Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/12 - 21/12. ? LÖGREGLAN í Reykja- vík lagði haltl á 5,6 grömm af kókaíni, átta E-töflur, rúm eliefu grðmm af amfet- amíni, auk kannabisfræja, sl. fimmtudag. Sjö manns á aldrinum nitján tíl þrjátíu og eins árs voru handteknir vegna málsins, en það telst nú að mestu upplýst og er fólkið laust úr haldi. ? RAFORKUNOTKUN Reykvíkinga hefur slegið öll eldri met að undanf örnu. Gamla metið frá aðfanga- dagskvöldi i fyrra var 129,8 M W en um kvðldmatarleytíð sl. mánudag sýndu mælar Rafmagnsveitu Reykjavíkur 135,3 MW. ? MANNBJÖRG varð þeg- ar eldur kom upp i vélar- rúmi Snarfara Sh-236 frá Ólafsvik sl. fimmtudag. Tveir skipverjar voru á Snarfara og voru þeir að veiðum um sex sjómílur norður af Ólafsvík þegar eldurinn kom upp og sakaði þá ekki. Skipverjar á Fann- eyju SH-248 aðstoðuðu þá við að slökkva eldinn og tóku síðan Snarfara i tog til Ólafsvfkur. ? NEMENDUR4.og7. bekkja í Reykjavik og ná- grenni standa betur að vigi í íslensku og stærðfræði en nemendur í ððrum lands- hlutum, að þvi er niðurstðð- ur úr samræmdum kðnnun- arprófum sýna. Alls þreyttu 8.070 nemendur prófin, gem fóru fram um land allt 5. og 6. nóvember sl. Árangur nemenda á Vesturlandi í ís- leusku er einna slakastur á landinu, í báðum aldurshóp- unum. Rammasamkomulag um álver á Grundar- tanga Fulltrúar Columbia Ventures Corporati- on, iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar staðfestu í Lundúnum á þriðjudag að samkomulag hefði tekist um öll meginatriði helstu samninga vegna væntanlegrar álversbyggingar Columb- ia á Grundartanga. Samkvæmt yfirlýs- ingu sem Landsvirkjun og iðnaðarráðu- neytið sendu frá sér er bygging álvers- ins þó háð því að Columbia takist að tryggja fullnægjandi fjármögnun fram- kvæmdanna um álverið, en fyrirtækið væntir þess að slík fjármögnun geti leg- ið fyrir á fyrsta fjórðungi næsta árs. Reiknað með 127 milljóna tekjuaf gangi FJÁRLÖG ársins 1997 voru samþykkt á Alþingi aðfaranótt laugardags og er samkvæmt þeim gert ráð fyrir að tekj- ur umfram gjöld verði 127,1 milljón króna. í fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram f haust var stefnt sað eins milljarðs króna tekjuafgangi, en við 2. og 3. umræðu voru samþykkt- ar breytingartillögur sem hækka ríkis- útgjöld um 1.700 milljónir. Á móti er reiknað með að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 800 milijónum króna meiri en reiknað var með. 450milljónirtil skógræktar og land- græðslu RfKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita 450 milljónir króna í viðbótar- framlag til landgræðslu- og skógrækt- arverkefna á næstu fjórum árum. Opinber framlög tii beinna aðgerða á þessu sviði eru á þessu ári um 253 milljónir en verða 403 milljónir árið 2000. Markmiðið er að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri um 100.000 tonn frá því sem var árið 1990, en talið er að bindingin nú nemi um 50-60 þús- und tonnum. Gíslataka í Lima VINSTRI-skæruliðar Tupac Amaru- hreyfingarinar í Perú halda á fjórða hundrað manns f gíslingu í bústað japanska sendiherrans í Perú. Skæruliðarnir réðust inn í fjöl- mennt boð í bústaðnum á þriðjudags- kvöld en slepptu fljót- lega úr haldi konum og öldr- uðum og á fímmtudags- kvöld tæplega "40 manns til viðbótar. Margir hátt- settir embættismenn, erlendir sendi- herrar og kaupsýslumenn eru meðal gíslanns, sem skæruliðarnir hóta að taka af lífí, verði ekki orðið við kröf- um þeirra. Skæruliðarnir krefjast lausnar 4-500 félaga sinna úr fang- elsi en Perústjórn hefur háð harða