Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 31 MINNINGAR Steinarr, sem hafði verið okkur inn- an handar á sinni tíð, þegar við þóttum of nýstárlegir ungir höfund- ar fyrir íslenskt samfélag. Til dæm- is ríkti alger þögn um fyrstu bók Sigfúsar, þegar hún kom úr 1951, og grein hans í Tímariti Máls og menningar, „Til varnar skáldskapn- um", sem menn hafa vitnað í seinna meir, vakti aðeins athygli fárra bókmenntamanna. Sá tími er mér að vonum eftir- minnilegastur, þegar við Sigfús átt- um hvað mest samskipti ungir menn. Sigfús og Anna, sem tóku á móti mér í Parísarborg forðum daga, skildu síðar meir. Þá var Sigf- ús lengi búinn að vera ritstjóri Tímarits Máls og menningar og um árabil stjórnandi bókaútgáfunnar. Hjá seinni konu hans, Guðnýju Ýri Jónsdóttur, hlaut ég einnig hlýjar viðtökur, þegar ég knúði dyra á heimili þeirra í miðborg Reykjavík- ur. En hugsun mín um Sigfús er, að mér finnst stundum, jafnvel fremur tengd París en Reykjavík. Það var ekki hvað síst frönsk menn- ing sem tengdi okkur sterkum böndum. Því er það, að ég enda þessar línur á minningunni um það, þegar við vorum aftur saman á ferð um París fyrir nokkrum árum. Við höfðum verið boðnir að taka þátt í umræðum um íslenskar bókmenntir og að ræða um skáldskap okkar sjálfra í Bordeaux og París. En eft- ir að við komum frá Bordeaux vor- um við á sama hóteli við Signugötu í París, og að kvöldi dags sagði Sigfús við mig: Veistu um ein- hverja bókabúð sem er opin á kvöld- in? Þetta minnti mig á gamla daga, þegar hann sagði mér frá bókabúð í París, sem var opin á kvöldin. Ég vissi af einni slíkri í næstu götu. Þangað fórum við. Og við borðuðum saman á þægilegum stað, þar sem við gátum rætt um bókmenntir ein- sog í gamla daga, og það var sem augu okkar litu marga hluti sömu augum, þar sem við nú gengum aftur saman um götur Parísar. Jón Óskar. Stórt skarð er fyrir skildi við frá- fall Sigfúsar Daðasonar, eins helsta ljóðskálds þjóðarinnar á þessari öld. Með fyrstu bók sinni, „Ljóð 1947- 1951", tryggði hann sér öruggan sess meðal djúpskyggnustu og gáf- uðustu skálda okkar, aðeins 23ja ára gamall. Má vel jafna útkomu þeirrar bókar við frumsmíð Hannes- ar Péturssonar, „Kvæðabók" (1955), nema hvað Sigfús var full- komlega óháður hefðbundinni ís- lenskri ljóðhefð og kom fram sem eindreginn nútímamaður og heims- borgari. Hvaðan kom honum þrosk- inn og djúpsæið? Upplag eða upp- eldi? Yfir því má endalaust velta vöngum. I ævisögu Sigurbjörns biskups greinir frá árum hans á Skógarströnd og skólahaldi ungu prestshjónanna á Breiðabólsstað veturinn 1939-40. Þar segir meðal annars: „Sigfús Daðason frá Hólm- látri var kominn á skólaskyldualdur og naut einhverrar fræðslu í þessum frumstæða skóla á prestssetrinu. Presturinn hafði veitt honum at- hygli í húsvitjun og átti tal við föð- ur hans um gáfnafar. Daða bónda Kristjánssyni var ljóst að það bjó mikið í dreng þeim." Sigfús var yngstur fimmmenn- inganna sem venja hefur verið að nefna „atómskáld". Þeir áttu reynd- ar fátt annað sameiginlegt en þann einbeitta ásetning að ganga á hólm við staðnaða hefð og blása fersku lífi í hérlenda ljóðagerð. Segja má að árið 1951 hafi