Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARS eins og reikistjarnan lítur frá tunglinu Fóbos. Umbreyting plánetunnar hefur hafist og vatn flýtur. Málverk eftir David A. Hardy. Frétt aldarinnar HVAR varst þú þegar Kennedy var skotinn? Næstu áratugi verður spurt: Hvar varstu þegar fregnin barst um hugsanlegt lff á Mars? Svörin verða mismunandi, en flestir munu telja að nokkrum klukkutímum síðar hafi þeir setið fyrir framan sjón- varpið. Því að hér var ekki bara á ferðinni frétt ársins heldur aldarinn- ar. Hún var ekki einskorðuð við eina eða tvær plánetur. Líf á Mars sannar að við ákveðin eðlis- og efnafræðileg skilyrði er lífið regla en ekki undan- tekning allsstaðar í alheiminum. Þeim mun undarlegri var uppsetn- ing fréttatíma Sjónvarpsins þetta kvöld. Á oddinn voru sett þau merki- legu tíðindi að ekkert væri að gerast í yfirstandandi læknadeilu. Þá tók við endalaust viðtal þar sem ungur íslenskur athafnamaður í vestur- heimi lýsti fjárfestingaráformum sín- um fyrir dolfallinni fréttakonu. Eftir óratíma kom svo loksins að frétt ald- arinnar. Með þessari efnisröðun virtist fréttastofa Sjónvarpsins fella gífur- lega harðan áfellisdóm yfir kjark- leysi íslenskra athafnamanna al- mennt. Vart varð annað skilið en hún áliti það svo einstakt að þeir sýndu lífsmark í hinum harða viðskipta- heimi vestanhafs að fréttir um líf annars staðar í geimnum bliknuðu í samanburði. Hitt getur líka verið að Sjónvarpið telji könnun alheimsins yfirhöfuð lítt frásagnarverða. Geimfarið Galileo er nú búið að vera rúmt ár á ferðinni kringum Júpíter og tungl hans án þess að fréttastofan gefi því nokkurn gaum. Hvað þetta varðar virðist hún jafn forvitin um umheiminn og þeir fulltrúar páfastóls sem á tímum vís- indamannsins Galileos neituðu að horfa í sjónauka hans. En þar blöstu einmitt þessi sömu undursamlegu tungl við mannsaugum í fyrsta sinn. Leit að vatni og lifi Sem betur fer er Netið nú til stað- ar, og þar birtir NASA myndir frá Galileo jafnóðum og þær berast. Það var undarlegt að horfa á misgengið og rákirnar á ísi lögðu yfirborði Ganýmedesar á sama tíma og eldsum- brotin undir Vatnajökli rifu og tættu jökulskjöldinn á ekki óáþekkan hátt. „UT VIL EK!"! svarar aðeins broti af þessu magni. ástandið þar sjónum manna að þynn- (Suðurpóllinn er hins vegar þurrís, frosinn koltvísýringur). Líklegast þykir að vatnið sé bundið í sífrera undir yfírborðinu. Rússneska geimf- arið Mars 96 átti m. a. að dúndra tveimur „kastpílum" á allt að sex metra dýpi undir yfirborðið. Þannig hefði hugsanlega mátt nálgast sífrer- ann. En því miður enduðu geimfarið og kastpílurnar í votri gröf hér á jörðu. Bandarísku geimförin tvö, sem nú eru á leið til Mars, munu tæplega finna vatn svo óyggjandi sé, hvað þá líf. Þeim er fyrst og fremst ætlað að búa í haginn fyrir fleiri ómannaðar Mars verður í brennidepli á nýju ári, þar sem þá eiga tvær ómannaðar geimflaugar af tíu að fara til reikistjörnun- ar með margskonar rann- sóknartæki innan borðs. í til- efni af því hefur Viðar Vík- ingsson safnað saman ýms- um fróðleik um þennan ná- granna jarðar, fyrri greimferðir og það sem framundan er í þessarfyrri grein af tveimur. — * . YFIRBORÐ Mars eins og það biasti við ððru Viking-geimfarinu 1976. Þótt hitinn í iðrum þessa fylgihnattar Júpíters stafi af togkrafti gasrisans og ísinn þar hagi sér líkara hrauni en ís í 140 gráða frostinu, kom ýmis- legt kunnuglega fyrir'sjónir. Flóðið á Skeiðarársandi leiðir svo hugann að rauðu reikistjörnunni. Á Mars umbyltu tröllaukin vatnsumbrot landslaginu fyrir fjórum milljörðum ára. Vatninu