Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð e. íólamáltíi 5 _______í þessum síðasta þætti mínum fyrirjól,________ segir Kristín Gestsdóttir gef ég bónda mínum orðið. Á HINNI miklu hátíð ljóssins kem- ur sitthvað upp í hugann. Ég fór með dóttur mína bamunga til þess að fá gleraugu. „Af hveiju viltu fá gleraugu?" spurði læknirinn hana. „Ég sé ekki Jesú á myndinni í Frí- kirkjunni," var svarið. Myndin skipti hana svona miklu. Ég fór með tvo tælenska drengi í Hall- grímskirkju um daginn. Þegar við gengum inn kirkjuskipið, leit sá yngri upp á mig og sagði: „Það vantar myndina." Mikið rétt, það er engin altaristafla í Hallgríms- kirkju, ójafnvægi hefur myndast innan kirkju eftir að orgelið kom. Börn eiga miklu auðveldara með að persónugera orð Krists, hafi þau hann jafnframt í myndrænu formi fyrir augum sér. A jólunum - á hátíð barnanna ættum við fullorðna fólkið að staldra við og eins og bamið sem vildi fá gleraugu, setja upp gleraugu á okkar innri sjónir og horfa á mynd Jesú í fríkirkjum okkar eigin sálar. Gleðileg jól. Hér er boðið upp á svína-skorpu- steik og nýstárlegan hrísgijóna- ábætisrétt. Þykkur vöðvi eins og hér er not- aður verður oft þurr og bragðlítill. Ég bregð á það ráð að sprauta kryddlegi inn í vöðvann með sprautu sem ég kaupi í apóteki. Einnig má sprauta bráðnu smjöri inn í vöðvann. Það gildir með þetta eins og annað svínakjöt að vöðvinn sé gegnumsoðinn. Hér er ekki gefið upp magn af kjöti, heldur almennar leiðbeiningar við matreiðslu steikar- innar. Kryddlögur 1 dl vatn 2 msk svinakjötskryddblanda með salti eða 2 tsk salt, 10 piparkom, 1 lárviðalauf og 'A tsk salvía. Þetta er soðið við hægan hita í 10 mínútur, þá er það síað í gegnum kaffipappírspoka og leginum sprautað á nokkrum stöðum inn í steikina. Til að fá harða skorpu 1. Skorið er í pumna niður að kjöt- vöðva en alls ekki lengra, skomir eru femingar, tígiar eða rendur. 2. Bakaraofninn er hitaður í 225°C. 3. Sjóðandi vatn er sett í botninn á steikingarpottinum eða skúffuna úr bakaraofninum, steikin sett í vatnið. Hún á að þekja puruna, hún höfð þannig í ofninum í 25 mínútur. 4. Síðan er puran þerrað og blöndu af salti og negul stráð í rifumar á henni og salti og pipar stráð á kjötvöð- vann. 5. Hitinn á ofninum lækkaður í 150°C, steikin sett á ofnskúffuna neð- arlega í ofninn, puran snúi upp og steikt í 3-4 klst. eftir stærð. Hvorki er ausið yfir steikina né haft vatn í pottinum eða skúffunni. 6. Að steikingu lokinni er hitinn hækkaður í 225°C. Grindin eða skúff- an skoluð með örlitlu vatni og það notað í sósu og steikin höfð á grind við þennan háa hita í 15 mínútur. Meðlæti með steikinni er sósa, rauðkál, hrásalat blandað með ávöxt- um, soðnar kartöflur og soðið græn- meti. Hrísgrj óna-ávaxtabúð- ingur með sósu 3 dl lítil hrísgijón 6 dl nýmjólk ‘Atsk salt 30 g smjör 1 vanillustöng 4 eggjarauður 2 dósir sykurlausir ananashringir, 432 g hvor 1. Setjið hrísgijón, mjólk, salt, smjör og sundurskorna vanillustöng í pott. Sjóðið við hægan hita í vel lokuðum potti í 15 mínútur, slökkvið þá á hell- unni og látið pottinn standa lokaðan á henni í 10 mínútur. 2. Hrærið síðan eina eggjarauðu í senn út í. Raðið ananashringjum á botninn og upp með börmunum á djúp- ri eldfastri skál og setjið hrísgijónin ofan á og þrýstið upp með börmunum þannig að stór hola myndist í miðj- unni. Takið frá hrísgijón til að setja ofan á. Fylling: 2 epli 2 bananar 4 ananashringir 1 bréf Oetker vanillubúðingsduft 1. Skerið ávextina í bita. Búið til búð- inginn skv. leiðbeiningum á umbúðum, blandið saman við ávextina. Setjið í holuna á skálinni, þekið síð- an með hrísgijónunum, sem þið tókuð frá. Leggið álpappír ofan á. Bakið í 190°C heitum ofni í 30 mínútur. Kælið. Sósa með hrísgrjóna- búðingnum Safí úr annarri ananasdósinni safi úr 2 appelsínum 1 dl sykur 1 peli ijómi Þetta allt soðið við meðalhita þar til það hefur minnkað veralega og þykknað. Blandað saman við þeyttan ijóma. RAÐA UGL YSINGAR Óli prik Leikskólakennara eða starfsmann, vanan leik- skóla, vantar á leikskólann Óla prik, Hornafirði frá og með 2. jan. ’97. Vinnutími kl. 12.45-17. Vinsamlega sækið um hjá leikskólastjóra í síma 478 2075 fyrir 24. desember nk. Sölustarf Fyrirtæki, með nýjungar í efnavörum, vill ráða reglusaman og snyrtilegan starfsmann með eigin bíl til sölu- og kynningarstarfa. