Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
. T~C" r—r f-» -r ,.r. rr-Tr- -r, —<>0
____________________________________SUNNUDAGUR 22, DESEMBER 1996 29
MINNINGAR
GUÐRÚN
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Guðrún Bene-
diktsdóttir, hús-
freyja, fæddist í
Reykjavík 10. októ-
ber 1919. Hún lést
á Hjúkrunarheimil-
inu Slqóli 15. des-
ember siðastliðinn.
Foreldrar Guðrún-
ar voru Guðrún
Pétursdóttir, hús-
freyja, f. 1878, d.
1963, og Benedikt
Sveinsson, alþingis-
maður, f. 1877, d.
1954. Börn þeirra
voru, auk Guðrún-
ar: Sveinn framkvæmdastjóri,
f. 1905, d. 1979, Pétur, al-
þingismaður og bankastjóri, f.
1906, d. 1969, Bjarni, forsætis-
ráðherra, f. 1908, d. 1970,
Kristjana, húsfreyja, f. 1910,
d. 1955, Ragnhildur, stúdent,
f. 1913, d. 1933, og Ólöf,
menntaskólakennari, f. 1919.
Guðrún giftist 17. nóvember
1945 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jóhannesi Zoega, verk-
fræðingi, f. 14.8. 1917. Börn
þeirra eru fjögur: 1. Tómas,
f. 1946, geðlæknir í Reykjavík,
giftur Fríðu Bjarnadóttur,
hjúkrunarfræðingi. Þau eiga
þijár dætur, einn son og einn
dótturson. 2. Guðrún, f. 1948,
verkfræðingur i
Reykjavík, gift
Ernst Hemmings-
en, hagfræðingi.
Þau eiga tvo syni
og eina dóttur. 3.
Benedikt, f. 1955,
stærðfræðingur i
Reykjavík, giftur
Vigdísi Jónsdóttur,
skjalaverði. Þau
eiga eina dóttur og
tvo syni. 4. Sigurð-
ur, hagfræðingur í
Bandaríkjunum.
Sambýliskona hans
er Solveig Sigurð-
ardóttir, læknir, og eiga þau
einn son.
Guðrún lauk stúdentsprófi
1939. Eftir það fór hún í hús-
mæðraskóla í einn vetur. Hún
starfaði við skrifstofustörf við
Tóbakseinkasölu ríkisins og
þjá Sveini bróður sínum. Eftir
að hún gekk í hjónaband sinnti
hún mest heimilisstörfum en
tók jafnframt þátt í félagsmál-
um, meðal annars í Hvöt, fé-
lagi sjálfstæðiskvenna, og var
sjálfboðaliði hjá Rauða kross-
inum.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Áskirkju mánudaginn 23.
desember og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Guðrún Benediktsdóttir tengda-
móðir okkar er látin eftir langvinn
veikindi.
Hún ólst upp í faðmi fjölskyldu
sinnar á Skólavörðustíg 11. Það var
annálað menningarheimili og for:
eldrar hennar mikið atorkufólk. í
vegarnesti frá æskuheimili sínu
fékk Guðrún mikinn áhuga á ís-
lensku máli, þjóðlegum fræðum og
þjóðmálum. í bókinni „Bjarni Bene-
diktsson í augum samtíðarmanna"
segir Ólöf tvíburasystir hennar svo
frá heimilinu:
„Foreldrar mínir voru bæði mjög
áhugasöm um stjórnmál og reyndar
fjölda annarra mála. Kom því margt
áhugamanna á heimilið til skrafs
og ráðagerða um margvísleg efni
en einkum þó um stjómmál, sér-
staklega sjálfstæðismálið, bæði áð-
ur og eftir að það var til lykta leitt
... Aldrei man ég eftir því að við
bömin væmm látin fara út ef gesti
bar að garði eða að nokkrum væri
bannað að taka þátt í samræðum.