markað ákveðin tímamót í íslenskri ljóðlist. Auk fyrstu bókar Sigfúsar komu þá út „Svartálfadans" eftir Stefán Hörð Grímsson, „Imbrudagar" eftir Hannes Sigússon og „Með örvalaus- um boga" eftir Jón úr Vör. Aðra ljóðabók sína, „Hendur og orð", gaf Sigfús út árið 1959, ný- kominn heim frá námi í Frakk- landi. Með henni ítrekaði hann stöðu sína á skáldaþingi. Hér var persónulegur og sérkennilegur ljóð- stíllinn orðinn þroskaðri og blæ- brigðaríkari, málinu beitt á frjáls- legri og um leið skarplegri hátt. Jafngildi skáldskapar SIGFÚS Daðason orti mjög lítið sam- kvæmt þeirri hefð sem má kalla sér- staklega íslenska. Þó eru nokkur ljóð eftir hann íslenskari en mörg önnur ljóð (einhverra hluta vegna prósaljóð). Engu að síður átti hann sér hefð ef hefð skyldi kalla. Það var arfur nú- tímaljóðlistarinnar sem naut sín einna best í Frakklandi milli stríða. Upp- hafsmenn þessarar hefðar voru skáld á borð við Charles Baudelaire, Arthur Rimbaud og Guillaume Apollinaire, en við tóku og full- komnuðu skáld eins og Paul Elu- ard, Pierre Reverdy og René Char, einnig Saint-John Perse sem Sigfús þýddi eftir Ijóðabálk- ana Útlegð, Kvæði til útlendu konunnar, Rigningar og Snjóa. Sigfús Daðason og Jón Oskar hafa ort í anda franskra skálda og með því auðgað íslenska ljóð- list. Sigfús er þyngra skáld en Jón; annar torveldur, einkum í seinni bókum; hinn léttur og að- gengilegur. Sigfús er súrrealískastur í fyrstu bókinni, Ljóðum 1947- 1951, eftir það verður hann æ heimspekilegri. Hendur og orð (1959) er að stórum hluta erfið bók þótt líka bregði fyrir leiftrandi ljóðum. Jafnvel málfarið verður snúnara, TEIKNING Sverris Haraldssonar af Sigfúsi Daðasyni. stundum allt að því tyrfið, í þessari bók. Lesandinn þekkir varla aftur skáld Ljóða, en margt hef- ur gerst milli bóka og sumt er ekki auð- velt að tjá á einföldu máli: „Um hjarta okkar þvert er hræ- elduð víglínan dreg- in/ en orrustan geis- ar í heitu höfði okk- ar/ í miðju hverju landi lýstur fylking- um saman/ og sér- hvert lágt hús er sundurtættur víg- völlur"// óvona og vona — ..." Fá ein ljóð (1977) og Útlínur bak við minnið (1987) eru til vitn- is um að einlægur rabbtónn, sam- ræða við lesandann, sækir á í skáldskap Sigfúsar. Sumt er mjög opið í þessum ljóðum þrátt fyrir yfirbragð lærdóms. í hálærðum félagsskap er rúm fyrir Jafet gamla á Efstabæ, íhaldssaman bónda. Eins gerðist það í Höndum og orðum að foli að norðan sem seldur var bónda á Kjalarnesi er kominn inn í samfélag borgara- legrar mannúðarstefnu, alla leið inn í stofu. Síðasta bók Sigfúsar, Provence í endursýn (1992) er bók inni- leika, eins konar heimspekilegs trega. Sigfús gætti þess vel að fága ljóðin og bækurnar urðu því naumast meira en „kver", orð sem hann notaði sjálfur um þær. Það er aftur á móti lítillæti að kalla Hendur og orð kver. Sú bók er mun meira. I Athugasemd aft- an við heildarsafnið Ljóð (1980) getur Sigfús þess að hann hafi breytt kaflaskipan fjórtánda ljóðs „og auk þess leitazt við að draga ögn úr rhetorískum áherzlum þessa ljóðs sem var enn í smíðum þegar farið var að prenta kver- ið". Ljóðið er sannarlega mælskt, enda hefst það á línu sem boðar allt að