Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ¦ Gallupkönnun um vinsældir ráöherra Framsóknar Enn eykst óánægja með störf Ingibjargar EINS og ég er búin að spara ofboðslegan helling í heilbrigðiskerfinu með þessu Islandsmeti í biðraða lengd . . . Vetnisperoxíð kannað BORGARRAÐ hefur samþykkt að unnið verði áfram að stofnun undirbúningsfélags um könnun á framleiðslu og hagkvæmni vetnis- peroxíðframleiðslu hér á landi. Áætlaður heildarkostnaður við könnunina er 10 milljónir króna. í tillögunni segir að miðað skuli við að leita eftir þátttöku fleiri aðila að undirbúningsfélaginu, Áburðarverksmiðjunnar hf., fjár- festingarfélaga, Áflvaka hf., orku- fyrirtækja, fagráðuneyta, einka- aðila og erlendra aðila. I erindi Atvinnu- og ferðamála- stofu til borgarráðs segir að fram hafí farið forathugun á hvort grundvöllur sé fyrir starfsemi verksmiðju til framleiðslu á vetnis- peroxíði. Niðurstöður bendi til að hagkvæmt sé að reisa og reka 15 þús. tonna verksmiðju á Reykja- víkursvæðinu með 23 starfsmenn. Því sé ástæða til að kanna málið Opið í dag. ioJ* Jólasveinar koma í heimsókn kL 13:30,14:15 0g 15:00 Opið ámorgun r Jolasveinar koma i heimsokn kl. 17:30,18:15 og 19:00 KRINGWN jrá morgni tií kvölds nánar. Tekið er fram að Áburðar- verksmiðjan hf. hafi tekið þátt í verkefninu og hafi sýnt áhuga á áframhaldandi þátttöku. Vetnisperoxíð er notað í staðinn fyrir klór í pappírs- og vefnaðar- iðnaði þar sem efnið er umhverfis- vænna en önnur bleikiefni. Efnið brotnar niður í vatni og/eða súr- efni, hefur notkun þess farið vax- andi og er áætlað að svo verði áfram. Félag um sorpurðun á Vesturlandi Grund. Skorradal. Morgunblaðið. GENGIÐ var formlega frá stofnun hlutafélags um förgun á sorpi fyr- ir allt Vesturland á miðvikudag. Öll sveitarfélög á Vesturlandi, 24 að tölu, eru aðilar að hlutafélaginu og skipta hlutafénu 22.224.000 kr. á milli sín eftir íbúatölu. Tilgangur félagsins, eins og seg- ir í samþykktum, er móttaka, flokkun, urðun og förgun sorps, endurvinnsla og móttaka brota- málms og spilliefna, kaup, sala og rekstur fasteigna og annar skyldur rekstur. Félagið stefnir að kaupum á öll- um hlutabréfum í Förgun ehf., Vesturlandi, en með þeim gjörningi eignast það jörðina Fíflholt þar sem fyrirhugaður urðunarstaður er. Fyrsta stjórn hins nýja hlutafé- lags er þannig skipuð: Pétur Otte- sen, Akranesi, formaður, Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði, Páll Ingólfsson, Ólafsvík, Guðrún Konný Pálmadóttir, Búðardal, Sig- ríður Gróa Kristjánsdóttir, Akra- nesi, Ríkhard Brynjólfsson, Hvan- neyri og Finnbogi Leifsson, Hítard- al. Endurskoðendur eru Endur- skoðun hf., Borgarnesi og skoðun- armaður reikninga er Davíð Pét- ursson, Grund. Þing hugvitsmanna haldið í Svíþjóð Hugvit og nýsköpun ELINÓRA Inga Sig- urðardóttir er rit- ari í stjórn Lands- sambands hugvitsmanna á íslandi. Hún sat nýlega þing hugvitsmanna í Sví- þjóð, en það var fyrsta landsþing hugvitsmanna þar í landi. Þingið var haldið í Varberg í Svíþjóð þann 16. - 17. nóvember s.l. Af hvaða tilefni var þetta þing haldið? - Þetta þing var haldið til þess að sameina öll hugvitsfélög í Svíþjóð, fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum var boð- ið að sitja þingið, einum frá hverju landi. Þetta var gert til þess að koma á mögulegri samvinnu milli hugvitsmanna og til þess að stuðla auknum réttind- um þeirra og reyna að tryggja þau betur. Einnig var markmiðið að stuðla að nýsköpun. Eru réttindi hugvitsmanna ekki nægilega virt? - Það er alþjóðlegt vandamál hugvitsmanna að hugmyndum þeirra er svo auðveldlega hægt að stela. Virðing fyrir hugmynd- um manna og hönnun er oft fyr- ir borð borin, einkum ef fólk hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að fara í málaferli við t.d. stór fyrirtæki sem