Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 23 um eigendum hafi deilunum linnt og Q'árhagsgrundvöllur verið tryggður. „Ég lít fyrst og fremst á mig sem bankamann og vil helst af öllu lifa og hrærast í fjármálaheiminum. Starf mitt hjá íslenska útvarpsfé- laginu fólst aðallega í því að ann- ast stórverkefni í fjármögnun. Að því loknu voru breyttar aðstæður hjá fyrirtækinu og hægt að einbeita sér að daglegum rekstri. Ég hafði velt því fyrir mér að fara út í eigin atvinnurekstur og hafði m.a. gert tilboð í hlutabréf í Handsali hf. ásamt öðrum en því var ekki tekið. Ég komst síðan að þeirri niðurstöðu að rúm væri fyrir nýtt fyrirtæki á markaðnum. Ég hætti sem útvarps- stjóri í janúar á þessu ári en sinnti ýmsum sérverkefnum hjá fyrirtæk- inu fram á sumar og hóf að und- irbúa stofnun Verðbréfastofunnar sem nú er orðin að veruleika." Verðbréfafyrirtækin ekki nógu dugleg Jafet hefur ákveðnar skoðanir á verðbréfamarkaðnum og telur að þau fyrirtæki, sem þar eru fyrir, séu alls ekki nógu dugleg við að kynna hina fjölmörgu kosti sem ís- lenskum fjárfestum standi til boða erlendis. „Hluti skýringarinnar er eflaust sá að ávöxtunin í íslenskum verð- bréfum hefur verið mjög góð síð- ustu misserin og íslenskir miðlarar hafa því ekki talið taka því að leita eftir betri kostum. Það mælir hins vegar margt með því að íslenskir fjárfestar beini sjónum sínum í rík- ari mæli til útlanda, ekki síst nú þegar því er spáð að ávöxtun verði ekki eins góð á næsta ári og verið hefur. Með því að fjárfesta í verð- bréfum erlendis fjölgar tækifærun- um til muna og vaxtaáhættunni er dreift svo dæmi séu nefnd. Jafet telur að styrkur Verðbréfa- stofunnar hf. felist einna helst í því að hún sé ekki háð banka eða öðru fjármálafýrirtæki á markaðnum og geti því mælt með hvaða fjárfest- ingarkosti sem er við viðskiptavini sína án þess að hagsmunatengsl séu til staðar. Verðbréfastofan hefur nú þegar leitað eftir samningum um kaup í íslenskum verðbréfasjóð- um. Þá hefur fyrirtækið fengið sölu- umboð fyrir tvö erlend verðbréfa- fyrirtæki. „Fjárfestingarmöguleikar í er- lendum sjóðum eru óþijótandi en yfírleitt skilar fjárfestingin þar sér á lengri tíma en raunin hefur verið fram til þessa í íslensku sjóðunum. Ég tel að það sé hyggilegt að fjár- festa frekar í bandarískum og evr- ópskum sjóðum, sem standa okkur nær, en t.d. í austur-asískum sjóð- um þar sem sveiflur hafa verið miklar. Hann segir að Verðbréfa- sjóðurinn muni einnig leggja áherslu á góða þjónustu við fyrir- tæki enda hljóti mörg þeirra að telja það vera kost að geta snúið sér til óháðs aðila þegar þau leiti fyrir sér með kaup á bréfum í öðr- um fýrirtækjum. „Nýlegt dæmi úr íslensku við- skiptalífi sannar þetta en þá fóru hlutabréfakaup eins fýrirtækis í öðru út um þúfur vegna þess að það verðbréfafyrirtæki, sem leitað var til um kaupin, átti hagsmuna að gæta í því fyrirtæki, er kaupa átti í.“ Badmintonið er nauðsyn Að lokum berst talið að því hvað Jafet geri þegar hann er ekki í vinn- unni. Þá segist hann helst vilja vera með fjölskyldunni en hefur einnig gaman af brids sem hann hefur spilað með sömu félögunum í 32 ár. Þá hefur hann spilað badminton af kappi frá unga aldri og er nú formaður Badmintonsambands ís- lands. Á sumrin tekur veiðibakter- ían við af badmintonbakteríunni og þá reynir hann að komast sem oft- ast í lax- eða silungsveiði. „Badmintonið er nauðsynlegt enda er ég ekki nema hálfur maður ef ég næ ekki að spila tvisvar í viku eða svo. Kosturinn við þessa íþrótt er sá að hana geta allir spilað, frá unga aldri og fram á grafarbakk- ann. Ég spila til dæmis með tveim- ur hópum og er annar kallaður gamalmennahollið,“ segir Jafet og hlær. „Þetta er mikil keppnisíþrótt og ég er ekki frá því að keppnis- andinn hafí nýst mér vel í starfi," segir Jafet og mundar badminton- spaðann, enda á leiðinni á æfíngu. MAF SÖGUR (X; KVÆDI AF HEILAGRI GUfðSMÖDUR FRÁ FYRRl Tífy MARIUKVER Sögur og kvæði af heilagri guðsmóður frá fyrri tíð Maríu saga er lífssaga Maríu guðsmóður og hefur lengi verið rómuð fyrir stíl og lærdóm. Inn í frásögnina af ævi Maríu er ofið heimspeki- legum guðfræðilegum skýringum sem gerir söguna einstaka innan evrópskrar Maríuhefðar. Sagan er í fyrsta skipti prentuð á íslandi, ásamt úrvali jarteina, nokkrum hómilíum um Maríu, gömlum Maríubænum og úrvali Maríukvæða Utgáfan er aðgengileg almenningi og fylgt úr hlaði með ítarlegum formála. ffl HIÐISLENSKA BOKMENNIAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 . I 4-* % % % I £ Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 5SI 8166 og 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166 og skrifstofan í Gufunesi, sími 587 3325, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30-16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00-15.00. Þar veitum við upplýsingar um þjónustu, veitum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Leióbeiningar á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag verðum við á vettvangi í görðunum, tökum á móti og leiðbeinum ykkur um kirkjugarðana frá kl. 9.00-15.00. Lýsing á leiðum Það hefur færst í vöxt á síðustu árum að lýsa upp leiði í jólamánuðinum. Við bendum á að Hjálparstofnun kirkjunnar selur friðarljós við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag. Ljóslugtir og Ijóskrossar með rafhlöðum fást í blóma- og raftækjaverslunum. Þá bjóða Pólar hf. raflýsingu í Fossvogskirkjugarði og Rafþjónusta-Ljós hf. í Gufunesgarði. Cleðilega jólahátíð! Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.