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „H - 16137.“ Starfsmaður óskast Traust og gott fyrirtæki á Akureyri óskar eft- ir starfsmanni til að annast skönnun, tölvuút- prentun og lagfæringar á Ijósmyndum. Viðkomandi verður að geta unnið með Photoshop, Freeehand, CorelDraw, Micro- soft Office og hafa góða þekkingu á PC og Macintosh. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 179, 603 Akureyri, fyrir 23. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað. ST. JÓSEFSSPÍTAU SSIfS HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar athugið! Laus staða á speglanadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, 80% starf. Starfið er tímabund- ið og veitist frá 15. janúar 1997 til 15. janú- ar 1998 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 30. desember 1996. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sæmunds- dóttir, deildarstjóri speglanadeildar, í síma 555 3888 eða Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555 0000. Umsóknir sendist til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra. Staða deildarstjóra á fjármálaskrifstofu ráðuneytisins er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa háskóla- próf í viðskiptafræði eða rekstrarhagfræði. Starfið felst m.a. í fjárlagagerð, eftirliti með framkvæmd fjárlaga, áætlanagerð vegna reksturs stofnana og verkefna sem undir ráðuneytið heyra, svo og umsjón og af- greiðsla ýmissa erinda á fjármálaskrifstofu. Kjör eru samkvæmt samningi Félags há- skólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs- ins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 13. janúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Reykjavík, 16. desember 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. ÍSLANDSBANKI Sérfræðingur i lánaeftirlit Óskað er eftir sérfræðingi í Lánaeftirlit. Lánaeftirlit hefur m.a. eftirlit með lánveiting- um útibúa, metur áhættu og tryggingar og vinnur að úrlausn stórra og erfiðra lánamála. Það tekur þátt í mótun reglna og hefur eftir- lit með framkvæmd þeirra. Lánaeftirlit heim- ilar útlán að vissu marki ásamt ýmsum öðrum verkefnum á sviði lánamála. Einkum er leitað að manni með reynslu á sviði lánamála, til að halda utan um og vinna að úrlausn á stórum og erfiðum vanskilamál- um ásamt aðstoð við útibú vegna slíkra mála. Nánari upplýsingar veitir Þórður Jónsson, forstöðumaður Lánaeftirlits, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Umsóknir sendist til Guðmundar Eiríksson- ar, Starfsmannaþjónustu, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 23. desember 1996. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR REYKJAVÍK Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar óskar eftir að ráða ritara í fullt starf á skrifstofu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Auk góðrar kunnáttu í íslensku er æskilegt að umsækjandi hafi nokkuð vald á ensku, einu Norðurlandamáli og reynslu af ritara- störfum. Skriflegar upplýsingar um menntun og fyrri störf þurfa að berast skólanum fyrir 1. janúar nk. Nánari upplýsingar um ofangreint starf eru veittar daglega milli kl. 13.00 og 17.00 í síma 552 5828. Aðalfundur Aðalfundur Félagsráðs Hauka verður hald- inn í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. desem- ber, kl. 20.00 í félagsheimilsinu við Flata- hraun. Félagar fjölmennum. Stjórnin. StnOouglýsingor I.O.O.F. 9 = 17812188A = Jv. I.O.O.F. 7 = 17812188'/! = J.V Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Friðrik Hilmarsson. Allir velkomnir. □ Glitnir 5996121819 I Jf. REGLA MIISTERISRIDDARA Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur i kvöld kl. 20. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.