virðist ekki hafa rignt niður á yfírborðið, heldur gúlpaðist það upp úr því. Mórauð flóðbylgjan er ruddist undan jöklinum hér veitir kannski vísbendingu um hvað þarna gerðist. Á yfírborði plánetunnar eru ótal ummerki um hamfarir fljóta, flóða og jökla. Sumir telja sig jafnvel greina sjávarbotn þar sem fyrrum hafi verið fjórum sinnum stærra haf en Norður- Ishafið. Mars hafi ekki aðeins verið heitur og blautur í árdaga, heldur séu hlýindaskeiðin mörg og stafí af snöggu og tíðu „vaggi" plánetunnar, eldgosum, (á Mars eru langstærstu eldfjöll í sólkerfinu), og árekstrum við smástirni. Aðrir efast um hitann og fínnst sennilegra að Mars hafí líkst Suðurheimskautinu, verið kaldur og frosinn. Fyrsta skrefið í leit að lífi á plánet- unni hlýtur að verða að grafast fyrir um hvað varð um allt þetta vatn. Vatnsísinn á norðurpóli hennar sam- geimferðir sem fylgja munu í kjölfar- ið og ná hápunkti með sýnatöku á Mars. Annað þeirra mun einkum fást við að kortleggja reikistjörnuna af braut umhverfis hana og notar leysi- geisla til hæðarmælinga. Hitt lendir í fornum árfarvegi og setur af stað vélknúið farartæki á stærð við hund sem ferðast mun nokkra tugi metra. Auðvitað gætu ómönnuðu geim- ferðirnar náð meiri árangri en búist er við. Viking-geimförin, sem lentu á Mars 1976, áttu aðeins að starfa í þrjá mánuði, en sendu þaðan veð- urfréttir og aðrar upplýsingar í sex jarðarár. Mars skortir ósonlag, og því er yfirborðið óvarið fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Þessum geimför- um var ætlað að skera úr um lif á plánetunni, og athuganir þeirra leiddu til þeirrar niðurstöðu að geislarnir útilokuðu allt slíkt. í kjölfarið dró úr áhuga á Mars, en á hinn bóginn beindi ingu ósonlagins hér á jörðu. Síðan 76 hefur komið á daginn að líf getur þróast við mun fjandsam- legri aðstæður en þá var talið, m. a. án sólarljóss. En fljótandi vatn er enn talið frumskilyrði fyrir því. Á Mars er að meðaltali 60 stiga frost. Þótt 27 gráðu hiti hafi mælst við miðbaug um hásumar, getur vatn ekki flotið í þunnum koltvísýringslofthjúpnum. Loftþrýstingurinn er innan við eitt prósent af því sem er á jörðunni, og því gufar ísinn upp í stað þess að verða að vatni. Engu að síður gæti vatn verið að finna undir yfirborðinu á jarðhita- svæðum. Þar væri komin ákjósanleg gróðrarstía fyrir örverur. Leitin að lífi verður erfið. En það á líka við um steingervingaleit á jörðunni. Vélmenni gætu ekki annast hana. Þegar sýni frá rauðu reikistjörn- unni berast til jarðar má vera að í þeim finnist óræk sönnun um líf. Hitt er þó líklegra að til að finna merki um fyrra líf, þ. e. steingervinga, eða Iíf sem enn þrífst, þurfi menn að leggja leið sína þang- að. Því eru talsmenn NASA á ný farnir að leggja áherslu á mannað- ar ferðir til Mars, e. t. v. innan 8 ára. Menn minnast þess þegar Arm- strong steig á tunglið og talaði um stórt skref í sögu mannkyns. Appollo- geimfararnir sáu um að slíta barns- skóm mannkyns í mönnuðum geim- ferðum. En nú kemur senn að næsta stigi í þroskaferlinu, þ. e. að „barnið" fái fyrstu fótboltaskóna á þeirri reiki- stjörnu sem kennd er við guð baráttu- gleðinnar. Armstrong og Aldrin, fyrstu tunglfararnir, sem báðir eru fæddir 1930, eiga möguleika á að sjá það gerast. Græna reikistjarnan? Því þótt mánasilfrið hafi frá upp- hafi vega vakið ljúfsárar kenndir í brjóstum fólks, er það samt engu að síður glópagull. Tunglið tók á sig endanlega mynd við upphaf sólkerfís- ins. Síðan hefur ekkert gerst þar. Það er tákn bernskra langana, óuppfylltra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.