baráttu gegn hryðjuverka- og skæruliðasamtökum. Fulltrúar Rauða krossins og sendiherrar sem látnir voru lausir úr hópi gíslanna hafa milligöngu um lausn málsins. Sendifulltrúar Rauða krossins myrtir SEX sendifulltrúar Alþjóðaráðs Rauða krossins voru myrtir í Tsjetsjníju aðfaranótt þriðjudags. Ekki er vitað hverjir voru að verki en fólkið var í fastasvefni er ódæðis- mennirnir komust inn í svefnskála og skutu það. Tveir hinna látnu voru Norðmenn en hinir voru frá Kanada, Nýja-Sjálandi, Hollandi og Spáni. Rauði krossinn hætti starfsemi tíma- bundið í Tsjetsjníju eftir atburðinn en morðin hafa verið fordæmd um allan heim. ? GRETE Faremo, oliu- og orkumálaráðherra Noregs, sagði af sér á mánudag vegna njósna- hneykslis, sem varð þegar hún gegndi embætti dóms- málaráðherra. í ljðs hefur komið að norska leyni- þjónustan kannaði leyni- skjöl um einn þeirra manna sem sat i þingnefnd Stórþingsins, sem er að kynna sér njósnir leyni- þjónustunnar. ? KOFI Aimaii frá Ghana var kjðrínn sjöundi fram- kvæmdasljóri Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi þeirra á mánudag. Annan tekur við af Boutros Bout- ros-Ghali, sem Banda- ríkjamenn beittu neitunar- valdi gegn. Frakkar lðgð- ust um tíma gegn ráðn- ingu Annan en létu af and- stððu sinni. ?MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, snerí aftur til síns heima á þriðjudag eftír fjögurra mánaða dvöl í Evrópu, þar sem hann gekkst undir uppskurð. ?ÍGOR Rodíonov, varn- armálaráðherra Rúss- lands, neitaði á miðviku- dag boði ráðherra Atlants- hafsbandalagsins um að skiptast á liðsforingjum til að sjá um samhæf ingu herja Rússa og bandalags- ins. Sagði hann slíkt ótímabært og ítrekaði andstöðu Rússa við stækk- un NATO. FRETTIR Einar K. Guðfinnsson um verðþróun aflaheimilda Ytir undir kröfur um veiðileyfagjald f EINAR K. Guðfmnsson, fyrsti þing- maður Vestfjarða, segist þess full- viss að breytingar verði gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á Alþingi í vetur, einfaldlega vegna þess að í huga fólksins í landinu gangi það ekki lengur og menn muni ekki þola það óréttlæti og þá sóun sem kerfíð veldur. Þetta kemur fram í viðtali við Einar í nýjasta tölublaði Vesturlands, blaði vestfírskra sjálf- stæðismanna. „Ég er sannfærður um það að ef þetta gengur svona óbreytt áfram þá mun fólk rísa upp og það veit enginn til hvers það muni leiða. Þreföldun á verði þorskaflaheimilda á um 20 mánuðum er auðvitað ger- samlega óþolandi. Girðir fyrir það að nýherjar hasli sér völl í grein- inni.býr til óverðskuldaðan auð og gefur að lokum kröfunni um veiði- leyfagjald byr undir báða vængi," segir Einar. Hagsmunir greinarinnar að verðþróuninni linni Einar segir að hinn heilbrigði og nauðsynlegi hugsunarháttur einka- framtaksins, að reyna að hagnast og komast vel áfram á grundvelli góðs og ráðdeildarsams atvinnu- rekstrar, sé eyðilagður í kvótakerf- inu. Þróunin í því sé ekki sú að það skipti öllu máli hvernig reksturinn gangi. „Eignamyndunin í sjávarútvegin- um síðustu mánuðina og árin hefur ekki byggst á því hvort menn hafa verið að gera vel í rekstrinum, hvort menn hafa verið að reyna að halda aftur af kostnaði og hvort að menn hafa verið útsjónarsamir með að afla nýrra tekna. Því miður hefur Björk í afmælisriti Time BJÖRK Guðmundsdóttir kemst á bl að í fimmtíu ára afmælisútgáfu vikuritsins Time, þar sem stiklað er á stóru yfu* helstu atburði og fólk í fréttum síðustu hálfrar aldar. Blaðið vitnar tíl fréttar um Björk frá því í febrúar 1993. „Nefndu lðnd sem hafa getíð af sér