tekið hafa hugmyndir og komið þeim í framkvæmd án þess að virða réttindi viðkomandi hugvits- manns, sem fær þá kannski ekki neitt eða mjög lítið fyrir sína hugmynd eða hönnun. Eiga Norðurlöndin stóran hóp hugvitsmanna? - Já, t.d. í Svíþjóð einni eru 1600 félagsmenn. Sænska ríkið kom á laggirnar stofnun árið 1995 þar sem það veitti 5 millj- arða íslenskra króna til styrktar starfí hugvitsmanna í Svíþjóð, þessa peninga á að nota næstu tíu árin til þess að auka nýsköp- un í atvinnulífi þar í landi. Þetta er stuðningur fyrir einstaklinga innan hugvitsmannahópsins, þeir geta sótt um styrk til þessarar stofnunar, SIC, og þurfa þá að leggja fram hugmynd sína og áætlanir og fá þá styrk sem síð- an breytist í lán þegar hugmynd- in er komin í framkvæmd. Lánið greiðist síðan upp á fimm árum. Er margt hugvitsfólk í íslenska félaginu? - Nei, þetta ungt félag, stofn- að í febrúar 1996 og það eru ekki nema um 40 manns sem hafa greitt félagsgjöld. Ég veit hins vegar að það er til margt fleira hugvitsfólk á íslandi. Hvað þarftil þess að verða gjald- gengur félagsmaður í Landsam- bandi hugvitsmanna, ________ LHM? - Hugvitsmaður er sá sem finnur nýja lausn á þekktu vanda- máli. Mjög margt fólk er hugvitsfólk þótt það ——— geri ekki uppfinningar eins og Georg í Andrésblöðunum. Til þess að ganga í þetta félag þarft fólk að hafa áhuga á að koma hugmyndum sínum á framfæri og vinna þeim brautargengi. Draumur okkar hjá féiaginu er að það hafi ráðgjafa á sínum snærum sem myndi hjálpa fólki að finna út hvert það á að snúa sér til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Það er líka draumur okkar að geta boðið upp á námskeið í sambandi við þetta. Pétur Th. Pétursson hefur haldið Elinóra Inga Sigurdardóttir ?ELINÓRA Inga Sigurðar- dóttir er fædd 20. desember 1954 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík áríð 1975 og prófi í jarðfræði frá Háskóla Islands 1982. Að því loknu stundaði hún nám í Hjúkrunar- skóla íslands og Iauk þaðan prófi árið 1986. Hún hefur starfað við hjúkrun og efna- greiningar og einnig við kennslu í Fjblbrautaskólanum í Breiðholti. Hún er gift Júlíusi Valssyni lækni og eiga þau fjög- ur börn. Hugvitsmaður finnur nýja lausn á þekkt- um vanda svona námskeið og sótti ég eitt þeirra Er erfitt að koma hugmyndum á framfæri á íslandi? - Já, það er erfitt. Það var ekki fyrr á allra síðustu árum sem farið var að tala um nýsköp- un og hvetja fólk til að leggja fram hugmyndir sínar. Iðntækni- stofnum hefur verið með hug- myndasamskeppni sem heitir Snjallræði. Fyrsta árið sem þeir héldu svona samkeppni voru lagðar inn 250 hugmyndir en aðeins átta fengu „grænt ljós". Ég veit ekki hvað margar þess- ara 8 hugmynda hafa komist i framleiðslu. Margt fólk býr yfir athyglisverðum hugmyndum en hefur lítinn kjark til þess að koma þeim á framfæri. Sam- keppni hentar þessu fólki ekki endilega en kannski má skapa annan vettvang fyrir það. Sem dæmi má nefna sýninguna Iðir sem Rósa Ingólfsdóttir stóð fyrir á munum handverksfólks. Eykur samvinna hugvitsfólks á Norðurlöndum möguleika þess á að koma hugmyndum á fram- færí í hinum stóra heimi? - Já, og það eru bæði fyrir- tæki og félög í Svíþjóð og Nor- egi sem hafa sýnt áhuga á að kqma hug- myndum frá íslandi á framfæri. Þar er markaðurinn miklu stærri en sá íslenski. ~~~^~ ÁfundinumáVarberg var talað um að stofna samnorr- ænan styrktarsjóð hugvitsmanna með hið sænska styrktarfélag SIC að fyrirmynd. Þá fengi fólk styrk út á hugmyndir sínar sem breyttust í lán ef af framleiðslu verður. Hvaða óskir áttu fyrir hönd LHM?_ - Ég myndi vilja sjá félagið styrkjast og verða vettvang æ fleiri ungra og gamalla hugvits- manna. Æskilegt væri að tengja félagið á einhvern hátt við skóla og atvinnulíf í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.