Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Borðstofu- borð Stakir stólar /iitm JJiornna vyr-i 111111111' Öðruvísi jólagjafir Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verðl f&t>t Listhúsinu (gengt Hótel Esju), sími 568 3750. Tónleikar í íslensku óperunni 30. des. 1996 kl. 20.00. Magnús Baldvinsson bassasöngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari flytja lög eftir ýmsa höfunda. Miðar seldir í Eymundson/Pennanum, Austurstræti. Vorum að taka upp fulltafSPES drögtum ogpeysum. Aðeins ein af hverri gerð. EINNIG: SPES SAMFELLUR, TÖSKUR OG SKART. MIKIÐÚRVALAF GLÆSILEGUM SAMKVÆMISTÖSKUM. MUNIÐ JÓLAGLADNINGINN Á ÞORLÁKSMESSU. Háaleitisbraut 58-60. Nilfisk Silver Jubilee Afmælisútgáfa í takmörkuöu upplagi, aðeins 100 stk í boði 5,000,-króna afmælisafsláttur Nilfisk Silver /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 Nilfisk Silver IDAG BRIDS llmsjón Guömnndur l'áll Arnarson ÞRÁTT fyrir opnun austurs á sterku grandi, komast NS í gott geim - fímm tígla. Vestur spilar út spaðaás og meiri spaða: Austur gefur; NS á hættu. Norður ? G5 V 1062 ? 1)104 + Á10853 Vestur * Á97632 ¥854 ? 5 + 974 Austur ? KD108 VK73 ? KG6 + DG6 Suður ? 4 ? ÁDG9 ? Á98732 ? K2 Vestur NorOur Austur Suður 1 grand* 2 tíglar 2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar 4 hjörtu Pass 5 tíglar Allir pass * 15-17 punktar. Hvernig á að spila? Eitt er víst: Opnarinn á hvert einasta málspil, sem úti er. Vandinn er að ná trompunum af austri ef hann á KG þriðja og svína fyrir hjartakóng. Innkomur blinds eru af skornum skammti, svo ekki dugir að fara inn í borð á laufás og spila út tíguldrottningu. Austur leggur kónginn á og getur síðan tryggt að tían verði ekki innkoma. Sagnhafi verður að búa til aukainnkomu. Hann ger- . ir það með því að spila tíg- ulníu að heiman: G5 1062 D104 Á10853 Austur verður að drepa með gosa og spiia lauf- drottningu. Sagnhafi tekur slaginn í borði og spilar tíg- uldrottningu. Leggi austur á er innkoma á tromptíu til að svína í hjartanu. Og ef austur dúkkar, notar sagn- hafí tækifærið og spilar hjartatíu næst. Með morqunkaffinu Ást er.. heilsusamlegt matarœöi. ÉG er að bíða eftir vini mínuin. Reyndar ert þú agalega vinalegur. VELVAKANDI Svarar í síma 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Dansað við dauðann MIG langar til að benda foreldrum á bókina Dans- að við dauðann, sem Ragnhildur Sverrisdóttir hefur skrifað til unglinga og foreldra um eiturlyfja- vandann. Mér fínnst þessi bók hreint út sagt frábær en líka skelfileg. Unglingarnir mínir gleyptu hana í sig og ég líka. Við ræddum þessi mál á eftir og ég er viss um að bókin hjálpaði okk- ur mikið til að ræða hreinskilnislega út um þessi mál. Ég vildi bara óska að þessi bók væri til á hverju heimili og að hún drukknaði ekki í bókaflóðinu fyrir þessi jól. Ragnhildur, hafðu kæra þökk fyrir þitt frá- bæra framtak. Faðir í Breiðholti. Barnabætur í desember HAFLIÐI Helgason hriijgdi til að koma á framfæri tillögu um að barnabætur verði fram- vegis borgaðar í desem- ber fremur en í nóvem- ber. „Það er sorglegt að sjá hversu mikið álag er á t.d. mæðrastyrksnefnd í desembermánuði. Róður- inn er þungur hjá mörg- um og ekki síst barnafjöl- skyldum og það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk að þurfa að þiggja að- stoð. Því tel ég að það myndi létta róðurinn ef barnabæturnar væru greiddar í desember fremur en í nóvember." Þakklæti til Heiðrúnar KNÚTUR Ármann sagð- ist hafa lagt bíl sínum á bílastæði meðan hann brá sér inn í verslun ný- lega. Er hann kom út stóð við bílinn hans kona er heitir Heiðrún Jens- dóttir. Hún var að skrifa á miða til að setja undir þurrkublaðið á bíl hans til að vekja athygli hans á því að hún hefði rekið bíl sinn utan í hans bíl farþegamegin, en laun- hált var á þessu bíla- stæði. Knútur þurfti að fá nýja framhurð og vill þakka Heiðrúnu fyrir heiðarleika hennar. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töpuðust laugardaginn 14. desember sl. Líklegir staðir eða nágrenni þeirra eru Hans Petersen í Bankastræti, Bónus í Súðarvogi eða við Dun- haga 11. Sá sem kannast við þetta er beðinn að hafa samband í síma 551-9093. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Guð- mundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði sem lauk í gær. Björgvin Víglundsson (2.280) hafði hvítt og átti leik, en Kristján Eðvarðs- son (2.200) var með svart. og var að leika af ar óheppi- legum leik, 29. - Rb5-d6?? Betra var 29. - Rc7 og hvítur stendur ívið betur. 30. Bh3! og svartur gafst upp. Eftir 30. - Dxh3 31. Dxd5+ tapar hann ekki bara hróknum á a8, heldur verður hann mát í leiðinni. Jólapakkamót Hellis fer fram í dag kl. 14 ! nýju hús- næði Hellis, Þönglabakka 1, efstu hæð í Mjóddinni í Breiðholti. Sami inngangur er þar og hjá Bridgesam- bandinu og Keilu í Mjódd. Mótið er fyrir árganga 1981 og yngri og er keppt í fjórum aldursflokkum. HVITUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... NÚ ERU vetrarsólstöður, sól- hvörf að vetri, sá tími árs þegar sólargangur er stytztur og myrkrið er mest. Þá lyftist heldur betur brúnin á okkur Islendingum, yzt í veraldarútsæ. Frá þessum tíma liggja nefnilega allar leiðir til vorsins og gróandans! Við eigum að vísu vetrarbrekku eftir, sem reynt getur á þolrifin. En handan þorra og góu bíður okkar nýtt vor, nýtt krafta- verk, þegar gróðurríkið í umhverfi okkar rís upp til nýs lífs af vetrar- svefni. Allt frá því að land byggðist hafa íslendingar fagnað þessum áfanga á hringferð ársins, sólhvörfum á vetri, af heilum huga. Heiðnir forfeð- ur okkar stóðu fyrir veglegum jóla- eða miðsvetrarblotum um vetrarsól- stöður. Ástæðan var ærin. Vissan um um komandi vor og sumar, bjargræðistíma Ul lands og sjávar, hélt í þeim lífinu dimma, kalda og langa vetur. Án sumarkomunnar, birtu og betri tíðar með blóm í haga, var landið óbyggilegt. Og er trúlega enn, þrátt fyrir allar tækniframfarir. lögðu leið sína fyrir tíð norrænna landnámsmanna, voru kristnir. Nokkrir landnámsmenn, sem við þekkjum úr elztu heimildum okkar, voru og kristnir og reistu kirkjur á bæjum sínum. Nefna má Ásólf al- skikk, Auði djúpúðgu, Ketil í Kirkjubæ og Örlyg gamla á Esju- bergi, rétt utan núverandi höfuð- borgarmarka. Norrænir landnáms- menn höfðu og gjarnan viðdvöl á Bretlandseyjum og tóku með sér út hingað fólk þaðan, sem var kristið. Fyrsta kristniboðsferðin til íslands, sem vitað er um, var farin um eða upp úr 980. Þar voru á ferð Þorvald- ur víðförli Konráðsson frá Stóru-Gilja í Þingi og Friðrik trúboðsbiskup af Saxlandi. Fleiri fylgdu í kjölfarið. íslendingar tóku síðan kristinn sið sem þjóð á Alþingi við Öxará árið 1000. Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp þá þjóðarsátt á Lögbergi, sem landsmenn hafa haldið í heiðri síðan - langleiðina í þúsund ár: „Að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka." Farsælla spor hefur ekki ver- ið stigið á löggjafarsamkomu okkar. K "RISTIN jól eiga sér einnig langa sögu í landinu. Papar, írskir einsetumenn, sem hingað HEILÖG JÓL, hátíð ljóssins fer í hönd, mitt í myrkri skamm- degis. Það fer vel á því að birta ljóss- sem er. ins setji mark sitt á byggðir landsins þegar við við fögnum komu hans, sem sagði: Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Jafn- vel í myrkri dauðans skín okkur lífs- ljósið, samkvæmt kristnum boðskap. En hver er munurinn á miðsvetr- arblótum heiðinna forfeðra okkar og jólum samtímans? Hann er að sjálfsögðu mikill. En sitt hvað skar- ast. Samsvörun má sjá. Heiðnir forfeður okkar fögnuðu hækkandi sól, vaxandi birtu, komandi vori og bjargræðistíð til lands og sjávar. Það gerum við enn í dag. Og hugum að því hvað lesa má út úr táknmáli þessa árvissa kraftaverks í náttúr- unnar ríki, þegar gróðurríkið rís upp af klakans helsvefni til nýs lífs, lita og angans. Getum við ekki lesið út úr þessu táknmáli fagnaðarboð- skapinn um sigur lífsins yfir dauð- anum? Sól kristindómsins skín hið innra með okkur. Hún sezt aldrei í hugum þeirra sem trúarvissan er gefin. Og sunna bláhimins okkar, sem vísar okkur veginn til vorsins og forfeður okkar mærðu á miðsvetrarblótum, er í raun og sannleika hluti af tákn- máli sköpunarverksins; veruleika, sem vitnar um almættið að baki alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.