Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D ffttnnWjifrtiÞ STOFNAÐ 1913 294. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tadsíkar lofa lausn gísla STJÓRN Tadsíkístan sagðist í gær hafa náð samkomulagi við skæruliða um lausn 23 gisla, sem þeir tóku á föstu- dag. I hópnum eru sjö erlendir eftirlits- menn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Enginn árangur varð hins vegar af við- ræðum stjórnvalda Iandsins og fulltrúa stjórnarandstöðunnar, sem fram fara í Moskvu, en þeim er ætlað að binda enda á borgarastyrjöld, sem staðið hef- ur í fjögur ár í Tadsíkístan. Afsögn í Búlgaríu ZHAN Videnov, forsætisráðherra Búlg- aríu, tilkynnti í gær um afsögn sína og ráðuneytis síns, á flokksþingi sósíal- istaflokks landsins. Þá kvaðst Videnov ekki myndu sækjast eftir endurkjöri, hvorki sem forsætisráðherra né for- maður flokksins. Sagði hann ástæðuna ónógan stuðning við efnahagsaðgerðir sljórnarinnar. Hefnd ellilíf- eyrisþega SÆNSKA lögreglan sagðist í gær hafa fundið tvær sprengihleðslur í verslun- arsamstæðum í Gautaborg og Stokk- hólmi. Hvorug var virk en lögreglan segir skilaboðin hafa verið skýr, „við getum ef við vih'um". Hópur sem kallar sig VSBS (Við sem byggðum Sviþjóð) segist hafa komið sprengjunum fyrir, til að refsa ríkisstjórninni fyrir versn- andi kjör ellilífeyrisþega, öryrkja og atvinnulausra. Hefur hópurinn gefið þær upplýsingar um sig að í honum sé eldra fólk, flest fyrrverandi verkafólk. Dýrkeyptur greiði DÓMARI í Bandaríkjunum hefur fyrir- skipað 63 ára gamalli konu að mæta fyrir rétt en hún hefur verið ákærð fyrir að selja pening í stöðumæla, þar sem tíminn var runninn út, þrátt fyrir að nærstaddur lögreglumaður hafi sagt henni að hætta því. „Ég hefði aldrei trúað því að málinu yrði haldið til streitu," sagði Sylvia Stanton, eftir að ákveðið var að rétta í málinu. Hún var handtekin í október sl. og ákærð fyrir að hindra löggæslumann i starfi og fyrir ólöglegt athæfi, eftir að hún ákvað að setja pening i stöðumæla þar sem tíminn var runninn út til að koma í veg fyrir að eigendur bifreiðanna sem lagt var við mælanna, fengju stöðu- mælasekt. Kvaðst Stanton ekki hafa hugmynd um hverjir ættu bílana, hún hafi einungis viljað gera þeim greiða. HÓPUR gísla sem skæruliðar Tupac Amaru létu lausa í fyrrakvöld. Þeir virtust úrvinda af þreytu og spariklæðnaðurinn orðinn óásjálegur eftir þriggja sólarhringa dvöl á gólfi sendiherrabústaðarins. Skæruliðar halda 340 manns í japanska sendiherrabústaðnum í Lima Fulltrúar gíslanna biðja um mat, vatn og rafmagn Lima. Reuter. FULLTRÚAR gíslanna, sem skæruliðar Tupac Amaru-hreyfingarinnar hafa í haldi í híbýlum japanska sendiherrans í Lima í Perú, lásu í fyrrinótt upp yfirlýsingu þar sem þeir lýsa slæmum aðstæðum í húsinu, óska þess að vatni, síma og rafmagni verði komið á að nýju, að fá mat og að allt verði gert til að fínna friðsam- lega lausn á gíslatökunni. Ekki er vitað hvort skæruliðar fyrirskipuðu gíslunum að semja og flytja yfírlýsinguna en fulltrúi 38 manna hóps, sem látinn var laus seint á föstudagskvöld, las hana upp. Vara við áhlaupi Sagt er að um 340 manns séu nú í haldi skæruliðanna og eru aðstæður í sendiherra- bústaðnum afleitar. Gíslarnir eru svangir, margir eru heilsuveilir, snyrtiaðstaða bágborin og mennirnir úrvinda, þar sem þeir hafa lítið getað hvílst. Stjórnvöld í Lima ákváðu að loka fyrir vatn og síma og rjúfa rafmagn að sendi- herrabústaðnum til að lama baráttuþrek skær- uliðanna. Að sögn eins gíslanna, Alex Kouri, borgar- stjóra Callao, hefur það engin áhrif á skærulið- ana en kemur illa niður á gíslunum. Varaði Kouri við því að ósveigjanleg stefna Albertos Fujimoris, forseta Perú, gagnvart skæruliðum, kynni að stefna lífí gíslanna í hættu. Sendiherrar Brasilíu, Suður-Kóreu og Egyptalands voru í hópi þeirra sem látnir voru lausir í fyrrakvöld. Voru mennirnir að vonum fegnir frelsinu. Sögðu þeir að þrátt fyrir allt liði gíslunum sæmilega. Þeir legðu kapp á að halda umhverfi sínu hreinlegu, hefðu t.d. skipst á að þrífa snyrtingarnar fjórar sem eru í húsinu, svo og önnur herbergi sem þeir dvelja í. Gíslarnir sofa á gólfi sendiherrabústaðarins, 149 á jarðhæð og 231 á annarri hæð og bið- röð er jafnan á salernin. Þá horfðu gíslarnir á sjónvarp á meðan rafmagn var á húsinu og segir Kouri að spenn- an hafi aukist um allan helming í hópnum þegar sagt var frá því í sjónvarpsfréttum að til stæði að gera áhlaup á húsið. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig okkur leið," sagði hann. Vöruðu gíslarnir við slíkum áformum, þar sem skæruliðarnir væru „reiðubúnir að gera hvað sem væri". Tvær konur í hópi skæruliða Samkvæmt alþjóðalögum er sendiherrabú- staðurinn japanskt svæði og verða stjórnvöld í Perú því að leita samþykkis japanskra stjórn- vaida hyggist þau gera árás á húsið. Um 900 lögreglumenn sitja nú um sendiráðsbygging- una. Skæruliðarnir ávarpa hver annan með tölu- stöfum, til að koma ekki upp um sig, og segja gíslarnir að þeir hafí ekki unnið neinum gísli mein. Tvær konur eru í hópi skæruliðanna og segja gíslarnir að önnur þeirra sé vart eldri en sextán ára. UMDEILDUR SKATTUR ÍAÐSIGI 10 ## UT VIL EK"! Verðbréfamiðlarí með fjölbreytta reynslu norðrið í blóðinu B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.