Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 41
I DAG
Árnað heilla
OZ\ÁRA afmæli. Á
Ov/morgun, mánudaginn
23. desember verður áttræð
Pálína S. Andrésdóttir,
Hamraborg 26, Kópavogi.
Hún verður að heiman á
afmælisdaginn.
O /V ÁRA afmæli. Á
Ov/morgun, mánudaginn
23. desember, verður áttræð
Þuríður Guðmundsdóttir,
frá Ásgarði Vallahreppi,
nú til heimilis að Miðvangi
22, Egilsstðum. Hún verður
að heiman á afmælisdaginn.
/?/VÁRA afmæli. Sex-
V/V/tugur verður á að-
fangadag, þriðjudaginn 24.
desember, Auðunn H.
Jónsson, matsveinn, frá
Litla-Nesi, Árneshreppi,
til heimilis á Seilugranda
8, Reykjavík.
/?/\ÁRA afmæli. Á
Vj Umorgun, mánudag-
inn 23. desember, verður
sextugur Ragnar Jóhann-
esson, bifreiðasljóri,
Brattholti 3, Mosfellsbæ.
Eiginkona hans er Hafdís
Hanna Moldoff. Þau hjón-
in verða stödd hjá dóttur
sinni og fjolskyldu á ísafirði
á afmælisdaginn.
Farsi
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót o.fl. lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og eða
nafn ábyrgðar-
manns og símanúm-
er. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329
eða sent á netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
0F»fcm UnoooVPatntXiHd by Urnyrwl Press Syndca)e
tuAis&uASS/coovrUð&r
HOGNIHREKKVISI
eftir 'OSgeúzr
rooundcinrtriliUrfMndCLJÓLoL.
-7 svejninum
þettcb sÁdpii shii bg
aJböhuroo undanrerínu
ORÐABOKIN
Vilja
SÖGNIN að vilja hefur
valdið nokkrum heila-
brotum. Hún telst til
svonefndra núþálegra
sagna og beygist því
nokkuð á ská við veika
og sterka beygingu
sagnorða. Annars eru
kennimyndir sagnar-
innar þessar: vilja, -
(ég) vil, - (við) viljum,
- (hef) viljað. í seinni
tíð hefur borið töluvert
á því, að menn ruglast
í beygingu nútíðar
sagnarinnar. Hún er
þessi samkv. reglum:
ég vil, þú vilt, hann,
hún eða það vill . . .
Þetta kallast 1., 2. og
3. persóna. í mínu ung-
dæmi mátti einkum
heyra börn segja sem
svo: ég vill í staðinn
fyrir ég vil. Hér er þá
orðmynd 3. p. færð upp
í 1. p. Þtta var kallað
barnamál, en mun hafa
lagazt hjá flestum með
aukinni skólagöngu.
Því miður held ég, að
hér hafi orðið einhver
afturkippur, því að
heyra má fullorðið fólk
ruglast verulega í rím-
inu. Engin sérstök
dæmi skulu nefnd,
enda hygg ég, að þeir,
sem kunna hér á skil,
hafi tekið eftir þessu
hjá ýmsum þeim, sem
koma t.a.m. fram í
rabbþáttum útvarps
eða sjónvarps. Svo oft
bregður þessu fyrir -
því miður. Þá er sagt
sem svo: Ég vill hafa
þetta þannig, þar sem
segja á ég vil o.s.frv.
Hins vegar er rétt að
segja í 3. p. Hann vill
hafa þetta þannig.
Þessi ruglingur er
heldur hvimleiður og
ætti að vera auðvelt
að venja sig af honum.
- J.A.J.
STJÖRNUSPA
eftir Franecs Drake
*
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
nýtirþér vel þau tæki-
færi, sem lífið hefur að
bjóða.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl)
Á næstunni býðst þér tæki-
færi til að bæta stöðu þína
og afkomu í vinnunni. Gott
samstarf fjölskyldunnar skil-
ar árangri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Smá-ágreiningur kemur upp
milli ættingja í dag, en þér
tekst fljótt að leysa mátið.
Njóttu svo frístundanna í
vinahópi.
Tvíburar
(21.maí- 20.júní)
Þú hefur gaman af að um-
gangast aðra, og ættir að
þiggja heimboð, sem þér
berst í dag. Börn þarfnast
umhyggju í kvöld.
Krabbi
(21. júni - 22. júlt) >“$S
Þú tekur mikilvæga ákvörð-
un varðandi fjármálin í dag
til að auðvelda greiðslu jóla-
reikninganna. Kvöldið verð-
ur rólegt.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst) «
Hafðu stjórn á skapinu þótt
ættingi sé erfiður í samskipt-
um í dag. Sýndu jólaskapið,
og réttu fram sáttarhönd.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Ekki spilla góðum fjöl-
skyldufundi í dag með deil-
um um fjármálin. Ný tóm-
stundaiðja vekur áhuga þinn
þegar kvöldar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Sýndu þínum nánustu um-
burðariyndi og skilning, og
varastu óþarfa deilur.
Reyndu að njóta frístund-
anna, sem í boði eru.
Sporðdreki
(23.okt. - 21. nóvember)
Gættu þess að standa við
loforð, sem þú hefur gefíð
ástvini, og mundu að börnin
þarfnast umhyggju í öllum
jólaönnunum.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) <se
Ferðalag er i vændum á
næstunni, og mikið verður
um að vera í samkvæmislíf-
inu. Þú átt von á góðum
fréttum úr vinnunni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fljótlega berst þér viður-
kenning fyrir vel unnin störf,
og afkoman fer batnandi.
Þú fagnar í kvöld með góðum
vinum.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðk
Þú ert með áform á pijónun-
um, sem þú hlakkar til að
hrinda í framkvæmd eftir
jólin. En í kvöld siakar þú á
með ástvini.
Fiskar
(19.febrúar-20.mars)
Ástvinir eru að skipuleggja
komandi helgidaga og fjöl-
skyldufundi í dag, og eiga
svo saman ánægjulegt kvöld
heima.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Fjórir þættir ráða verði og gæðum demantsins:
Litur, hreinleiki, slípun og þyngd.
Bláhvítir og hvítir demantar eru sjaldgæfastir og
verðmætastir. Flestir demantar hafa í sér daufan
litatón sem aðeins er á færi fagfólks að greina.
Jóhannes Leifsson Tímadjásn
Gullsmiður Grímsbæ v/Bústaðaveg
Laugavegi30 S: 553 9260
S: 551 9209
Jens
Gullhöllin Kringlunni
Laugavegi49 og Skólavörðustíg 20
S: 561 7740 S: 568 6730
Demantahúsið ehf. Gullsmiðjan Pyrit-G15
Kringlunni 4-12 Skólavörðustíg 15
S: 588 9944 S: 551 1505
Gull og Silfur Gullsmiðja Óla
Sigurður G. Steinþórsson Hamraborg 5
Laugavegi35 Kópavogi
S: 552 0620 S: 564 3248
Gullkúnst Gullsmiðjan
Gullsmiðja Helgu Guðrún Bjarnadóttir
Laugavegi 40 Lækjargötu 34c
S: 561 6660 Hafnarfiröi
S: 565 4453
Lára gullsmiður
Skólavörðustfg 10 Sigga & Timo gullsmíði
S: 561 1300 Strandgötu 19
Hafnarfirði
Guðmundur Andrésson S: 565 4854
Gullsmíðaverslun
Laugavegi 50a
S: 551 3769
Félagar í Demantaklúbbi FIG