Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 23 I » I » í um eigendum hafi deilunum linnt og fjárhagsgrundvöllur verið tryggður. „Ég lít fyrst og fremst á mig sem bankamann og vil helst af öllu lifa og hrærast í fjármálaheiminum. Starf mitt hjá íslenska útvarpsfé- laginu fólst aðallega í því að ann- ast stórverkefni í fjármögnun. Að því loknu voru breyttar aðstæður hjá fyrirtækinu og hægt aðeinbeita sér að daglegum rekstri. Ég hafði velt því fyrir mér að fara út í eigin atvinnurekstur og hafði m.a. gert tilboð í hlutabréf í Handsali hf. ásamt öðrum en því var ekki tekið. Ég komst síðan að þeirri niðurstöðu að rúm væri fyrir nýtt fyrirtæki á markaðnum. Ég hætti sem útvarps- stjóri í janúar á þessu ári en sinnti ýmsum sérverkefnum hjá fyrirtæk- inu fram á sumar og hóf að und- irbúa stofnun Verðbréfastofunnar sem nú er orðin að veruleika." Verðbréfafyrirtækin ekki nógu dugleg Jafet hefur ákveðnar skoðanir á verðbréfamarkaðnum og telur að þau fyrirtæki, sem þar eru fyrir, séu alls ekki nógu dugleg við að kynna hina fjölmörgu kosti sem ís- lenskum fjárfestum standi til boða erlendis. „Hluti skýringarinnar er eflaust sá að ávöxtunin í íslenskum verð- bréfum hefur verið mjög góð síð- ustu misserin og íslenskir miðlarar hafa því ekki talið taka því að leita eftir betri kostum. Það mælir hins vegar margt með því að íslenskir fjárfestar beini sjónum sínum í rík- ari mæli til útlanda, ekki síst nú þegar því er spáð að ávöxtun verði ekki eins góð á næsta ári og verið hefur. Með því að fjárfesta í verð- bréfum erlendis fjölgar tækifærun- um til muna og vaxtaáhættunni er dreift svo dæmi séu nefnd. Jafet telur að styrkur Verðbréfa- stofunnar hf. felist einna helst í því að hún sé ekki háð banka eða öðru fjármálafyrirtæki á markaðnum og geti því mælt með hvaða fjárfest- ingarkosti sem er við viðskiptavini sína án þess að hagsmunatengsl séu til staðar. Verðbréfastofan hefur nú þegar leitað eftir samningum um kaup í íslenskum verðbréfasjóð- um. Þá hefur fyrirtækið fengið sölu- umboð fyrir tvö erlend verðbréfa- fyrirtæki. „Fjárfestingarmöguleikar í er- lendum sjóðum eru óþrjótandi en yfirleitt skilar fjárfestingin þar sér á lengri tíma en raunin hefur verið fram til þessa í íslensku sjóðunum. Ég tel að það sé hyggilegt að fjár- festa frekar í bandarískum og evr- ópskum sjóðum, sem standa okkur nær, en t.d. í austur-asískum sjóð- um þar sem sveiflur hafa verið miklar. Hann segir að Verðbréfa- sjóðurinn muni einnig leggja áherslu á góða þjónustu við fyrir- tæki enda hljóti mörg þeirra að telja það vera kost að geta snúið sér til óháðs aðila þegar þau leiti fyrir sér með kaup á bréfum í öðr- um fyrirtækjum. „Nýlegt dæmi úr íslensku við- skiptalífi sannar þetta en þá fóru hlutabréfakaup eins fyrirtækis í öðru út um þúfur vegna þess að það verðbréfafyrirtæki, sem leitað var til um kaupin, átti hagsmuna að gæta í því fyrirtæki, er kaupa átti í." Badmintonið er nauðsyn Að lokum berst talið að því hvað Jafet geri þegar hann er ekki í vinn- unni. Þá segist hann helst vilja vera með fjölskyldunni en hefur einnig gaman af brids sem hann hefur spilað með sömu félögunum í 32 ár. Þá hefur hann spilað badminton af kappi frá unga aldri og er nú formaður Badmintonsambands ís- lands. Á sumrin tekur veiðibakter- ían við af badmintonbakteríunni og þá reynir hann að komast sem oft- ast í lax- eða silungsveiði. „Badmintonið er nauðsynlegt enda er ég ekki nema hálfur maður ef ég næ ekki að spila tvisvar í viku eða svo. Kosturinn við þessa íþrótt er sá að hana geta allir spilað, frá unga aldri og fram á grafarbakk- ann. Ég spila til dæmis með tveim- ur hópum og er annar kallaður gamalmennahollið," segir Jafet og hlær. „Þetta er mikil keppnisíþrótt og ég er ekki frá því að keppnis- andinn hafi nýst mér vel í starfi," segir Jafet og mundar badminton- spaðann, enda á leiðinni á æfingu. H^ MARIUKVER Sögur og kvæði af heilagri guðsmóður frá fyrri tíð Marfu saga er lífssaga Maríu guðsmóður og hefur lengi verið rómuð fyrir stíl og lærdóm. Inn f frásögnina af ævi Maríu er ofið heimspeki- legum guðfræðilegum skýringum sem gerir söguna einstaka innan evrópskrar Maríuhefðar. Sagan er í fyrsta skipti prentuð á íslandi, ásamt úrvali jarteina, nokkrum hómilíum um Maríu, gömlum Maríubænum og úrvali Maríukvæða Utgáfan er aðgengileg almenningi og fylgt úr hlaði með ítarlegum formála. HIÐISLENSKA BOKMENNIAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 , +¦ ^?>, O % \ V fJPRÓ^ Tiikynning frá Kirkjugördum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starf sfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar S5I 8166 og 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166 og skrifstofan í Gufunesi, sími 587 3325, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30-16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00-15.00. Þar veitum við upplýsingar um þjönustu, veitum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Leiðbeiningar á Þoriáksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag verðum við á vettvangi í görðunum, tökum á móti og leiðbeinum ykkur um kirkjugarðana frá kl. 9.00-15.00. Lýsing á leiðum Það hefur færst í vöxt á síðustu árum að lýsa upp leiði í jólamánuðinum. Við bendum á að Hjálparstofnun kirkjunnar selur friðarljós við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag. Ljóslugtir og Ijóskrossar með rafhlöðum fást í blóma- og raftækjaverslunum. Þá bjóða Pólar hf. raflýsingu í Fossvogskirkjugarði og Rafþjónusta-Ljós hf. í Gufunesgarði. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.