Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 20
><• 20 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Læknarnir Jón Guðmundsson og Asgeir Theodórs á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa að undanförnu gert aðgerðir á gallgöngum sjúklinga með nýrri tækni. Farið er með slöngu niður í skeifugörn sjúklingsins og aðgerðinni er stjórnað af speglunartæki í tengslum við sjónvarpsskjá. Guðrún Guðlaugsdottir var fyrir skömmu viðstödd svona aðgerð og ræddi auk þess við lækni og sjúkling. AÐGERÐ ÞESSI er gerð á fólki sem einhverra hluta vegna er komið með þrengsli í gall- göng. Hún byggist á því að farið er með speglunartæki niður í skeifugörn sjúklingsins og í gegnum það er þræddur vír sem farið er með inn í gallgöngin. Þar er komið fyrir plaströri sem víkkar göngin út. Þessi nýja tækni hlífir sjúklingum við erfiðum og áhættu- sömum skurðaðgerðum og sparar samfélaginu mikið fé þar sem sjúklingar þurfa yfirleitt ekki að liggja á sjúkrahúsi eftir svona aðgerð heldur geta farið heim til sín fljótlega að henni lokinni. Það var skömmu eftir hádegi dag einn fyrir nokkru að blaða- maður og ljósmyndari Morgun- blaðins mættu á speglunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til þess að fylgjast með Asgeiri Theodórs lækni víkka út gallgöng í Kristjáni Ólafssyni frá Dalvík. Taka átti plaströr sem sett var í Kristján fyrir sex mánuðum og koma fyrir nýju röri. Kristján er maður á sex- tugsaldri, þéttur á velli og vel á sig kominn. Hann var þegar kom- inn upp á aðgerðarborðið í hvítum klæðum og bjó sig undir að gleypa slönguna sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma aðgerð af þessu tagi. Við Kristinn Ing- varsson Ijósmyndari höfðum skrýðst blýsvuntum allmyndarleg- um, svo sem aðrir þeir sem við- staddir voru. Starfsliðið sem var við þessa aðgerð voru auk Ásgeirs þau Jón Guðmundsson læknir, hjúkrunarfræðingarnir Erla Ósk- arsdóttir og Ingunn Steinþórsdótt- ir og Kristín Pálsdóttir röntgen- tæknir. Aðgerðin Byrjað var að að gefa sjúklingn- um svokallaða kæruleysissprautu sem er blanda af petidiíni og val- íum. Æð fannst rétt ofan við úlnl- ið til að stinga í og Kristján bar sig eins og hetja. Lyfíð átti að hjálpa honum til að fmna minna fyrir aðgerðinni en sjúklingar eru ekki svæfðir í tilvikum sem þessu. „Bráðum ferð þú að svífa áleiðis í draumalandið," sagði Ásgeir við sjúklinginn. Yfír borðinu er stór röntgenmyndavél, við höfðalagið er skjár þar sem innan tíðar getur að líta innyfli Kristjáns. „Ertu ekki farinn að finna áhrif," spyr læknirinn. Nei, ekki vill Kristján viðurkenna það. „Við bætum á hann," segir Ásgeir. „Þetta er ekki tekið eftir uppmælingu," seg- ir' sjúklingurinn, orðinn nokkuð þvoglumæltur. „Nei, en þetta verð- ur samt að ganga," segir læknirinn og bætir við mér til upplýsingar „Kristján er stór og mikill maður og þarf meira petidiín. Síðan er kok Kristjáns deyft. Síðan er slöngu, sem er í raun speglunartæki, rennt niður í kok sjúklingsins og hann látinn gleypa hana, það gengur ótrúlega vel. „Þetta er lagið, þetta er flott," segir hjúkrunarfólkið. Það sést vel á skjánum hvernig slangan þokast niður í kviðinn og innyflin taka að sjást eitt af öðru. Þau eru ákaf- lega rauð og það virðist vera margt að sjá innan í fólki. Tækið er nú komið neðst í magann og það þarf að komast niður í skeifugörn. Það er spennandi að sjá þá starfsemi sem fram fer inni í fólki, nú er komið að gallganginum og það sést greinilega hvernig gallið drýp- ur út um gallgangsopið, þrengslin sem öllu þessu veseni valda eru aðeins ofar. Kristján er nú orðinn mjög syfjaður en reynir samt að hjálpa til að snúa sér á bekknum eins og fyrir hann er lagt. • Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson KRISTJÁN Olafsson liggur þarna á aðgerðarbekknum en Ásgeir Theodórs læknir og Erla Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur eru í miðju kafi að fjarlægja plaströr sem fyrr hafði verið sett í gallgöng hans. Hátækniaðgerðir ágallgöngum , Speglunartæki Þrætt fop gallgangs HER SEST speglunartækið inni í gallgangi. Fyrr en varir er rörbúturinn ar í þvermál. Læknirinn tekur til baráttan við að koma því á sinn kominn út, hann er um 7 senti- nýtt og breiðara rör, sem á að stað. Enn þarf sjúklingurinn að metra langur og nokkrir millimetr- setja inn í staðinn, og nú hefst gleypa slönguna. Hann kúgast lít- illega en að því frátöldu gengur þetta allt eins og í sögu. Nú sprautar Ásgeir sérstöku skugga- efni í gallgöngin til þess að sjá betur hvernig _þau líta út. „Ekki anda," segir Asgeir og Kristján hættir umsvifalaust að anda með- an röntgenmynd er tekin. Sérstak- ur vír er nú þræddur gegnum slönguna inn í gallgöngin. Sett er stærra rör en áður, en það kemur í ljós að það er of stórt. Allt hefst því upp á nýtt og annað rör, jafn- stórt því sem tekið var, er sett inn í gallgöngin til þess að víkka þau út. Það tekst vel og fyrr en varir er gallið farið að Ieka út um það. „Allt lítur þetta vel út," segir Ás- geir. Slangan er tekin út og Krist- ján er kominn vel til meðvitundar og segir að sér líði bara ágætlega. Aðgerðin er á enda. Nýja rörið á að duga í tvo mán- uði, þá á Kristján að koma í þriðju aðgerðina af þessu tagi og þá síð- ustu ef allt fer eins og vænta má. Eftir aðgerðina er Kristján látinn jafna sig í tvo tíma. „Við höfum gefið honum þokkalegan skammt af lyfí, hann þarf að jafna sig. Þetta starf okkar krefst mikillar samhæfni og samvinnu, það þarf valinn mann í hvert rúm og og við höfum góðu fólki á að skipa hér," segir Ásgeir og það virðast sannarlega vera orð að sönnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.