Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/12 -21/12. Einar K. Guðfinnsson um verðþróun aflaheimilda ► LÖGREGLAN í Reylga- vík lagði hald á 5,6 grömm af kókaíni, átta E-töflur, rúm ellefu grömm af amfet- amíni, auk kannabisfræja, sl. fimmtudag. Sjö manns á aldrinum nítján til þijátiu og eins árs voru handteknir vegna málsins, en það telst nú að mestu upplýst og er fólkið laust úr haldi. ►RAFORKUNOTKUN Reykvíkinga hefur slegið öll eldri met að undanförnu. Gamla metið frá aðfanga- dagskvöldi í fyrra var 129,8 MW en um kvöldmatarleytið sl. mánudag sýndu mælar Rafmagnsveitu Reykjavíkur 135,3 MW. ► MANNBJÖRG varð þeg- ar eldur kom upp í vélar- rúmi Snarfara Sh-236 frá Ólafsvík sl. fimmtudag. Tveir skipveijar voru á Snarfara og voru þeir að veiðum umsex sjómflur norður af Ólafsvík þegar eldurinn kom upp og sakaði þá ekki. Skipveijar á Fann- eyju SH-248 aðstoðuðu þá við að slökkva eldinn og tóku síðan Snarfara i tog til Ólafsvíkur. ► NEMENDUR 4. og 7. bekkja í Reykjavík og ná- grenni standa betur að vígi í íslensku og stærðfræði en nemendur í öðrum lands- hlutum, að því er niðurstöð- ur úr samræmdum könnun- arprófum sýna. Alls þreyttu 8.070 nemendur prófin, sem fóru fram um land allt 5. og 6. nóvember sl. Árangur nemenda á Vesturlandi í ís- lensku er einna slakastur á landinu, í báðum aldurshóp- unum. Rammasamkomulag um álver á Grundar- tanga Fulltrúar Columbia Ventures Corporati- on, iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar staðfestu í Lundúnum á þriðjudag að samkomulag hefði tekist um öll meginatriði helstu samninga vegna væntanlegrar álversbyggingar Columb- ia á Grundartanga. Samkvæmt yfirlýs- ingu sem Landsvirkjun og iðnaðarráðu- neytið sendu frá sér er bygging álvers- ins þó háð því að Columbia takist að tiyggja fullnægjandi fjármögnun fram- kvæmdanna um álverið, en fyrirtækið væntir þess að siík fjármögnun geti leg- ið fyrir á fyrsta fjórðungi næsta árs. Reiknað með 127 milljóna tekjuafgangi FJÁRLÖG ársins 1997 voru samþykkt á Alþingi aðfaranótt laugardags og er samkvæmt þeim gert ráð fyrir að tekj- ur umfram gjöld verði 127,1 milljón króna. í fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í haust var stefnt sað eins milljarðs króna tekjuafgangi, en við 2. og 3. umræðu voru samþykkt- ar breytingartillögur sem hækka ríkis- útgjöld um 1.700 milljónir. Á móti er reiknað með að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 800 milljónum króna meiri en reiknað var með. 450 milljónir til skógræktar og land- græðslu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita 450 milljónir króna í viðbótar- framlag til landgræðslu- og skógrækt- arverkefna á næstu fjórum árum. Opinber framlög til beinna aðgerða á þessu sviði eru á þessu ári um 253 milljónir en verða 403 milljónir árið 2000. Markmiðið er að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri um 100.000 tonn frá því sem var árið 1990, en talið er að bindingin nú nemi um 50-60 þús- und tonnum. Gíslataka í Lima VINSTRI-skæruliðar Tupac Amaru- hreyfingarinar í Perú halda á fjórða hundrað manns í gíslingu í bústað japanska sendiherrans í Perú. Skæruliðamir réðust inn í fjöl- mennt boð í bústaðnum á