Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ J MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 17 VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Novalia semur við skoskan fiskeldisrisa Þróar upplýsinga- kerfi ífiskeldi ÍSLENSK-SKOSKA hugbúnaðar- fyrirtækið Novalia Ltd. hefur gert samning við Landcatch Ltd., eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum Skotlands, um að þróa upplýsinga- kerfi, sem tekur á öllum fram- leiðsluþáttum fískeldisrekstrar. Þá vinnur Novalia einnig að þróun hugbúnaðarkerfis fyrir fisk- vinnslu, og er stefnt að því að það henti jafnt fyrir fiskeldi sem og hefðbundnar veiðar. Fyrirtækið hefur hug á að efna til samstarfs um hönnun þessa búnaðar við ís- lensk hugbúnaðarfyrirtæki. Novalia Ltd. var stofnað á síð- asta ári og það sérhæfir sig í hönn- un og framleiðslu á hugbúnaði fyrir fiskeldi, einkum hugbúnaði til áætlunargerðar. Það hefur þeg- ar selt hugbúnað til fiskeldisstöðva víða um heim, m.a. til Japans og Kúvæts. Fyrirtækið hefur aðsetur í Glasgow og eigendur þess eru Ólafur Helgi Jónsson, verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og Skotinn Donald Far- mer. Eiga þeir helmingshlut hvor. Aukin notkun upplýsingatækni í fiskeldi Ólafur Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um væri að ræða stærsta samning Novalia til þessa en andvirði hans væri tæpar sjö milljónir króna. „Við erum mjög ánægðir með samning- inn en þýðing hans liggur ekki síst í því að með honum erum við komnir í samstarf við Landcatch, sem er leiðandi í fiskeldi á alþjóða- markaði. Það er eitt stærsta fisk- eldisfyrirtæki Skotlands og sinnir öllu framleiðsluferli eldisins eða frá hrognum til vinnslu. Samstarf- ið við okkur er liður í þeirri stefnu Landcatch að auka notkun hug- búnaðar og upplýsingatækni í físk- eldinu og við urðum fyrir valinu. Kerfíð á að vera tilbúið í júní á næsta ári.“ Ný kynslóð fiskeldishugbúnaðar Jafnhliða verkefninu fyrir Land- catch er Novalia að vinna að þróun „nýrrar kynslóðar“ hugbúnaðar fyrir fiskeldi og hefur hann hlotið vinnuheitið Darwin hjá fyrirtæk- inu. Ólafur segir að hugbúnaðinum sé skipt í einingar, sem bjóði upp á sveigjanleika. „Markmiðið er að framleiða hugbúnað, sem hægt er að nota í sem flestum greinum fískeldis, jafnt í skosku laxeldi eða tælensku humareldi svo dæmi séu nefnd.“ Styrkur Darwins-hugbúnaðarins er talinn liggja í mikilli þróunar- vinnu, sem hefur verið lögð í hann. Stór hluti þeirrar vinnu fór fram við verkfræðideild Háskóla íslands og fólst í því að innleiða stærðfræði- líkön til notkunar við ákvarðana- töku í fískeldi. Páll Jensson, pró- fessor í verkfræði á heiðurinn af þessari vinnu en Ólafur er fyrrver- andi nemandi hans. Áhugi á samstarfi við íslensk fyrirtæki Novalia vinnur einnig að þróun hugbúnaðarkerfís fyrir fiskvinnslu og er stefnt að því að það henti jafnt við fiskeldi og hefðbundnar veiðar. Donald Farmer, hinn skoski eigandi Novalia, segir að við þessa vinnu sé kjörið að nýta tengsl fyrirtækisins við ísland. „Engin þjóð hefur meiri reynslu og þekkingu á fiskvinnslu, flutn- ingi á físki og markaðssetningu á fiskafurðum en íslendingar. Við höfum mikinn áhuga á að vinna með íslenskum aðilum til að hanna hugbúnað, sem gæti hámarkað hagkvæmni í öllum þáttum físk- framleiðslu, allt frá hrognum og þangað til fískurinn er kominn á markaðinn eða í verslunina," segir Farmer. Bakki hf. í Hnífsdal og Bakki hf. í Bolungarvík Hluthafar samþykkja samrunaáætlun ísafjörður - Hluthafafundir Bakka hf., í Hnífsdal og Bakka Bolungarvík