Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ t l LISTIR „íslenskt eldfjall" gýs á Italíu Kontraalt söngkonan Elsa Waage hélt þann 12. desember síðastliðinn tónleika í óperuhúsinu í Como á ítalíu til styrktar Casa TeleThon. Guðlaug L. Arnar, fréttaritari Morgunblaðsins í Mflanó, _____segir hér frá tónleikunum.______ CASA TeleThon eru samtök sem einbeita sér að rannsókn sjúkdóma á borð við vöðvarýrnun og vöðva- lömun og hefur undanfarið verið gert mikið söfnunarátak af hálfu samtakanna í löndum eins og Sviss, ítalíu og Frakklandi, þar sem safnast hefur umtalsvert fé. Það voru bæjaryfirvöld í Como sem leituðu til Elsu og voru tónleikarn- ir haldnir í nær 200 ára gömlu óperu- og leikhúsi bæjarins Teatro Sociale di Como en allur ágóði af þeim gekk til rannsókna á sjúkdó- munum. Canzoni d'amore Tónleikarnir báru yfirheitið ást- arljóð eða „Canzoni d'amore" og hófust á flutningi Elsu á Vergebliches Stándchen og fleiri sígildum verkum Bramhs sem hún fylgdi fast á eftir með nokkrum ljóða Grieg. Þá vakti Elsa bæði mikla og jákvæða athygli áhorf- enda þegar hún söng á móðurmáli sínu lög eins og Draumalandið eft- ir Sigfús Einarsson, Ég lít í anda liðna tíð Sigvalda Kaldalóns og Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórar- insson. Ekki varð hrifning ítala minni þegar hún söng þrjú af ást- arljóðum Tosti en Elsa þykir hafa sérlega hlýfa og líflega sviðsfram- komu og ná þannig oft persónulegu sambandi við áhorfendur - brást það heldur ekki að þessu sinni. Á seinni hluta tónleikanna fengu áhorfendur meðal annars að njóta túlkunar Elsu á Kátu ekkjunni úr Walzer eftir tónskáldið Franz Leh- ár en hún kom einnig við í Túskild: ingsóperunni eftir Kurt Weill. í lokin sló Elsa á létta strengi og söng nokkur valin lög úr söngleikj- unum My Fair Lady og West Side Story við góðar undirtektir áhorf- enda sem hún kvaddi með skemmtilegri kynningu og söng á Mozarts-Kv 361. Nú er þessi fallega tónlist loks fáanleg með íslenskum flytj- endum. Fjögur hundruð ára veraldlegir söngvar Musica Antiqua eru fluttir á upp- runaleg hljóð- færi. Söngvarar eru Marta Hall- dórsdóttir og Sverrír Guðjóns- son. lagi Sigfúsar Halldórssonar, Tond- eleo. Á tónleikunum naut Elsa Waage undirleiks hins unga og margverð- launaða píanista Giovannis Brollo og hlutu þau bæði mjög góða dóma ítalskra tónlistargagnrýnenda. En í blaðaskrifum var Elsa meðal ann- ars nefnd „íslenska eldfjallið" þar sem vitnað var í kraftmikla og náttúrulega rödd hinnar íslensku söngkonu og stíl um leið og heill- andi sviðsframkomu. Valkyrjur Wagners Elsu Waage bíða krefjandi og spennandi verkefni en henni hefur verið boðið að taka að sér hlutverk einnar valkyrjunnar í tónlistarupp- færslu RAI Torino í Tóríno á ítal- íu, á Valkyrjum Richards Wagners í mars á næsta ári. Hún ætlar þó að gefa sér tíma, áður en hún hell- ir sér að fullu í æfingar, til að skjótast heim því í undirbúningi eru tónleikar hennar í íslensku óperunni á vegum Styrktarfélags- ins og Wagnerfélagsins. Þar mun hún meðal annars flytja nokkur af tónverkum Wagners en rödd Elsu þykir njóta sín sérlega vel í verkum meistarans. Tónleikarnir verða haldnir þann 11. febrúar og hefur Elsa fengið til liðs við sig píanóleikara Scala Óperunnar í Mílanó, Miza Bachturitze. Naut Elsa undirleiks Bachturitze á tón- leikum sínum á Scalasafninu fyrr á árinu sem haldnir voru í minn- ingu Clöru Schumann. Þrátt fyrir stutt stopp Elsu Waage heima um jólin mun borg- arbúum gefast tækifæri til að njóta söngs hennar því hún mun syngja einsöng í Neskirkju á aðfanga- dagskvöld við undirleik organist- ans Reynis Halldórssonar og við messu í