Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 35
gjörvulegur en hitt var þó ekki
síðra að hann gerði mannlífið í
kringum sig fjölbreyttara og feg-
urra en flestir sem ég hef kynnst
á lífsleiðinni.
Páll Skúlason.
Á haustdögum 1955 safnaðist
hópur ungmenna saman í þriðja
bekk Gagnfræðaskólans á Selfossi
með þá ætlan að þreyta lands- eða
gagnfræðapróf á vori komandi.
Flestir í hópnum þekktust vel eftir
að hafa setið í sama bekk frá upp-
hafi skólagöngu sinnar í litlum
þorpsskóla. Þeir fáu sem bættust
nýir í hópinn vöktu að vonum
nokkra athygli og átti það ekki síst
við um vörpulegan ungling sem
sögur hermdu að kæmi úr sjálfum
höfuðstaðnum og myndi fylla hóp
okkar landsprófsnemenda þennan
veturinn. Nafn þessa unga manns
reyndist vera Pétur Magnússon og
hafði hann flutt að Eyrarbakka þá
um sumarið. Til voru þeir sem tóku
öllu því sem úr höfuðstaðnum kom
með nokkrum fyrirvara en með
framkomu sinni ruddi Pétur slíkum
vangaveltum úr sessi og þegar vor-
aði og menn skildust að loknum
prófum höfðu bundist þau vináttu-
bönd sem staðið hafa í rúma fjóra
áratugi og aldrei fallið skuggi á.
Margt hefur á daga drifið í lífi okk-
ar beggja frá þessum tímamótum,
þroskaferill unglingsáranna, starfs-
ferill, stofnun fjölskyldu og amstur
hins daglega lífs, en ekki verður
starfs- og lífsferill Péturs rakinn
hér, þar munu aðrir um fjalla.
Nú þegar komið er að skilnaðar-
stund verður fátt um orð því aldrei
verður gildi góðrar vináttu sett á
blað þannig að aðrir skilji svo vel
sé. Minningarnar hrannast upp úr
skóla, ferðalögum, spilamennsku og
frá gleðifundum. Svipmyndir líða
hjá sem á tjaldi væri og er maður
þá óþægilega minntur á hverful-
leika þessa lífs þar sem fleiri eru
horfnir en sá er hér er kvaddur.
Ekki var það hins vegar í anda
Péturs að dvelja um of við slíka
hluti heldur vildi hann minnast
framkomu Þórðar Andréssonar er
hann lét höfuð sitt á Kili fyrir margt
löngu og mætti þar dauða sínum
með því að kasta fram vísu sem
I mörgum er kunn. Slík afstaða var
Pétri að skapi og á Oddaverjum
hafði hann mikið dálæti og taldi til
frændsemi við þá.
Það var Pétri því mikið ánægju-
efni er hann tók við útibússtjóra-
stöðu Búnaðarbankans á Hellu og
flutti í Rangárþing af því tilefni.
Þar á Njáluslóðum með útsýni til
Heklu leið honum vel og hann naut
vinsælda og vináttu heimamanna.
Það er trúa mín að þar hafi langur
og farsæll starfsferill Péturs við
Búnaðarbankann risið hvað hæst.
Ekki verður þessum línum lokið
án þess að getið sé þeirrar vináttu
er Pétur sýndi fjölskyldu minni eft-
ir að hún kom til og á það bæði
við um eiginkonu mína og dætur.
Þar mynduðust tengsl sem öllum
aðilum voru dýrmæt.
Síðustu misserin hafa verið erfið
í baráttunni við illvígan sjúkdóm.
Mest hefur þar mætt á eiginkonu
og dóttur sem undir það síðasta
hafa vart vikið frá sjúkrabeð. Þeim,
svo og bræðrum og öðrum ætt-
mennum, sendum við, ég og fjöl-
skylda mín, samúðarkveðjur og bið
alla að minnast þess að dauðanum
fylgir stundum kærkomin hvíld.
Megi minningin um góðan dreng
styrkja ykkur í sorginni.
Sverrir Ingólfsson.
Það var árið 1979 sem við kynnt-
umst honum Pétri. Hann kom þá
til starfa sem útibústjóri hér við
Búnaðarbankann á Hellu, og var
hér um nokkurra ára skeið. Á þess-
um vinnustað eru afar litlar breyt-
ingar á starfsmönnum og útibú-
stjóraskipti fátíð.
