Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 52
Vc Simabanki •** - allt annað lií 560 6060 l^0inDllÞIlll^U^ leMéÍlpjEtíii PÓSTUR OG SÍMI MORGUNBLAÐIÐ, KMNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SiCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK v^-"»»- Jólasveinar ájöklinum ÞEIR tínast til byggða einn af öðrum, jólasveinarnir. Nú eru ekki nema tveir eftir og þá hitti Ijósniyndari Morgunblaðsins í vikunni á Mýrdalsjökli á leið til byggða. Það voru þeir bræður Ketkrókur, sem kemur á morg- un, Þorláksmessu, og Kertasník- ir, sem rekur lestina á aðfanga- dag. ? ? ?--------- Miltjóla- veður YFIR jólahátíðina er útlit fyrir milt veður um allt land og að öllum líkind- um verður lítið um jólasnjókomu, að sögn Unnar Ólafsdóttur veðurfræð- ings á Veðurstofu íslands. Á suðvesturhorninu mun hæg suðlæg átt verða ríkjandi með vætu við suður- og vesturströndina, frost- laust verður en hiti fer mest upp í 5 gráður. Norðan- og austanlands er útlit fyrir bjart veður og vægt frost. Um jólin er búist við að mun kaldara verði annars staðar á Norð- urlöndum. Vetrarsólstöður voru í gær og daginn er því tekið að lengja, en fyrst í stað hopar skammdegið að- Morgunblaðið/RAX | eins um eina mínútu á dag. Verð helst óbreytt í flestum ám SVFR VERÐSKRA Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir árið 1997 er komin út og er verð á veiðileyfum óbreytt frá 1996 í öllum ám félags- ins nema hvað veiðileyfin í Hítará og Norðurá hækka um 3%. Að sögn Friðriks Stefánssonar, for- manns SVFR, hafa veiðileyfin ekk- ert hækkað undanfarin þrjú ár og er hækkunin því til leiðréttingar vegna verðbreytinga á tímabilinu. „Við erum með svipað framboð veiðidaga, en Miðáin fellur út hjá okkur og er það eina breytingin. Hugsanlega eiga þó eftir að koma inn einhver önnur svæði fyrir vor- ið. Þetta er annars allt með hefð- bundnu sniði, en fyrst og fremst er þetta búin að vera barátta fyrir að halda þokkalegu verði til okkar manna og það hefur tekist að mínu mati," sagði Friðrik. Bankaleynd setur skattyfirvöldum skorður í eftirliti með fjármagnstekjuskatti Erfitt að sannreyna upp- lýsingar framteljenda ERFITT mun reynast fyrir skattyf- irvöld að sannreyna upplýsingar um fjármagnstekjuskatt úr fram- tölum einstaklinga vegna þeirrar bankaleyndar sem er í gildi hér á landi. Innheimta skattsins hefst frá og með næstu áramótum og verður þá bönkum, sparisjóðum, verð- bréfafyrirtækjum og fleiri aðilum skylt að draga staðgreiðslu af vaxtatekjum og arði. Þeir munu síðan standa skil á skattinum ár- lega til ríkissjóðs, en án nokkurrar sundurliðunar. Fyrsti gjalddagi skattsins verður þann 15. janúar 1998 vegna ársins 1997. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, vararíkisskattstjóri, segir að ætlast sé til að framteljandinn einn veiti Innheimta fjármagnstekjuskatts hefst frá og með næstu áramótum upplýsingar og að erfitt sé fyrir skattyfirvöld að ganga úr skugga um að þær séu réttar. Á Norðurlönd- unum fái skattyfirvöld beinar upp- lýsingar frá bönkunum, ekki aðeins varðandi tekjur af fjármagni, heldur einnig vexti af skuldum. Skilgreina þurfti upphafsverð Guðrún Helga bendir á að skattyfirvöld geti ekki spurst fyrir um alla framteljendur heldur að- eins tiltekna einstaklinga. Þegar um launatekjur sé að ræða séu allar upplýsingar gefnar og keyrð- ar saman við upplýsingar úr fram- tölum einstaklinga. Sérstakur vinnuhópur á vegum ríkisskattstjóra, verðbréfafyrir- tækja og banka hefur undanfarið unnið að undirbúningi að fram- kvæmd skattsins. Að sögn Guðrún- ar Helgu hefur farið töluverður tími hjá vinnuhópnum í það að skilgreina upphafsverð á verðbréf- um og kröfum sem gefin hafa ver- ið út fyrir 1. janúar 1997 og var tekið á því með hvaða hætti það skyldi gert í bráðabirgðaákvæði sem samþykkt voru 13. desember. „Brýnast hefur verið að skil- greina þau atriði sem reynir á strax frá 1. janúar næstkomandi vegna staðgreiðslu hjá skilaskyldum aðil- um. En ég tel að hjá vinnuhópnum liggi það fyrir hvernig framkvæmd staðgreiðslunnar sé háttað. Emb- ættið hefur jafnframt haldið fræðslufundi fyrir skilaskylda aðila í allt haust, auk þess sem við höf- um haldið fundi með þeim sem þess hafa óskað. Hins vegar erum við ekki byrjuð á því að aðlaga framtalið sjálft að fjármagnstekju- skattinum, enda kemur það ekki fyrr en árið 1998," segir Guðrún Helga. ¦ UmdeiIdur/10-U Allnokkuð um að iðgjaldaskyldu í lífeyrissjóði sé ekki fullnægt GATTAÞEFUR EKKI er haft eftirlit með því hvort lagaskylda til að greiða til lífeyris- sjóðs er virt eða ekki. Ætla má, að vegna misbrests á að þessi laga- skylda sé virt verði lífeyrissjóðirnir af talsverðum fjármunum árlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Tómasar Inga Olrich um greiðslur í lífeyrissjóði og almannatrygging- ar, sem lagt var fram á Alþingi fyrir helgina. Samkvæmt lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu líf- eyrisréttinda er öllum launamönn- um og atvinnurekendum eða sjálf- stætt starfandi skylt að eiga aðild Verða af umtals- verðu fé árlega að lífeyrissjóði. Atvinnurekendum er skylt að halda eftir af launum starfsfólks og standa viðkomandi lífeyrissjóði skil á iðgjaldahluta þess ásamt mótframlagi. „Ekki er fylgzt með því af opin- berri hálfu hvort farið er að tilvitn- uðum ákvæðum og gera lögin ekki ráð fyrir slíku eftirliti," segir í svari fjármálaráðherra. Því eru ekki fyrir hendi upplýsingar um það hversu margir greiða ekki í lífeyrissjóði. í svarinu er gerð tilraun til að meta skil á iðgjöldum til lífeyris- sjóða á grundvelli upplýsinga um tekjur sjóðanna um laun og endur- gjald samkvæmt skattframtali. Iðgjöld sjóðsfélaga og framlög launagreiðenda til sjóðanna voru á árinu 1995 samtals um 17 milljarð- ar kr. Iðgjaldsstofn var samkvæmt því um 170 milljarðar. Samkvæmt skattframtali 1995 voru laun og aðrar greiðslur samtals um 197 milljarðar kr. Þessi munur upp á 27 milljarða mun vera að hluta til skýranlegur með því að ekki eru allar framtalsskyldar launagreiðsl- ur iðgjaldsskyldar, en „þær fjár- hæðir sýna þennan mismun ekki að fullu og má því ætla að allnokk- uð sé um að iðgjaldaskyldu sé ekki fullnægt," segir í svarinu. DACARTILJOLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.