Áskirkju á jóladag við undirleik Kristins Sigtryggssonar. ELSA Waage vakti hrifningu í Como. Tímarit • NÝLEGA kom út 1996 árgang- urinn af ársritinu Goðasteini, en það er héraðsrit Rangæinga. Út- gefandi er héraðsnefnd Rangæinga, Þrúðvangi 18, Hellu. í nýjasta árgangi ritsins er fjöl- breytilegt efni. Sumu er ætlað að höfða sérstak- lega til hinna yngri, eins og ljóð og sögur eftir nemendur í Skógaskóla undir Eyjafjöllum. Aðrir bókmennta- og listunn- endur fá sinn skammt, því að fjallað er um listamann Goðasteins 1996, Jónda íLambey, en hann mál- aði einmitt forsíðumyd þá sem prýðir ritið í þetta sinn. Haraldur Guðna- son segir frá sýningu Manns og konu í Landeyj- um árið 1938. Af ljóðum má nefna bændavísur úr Rangárvallahreppi og Þykkvabæ og tvö ljóð eftir Ólaf Runólfsson. Þá yrkir Bjarni Helgason í Hvolsvelli ljóð um Goðastein. Ragnheiður Vigfús- dóttir safnfræðingur skrif ar grein um skáldkonuna Onnu frá Mold- núpi. Albert Jóhannsson íSkóg- um sér um vísnaþátt og úr fórum Guðmundar Einarssonar á Ægis Anna frá Moldnúpi. íðu eru birtar áður óþekktar stökur eftir Símon Dalaskáld. Jón R. Hjálmarsson skrifar grein um sögu Heklu, en Oddgeir Guðjónsson frá Tungu fjallar um afreksmanninn Stefán sterka. SigurðurJ. Haraldsson frá Tjörnum skrif ar tvær greinar, aðra um milli- ferðir og suðurrekstur, hina um Markarfljót. Þá skrifar Matthías Péturs- son í Hvolsvelli grein um Klemenz Kristjáns- son og Þorsteinn Odds- son skrifar um skógar- högg í Næfurholtsskóg- um. Bjarni F. Einarsson þjóðháttafræðingur skrif- ar um beinhólkinn frá Rangá og birt er viðtal við farkennarann, Þórar- in Magnússon. Samtals er ritið um 270 bls. mikiðmynd- skreytt. Goðasteinn kostarþað sama ílausasölu og áskrift eða kr. 2.100 en nýir áskrifendur fá 1995 árganginn ókeypis efþeirgerast áskrifendur nú. fritnefnderu Mar- grét Björgvinsdóttir, Sigurður Jóns- son og Guðmundur Sæmundsson. í Reykjavík erhægt að kaupa ritið hjá Safnarabúðinni, Frakkastíg. Magnús Baldvinsson Klassík og hálf- klassík MAGNÚS Baldvinsson óperusöngv- ari kemur fram á tónleikum í Is- lensku óperunni mánudaginn - 30. desember næstkomandi kl. 20. Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Á efnisskrá verður „sitt lítið af hverju", svo sem söngvarinn kemst að orði. Má þar nefna þrjú íslensk lög, í dag eftir Sigfús Halldórsson, Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson og Hamraborgina eftir Sigvalda Kalda- lóns, bandarísk lög á borð við Moon River og New York, New York og ítalska lagið Musica Proibita. Þá mun Magnús syngja nokkrar aríur úr óperum, svo sem Rakaranum í Se- villa eftir Rossini, Svefngenglunni eftir Bellini og Nabucco, Macbeth og Aftansöng Sik- ileyjar eftir Verdi. Segir söngvar- inn að hér kveði að hluta til við nýj- an tón, hann sé að vísu alvanur að syngja íslenskar söngperlur og óperuaríur en bandaríska „hálfklas- sík" hafi hann ekki í annan tíma sungið á tónleikum. „Mig hefur lengi langað að syngja lög á borð við Moon River og New York, New York en hef hreinlega ekki gefið mér tíma til að syngja annað en óperutónlist, þýsk ljóð og íslensk sönglög á tón- leikum til þessa," segir Magnús og bætir við að fyrrnefnd lög falli vel að rödd sinni - hann þurfi því ekki að breyta söngtækninni mikið. Magnús samdi á liðnu hausti til tveggja ára við óperuna í Krefeld- Mönchengladbach, þar sem hann kveðst kunna vel við sig. Hefur hann í mörg horn að líta en, auk þátttöku í óperusýningum, kemur söngvarinn reglulega fram á tónleikum, á meðal annars að syngja á jólatónleikum í Bottrop í dag. Þá mun Magnús taka þátt í flutningi á g-moll messu Schu- berts í Mönchengladbach