þurfti um tíma að sleppa út óhreins- uðum reyk frá báðum ofnunum. SAMNINGANEFND Læknafélags ís- lands undirbýr nú vegna viðræðna við samninganefnd ríkisins að fara fram á að opnaðir verði möguleikar á að sjúkrahúslæknar geti gert mismunandi ráðningarsamninga, m.a. til að bæta aðstöðu þeirra lækna sem ekki stunda læknisstörf utan sjúkrahúsa. „Ef samninganefnd ríkisins vill fjalla með ábyrgum hætti um samn- inga við lækna, kemur vel til greina að það verði leitað eftir breytilegum ráðningarsamningum og læknar geti þá átt val sem er nokkuð tengt því hvort þeir eru eingöngu á sjúkrahúsi eða starfa einnig utan sjúkrahúsa. í sjálfu sér væru menn á sömu launum en það væri hægt að hafa margvís- leg frávik í ráðningarsamningum sem gerðu það að verkum að menn ættu val,“ segir Sverrir Bergmann, formaður LÍ. Hann segir að markmiðið með þessu sé m.a. að tryggja að nokkru jöfnuð í launum lækna, sem séu mis- jafnlega settir. „Hugmyndin með þessu er líka sú að reyna að ná upp launum svo að menn fáist til að koma og starfa á íslandi," segir Sverrir. Sverrir segist telja eðlilegt að unnt sé að vinna í sumum sérgreinum bæði innan sem utan sjúkrastofnana. „Þeir sérfræðingar sem í slíkum sér- greinum eru myndu vafalaust kjósa slíka ráðningarsamninga, en aðrir sem eru í öðrum sérgreinum, þar sem allur starfsvettvangurinn hlýtur að vera inni á stofnun, kysu þá að geta gert viðbótarráðningarsamninga,“ segir hann. Yngri læknar kjósa einn starfsvettvang Hann segir að ekki sé ágreiningur meðal sjúkrahúslækna um að fara þá leið að læknar eigi val við gerð ráðningarsamninga. „En viðhorf kynslóðanna breytast. Yngri kyn- slóðir lækna kjósa gjaman að hafa bara einn starfsvettvang og eiga ein- hveija stund frá vinnunni og hafa afmarkað hvar þeir afla sinna tekna,“ segir hann. Samninganefndir Ll og ríkisins hafa haldið einn samningafund fram að þessu og er næsti fundur ráðgerð- ur 6. janúar. Er öll viðræðuáætlun löngu gengin úr skorðum, að sögn Sverris. Helgi Helgason, formaður Félags ungra lækna, segir að rætt sé um að reyna að gera læknum sem starfa eingöngu á sjúkrahúsum kleift að helga sig algerlega starfi á sjúkra- húsunum. „Það er verið að reyna að koma aðeins til móts við sjúkrahús- lækna, sem eru lægst launuðu lækn- ar á íslandi," segir Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.