því predikun, ævafornan óvin ljóðrænu og skáldskapar: „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys". Skáldskapurinn hörfar þó sjald- an eða hvergi í Höndum og orðum nema ef vera skyldi í eftirfarandi: „Fyrir sjónum manns stóð jafn- hrein og áður fyrr sú mynd sem hann hafði óður reynt að útmá með daglegri hnýsinni og hlut- drægri umhugsun margra ára." Skáldskapurinn er óvenju nær- tækur í sumum ljóðum, sumum hendingum bókarinnar. Það sem aftur á móti kemur í ljós og hlýt- ur að vera skáldinu og öðrum umhugsunarefni er sú uppgötvun að lífið sem við lifum er jafngildi skáldskapar. Að á hana megi líta sem „sára raun" reynir skáldið að rökstyðja. Svokölluð bjartsýnisljóð, heim- spekileg lífsspekiljóð orti^ Sigfús og birtir þau síðustu í Útlínum bakvið minnið. Síðustu bjart- sýnisljóð segja þau sannindi að „bjartsýnisafglaparnir eru vor- kunnar verðir". Auðvelt er að taka undir þessi orð með Sigfúsi. Persóna Sigfúsar Daðasonar var lík ljóðum hans, að minnsta kosti þeim sem hvað lokuðust eru. Hann líktist þó öðrum ljóðum sínum þegar á leið. Alla tíð var hann vinsamlegur og gat brosað í kampinn yfir fávisku heimsins og keppni eftir hégóma. Hann var til dæmis reiðubúinn að ræða sín eigin ljóð og þá góðlátlega og án þess að grípa til þversagna sem hann byggði þau stundum á. Jóhann Hjálmarsson. Heimspekileg tilhneiging skáldsins naut sín vel þegar hann útlistaði hugsanir sínar og tilfinningar. Ljóð- in voru ekki sérlega myndrík, þó víða brygði fyrir leiftrandi myndum. Það sem fremur öðru auðkenndi þau var snjöll beiting tungunnar, eftir- minnileg samstilling orða og hug- mynda, frumleg og eggjandi hugs- un. Samt var það víða svo, að mað- ur skynjaði Ijóðin fremur en skildi. Var engu líkara en hugsunin væri dulin milli línanna: maður fann ilm- inn af henni og naut hennar án þess að gera sér fyllilega grein fyr- ir hver hún væri. Þetta léði ljóðun- um listræna fjarvídd og laðaði le- sandann til þeirra aftur og aftur. í heild var bókin nýstárleg í íslensk- um skáldskap. Frá henni stafaði angan fjarlægra landa, og hún var til vitnis um frumlega skynjun og frábæra kunnáttu í meðferð móður- málsins. Kannski var íslenskum bókmenntum mestur fengur í „íhyglu" ljóðunum þarsem skáldið velti fyrir sér hinum stóru spurning- um mannlífsins og lýsti viðbrögðum næmrar sálar við umhverfinu. Nýst- árleiki ljóðanna var ekki síst fólginn í þeim galdri að vefa blæbrigði sál- arlífsins og dýpstu kenndir skálds- ins inn í hugrenningar hans í andrá sköpunarinnar. í sem fæstum orð- um sagt jafngilti „Hendur og orð" skáldlegri opinberun. Seinni ljóðabækur Sigfúsar voru „Fá ein ljóð" (1977), „Útlínur ba- kvið minnið" (1987) og „Provence í endursýn" (1992). Allar áréttuðu þær það sem hér hefur verið stutt- lega rakið, voru hver með sínum hætti merkilegur áfangi á ferli skálds sem fór í öllum greinum eig- in leiðir og átti engan sinn líka á skáldabekk. Eina prósaverk Sigfúsar var bók um Stein Steinar, „Maðurinn og skáldið" (1987). Hann þýddi að hluta stórverkið „Jóhann Kristófer" eftir Romain Rolland, sömuleiðis skáldsöguna „Þögn hafsins" eftir Vercors og ljóðabálkinn „Útlegð" eftir nóbelsskáldið