í byrjun febrúar og flutningi sinfóníuhljóm- sveitar borgarinnar á Stabat Mater eftir Rossini í mars. Hann mun enn- fremur syngja á páskatónleikum í Bad-Hersfeld og í uppfærslu á Cosi fan tutte eftir Mozart á sama stað næsta sumar, þar sem hann mun í fyrsta sinn syngja á móti eiginkonu sinni, Kathryn, á óperusviði. Fimm ár eru liðin frá þvi Magnús eyddi jólum síðast á íslandi. Segir hann alltaf jafn gaman að koma heim og syngja fyrir landa sína, svo sem söngur hans í messu í Grensás- kirkju kl. 18 á aðfangadag, fimm tímum eftir lendingu í Keflavík, mun væntanlega bera vitni um. Þá mun hann syngja á sama stað á jóladag og í Perlunni á nýársdag, „meira hefur ekki komið upp ennþá". TONLIST Dómkirkjan KAMMERTÓNLEIKAR Cammerarctica flutti verk eftir Moz- art. Flytjendur voru Canunerarctica og Miklós Dalmay. Einsöngvari: Þór- unn Guðmundsdóttir. Fimmtudagur- inn 19. desember, 1996. Mozart viðkertaljós Vöndui lónlist í (lumingi fagíólks LÍKLEGA hafa flest verk Moz- arts verið flutt við kertaljós, svo að ekki fer illa á því að gera svo til hátíðarbrigða. Tónleikarnir hóf- ust á tveimur sónötum fyrir fíðlu og bassa og eru þessi verk merkt K 46 d og e. Ekki ber bókum sam- an, því Alfred Einstein nefnir þessi verk ekki í sinni skrá en í Groves er þeirra getið og bæði sögð samin 1. september 1768, og þá er tón- skáldið 12 ára að aldri. Hjá Ein- stein er K 46 sagt vera kvintett, sem innan sviga er sagður vera falsaður. Sónöturnar, sem eru ágætlega hljómandi en gætu verið eftir hvaða tónskáld sem er, voru vel fluttar af Hildigunni Halldórsdóttur og Sigurði Halldórssyni og samspilið sérlega lifandi. Þriðja verkefnið var tríó K.498, sem Ármann Helgason, Guðmundur Kristmundsson og Miklós Dalmay léku fallega. Þetta er sérlega fallegt verk, svolítið sparsamt í gerð en mest að gera fyrir píanóið og var leikur mjög fallega mótaður og ljóst að þar er á ferð góður píanóleikari. Þórunn Guðmundsdóttir söng Parto, parto úr óperunni La Clem- enza di Tito. Þessa síðustu óperu sína lauk meistarinn við 5. septem- ber 1791 en verkið var frumflutt daginn eftir, þann 6. Mozart lifði hratt og arían Parto, parto er ekta Mozart aría; hefst með frekar hæg- um inngangi, þar á eftir kemur arían og að henni lokinni „bravura" lokakafli. Þórunn flutti verkið ágætlega vel og hafði „bravura" kaflann vel á valdi sínu. Þórunn er vaxandi söngkona og væri fróð- legt að heyra hana takast á við söngverk Mozarts. Með henni léku Ármann Helgason á klarinett og Miklós Dalmay á píanó. Tónleikunum lauk með kvartett K.298, fyrir flautu og strengi og lék Hallfríður Ólafsdóttir á flautu. Kvartett þessi er saminn í París og eins og Einstein segir; „má líta á hann sem skrítlu eða gamanlæti - Mozart sjálfur hleypti kettinum út úr pokanum með forskriftinni að síðasta kaflanum; Rondieauox - Allegretto grazioso, ma non troppo presto, peró non troppo adagio, cosi-cosi- molto garbo ed espressione". Það sem einnig er athugavert, að þema kaflans er fengið að láni frá Paisiello og þyk- ir verkið minna á barrelorgeltónlist og vera hrein Parodia. Þrátt fyrir þetta var það fallega leikið, sér- staklega fyrsti kaflinn, sem er sér- lega stuttur tilbrigðaþáttur og var einkar ánægjulegt að heyra lágfiðl- una í næstsíðasta tilbrigðinu. Tónleikunum lauk með því að Þórunn söng í dag er glatt í döpr- um hjörtum og einstaka tónleika- gestir tóku undir. Þetta fallega „sálmalag" var ekki í góðri tónteg- und fyrir almennan söng og þó sálmabækur hefðu verið tiltækar, var of dimmt í kirkjunni til að hægt væri að lesa textann. Jón Ásgeirsson i » i +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.