Þegar Pétur fluttist hingað og
hóf hér störf töldum við að enginn
gæti eiginlega orðið jafn góður fé-
lagi okkar og yfirmaður eins og
fyrirrennari hans var. Þó höfðum
við reyndar heyrt frá starfsfólki í
Melaútibúi að mikið værum við
heppin að fá hann Pétur. Tíminn
leið og þau orð reyndust sönn. Mik-
ið vorum við heppin að fá hann
Pétur. Fyrirhafnarlaust náði hann
vináttu okkar og virðingu og þegar
við nú kveðjum hann svo langt fýr-
ir aldur fram er söknuður í hjarta
því við vitum að mannkostamaður
hefur kvatt.
Minningar sækja að. Við minn-
umst til dæmis fjölskylduferða í
Þórsmörk sem farnar voru á sumr-
um.
Krakkarnir okkar ráku upp stór
augu þegar bankastjórinn rauk með
þeim í fótbolta. Bæði var að þau
héldu að svoleiðis menn væru yfir
slíkt hafnir og svo var nú líka
ógleymanleg sjón að sjá hann Pétur
í fótbolta. Þau muna það líka, að
hann ræddi við þau eins og fullorð-
ið fólk, enda fór Pétur aldrei í mann-
greinarálit.
Pétur var afar vel lesinn og vel
menntaður maður, þó að skóla-
ganga hafi kannski ekki verið mik-
il eða löng á mælikvarða dagsins í
dag. Njála var honum sérlega hug-
stæð og túlkanir hans á efni hennar
fóru ekki alltaf í sama farveg og
annarra.
Nú hefur krabbameinið langt
Pétur að velli líkt og svo marga
aðra. Okkur finnst að við séum
stödd líkt og í kúlnahríð, því marg-
ir falla fyrir þessum vágesti og
enginn veit hver verður næstur.
Að leiðarlokum þökkum við kynni
af miklum ágætismanni og góðum
vini.
Við vottum aðstandendum hans
dýpstu samúð.
Starfsfólk Búnaðarbanka
íslands, Hellu.
Pétur Magnússon er látinn eftir
langa baráttu við erfið veikindi. Það
er ótrúlegt hvað maður er alltaf
óundirbúinn þessum kaflaskiptum
enda þótt lengi hafi verið vitað
hvert stefndi. Þetta er eigingirni
því oft er dauðinn líkn.
Pétur hefur verið hluti af lífi
okkar systranna svo lengi sem við
munum eftir okkur. Hann var einn
besti vinur foreldra okkar og heima-
gangur á heimili okkar. Pétur var
mikill sögumaður og hélt því á loft
að vera kominn í beinan legg af
Oddaveijum. Er hann kom í heim-
sókn var gjarnan farið ofan í saum-
ana á Njálukunnáttu okkar systra.
Einnig hafði hann gaman af að
spyrja hvernig viðhorf okkar næstu
kynslóðar til manna og málefna
væru og urðu oft hinar skemmtileg-
ustu umræður úr. Það er óneitan-
lega sárt að sjá á eftir svona sterkri
persónu eins og Pétur var en við
efumst ekki um að honum líður vel
þar sem hann er núna og vel hafi
verið tekið á móti honum. Við vott-
um öllum aðstandendum Péturs
samúð okkar og biðjum Guð að
styrkja þau á þeim erfiða tíma sem
framundan er.
Unnur, Brynja og Svava
Sverrisdætur.
• Fleiri m'mningargrein&r um
Pétur Magnússon biða birtingar
ogmunu birtast íblaðinu næstu
daga.
ANNA MARÍA
GEORGSDÓTTIR
I
+ Anna María Georgsdóttir
fæddist í Reylqavík 13.
mars 1947. Hún andaðist á
heimili sínu, Álftalandi 11 í
Reykjavik, hinn 11. desember
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Langholtskirkju 20.
desember.
I -------------
Elsku Anný.
Það er erfitt að trúa því að þú
I sért fallin frá.
Eg kynntist þér fyrir 15 árum í
gegnum Jennýju, dóttur þína, alltaf
var jafn gott að koma í heimsókn
í Álftalandið til ykkar, mér fannst
ég alltaf vera að koma í höll. Þú
áttir svo glæsilegt heimili og varst
alveg einstök kona, alltaf jafn
glæsileg. Stórt skarð er rofið í
hjarta mitt sem ekki verður fyllt.
| Eg mun minnast þín um alla eilífð.
Ég bið góðan guð að blessa og
• styrkja þína elskulegu fjölskyldu í
sínum miklu sorgum.
Að lokum þakka ég þér góð kynni
og kveð þig með eftirfarandi sálmi:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
\
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég votta öllum ættingjum mína
dýpstu samúð.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Það er ekki alltaf auðvelt að setja
sig í spor fólks, sem lendir í áföll-
um. Fyrir nokkrum árum lenti ná-
grannakona mín í því að keyrt var
aftan á bílinn hennar. Ég man hvað
ég sagði „að hún hefði sloppið vel“.