St. John Perse. Persónuleg kynni okkar Sigfúsar voru svipul, en mér þótti fengur að fá að kynnast þessum hægláta og hlédræga manni, sem var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og bjó yfir kímnigáfu sem gat á stundum verið kaldhæðin, en var miklu oftar hlýleg og margræð. Hann var gæddur sérstæðum eftir- hermuhæfileika sem átti vel við lág- stemmda og kverkmælta röddina. Sigfús var ekki sérlega afkastamik- ill á ritvellinum, en það sem hann lét frá sér fara í óbundnu máli var þaulhugsað og þungvægt, vakti jafnan eftirtekt og eftirþanka. Með honum sjáum við á bak einu skarp- sýnasta skáldi aldarinnar. Ég færi eftirlifandi eiginkonu, Guðnýju Ýr Jónsdóttur, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður A. Magnússon. Fjársjóður lífsins verður ekki allur sannreyndur í hinsta andvarpinu eða i sjálfsmorðssælu unglingsins eða hinni einróma reynslu hvíts og svarts • hörunds. Hann afhjúpast ekki allur í þeirri andrá þegar storminum lýstur á og ekki að fullnuðum sigri eða langþráðum ósigri. Hann glitrar hvorki allur í ákvörðun morðingjans né uppstigningu mannvinarins. Tilveran mælist ekki á mælikvarða guðs á mælikvarða stjarnanna á mælikvarða eilífðarinnar. Líf þitt stendur andspænis dauðanum en ekki í skugga dauðans. (úr HENDUR 0G ORÐ) Götur Reykjavíkurborgar eru fá- tækari; og vindurinn, tíminn og veröldin öll. Fátækt er kannski ekki rétta orðið, þó vissulega sé það orð. Að setja svip á bæinn er heldur ekki það sem ég meina, sérstaklega nú þegar hægt er að hanna per- sónuleikann á arkitektastofum af föllum sortum. Grey vorra hátigna góluðu loðrödduð fræði geiflaðir hrækjaftar jöpluðu á tuggunni siðferði (úr FÁ EIN UÓÐ) Samt tengi ég Sigfús Daðason við göturnar í borginni og sumar götur við hann, til dæmis Skóla- vörðustíginn sem hann taldi mið- depil heimsins. Ég sé hann síður fyrir mér í Hafnarstrætinu og alls ekki við Ægissíðuna eða Fjallkonuveg. Ef til vill stafar þessi skynjun mín af því að ég tók fyrst eftir Sig- fúsi Daðasyni á götum borgarinnar og get fullyrt að götur búa í mönn- um ekki síður en hús; og nú þegar Sigfús gengur ekki lengur þessar götur skynja ég nærveru hans í ljósi þeirrar staðreyndar; hvað þetta anddyri er undarlegt, hvað þetta götuhorn tómt. Það var svo sjálfsagt að hitta Sigfús Daðason í bænum, ganga með honum spölkorn og ræða mál- in. í minninu festust setningar, fá- gæt röð hversdagslegra orða, allt fékk sinn blæ, viðhorfin skýr en samt einsog lesin af spilum. Skopsögur, tilsvör, hlátur... Sérstaða persónuleikans var sér- staða persónuleikans, fyrirhafnar- laus af hans hálfu. Svipur hans og bæjarins voru ólíkir svipir, en náðu saman í einhverjum punkti. Ég held að það hafi verið sumar- ið 1971, árið sem handritin komu heim og ríkisstjórnin gerði út sendi- nefndir til að kaupa uppstoppaðan geirfugl. Undarleg jjlaðværð flæddi um götur og torg. Eg var unglingur að uppgötva vímugjafann orð, barð- ist í gegnum tyrfin fræði, ölvaður af tærri ljóðrænu. Þetta sumar lá leið mín á Borgar- bókasafnið við Þingholtsstræti í leit að róttæku lesefni, orðum sem tækju veröldina upp með rótum og festu óreiðu sálarinnar á blað. Ætli ég hafi