Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 52

Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð e. íólamáltíi 5 _______í þessum síðasta þætti mínum fyrirjól,________ segir Kristín Gestsdóttir gef ég bónda mínum orðið. Á HINNI miklu hátíð ljóssins kem- ur sitthvað upp í hugann. Ég fór með dóttur mína bamunga til þess að fá gleraugu. „Af hveiju viltu fá gleraugu?" spurði læknirinn hana. „Ég sé ekki Jesú á myndinni í Frí- kirkjunni," var svarið. Myndin skipti hana svona miklu. Ég fór með tvo tælenska drengi í Hall- grímskirkju um daginn. Þegar við gengum inn kirkjuskipið, leit sá yngri upp á mig og sagði: „Það vantar myndina." Mikið rétt, það er engin altaristafla í Hallgríms- kirkju, ójafnvægi hefur myndast innan kirkju eftir að orgelið kom. Börn eiga miklu auðveldara með að persónugera orð Krists, hafi þau hann jafnframt í myndrænu formi fyrir augum sér. A jólunum - á hátíð barnanna ættum við fullorðna fólkið að staldra við og eins og bamið sem vildi fá gleraugu, setja upp gleraugu á okkar innri sjónir og horfa á mynd Jesú í fríkirkjum okkar eigin sálar. Gleðileg jól. Hér er boðið upp á svína-skorpu- steik og nýstárlegan hrísgijóna- ábætisrétt. Þykkur vöðvi eins og hér er not- aður verður oft þurr og bragðlítill. Ég bregð á það ráð að sprauta kryddlegi inn í vöðvann með sprautu sem ég kaupi í apóteki. Einnig má sprauta bráðnu smjöri inn í vöðvann. Það gildir með þetta eins og annað svínakjöt að vöðvinn sé gegnumsoðinn. Hér er ekki gefið upp magn af kjöti, heldur almennar leiðbeiningar við matreiðslu steikar- innar. Kryddlögur 1 dl vatn 2 msk svinakjötskryddblanda með salti eða 2 tsk salt, 10 piparkom, 1 lárviðalauf og 'A tsk salvía. Þetta er soðið við hægan hita í 10 mínútur, þá er það síað í gegnum kaffipappírspoka og leginum sprautað á nokkrum stöðum inn í steikina. Til að fá harða skorpu 1. Skorið er í pumna niður að kjöt- vöðva en alls ekki lengra, skomir eru femingar, tígiar eða rendur. 2. Bakaraofninn er hitaður í 225°C. 3. Sjóðandi vatn er sett í botninn á steikingarpottinum eða skúffuna úr bakaraofninum, steikin sett í vatnið. Hún á að þekja puruna, hún höfð þannig í ofninum í 25 mínútur. 4. Síðan er puran þerrað og blöndu af salti og negul stráð í rifumar á henni og salti og pipar stráð á kjötvöð- vann. 5. Hitinn á ofninum lækkaður í 150°C, steikin sett á ofnskúffuna neð- arlega í ofninn, puran snúi upp og steikt í 3-4 klst. eftir stærð. Hvorki er ausið yfir steikina né haft vatn í pottinum eða skúffunni. 6. Að steikingu lokinni er hitinn hækkaður í 225°C. Grindin eða skúff- an skoluð með örlitlu vatni og það notað í sósu og steikin höfð á grind við þennan háa hita í 15 mínútur. Meðlæti með steikinni er sósa, rauðkál, hrásalat blandað með ávöxt- um, soðnar kartöflur og soðið græn- meti. Hrísgrj óna-ávaxtabúð- ingur með sósu 3 dl lítil hrísgijón 6 dl nýmjólk ‘Atsk salt 30 g smjör 1 vanillustöng 4 eggjarauður 2 dósir sykurlausir ananashringir, 432 g hvor 1. Setjið hrísgijón, mjólk, salt, smjör og sundurskorna vanillustöng í pott. Sjóðið við hægan hita í vel lokuðum potti í 15 mínútur, slökkvið þá á hell- unni og látið pottinn standa lokaðan á henni í 10 mínútur. 2. Hrærið síðan eina eggjarauðu í senn út í. Raðið ananashringjum á botninn og upp með börmunum á djúp- ri eldfastri skál og setjið hrísgijónin ofan á og þrýstið upp með börmunum þannig að stór hola myndist í miðj- unni. Takið frá hrísgijón til að setja ofan á. Fylling: 2 epli 2 bananar 4 ananashringir 1 bréf Oetker vanillubúðingsduft 1. Skerið ávextina í bita. Búið til búð- inginn skv. leiðbeiningum á umbúðum, blandið saman við ávextina. Setjið í holuna á skálinni, þekið síð- an með hrísgijónunum, sem þið tókuð frá. Leggið álpappír ofan á. Bakið í 190°C heitum ofni í 30 mínútur. Kælið. Sósa með hrísgrjóna- búðingnum Safí úr annarri ananasdósinni safi úr 2 appelsínum 1 dl sykur 1 peli ijómi Þetta allt soðið við meðalhita þar til það hefur minnkað veralega og þykknað. Blandað saman við þeyttan ijóma. RAÐA UGL YSINGAR Óli prik Leikskólakennara eða starfsmann, vanan leik- skóla, vantar á leikskólann Óla prik, Hornafirði frá og með 2. jan. ’97. Vinnutími kl. 12.45-17. Vinsamlega sækið um hjá leikskólastjóra í síma 478 2075 fyrir 24. desember nk. Sölustarf Fyrirtæki, með nýjungar í efnavörum, vill ráða reglusaman og snyrtilegan starfsmann með eigin bíl til sölu- og kynningarstarfa. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „H - 16137.“ Starfsmaður óskast Traust og gott fyrirtæki á Akureyri óskar eft- ir starfsmanni til að annast skönnun, tölvuút- prentun og lagfæringar á Ijósmyndum. Viðkomandi verður að geta unnið með Photoshop, Freeehand, CorelDraw, Micro- soft Office og hafa góða þekkingu á PC og Macintosh. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 179, 603 Akureyri, fyrir 23. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað. ST. JÓSEFSSPÍTAU SSIfS HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar athugið! Laus staða á speglanadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, 80% starf. Starfið er tímabund- ið og veitist frá 15. janúar 1997 til 15. janú- ar 1998 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 30. desember 1996. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sæmunds- dóttir, deildarstjóri speglanadeildar, í síma 555 3888 eða Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555 0000. Umsóknir sendist til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra. Staða deildarstjóra á fjármálaskrifstofu ráðuneytisins er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa háskóla- próf í viðskiptafræði eða rekstrarhagfræði. Starfið felst m.a. í fjárlagagerð, eftirliti með framkvæmd fjárlaga, áætlanagerð vegna reksturs stofnana og verkefna sem undir ráðuneytið heyra, svo og umsjón og af- greiðsla ýmissa erinda á fjármálaskrifstofu. Kjör eru samkvæmt samningi Félags há- skólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs- ins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 13. janúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Reykjavík, 16. desember 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. ÍSLANDSBANKI Sérfræðingur i lánaeftirlit Óskað er eftir sérfræðingi í Lánaeftirlit. Lánaeftirlit hefur m.a. eftirlit með lánveiting- um útibúa, metur áhættu og tryggingar og vinnur að úrlausn stórra og erfiðra lánamála. Það tekur þátt í mótun reglna og hefur eftir- lit með framkvæmd þeirra. Lánaeftirlit heim- ilar útlán að vissu marki ásamt ýmsum öðrum verkefnum á sviði lánamála. Einkum er leitað að manni með reynslu á sviði lánamála, til að halda utan um og vinna að úrlausn á stórum og erfiðum vanskilamál- um ásamt aðstoð við útibú vegna slíkra mála. Nánari upplýsingar veitir Þórður Jónsson, forstöðumaður Lánaeftirlits, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Umsóknir sendist til Guðmundar Eiríksson- ar, Starfsmannaþjónustu, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 23. desember 1996. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR REYKJAVÍK Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar óskar eftir að ráða ritara í fullt starf á skrifstofu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Auk góðrar kunnáttu í íslensku er æskilegt að umsækjandi hafi nokkuð vald á ensku, einu Norðurlandamáli og reynslu af ritara- störfum. Skriflegar upplýsingar um menntun og fyrri störf þurfa að berast skólanum fyrir 1. janúar nk. Nánari upplýsingar um ofangreint starf eru veittar daglega milli kl. 13.00 og 17.00 í síma 552 5828. Aðalfundur Aðalfundur Félagsráðs Hauka verður hald- inn í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. desem- ber, kl. 20.00 í félagsheimilsinu við Flata- hraun. Félagar fjölmennum. Stjórnin. StnOouglýsingor I.O.O.F. 9 = 17812188A = Jv. I.O.O.F. 7 = 17812188'/! = J.V Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Friðrik Hilmarsson. Allir velkomnir. □ Glitnir 5996121819 I Jf. REGLA MIISTERISRIDDARA Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur i kvöld kl. 20. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.