Hvort sem við lögðum mikið eða
lítið til málanna fór ekki hjá því
að við kynntumst ýmsum sjónar-
miðum og aldrei man ég eftir því
að nokkrum skoðunum væri
þröngvað upp á okkur.“
Guðrún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1939 og var þá heitbundin ungum
manni frá Norðfirði, Jóhannesi Zo-
éga, sem hafði lokið stúdentsprófí
þremu ámm fyrr. Hann fór til fram-
haldsnáms í Þýskalandi árið 1937.
Á meðan stytjöld geisaði í Evrópu
beið Guðrún eftir Jóhannesi á Is-
landi og árin urðu átta áður en
hann komst aftur heim til íslands.
Þau giftu sig svo 1945 og nokkmm
árum síðar reistu þau sér hús við
Laugarásveginn og bjuggu þar alla
tíð síðan.
Guðrún var mikil fjölskyldukona
og heimakær. Sem ung stúlka vann
hún við skrifstofustörf í nokkur ár
en eftir að þau Jóhannes giftust
helgaði hún heimilinu og fjö|skyld-
unni krafta sína. Hún hefði án efa
getað verið framarlega á ýmsum
sviðum með sóma eins og aðrir úr
hennar ætt, en fjölskyldan var henni
mikilvægari.
Guðrún var trygglynd og var í
miklu og góðu sambandi við systk-
ini sín og aðra úr fjölskyldunni en
samband hennar og Ólafar tvíbura-
systur hennar var einstakt.
Jóhannes og Guðrún vom ákaf-
lega samhent og höfðingjar heim
að sækja. Þau unnu saman í fallega
garðinum sínum og ferðuðust víða.
Það var yfirleitt fullt hús um helgar
af bömum, bamabörnum og
tengdabömum. Fyrir okkur tengda-
bömin var mikið lán að fá Guðrúnu
sem tengdamóður. Hún lét okkur
strax finna að við værum hiuti af
fjölskyldunni. Er mjög ljúft að
minnast þess þegar stórfjölskyldan
sat löngum stundum við borðstofu-
borðið, Jóhannes við endann og
Guðrún næst honum, yfir ijúkandi
heitu súkkulaði og kökum. Þá var
mikið spjallað, þjóðmálin rædd og
brotin til mergjar.
Guðrún var víðlesin og hafði
málshætti og tilvitnanir á reiðum
höndum. Hún var fluggreind og
stálminnug. Hún saumaði mikið út
alla tíð og afkomendur hennar eiga
marga fallega útsaumaða hluti frá
henni.
Bamabörnin áttu alltaf öruggt
skjól hjá ömmu sinni og afa og það
vom ófá skiptin sem Guðrún gætti
barnabamanna á meðan heilsa
hennar leyfði.
Hin síðari árin átti Guðrún við
þungbær veikindi að stríða sem hún
bar með æðruleysi og stillingu og
aldrei barmaði hún sér yfir hlut-
skipti sínu. Jóhannes stóð eins og
klettur við hlið hennar í veikindun-
um og gerði henni kleift að vera
eins lengi heima og mögulegt var.
Við vottum Jóhannesi tengdaföð-
ur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Guðrúnar Benediktsdóttur.
Fríða Bjarnadóttir, Ernst
Hemmingsen, Vigdís
Jónsdóttir, Solveig
Sigurðardóttir.
Elskuleg móðursystir mín, Guð-
rún Benediktsdóttir, er látin. Andlát
hennar kom okkur ættingjunum
ekki á óvart, þar sem hún hafði átt
við veikindi að stríða um margra
ára skeið og var sárþjáð síðustu
vikurnar.
Frænka mín var mér mjög kær.