ekki verið búinn að finna Blökkustúlkuna eftir Bernard Shaw, Háskóla mína eftir Maxim Gorkí og Efnisheim Björns Franz- sonar, en þá vantaði mig ljóðabók úr ljóðadeild safnsins, eitthvað verulega vinstrisinnað um hórdóm fjallkonunnar. Því stend ég frammi fyrir bóka- hillum ljóðadeildarinnar og skima. Ljóðabækur kalla fram sérstaka dulúð, hjúp eða andlega áru. Ég man bergmál safnsins, fótatökin, loftljósin, spjaldskrárskúffurnar að opnast og lokast, en líð um í leiðslu og finnst síðar sem ósýnileg hönd hafi leitt mig þegar ég stend með Hendur og orð, ljóðabók Sigfúsar Daðasonar í höndunum og sé fyrstu línurnar: Fjársjóður lífsins verður ekki allur sannreyndur íhinsta and- artakinu... Ég fann allt í einu ljóð sem ekki töluðu til mín heldur við mig, ljóð sem sögðu Bæng! Samt veit ég hvað ég skildi eða hvort ég skildi; en slíkt er skilningur út af fyrir sig; þegar innri heimur og ytri reynsla rugla reytum sínum og ríma eins og hug- ur og hönd, hendur og orð. Þannig hitta ljóð Sigfúsar Daðasonar mig enn, í upphaflegu formi, síbreytileg en föst fyrir, gagnstætt ýmsu sem heltekur mann um skeið en glatar svo áru sinnu undir smásjá síbreyti- legra sjónarhorna. Síðar kynntist ég Sigfúsi Daða- syni sem kennara og vini. í bók- menntasögu við Háskóla íslands kenndi hann Upphaf nútímaljóða- gerðar og Leikritun Shakespears. Þær kennslustundir eru ógleyman- legar, hvernig Sigfús rakti hefðir og nýjungar af fádæma þekkingu og innsæi. Ég man hvernig hann rakti rætur nútímaljóðagerðar, ljóðlist Charles Baudelaires, til forvera hans og margvíslegra þátta í sögu og tíma. Ég hef stundum verið að velta því fýrir mér hversu sáttur Sigfús Daðason og ýmsir aðrir hafi verið með myndina af sér sem nútíma- skáldum; nútímaskáld í þeim skiln- ingi að hafa bylt ljóðforminu og bókmenntunum. Svo kann vitaskuld að hafa virst í upphafi, en sé ljóðagerð nútíma- skáldanna skoðuð nú sést að hún stendur föstum fótum í hefðinni. Þetta kann að stafa af því hvað hefðin er stór og sterk. Hún gleypir allt, jafnvel uppreisnir gegn sjálfri sér; þeim kyngir hún eins og vatns- sopa. Það er augljóst mál að ljóðgerð skálda eins og Sigfúsar Daðasonar á sér sterkar rætur í bókmennta- hefðinni um leið og hún var end- urnýjandi afl. Mig minnir að Hall- dór Laxness hafi á einum stað nefnt Sigfús Daðason sporgöngumann Sæmundar fróða. Ég held að sú líking sé ekki út í hött, og að Sigfús Daðason hafi átt margt sameiginlegt með hinum vitru mönnum miðalda, ekki ein- ungis hina yfirgripsmiklu þekkingu heldur einnig hæfileikann til að miðla henni líkt og um fremur hversdagsleg tíðindi væri að ræða. Þar held ég að sé líka skýringin á því hve Sigfús Daðason átti auð- velt með að vingast við strákbjána einsog mig og ræða við þá sem vitra menn, einmitt þegar maður var hvað ungæðislegastur og vit- lausastur, enda þarf vitið að rata ýmsar vegleysur og það vita vitrir menn manna best. Ég vil þakka Sigfúsi Daðasyni góð kynni og gott veganesti og votta Guðnýju Yri konu hans og öðrum aðstandendum mína innileg- ustu samúð. Einar Már Guðmundsson. • Fleiri minningargreinar um Sigfús Daðason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.