Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg UMDEILDUR SKATTUR í AÐSIGI Nú um áramótin hefst innheimta á hinum afar umdeilda fjármagnstekjuskatti hjá ein- staklingum utan atvinnurekstrar. Flest virð- ist til reiðu hjá skattyfírvöldum, bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum að inn- heimta skattinn í staðgreiðslu þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Krístinn Bríem fjallar hér m.a. um aðdragandann að lagasetningunni, rökin, bankaleynd, ÞRJU DÆMI UM FJARMAGNSTEKJUSKATT undirbúning að framkvæmd skattsins, áhrif- in á fjármagnsmarkaðinn og næstu skref í breytingum í skattkerfínu. 1. DÆMI Bankainnistæöa er kr. 100.000 og ber2,5% ársvexti. Vextimir eru kr. 2.500. Afþeim er dregin 10% staðgreiðsla, eða kr. 250 sem bankinn heldur eftir og skilar i rikissjóð. Reikningseigandinn fær kr. 2.250 í vexti. 2. DÆMI Maöur sem á kr. 1.000.000 í hlutabréfum fær kr. 50.000 arð- greiðslu. Afarðinum er dregin 10% staðgreiðsla, eða kr. 5.000 sem hlutafélagið heldureftir og skilar í rikissjóð. Hluthafínn fær greiddar út kr. 45.000. 3. DÆMI Hjón selja hlutabréf og er söluhagnaður kr. 10.000.000. Stofn til fjármagnstekjuskatts er kr. 6.000.000. Afstofnlnum erreiknuð 10% staðgreiðsla, kr. 600.000, strax á söluári. Fresta má um tvenn áramót kr. 4.000.000 af söluhagnaðinum. Hjónin kaupa ný hlutabréf fyrir kr. 3.000.000. Mismunurinn, kr. 1.000.000 erskattlagðurí almennu skattþrepi á kaupárí nýju bréfanna, þó ekki fyrr en fresturinn erliðinn. Nýju bréfin eru síðan seld á kr. 4.000.000. Stofnverð er kr. 0 og reiknast því söluhagnaður kr. 4.000.000. Á söluári bréfanna fer söluhagn- aðurinn í 10% skattþrep efhagn- aður árslns er undir markinu. ÞAÐ hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig að inn- leiða lög um fjármagns- tekjuskatt á íslandi. Nú um áramótin, þegar innheimta skattsins hefst, verða liðin rúm tíu ár frá því Þorsteinn Pálsson, þáver- andi fjármálaráðherra, skipaði starfs- hóp til að gera tillögur um breyting- ar á skattalögum. Hópnum var m.a. ætlað að kanna skattlagningu á fjár- magnstekjur og aðrar eignatekjur og samhengi slíkrar skattlagningar og eignarskatts. Þetta atriði var í stjóm- arsáttmála þáverandi ríkisstjórnar. Málið var áfram á dagskrá næstu ár en framkvæmdin vafðist fyrir mönnum. Hið langa og þunglama- lega hugtak fjármagnstekjuskattur virðist hafa skotið fyrst upp kollinum árið 1991, en í apríl það ár lýsti Þorsteinn Pálsson því yfír á fundi í Vestmannaeyjum að opna ætti fyrir umræðu um fjármagnstekjuskatt í staðinn fyrir eignarskatt. „Hvaða réttlæti er í því fólgið að sá sem sparar í skuldabréfum borgi ekki af þeim skatta meðan að fískverkakon- an sem leggur á sig nokkra auka- tíma í fiskvinnslunni þarf að borga 40% skatt af viðbótartekjunum?" spurði Þorsteinn á fundinum. í janúar 1992 var skipuð sérstök nefnd undir forystu Baldurs Guð- laugssonar hrl. tii að samræma skattlagningu eigna og eignatekna. í frumvarpi nefndarinnar var gert ráð fyrir ftítekjumarki og að skattur yrði einungis innheimtur af raun- virði vaxtatekna. Allt kom fyrir ekki og málið náði ekki fram að ganga. Eldri reglur flóknar, óaðgengilegar og óréttlátar Áfram var þó þrýst á um upp- töku skattsins m.a. af hálfu Alþýðu- sambands íslands í kjarasamning- um. ASÍ horfði einkum til þess að leita nýrrar fjármögnunar á leiðum til kjarajöfnunar. I desember 1994 gaf ríkisstjórnin út sérstaka yfirlýs- ingu um aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun, þar sem fyrirheit voru gefin um fjármagnstekjuskatt. Verulegur skriður komst síðan á málið í mars á síðastliðnu ári þegar fjármálaráðherra skipaði nefnd til að undirbúa skattlagningu fjár- magnstekna undir forystu Asmund- ar Stefánssonar, framkvæmda- stjóra hjá íslandsbanka. Nefndin samdi frumvarp sem olli miklum deilum og umræðum, en mikil and- staða kom fram bæði af hálfu stjórnarandstöðunnar og fjármála- stofnana. Stjórnvöld héldu sínu striki og skatturinn var í meginatr- iðum samþykktur sem lög frá al- þingi í sumar. Skattlagningin hefur verið rök- studd á þann veg að hún feli í sér aukið samræmi í skattalegri meðferð fjármagnstekna og eyði því mikla misræmi sem verið hefur hingað til. Eldri reglur um skattlagningu sölu- hagnaðar og leigutekna hafa í senn verið taldar flóknar, mjög óaðgengi- legar og óréttlátar. Auk þess er skattlagningunni ætlað að stuðla að tekjujöfnun, þar sem tekjuhærri og efnameiri ein- staklingar hafa alla jafna meiri vaxtatekjur en hinir tekjulægri. Skattlagning annarra fjármagns- tekna mun hins vegar verða léttari enda var það beinlínis yfirlýst markmið að létta skattbyrðina frá því sem nú er til þess að örva upp- byggingu atvinnulífsins, svo vitnað sé til yfirlýsinga stjórnvalda. Þak á söluhagnað hlutabréfa En í hverjufelst þá þessi nýja skattlagning? í stuttu máli sagt felur hún í sér að framvegis leggst 10% skattur á allar fjármagnstekjur einstaklinga utan atvinnurekstrar. Nær skatturinn til allra vaxta, verð- bóta, affalla, gengishagnaðar, arðs, söluhagnaðar og leigutekna. Þar með hefst skattlagning vaxtatekna sem hingað til hafa verið skatt- frjálsar, en skattur lækkar á öðrum fjármagnstekjum svo sem arði, söluhagnaði og leigutekjum úr 42-47% í 10%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.