Fyrstu æviár mín bjuggum við for-
eldrar mínir, afi og amma og Guð-
rún í sama húsi á Skólavörðustíg
11A. Þetta voru hamingjuár í lífi
mínu með alla þessa góðu ættingja
í kringum mig, ekki síst hana Guð-
rúnu. Hún og móðir mín voru tví-
burasystur og alla tíð mjög sam-
rýndar. í rauninni var hún mér allt-
af sem önnur móðir. Svolítið erfitt
var fyrir mig litla stúlku að átta
mig á skyldleika þeirra mæðgna,
ömmu, mömmu og Guðrúnar. Kall-
aði ég ömmu „mömmu“, móður
mína „Ólö“ og Guðrúnu- „frænku
systur" fyrstu ár ævi minnar. Síðar
kölluðum við systur mínar og fjöl-
skyldur okkar Guðrúnu alltaf
Frænku.
Á þessum árum var Frænka trú-
lofuð Jóhannesi Zoéga, sem hún
giftist haustið 1945. Hann dvaldist
öll stríðsárin í Þýskalandi, fyrst við
nám og síðar við störf, þar sem
hann lokaðist inni vegna stríðsins.
Frænka og Jóhannes kynntust í
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1936 og trúlofuðu sig nokkru síð-
ar. Jóhannes fór utan árið 1937 og
Frænka sat i festum hér heima til
stríðsloka.
Mér eru minnisstæðar myndir af
Frænku og Jóhannesi saman frá
því fyrir stríð. Einhverra hluta
vegna tengdi ég myndirnar af Jó-
hannesi styttu af myndarlegum
manni, sem var stillt upp í glugga
hjá afa og ömmu og ég nefndi „Jóa
hennar Frænku“. - Miklir fagnað-
arfundir urðu, þegar Jóhannes kom
loksins heim í stríðslok og giftust
þau Guðrún skömmu síðar.
Mikill samgangur var alla tíð
milli mömmu, Frænku og fjöl-
skyldna okkar. Þær systur voru sem
fyrr segir mjög nátengdar. Eftir að
báðar fluttu af bemskuheimili sínu
drukku þær í mörg ár saman morg-
unkaffí „í gegnum síma“ og hittust
næstum daglega.
Þeim varð mjög sjaldan sundur-
orða, en það kom þó fyrir. Ætlaði
einhver að blanda sér í málin sneru
þær bökum saman gegn viðkom-
andi.
Ég hef átt margar góðar og
skemmtilegar stundir með Frænku,
Jóhannesi og börnum þeirra. -
Systurnar héldu upp á afmælisdag-
inn saman 10. október ár hvert með
pompi og pragt. Hittust þar margar
kynslóðir afkomenda afa og ömmu
og var oft glatt á hjalla. - Ogleym-
anleg eru gamlárskvöldin sem
mamma og Frænka héldu lengi
saman með fjölskyldum sínum.
Kom margt spaugilegt fyrir eins
og þegar Benedikt Jóhannesson
fullyrti einu sinni á nýársdag að
Páll stúpi minn hefði skotið niður
tunglið með flugeldum kvöldið áð-
ur. - Frænka og Jóhannes buðu
mér stundum í útilegu austur í
Skaftafellssýslu. Þá áttu þau Will-
ysjeppa sem komst yfír holt og
hæðir. í þeim ferðum var mikið
sungið og margt spjallað.
Frænka og Jóhannes þekktust í
meira en sextíu ár og áttu gullbrúð-
kaup á síðasta ári. Hjónaband
þeirra var farsælt og fallegt og
mikið reyndist Jóhannes henni Guð-
rúnu sinni vel í löngum veikindum
hennar. - Þau hjón áttu miklu
bamaláni að fagna og eru böm
þeirra fjögur öll hið mætasta fólk.
Með þessum orðum kveð ég
Frænku, sem var mér alltaf svo góð
og mér þótti svo vænt um.
Hvíli hún í friði.
Guðrún Guðjónsdóttir.
Guðrún móðursystir mín dó á
sunnudaginn. Hún varð fyrir þungu
áfalli fyrir rúmum áratug og náði
ekki fullum styrk eftir það. Hún
átti erfítt um mál sem auðvitað tók
á hana. Samt naut hún sín í vina-
hópi, af því að hugsunin var skýr
og minnið óbrigðult. Það var gott
að sitja hjá henni og rabba við hana.