þriðjudags- kvöld en slepptu fljót- lega úr haldi konum og öldr- uðum og á fimmtudags- kvöld tæplega '40 manns til viðbótar. Margir hátt- settir embættismenn, erlendir sendi- herrar og kaupsýslumenn eru meðal gíslanns, sem skæruliðamir hóta að taka af lífi, verði ekki orðið við kröf- um þeirra. Skæmliðamir krefjast lausnar 4-500 félaga sinna úr fang- elsi en Perústjóm hefur háð harða baráttu gegn hryðjuverka- og skæmliðasamtökum. Fulltrúar Rauða krossins og sendiherrar sem látnir vora lausir úr hópi gíslanna hafa milligöngu um lausn málsins. Sendifulltrúar Rauða krossins myrtir SEX sendifulltrúar Alþjóðaráðs Rauða krossins voru myrtir í Tsjetsjniju aðfaranótt þriðjudags. Ekki er vitað hveijir vora að verki en fólkið var í fastasvefni er ódæðis- mennimir komust inn í svefnskála og skutu það. Tveir hinna látnu voru Norðmenn en hinir vom frá Kanada, Nýja-Sjálandi, Hollandi og Spáni. Rauði krossinn hætti starfsemi tíma- bundið í Tsjetsjníju eftir atburðinn en morðin hafa verið fordæmd um allan heim. ►GRETE Faremo, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, sagði af sér á mánudag vegna njósna- hneykslis, sem varð þegar hún gegndi embætti dóms- málaráðherra. í Ijós hefur komið að norska leyni- þjónustan kannaði Ieyni- skjöl um einn þeirra manna sem sat í þingnefnd Stórþingsins, sem er að kynna sér njósnir leyni- þjónustunnar. ►KOFI Annan frá Ghana var kjörinn sjöundi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi þeirra á mánudag. Annan tekur við af Boutros Bout- ros-Ghali, sem Banda- ríkjamenn beittu neitunar- valdi gegn. Frakkar lögð- ust um tíma gegn ráðn- ingu Annan en létu af and- stöðu sinni. ►MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, sneri aftur til sins heima á þriðjudag eftir fjögurra mánaða dvöl í Evrópu, þar sem hann gekkst undir uppskurð. ► ÍGOR Rodíonov, varn- armálaráðherra Rúss- lands, neitaði á miðviku- dag boði ráðherra Atlants- hafsbandalagsins um að skiptast á liðsforingjum til að sjá um samhæfingu herja Rússa og bandalags- ins. Sagði hann slikt ótimabært og ítrekaði andstöðu Rússa við stækk- un NATO. Ytir undir kröfur um veiðileyfagjald EINAR K. Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfjarða, segist þess full- viss að breytingar verði gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á Alþingi í vetur, einfaldlega vegna þess að í huga fólksins í landinu gangi það ekki lengur og menn muni ekki þola það óréttlæti og þá sóun sem kerfið veldur. Þetta kemur fram í viðtali við Einar í nýjasta tölublaði Vesturlands, blaði vestfirskra sjálf- stæðismanna. „Ég er sannfærður um það að ef þetta gengur svona óbreytt áfram þá mun fólk rísa upp og það veit enginn til hvers það muni leiða. Þreföldun á verði þorskaflaheimilda á um 20 mánuðum er auðvitað ger- samlega óþolandi. Girðir fyrir það að nýheijar hasli sér völl í grein- inni, býr til óverðskuldaðan auð og gefur að lokum kröfunni um veiði- leyfagjald byr undir báða vængi,“ segir Einar. Hagsmunir greinarinnar að verðþróuninni linni Einar segir að hinn heilbrigði og nauðsynlegi hugsunarháttur einka- framtaksins, að reyna að hagnast og komast vel áfram á grundvelli góðs og ráðdeildarsams atvinnu- rekstrar, sé