Bíllinn ónýtur en hún óslösuð, bara
með hálskraga. Hálfu ári seinna
lenti hún aftur í aftanákeyrslu og
„slapp aftur svona vel“.
Hún kom stundum yfir til okkar
að spjalla, þegar við vorum að
byggja húsin okkar. Hún var létt,
kát og lífsglöð kona. Við kynntumst
betur síðustu árin. Heimili hennar
er fallegt og lýsir fínlegum smekk
hennar, bæði á litum og fallegum
munum. Hún var glæsileg kona, ein-
staklega bamgóð og góður vinur.
Hún var bráðkvödd á heimili sínu
eftir margra ára mikil veikindi.
Afleiðingar aftanákeyrslu geta ver-
ið hræðilegar. Þegar skemmdir
verða á taugum og liðamótum, sem
ekki sést strax eins og sárin sem
blæðir úr, getur greiningin tekið
lengri tíma og meðferðin ekki eins
árangursrík og þegar sár er saumað
saman.
Anny mín bar sársaukann í
hljóði. Öll vonbrigðin að geta ekki
byijað að vinna aftur. Að vera
meira og minna á sjúkrahúsum í
meðferð sem skilaði henni tíma-
bundnum árangri. Óbærilegu verk-
irnir sem komu aftur og aftur og
stöðugt versnuðu. Þessi lífsglaða
kona lék oft svo fólk sæi ekki hven-
ig henni leið.
Þegar við spjölluðum þá talaði
hún um góðu dagana þegar engir
verkir komu, um Ola manninn sinn,
sem stóð með henni í gegnum veik-
indin sem sannur vinur, um börnin
sín sem sýndu henni mikinn skiln-
ing, góðu vinkonurnar sem skruppu
með henni í bæinn á góðu dögun-
um. Hún talaði um elskuleg tengda-
börnin og litla barnabarnið sem gaf
henni svo mikla gleði.
Þegar líkaminn er árum saman
undir ofurálagi verkja og vanlíðan
mikil er ekki skrítið að hjartað gef-
ist upp. Ég kveð elskulega ná-
grannakonu mína með söknuði og
þakklæti fyrir stuðning og hvatn-
ingu í gegnum veikindi mín. Þrátt
fyrir mikil veikindi hennar átti hún
alltaf huggunnarorð fyrir aðra. Ég
sendi allri fjölskyldu hennar samúð-
arkveðjur.
Ingileif Óiafsdóttir.
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
SANDRA SIF JÓHANNSDÓTTIR,
Hverafold 130,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 23. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á Styrktarfélag hjartveikra
barna, Landssamtök hjartasjúklinga.
Jóhann Helgason, Halld
Davíð Örn Jóhannsson, Elvar
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HERBORG THEODÓRA BRYNJÓLFSSON
fædd GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bauganesi 12,
Reykjavik,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. desember sl.
Útför hennar hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Öllu starfsfólki og læknum á hjúkrunarheimilinu Eir færum við
hjartans þakkir fyrir góða umönnun og hlýju.
Gunnar A. Ingimarsson, Kirsten Larsen,
Ingimar Ingimarsson, Sólveig Geirsdóttir,
Logi Ingimarsson, Sigrún Sigurþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
JÓNA G. BJARTMARSDÓTTIR,
Brávallagötu 46,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 16. desember,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstu-
daginn 27. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað-
ir, en þeim, sem vildu minnast hennar,
er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Baldur Þ. Harðarson, Estiva Birna Björnsdóttir,
Eiríkur B. Harðarson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og bróðir,
PÉTUR MAGNÚSSON,
Miklubraut 5,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 23. desember kl. 13.30.
Sigurveig Hauksdóttir,
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Helgi Hjálmtýsson,
Sigurveig Þórhallsdóttir,
Björn Magnússon, Andrés Magnússon.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HALLDÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Réttarholti, Garði,
Suðurvangi 2,
Hafnarfirði,
sem lést 17. desember sl., verður gerð
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn
23. desember kl. 13.30.
Guðný L. Jóhannsdóttir, Haukur Jónsson,
Björgvin Þ. Jóhannsson, Katrín Bjarnadóttir,
Guðrún Þ. Jóhannsdóttir, Magnús Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum þeim, er sýndu eiginkonu minni
og móður okkar,
ARNFRÍÐI MATHIESEN,
Austurgötu 30,
Hafnarfirði,
virðingu sína við andlát hennar og
fjölskyldum okkar hlýhug og hluttekn-
ingu.
Ásgeir Gíslason,
Guðmundur H. Jónsson, Svavar G. Jónsson,
Erla Hildur Jónsdóttir, Kristólína G. Jónsdóttir.