Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Störfum Alþingis fyrir jólaleyfi lauk aðfaranótt laugardags SÍÐUSTU tvo sólarhringa þing- halds fyrir jólaleyfi alþingismanna voru afgreidd 16 lagafrumvörp frá löggjafarstofnuninni, þeirra veiga- mest fjárlög næsta árs. Þessa tvo sólarhringa, frá fímmtudags- morgni til föstudagskvölds, stóðu þingfundir í samtals um 35 klukku- stundir. Samkomulag var milli stjórnar- meirihlutans og stjórnarandstöð- unnar um hvaða mál fengju af- greiðslu nú og hver biðu til næsta þings. Meðal stjórnarfrumvarpa, sem bíða afgreiðslu, eru frumvörp fé- lagsmálaráðherra um vinnumark- aðsaðgerðir og frumvarp iðnaðar- ráðherra um Landsvirkjun. Meðal Sextán frumvörp að lögum á tveim- ur sólarhringum þess, sem samþykkt var nú, var frumvarp um lífeyrisréttindi ríkis- starfsmanna, hluti svokallaðs „starfsmannabandorms" um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins og frumvarp um öryggi raf- orkuvirkja, sem m.a. felur í sér allumdeilda nýskipan á fyrirkomu- lagi rafmagnseftirlits. Síðasta mál á dagskrá þingsins var að venju atkvæðagreiðsla um fjárlög næsta árs. Allsnörp um- mæli féllu við atkvæðagreiðsluna, er þingmenn gerðu grein fyrir at- kvæðum sínum um einstakar greinar frumvarpsins. Hörð gagn- rýni kom fram á niðurskurð til vegaframkvæmda, einkum við umferðarmannvirki á höfuðborg- arsvæðinu, og nokkrir þingmenn höfðu tilfmningaþrungin orð um refaveiðar. í lokaræðu sinni eftir að at- kvæðagreiðslu um fjárlögin var lokið, um klukkan 1.30 aðfaranótt laugardags, sagði Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, að góður starfsandi hafi einkennt haust- þingið. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, lauk þinghaldinu með lestri forsetabréfs um frestun á fundum Alþingis. Það kemur sam- an aftur 28 janúar. Staðinn að ólöglegum veiðum LÍNUBÁTURINN, Guðmundur Krist- inn SU 404, sem gerður er út frá Hafharfirði, var staðinn að meintum ólöglegum þorskveiðum á Breiðafirði, skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar hefur báturinn ekki veiðiheimildir í íslenskri lögsögu. Guðmundur Kristinn var dreginn til Hafnarfjarðar í fyrrinótt og skýrsla hefur verið send sýslumanninum í Hafnarfirði. ? ? ? Áfram í gæslu- varðhaldi GÆSLUVARÐHALD yfir 19 ára pilti, sem sió 23 ára mann í hófuðið með hafnaboltakylfu á dansleik í Miðgarði í Skagafirði um síðustu helgi, rann út á hádegi á fimmtudag, en var framlengt til 13. janúar. Málið er fullrannsakað, en fram- iengingin byggist á þvf, hve alvariegt brot piltsins er. Að sögn lögreglu er henni ekki kunnugt um að mennirnir hafi átt í illdeilum. í fjölmiðlum hefur móðir mannsins, sem fyrir árásinni varð, borið að árásarmaðurinn og félagar hans hafí m.a. hringt á heimili henn- ar og hótað syni hennar lífláti. Rík- harður Másson, sýslumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudag að engar kærur þar að lútandi hefðu borist til lögreglunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glaðningur frá lögreglunni VINNINGSHAFAR í árlegri umferðarjólagetraun lögregl- unnar eiga von á glaðningi á aðfangadag. I verðlaun fyrir rétt svör eru bækur sem gefnar hafa verið af umferðarnefndum í Reykjavík, Selljarnarnesi og Kjósarhreppi. Jafnframt verða systkinum þeirra grunn- skólanemenda sem hreppa vinning, gefnir sælgætispokar. Á föstudag voru Margrét Sveinbjörnsdóttir lögreglu- þjónn og Sævar Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri í óða önn að pakka inn þeim 400 bókum sem gefnar verða. Meira saltað af síld en áður og frysting hefur gengið vel SÍLDARSÖLTUN hefur gengið mjög vel það sem af er vertíð og á föstudag var búið að salta í um 10 þúsund fleiri tunnur heldur en á allri vertíðinni í fyrra. Frysting hefur sömuleiðis gengið vel, en enn er eftir að veiða talsvert af síldarkvótanum. Síldarsöltun er lokið fyrir jól en verður fram haldið strax eftir áramót. Það sem af er vertíðinni hefur verið saltað í um 151 þús- und tunnur en á síðustu vertíð var alls framleitt í um 141 þúsund tunnur. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva eru enn um 40 þúsund tonn af út- hlutuðum síldarkvóta óveidd en alls hafa verið veidd um 70 þús- und tonn það sem af er vertíð- inni. Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd- ar, segir að enn eigi eftir að fram- leiða í um 14 þúsund tunnur upp í þá samninga sem þegar hafa verið gerðir þannig að útlit er fyrir að um verulega aukningu verði að ræða frá fyrra ári. 10-15% aukningí launagreiðslum Þessi mikla veiði hefur mikil áhrif í þeim bæjarfélögum þar sem síldarvinnsla fer fram. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, segir að mikil síldar- vinnsla hafi áhrif á allt bæjarlífið. Launagreiðslur á Höfn hafa aukist um 10-15% frá fyrra ári og er 1996 metár í tekjum vegna hafn- arinnar. „Hjá bæjarfélaginu verður ekki farið út í meiri framkvæmdir held- ur en áður var ákveðið. Mest verð- ur lagt í stækkun grunnskólans en stefnt er að því að hann verði einsetinn næsta haust. Það er þensla í þjóðfélaginu og auðvitað þarf að stemma stigu við henni en það má ekki gleyma því að þenslan er ekki síst tilkomin vegna umsvifa í sjávarútvegi. Þetta hefur þær afleiðingar hér á Höfn að við aukum við ýmis umsvif sem eru nauðsynleg samfara þenslu t.d. í framkvæmdum við höfnina." Metvertíð hjá Vinnslustöðinni Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um er langt komin með kvótann og einungis á eftir að veiða tvö þúsund tonn á þessari vertíð. Sig- hvatur Bjarnason, framkvæmda- stjóri, segir að þar séu menn mjög sáttir við sinn hlut á þessari síldar- vertíð. „Það er búið að frysta fimm þúsund tonn sem er 600 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og salta átta þúsund tonn af sfld sem er tvöföldun á milli ára. Þetta er besta síldarvertíð sem við höfum séð bæði hvað varðar framleiðslu og sölu en við höfum selt mest til Þýskalands, Frakklands og Eng- lands." Hjá Borgey á Höfn í Hornafirði er búið að vinna tæp tíu þúsund tonn af síld og á eftir að veiða 8-9 þúsund tonn af kvóta fyrirtækisins. Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar, segir að búið sé að salta í 27-28 þúsund tunnur og frysta um 2.000 tonn af sfld. „Þetta er heldur minna magn heldur en undanfarin ár. Veiðarnar hafa gengið hægt undanfarinn mánuð líkt og í desember í fyrra. Þá glæddist veiðin í janúar og vonandi verður það einnig núna." Bátar Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað eiga eftir að veiða þrjú þúsund tonn af kvótanum á þess- ari vertíð. Búið er að salta í 48 þúsund tunnur og frysta um fjór- tán hundruð tonn. Að sögn Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar, hafa veiðarnar gengið treg- lega síðustu vikurnar en stærstu markaðir Síldarvinnslunnar fyrir saltsíld eru Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Einnig fer töluvert á Rússlands- og Þýskalandsmarkað. Frakkland er langstærsti markað- urinn fyrir frysta sfld en einnig er selt á Þýskalandsmarkað, segir Finnbogi. Umdeildur skattur íaðsigi ?Lengi hefur verið deilt hart um fjármagnstekjuskattinn en nú er hann yfirvofandi þrátt fyrir marg- víslega gagnrýni á tæknilega þætti í útfærslu hans. /10 Sundurlaus hjörð gegn Milosevic ?Ekki er allt sem sýnist um mót- mælin gegn stjórn Slobodans Mil- osevic Serbíuforseta. /12 Hátækniaðgerðir í gallgöngum ?Á Sjúkrahúsi Reykjavfkur hafa að undanförnu verið gerðar að- gerðir á gallgöngum sjúklinga með nýrritækni./20 Verðbréfasali með fjölbreytta reynslu ?í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Jafet S. Ólafsson hjá Verðbréfastofunni. /22 B ? 1-28 Með norðrið íblóðinu ?Stefán Hrafn Magnússon heill- aðist snemma af norðurslóðum og hefur látið drauminn rætast. /1 og2-4 Samiðaf Innri þörf Maður margra andlita ?Gfsli Rúnar Jónsson er þjóð- kunnur leikari og leikstjóri, en reynir nú fyrir sér á nýju sviði. /8 ?Jóhann Helgason hefur lengi verið með helstu popplagasmiðum þjóðarinnar en lítið verið gefinn fyrir að ota sínum tota. /11 Dansað kringum jólatró ?Myndasyrpa frá litlu jólum barn- anna hér og þar um landið /14 C FERÐALÖG ?1-4 Á annað hundrað ífyrstutllraun ?Erlendir ferðamenn koma í sér- staka jólaferð til íslands á vegum Flugleiða. /1 Mt. Buet ?Ferðasaga úr frönskum fjöllum. /2 D BILAR ?1-4 C70 á markað næsta vor ?Volvo hefur hleypt af stokkun- um nýrri línu bíla og fyrstur er C70 sportbíllinn./1 Reynsluakstur ?Kraftmikill og fágaður MUSSO E 32. /4 FASTIRÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavikurbréf 26 Skoðun Minningar Myndasögur Bréftilblaðsins 38 U Bnás Stjörnuspá Skák ™ Fólkífréttum 42 Bíó/dans 44 íþróttir 48 Utvarp/sjónvarp 49 Dagbók/veður 51 Gárur Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist 6b 6b lOb 12b INNLENDARFRETTLR: 2-4-8-BAK ERLENDARFRÉTTIR: 1&6 l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.