poppstjörnur. Kemur Island upp i hugann? Sennilega ekki, en kannski var kominn tími til," seg- ir í TYme. Síðan er sagt frá fyrstu sóló- plötu Bjarkar, Debut, sem skaust upp í sjötta sæti breska vinsælda- listans þegar á annarrí viku. Vitn- að er í sðngkonuna, sem segir að þetta sé fyrsta platan með hennar eigin tónlist. Eða eins og hún seg- ir sjálf, „tónlistinni sem ég heyri i huga mér". Blaðið gerír að umtalsefni aust- rænt íitlit hennar, dðkkt hár og skásett augu, sem hafi gert það að verkum að hún var uppnefnd „Kínastelpan" í barnaskóla. Sjálf segist hún þó vera eins íslensk í útliti og hugsast getur — svöl. Súla í nýju bæjarmerki BÆJARSTJÓRN Reykja- nesbæjar hefur valið nýtt bæjarmerki fyrir Reykja- nesbæ. Valin var súla að tillögu Guðjóns Davíðs Jónssonar. A þriðja hundrað tillöguf bárust f hugmyndasam keppnina og var merki Guðjóns eitt af fímm sem komu til greina í skýringum með merkinu er bent á að stærsta súlubyggð sé við Eldey, suðvestur af Reykjanesi. Höfundur telur vel við hæfí að bæjarfélag, sem kenni sig við Reykjanes geri súluna að einkennis- fugli. Súlan yrði tákn ómet- anlegrar náttúru en gæti jafnframt verið tákn um at- hafnalíf. Á merkinu rísi upp hvít súla, sem tákn um lifandi samfélag. allt annað ráðið þar úrslitum. Þar á ég fyrst og fremst við það að verðlagning aflaheimildanna og það hvenær menn hafa eignast þær eða selt hefur fyrst og fremst ráðið úrslitum um það hvort um hafí orð- ið að ræða eignamyndun í einstök- um útgerðum," segir Einar. Hann segir að mjög mikilvægt sé fyrir atvinnugreinina að eigna- myndunin gerist fyrst og fremst í gegnum það að vel takist til um reksturinn, en hið sorglega sé að hagnaðarvonin vegna rekstrar- árangurs sé smám saman að hverfa. „Það eru fyrst og síðast hags- munir atvinnugreinarinnar sjálfrar að þessari verðþróun linni því í henni felst annars mikil feigð, krafa um auðlindaskatt og því hætta fyr- ir atvinnugreinina sjálfa til lengri tíma litið," segir Einar. Lög um fjarskipti og póstþjónustu Sam- keppni innleidd um áramót FRUMVÖRP ríkisstjórnarinn- ar til laga um póstþjónustu og fjarskipti, sem lögð voru fram f framhaldi af setningu laga um hlutafélagsvæðingu Pósts og síma, hafa verið sam- þykkt á Alþingi. Frumvörpin eru þrjú og lúta öll að því sama, að laga „landslag" póst- og fjarskipta- mála að þeim miklu breyting- um sem um þessar mundir eru að verða á þessu sviði hér á landi og annars staðar í Evr- ópu, sem byggjast á því að einkaréttur ríkisins til að reka slíka þjónustu verði afnuminn og samkeppni innleidd. Fyrsta frumvarpið fjallar um póstþjónustuna, annað um fjarskipti og þriðja um Póst- og fjarskiptastofnun, sem á að setja á fót til að gegna hlutverki eftirlitsaðila með samkeppnisrekstri í póstþjón- ustu og fjarskiptum, sem og að sjá um útgáfu rekstrar- leyfa. Lögin ganga öll í gildi 1. janúar 1997. Gagnrýni á hlutverk ráðherra Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu m.a. ákvæði lag- anna um hvernig fyrirhugað sé að haga eftirliti með sam- keppnisrekstri í fjarskipta- þjónustu. Guðmundur Arni Stefánsson, þingflokki jafnað- armanna, segir óeðlilegt að samgönguráðherra sé æðsti yfirmaður, með beinum og óbeinum hætti, hvort tveggja yfír stærsta rekstraraðilanum, Pósti og síma hf., og eftirlits- stofnuninni, Póst- og fjar- skiptastofnun. Þetta geti boð- ið upp á hagsmunaárekstra. Þingflokkur jafnaðarmanna hefur farið fram á að ráðherra skilaði Alþingi skýrslu um áhrif formbreytingar Pósts og síma í hlutafélag. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.