hf. sem haldnir voru á fimmtudag í síðustu viku, staðfestu áætlun um samruna fyrirtækjanna. Hið sameinaða félag heitir Bakki hf., og hefur heimilisfesti í Bolung- arvík. Hið nýja félag rekur öfluga út- gerð, bolfisk- og rækjuvinnslu í Bolungarvík auk rækjuvinnslu í Hnífsdal og hefur yfír að ráða veiði- heimildum sem eru um 5.600 þorskígildistonn. Frá 1. september 1995 til 31. ágúst 1996 voru sam- anlagðar rekstrartekjur fyrirtækj^ anna um 2.300 milljónir króna og gert er ráð fyrir að heildartekjurnar á næsta ári verði um 2.500 milljón- ir. Á síðasta rekstrarári sem lauk 31. ágúst 1996 var hagnaður Bakka Bolungarvíkur hf., aðeins 1,7 millj- ónir króna, sem meðal annars helg- ast af því vinnslan lá niðri í rúma fjóra mánuði á rekstrarárinu vegna verulegra endurbóta sem gerðar voru á fiskvinnslunni. Nú er svo komið að í Bolungarvík starfrækir fyrirtækið eitt af glæsilegustu og fullkomnustu fiskvinnsluhúsum á landinu. Á aðalfundi sem haldinn var á fimmtudag í síðustu viku var kjörin ný stjórn fyrirtækisins. Hana skipa þeir Svanbjörn Thoroddsen, for- maður, Aðalbjörn Jóakimsson, Agn- ar Ebenesersson, Guðmundur Krist- jánsson og Jón Kristjánsson. Fram- kvæmdastjóri er Aðalbjörn Jóak- imsson. Hlutafé fyrirtækisins eftir sameiningu er 531 milljón króna og eru hluthafar 215 talsins. Stefnt er að því að hlutabréf í Bakka hf., verði skráð á Opna tilboðsmarkaðn- um fyrir áramót. Stærstu hluthafar í Bakka hf., eftir sameiningu eru Aðalbjörn Jó- akimsson og fjölskylda með 48,36%, Sund hf., með 8,20%, Burðarás hf., með 6,83%, Skeljungur hf., með 6,38%, Agnar Ebenesersson og fjöl- skylda með 6,27%, Tryggingamið- stöðin hf., með 5,47%, Kristján Guðmundsson hf., með 4,71% og Gná hf., í Bolungarvík með 4,14% hlutafjár. Sjólagnir ehf. buðu lægst Skólplagnir fyrir rúmar 416 milljónir BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóð- anda, Sjólagna ehf., í lagningu út- rása og þrýstilagna frá væntanlegri skólphreinsistöð við Mýrargötu. í sameiginlegu útboði borgarverk- fræðingsins í Reykjavík og bæjar- verkfræðinganna í Kópavogi og Garðabæ hljóðaði tilboð Sjólagna upp á rúmar 416 milljónir eða 84,9% af kostnaðaráætlun. Hlutur Reykjavíkurborgar er rúmar 348 milljónir, hlutur Kópavogs tæpar 49 milljónir og Garðabæjar tæpar 20 milljónir. Að sögn Sigurðar Skarphéðinsson- ar, gatnamálastjóra Reykjavíkur, verður á næsta ári tekið í notkun holræsakerfí sem unnið hefur verið að frá því um 1990 og liggur við Ægisíðu, Eiðsgranda og Ánanaust. „Við Ánanaust á móts við Mýrargötu er verið að byggja fyrstu hreinsistöð- ina sinnar tegundar hérlendis fyrir skólp. í hreinsistöðinni verður skólp síað og hreinsað áður en því er dælt á haf út í um 4 km fjarlægð frá landi." Borgarráð samþykkti einnig að taka tilboði lægstbjóðanda, Sigurðar Þórðarsonar, í lokafrágang viðbygg- ingar Grandaskóla en það nam tæp- um 92 milljónum króna eða 93,8% af kostnaðaráætlun. Avöxtunar- krafa ríkis- víxla lækkaði ÁVÖXTUNARKRAFA ríkisvíxla lækkaði lítillega í útboði í gær frá síðasta útboði fyrir mánuði og var einnig lægri en ávöxtunarkrafan var á Verðbréfaþingi íslands í gær. Meðalávöxtunarkrafa víxla til þriggja mánaða var 7,06%, til 6 mánaða 7,28% og 12 mánaða 7,83%. Alls bárust 18 gild tilboð í víxla að upphæð tæpar 4.400 milljónir króna. Heildarfjárhæð tekinna til- boða var 1.514 milljónir króna. Hvernig gæludýr mundir þú fá þér ef þú ynnir rúmlega 44 milljónir í Víkingalottóinu? Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl. 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.