Best man ég eftir augunum, hlýjum
og glettnum. Ég hef aldrei getað
skilið hversu vel hún bar sjúkdóm
sinn. En hún átti líka góða að. Jó-
hannes stóð svo sannarlega við hlið
konu sinnar sem höfðu svarið hvort
öðru tryggð á unga aldri. Og það
gerði fjölskyldan öll og svo auðvitað
Olöf systir hennar, sem alltaf vissu
hvor af annarri.
Foreldrarnir, Guðrún og Bene-
dikt, settu svip á þjóðmála- og kven-
réttindabaráttu síns tíma og það
mótaði heimilisbraginn á Skóla-
vörðustíg 11. Systkinahópurinn var
fyrirferðarmikill, og hefur mér þótt
skemmtilegt að heyra þau riíja upp
atvik frá þessum tíma á_ liðnum
árum. Tvíburasystumar Ólöf og
Guðrún voru orðnar fímm ára, þeg-
ar þær voru skírðar, og var þeim
leyft að velja á milli þess, að athöfn-
in færi fram í kirkju eða heima en
þá yrði boðið upp á súkkulaði og
góðgæti. Auðvitað völdu þær síðari
kostinn, og þegar móðir þeirra var
að leggja síðustu hönd á undirbún-
inginn, bað hún Benedikt að hafa
ofan af fyrir dætrunum. Hann fór
með þær inn í bókaherbergi og
spurði hvað þær vildu heyra.
„Segðu okkur söguna af henni Gjálp
og henni Greip.“ Það var allur skírn-
arundirbúningurinn.
Ólöf og Guðrún voru mjög líkar.
Sú saga hefur verið sögð til marks
um það, að Jóhannes hafí boðið
Ólöfu með sér í hóf tiu ára stúd-
enta, af því að Guðrún var komin
langt á leið og treysti sér ekki þess
vegna. Þá hafði Pálmi rektor orð á
því, að kennaramir hefðu átt erfitt
með að þekkja tvíburana í sundur,
meðan þeir voru í menntaskólanum.
„En ég gerði það alltaf," sagði hann.
Óg bætti svo við: „Skál, Guðrún!"
Ólöf og Guðrún urðu stúdentar
17. júní 1939 með frænkum sínum
Ragnheiði Baldursdóttur og Ragn-
hildi Halldórsdóttur. Síðan fór Guð-
rún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur
og vann eftir það hjá Tóbakseinka-
sölu ríkisins. Sumarið sem Jóhannes
kom heim frá Þýskalandi 1945 var
hún við störf í Siglufirði. Þá höfðu
þau ekki sést í sex ár og ekki alltaf
verið víst um afdrif hans, þó hún
frétti af honum endrum og eins.
En samgöngurnar voru ekki betri
en svo, að hún komst ekki suður í
tæka tíð til að taka á móti honum.
Guðrún var góð húsmóðir og
undi sér við hannyrðir, þegar tími
vannst til. Þau Jóhannes vom sam-
rýnd og samhent og áttu barnaláni
að fagna. Þau ræktuðu garðinn sinn
og ferðuðust mikið saman heima
og erlendis. Jóhannes átti forláta
Willisjeppa sem nýttist vel við nátt-
úruskoðun og í veiðiferðum.