eyðilagður í kvótakerf- inu. Þróunin í því sé ekki sú að það skipti öllu máli hvernig reksturinn gangi. „Eignamyndunin í sjávarútvegin- um síðustu mánuðina og árin hefur ekki byggst á því hvort menn hafa verið að gera vel í rekstrinum, hvort menn hafa verið að reyna að halda aftur af kostnaði og hvort að menn hafa verið útsjónarsamir með að afla nýrra tekna. Því miður hefur mui w umu-reisoinwMMi Á ftestclcr.t, }iíí wjfe, h* luinum. FamlKw * Áuíhil $ YNOMA? KUSTIL, ó). ivufjit it> >'«■ «4»-:tul tritnsJe h.lvvx*n wifc 0KTH «xl mit WUKWT tomxir. ty. Mm 37 «>< n*#,. Fmu Kfcstil wtnH&VMOÍ ihc WWtów&U rwuWwo wi/l amid i’TCSSUKr o»« i0«til U> wil há plWiie 1*5, IxiÍ3« nv|«K»trd a»»guir»cni aUcad- Iwvs "ílitre ikJíiícs .. jmoredithcwlttnbewrúmo(onsuf*á»uaJy.v Not lo meniíw. luiutg a i/ií«Xrfttí M thc íuúk' tJme ICCLANOIC COOL S Ninttf tb<* cour.irím dul havc ptudui'vd a pwp-imak riau ÍV .,-v spr/Jis lo iiiiik)? í’rr>h*Uy noo I»jt nuy l>e ft's .; lífOh.dvI BlORK. lacr Þad M 0i« klic- N>:xi 4>i? Icrlamlk rock aroup U>« Si «t*« cul*». h oii hcr ú>vi> »ii)> a Ixwncy' jilnmt culkri .Ovíh;.' 1»i ibc uccwid v-vek of relvrtt. ii sÍM tir Na. <3«» Brífkli ríjiiUs T-.ii /i Ihe iw ‘tha; Lv tr.y «r k," stK> s»w. ~tl>? musk 1 hcji iji rry mtrd.’ Wiih h«n d»fl< h*:r joJ tij» bHed Ivjhrí; wa,i nkÁn«i;K:j "Clbfte Glrr by <h»nu tlui hrr lortlcs sI)C »», »1* Ílíaoivtttíy luJsoJit •>$ mrvltc Oval nmkmrtmm Nolkvugalæi HAOmi CAMFVU.L. ÍJ vríKV Ufitnin»au'Iunll> kjtKulsh nrítrívnl nxvl .fttúig iKou'.-i'--. u; the U.S. from RHUf k< Pord. pk.uwl þorrí froríi Uw Utlw »lmí*t MiíibVs Thcre rxilho/g V: Ivw - mr.lríxn l.tke owr.or jokuiiyCttwbk/ixam, «-I»0 tayt thí iDfx-nnoiH 'uecJv 4 rlájv”' SJics rr*f«W»rjf, he tokl <5)o Ubíöki NeieVV* Fkni. f, ,'<jx»<h3«I, uflfirh brat ~ K&||lZ (vir'-.\l 71. TkMtka r#««i hnrix-u llul )>ixio»,j>' Aiudemy AwanJ In W.tf«-h, 'TVe wlurxyN hjxt íun irwJfirt}', uiíwm/a'* iuvi the dirnotor ■>! xuch OvCol' wiwwu i>» ía HtroJu uuO fii. 11« h*ií piociiM-l to «M*Mxt Un oon.- moraof «ym*, "Alt «lu» ... rív.-<ki/ign>efflw» rhe pur afllklin# woréflwJdflft in lluiyrfe{h:««w/ gWf r/hji)i »*rts4’the I Hnl «..«-«.fg mcot, has «Jor.rí morc tltan ge? a lur<m« »fij a <oofJv nf «k »• mfty. ITic rmv- iinw tiroiowed aUHst !»W wi intsrvkivxx itwt ho Iw* h«'«rv IxtptúríJ iu t« Ceofgian Ort/K<- <k««hr:rch.”l havo pkkwe oi tiw Vir$h» W»f): in n>y rvííkv- nonr.’' said h«-. ’Oimæh *ll«T WTrt h i/iik- 'vlvM) I hiíá hiahn'ipurtraii v« Rx' vvaii.’' Ttulk w«»nivi« iJknvtfwíft/. Tb« Björk í afmælisriti Time BJÖRK Guðmundsdóttir kemst á blað í fimmtíu ára afmælisútgáfu vikuritsins Time, þar sem stiklað er á stóru yfir helstu atburði og fólk í fréttum síðustu hálfrar aldar. Blaðið vitnar til fréttar um Björk frá því i febrúar 1993. „Nefndu lönd sem hafa getið af sér poppstjörnur. Kemur ísland upp í hugann? Sennilega ekki, en kannski var kominn tími til,“ seg- ir í Time. Síðan er sagt frá fyrstu sóló- plötu Bjarkar, Debut, sem skaust upp í sjötta sæti breska vinsælda- listans þegar á annarri viku. Vitn- að er I söngkonuna, sem segir að þetta sé fyrsta platan með hennar eigin tónlist. Eða eins og hún seg- ir sjálf, „tónlistinni