Guðrún las mikið og var vel að
sér um þjóðleg efni, ættfróð og
mannfróð. Hún var til mannfagnað-
ar hvar sem var, þó hlédræg, en
tillögugóð og óhlutdeilin um ann-
arra mál. Hún hafði fastar og mót-
aðar skoðanir í þjóðmálum. Hún var
fulltrúi Kvenstúdentafélags íslands
við hátíðahöldin í Reykjavík 18.
júní 1944. Þá gengu fulltrúar 22
félaga og félagasamtaka fyrir fjöl-
mennri skrúðfylkingu um borgina
og þar var Guðrún við hlið móður
sinnar sem var fulltrúi Kvenfélaga-
sambands íslands. Þann sama dag
hófst annað landsmót íslenskra'
stúdenta og stóð tvo daga. Þá vom
samþykkt lög fyrir sambandið og
skyldi tilgangur þess m.a. vera sá
„að standa vörð gegn öllum þeim
öflum, sem sjálfstæði þjóðarinnar,
andlegu, efnalegu og stjómarfars:
legu, getur stafað hætta af.“ í
stjóm vom kosin auk Guðrúnar
Ágúst H. Bjamason, Egill Sigur-
geirsson, Klemenz Tryggvason og
Sigurður Ólason.
15. nóvember 1954 bað amma
Guðrúnu að hafa föður sinn hjá sér
nætursakir, af því að hún þurfti að ^
fara á fund hjá kvenfélagasam-
bandinu sem búast mætti við að
drægist á langinn. Ólöf rifjaði það
upp við mig, að þær systur hefðu
setið inni í stofu með föður sínum
við jólaundirbúninginn með bömum
sínum; hann hefði leikið á als oddi
og sagt þeim sögur af sjálfum sér.
Um morguninn var honum brugðið
svo að strax var hringt í lækni en
hann var aliur áður en hann kom.
Upp úr því flutti amma inn á
Laugarásveg og var þar vel að
henni búið og þar leið henni vel.
Guðrún, Jóhannes og börnin lögð-
ust öll á eitt. Auðvitað fylgdi erill
gömlu konunni, því að margir lögðu
þangað leið sína að hitta hana. Ogf- —
svo vom hjónin sjálf vinsæl. Það
var því löngum gestkvæmt á heim-
ili Guðrúnar og Jóhannesar og
mættu allir alúð og gestrisni.
Síðustu árin vom frænku minni
erfíð. En hún hafði gott geð og
sterkan vilja. Bekkjarsystrum henn-
ar þótti vænt um að sjá hana í
hópnum heima hjá Ragnheiði Bald-
ursdóttur þegar þær hittust 5. nóv-
ember sl. og á brúðkaupsdegi þeirra
Jóhannesar 17. nóvember hitti hún
fjölskylduna heima hjá Guðrúnut
dóttur sinni. En svo fór að halla
undan.
Við vissum öll að hveiju dró. En
samt var höggið sárt þegar það
féll. Söknuðurinn er svo mikill. Guð
blessi minningu Guðrúnar Bene-
diktsdóttur.
Halldór Blöndal.
t
Amma okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona og frænka,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarfrædingur,
Þórsgötu 19,
Reykjavík,
andaðist á Borgarspítalanum að morgni
16. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 27. desember
kl. 13.30.
Arnþór Halldórsson,
Sigurður Halldórsson,
Baldur Öxdal Halldórsson,
Kristveig Halldórsdóttir,
Kristveig Baldursdóttir,
og fjölskyldur.
Marinó Árnason,
Hansina Guðmundsdóttir,
Þórir Marinósson,
Atli Marinósson,
Árni Marinósson,
Valgerður Marinósdóttir
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir
okkar, amma og tengdamóðir,
MARÍA KRÖYER,
Calgary,
Kanada,
andaðist laugardaginn 14. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í Calgary,
Kanada.
Minningarathöfn verður haldin í Frí-
kirkju Hafnarfjarðar, og verður hún aug-
lýst síðar.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag
íslands.
Jón Páll Guðmundsson,
Ingi H. Kröyer,
Valgerður Jónsdóttir Braun, Cal Braun,
Guðmundur Ingi Jónsson, Bjarney Ó. Gunnarsdóttir,
íris Jónsdóttir, Gíslí Harðarson,
Marfa Dröfn Jónsdóttir, Gunnar S. Auðunsson,
Þór Viðar Jónsson
og barnabörn.