sem ég heyri í huga mér“. Blaðið gerir að umtalsefni aust- rænt útlit hennar, dökkt hár og skásett augu, sem hafi gert það að verkum að hún var uppnefnd „Kínastelpan" í barnaskóla. Sjálf segist hún þó vera eins islensk í útliti og hugsast getur — svöl. Súla í nýju bæjarmerki BÆJARSTJÓRN Reykja- bent á að stærsta súlubyggð nesbæjar hefur valið nýtt sé við Eldey, suðvestur af bæjarmerki fyrir Reykja- Reykjanesi. Höfundur telur nesbæ. Valin var súla að F\? \fj*k ve' v*ð hæfi að bæjarfélag, tillögu Guðjóns Davíðs Uf If / jy sem kenni sig við Reykjanes Jónssonar. J geri súluna að einkennis- Á þriðja hundrað tillögur ^//ÆM fugli. Súlan yrði tákn ómet- bárust í hugmyndasam- anlegrar náttúra en gæti keppnina og var merki Guðjóns ^B|r jafnframt verið tákn um at- eitt af fimm sem komu til greina. hafnalíf. Á merkinu rísi upp hvít í skýringum með merkinu er súla, sem tákn um lifandi samfélag. allt annað ráðið þar úrslitum. Þar á ég fyrst og fremst við það að verðlagning aflaheimildanna og það hvenær menn hafa eignast þær eða selt hefur fyrst og fremst ráðið úrslitum um það hvort um hafi orð- ið að ræða eignamyndun í einstök- um útgerðum,“ segir Einar. Hann segir að mjög mikilvægt sé fyrir atvinnugreinina að eigna- myndunin gerist fyrst og fremst í gegnum það að vel takist til um reksturinn, en hið sorglega sé að hagnaðarvonin vegna rekstrar- árangurs sé smám saman að hverfa. „Það era fyrst og síðast hags- munir atvinnugreinarinnar sjálfrar að þessari verðþróun linni því í henni felst annars mikil feigð, krafa um auðlindaskatt og því hætta fyr- ir atvinnugreinina sjálfa til lengri tíma litið,“ segir Einar. Lög um fjarskipti og póstþjónustu Sam- keppni innleidd um áramót FRUMVÖRP ríkisstjómarinn- ar til laga um póstþjónustu og fjarskipti, sem lögð voru fram í framhaldi af setningu laga um hlutafélagsvæðingu Pósts og síma, hafa verið sam- þykkt á Alþingi. Frumvörpin eru þijú og lúta öll að þvl sama, að laga „landslag" póst- og fjarskipta- mála að þeim miklu breyting- um sem um þessar mundir eru að verða á þessu sviði hér á landi og annars staðar í Evr- ópu, sem byggjast á þvl að einkaréttur ríkisins til að reka slíka þjónustu verði afnuminn og samkeppni innleidd. Fyrsta frumvarpið fjallar um póstþjónustuna, annað um fjarskipti og þriðja um Póst- og fjarskiptastofnun, sem á að setja á fót til að gegna hlutverki eftirlitsaðila með samkeppnisrekstri í póstþjón- ustu og fjarskiptum, sem og að sjá um útgáfu rekstrar- leyfa. Lögin ganga öll í gildi 1. janúar 1997. Gagnrýni á hlutverk ráðherra Stjómarandstöðuþingmenn gagnrýndu m.a. ákvæði lag- anna um hvernig fyrirhugað sé að haga eftirliti með sam- keppnisrekstri í fjarskipta- þjónustu. Guðmundur Arni Stefánsson, þingflokki jafnað- armanna, segir óeðlilegt að samgönguráðherra sé æðsti yfirmaður, með beinum og óbeinum hætti, hvort tveggja yfir stærsta rekstraraðilanum, Pósti og síma hf., og eftirlits- stofnuninni, Póst- og fjar- skiptastofnun. Þetta geti boð- ið upp á hagsmunaárekstra. Þingflokkur jafnaðarmanna hefur farið fram á að ráðherra skilaði Alþingi skýrslu um áhrif formbreytingar Pósts og síma í hlutafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.